Þjóðviljinn - 11.06.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.06.1987, Blaðsíða 12
FLÓAMARKAÐURINN Lada 1500 árg. ’77 í góðu ásigkomulagi til sölu. Selst ódýrt. Upplýsingar I síma 33185 frá kl. 15-18. Telpureiðhjól Til sölu telpureiðhjól sem þarfnast lagfæringar. Verð ca. 5000 kr. Upp- lýsingar í síma 16997 á kvöldin. Barnapössun - vesturbær Óska eftir barnapíu til að passa eins árs stelpu annað slagið. Upplýsing- ar í síma 28257. Fæst gefins 4 sæta sófi í þokkalegu standi fæst gefins. Upplýsingar í síma 37625. Þvottavél til sölu Philco til sölu Philco, ca. 10 ára. Verð 5-6000 kr. Upplýsingar í síma 33766. Gamlir seðlar Nokkrir ónotaðir krónuseðlar frá 1941 til sölu. Sími 32260 og 17482. Barnavagn Til sölu fallegur og vel með farinn blár barnavagn, einnig ódýr svala- vagn. Sími 17482. Til sölu Eldhúsborð og 4 stólar úr beyki til sölu. Upplýsingarísíma 16671 eftir kl. 20. Óskast keypt Óska eftir að kaupa hvíta handlaug í borði. Upplýsingar í síma 16671 eftir kl. 20. Til sölu Gamalt skrifborð til sölu (tilboð) Einnig rúm fyrir 6-12 ára á kr. 500. Upplýsingar í síma 37573 eftir há- degi. Eldavél óskast Lítil eldavél eða kubbur óskast. Uppl. í síma 14807. Til sölu skiptiborð með 4 skúffum á kr. 3.500 (kostar nýtt 5.900). Systkinasæti á vagn kr. 1.500 og vagga. Uppl. í síma 19239. Til sölu handunnar rússneskar tehettur og matrúskur í miklu úrvali. Póstkröfu- þjónusta. Uppl. í síma 19239. íbúð óskast Ung hjón með 6 ára barn óska eftir 3 herbergja íbúð. Vinnum bæði hjá Flugleiðum og á ferðaskrifstofu. Reglusemi heítið. Uppl. í síma 79319 eftir kl. 18. íbúð í 3 vikur Ensk hjón með lítið barn, sem vilja eyða sumarleyfinu sínu á (slandi, óska eftir að leigja litla íbúð í 3 vikur í kringum mánaðamótin júlí-ágúst. Er ekki einhver að fara í sumarfrí um það leyti og væri til í að leigja íbúðina á meðan? Reglusamt fólk sem gengur mjög vel um. Vinsam- legast hafið samband í síma 75875. Óska eftir að kaupa notaðan 2 manna svefnsófa. Á sama stað er til sölu 2 metra breiður fataskápur með rennihurðum. Uppl. í síma 75875. VW Golf '79 til sölu. Þarfnast lagfæringar. Verð ca. kr. 40.000. Uppl. í síma 24362. Atvinna óskast Fullorðin kona óskar eftir vinnu. Margt kemurtil greina. Uppl. í síma 16502. Óskast keypt Ódýr stereótæki og litsjónvarp ósk- ast keypt. Mega vera biluð. Hringið í sima 35368, helst fyrir hádegi. Wartburg árg. ’80 til sölu skoðaður '87. Kúpling og bremsu- kerfi að mestu nýtt. Góður bíll fyrir réttan mann. Verð kr. 25.000. Á sama stað er til sölu drengjahjol á kr. 2.000. Uppl. í síma 79286. Jeppakerra til sölu Til sölu góð jeppakerra. Uppl. í síma 46218 eftirkl. 18. íbúð óskast Ungur, reglusamur maður óskar eftir einstaklingsíbúö, nelst í gamla miðbænum. Skilvísum greiðsium heitið. Uppl. í síma 656332. Bakburðarpokl Óska eftir að kaupa bakpoka til að bera smábarn í. Uppl. í síma 621068. Til sölu borðstofuborð úr tekki, sem nýtt, stærð 150x90 cm. Selst ódýrt. Uppl. í síma 681905. íbúð í New York 2ja herbergja íbúð á miðri Manhatt- an til leigu í júlí og ágúst. Uppl. gefur Hallgrímur Helgason í síma 12005. Karlmannsreiðhjól 10 gíra karlmannsreiðhjól til sölu. Vel með farið. Uppl. gefur Hilmar í síma 34868. Hvolpur til sölu 3 mánaða hreinræktuð „Collie" óskar eftir góðum eiganda. Fæst fyrir 5000 kr. Uppl. í síma 673112 eftir kl. 19. Til sölu er vel með farinn svefnbekkur úr beyki, 80x196 cm, með góðum geymsluhólfum. Verð kr. 4.500. Uppl. í síma 39222 eftir kl. 18. íbúð óskast Bráðvantar íbúð, er á götunni með 6 ára barn. Reglusemi og góðri um- gengni heitið. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 14338 milli kl. 17 og 20. Kvenreiðhjól til sölu. Barnastóll getur fylgt með. Uppl. í síma 84398 e. kl. 17. Borðstofuborð - barnakerra Stórt borðstofuborð og bekkir úr furu til sölu. Barnakerra til sölu á sama stað. Uppl. í síma 21428 eftir kl. 18. Heimilishjálp óskast tvisvar í viku. Unglingsstúlka kemur gil greina. Verður að vera vandvirk. Uppl. í síma 21428 eftir kl. 18. Sófasett óskast Óska eftir að kaupa notað, mjög ódýrt (eða fá gefins) sófasett og þvottavél. Hringið í síma 75745. Timbur Notað timbur til sölu. Uppistöður 1"x6”. Upplýsingar í síma 42612. Litsjónvarp Til sölu 24” Telefunken litsjónvarp. Er 6 ára gamalt og selst á 15.000 kr. Uppl. gefur Birna í heimas. 18583 og vinnus. 687300. Til sölu drengjareiðhjól, Winther, svart með rauðum brettum, fyrir 5-8 ára. Einn- ig gulur Winther barnastóll á hjól. Uppl. í síma 14060. Siamskettlingar til sölu. Uppl. í síma 19492. Óska eftir íbúð á leigu Ungur og reglusamur bankastarfs- maður óskar eftir að taka á leigu íbúð í austurbænum, jafnvel í skemmri tíma. Vinsamlegast hring- ið í síma 31254. Til leigu Skrifstofuherbergi til leigu við Brautarholt. Stærð 35 ferm. Verð kr. 10.000 á mánuði. Uppl. á skrif- stofutíma í síma 16016 og á kvöldin í síma 73382. Notað sófasett til sölu. Uppl. í síma 34136 í dag og næstu daga milli kl. 20 og 22. Til sölu Gamall tvöfaldur fataskápur til sölu. Selst ódýrt. Uppl. i síma 681755. Barnapössun - Kópavogur Er nokkur 12-14 ára stúlka í Kópa- vogi (helst í austurbæ) sem vill passa tvo litla stráka, 6 og 3 ára, virka daga í 2 vikur frá 25. júní n.k.? Vinsamlegast hringið í síma 40281 eftir kl. 17. Til sölu innlagt skrautborð (ítalskt), 4000 kr. Innlögð innskotsborð (dönsk), 4000 kr. Indverskur skermur, út- skorinn, 2000 kr. Indverskt smá- borð 1000 kr. Smástóll úr eik, 1000 kr. Baðskápur úr málmi á vegg, 2000 kr. Skápklukka sem slær, 3000 kr. Uppl. I síma 42891. Til sölu Rúm-skápur og „stressless‘‘-stóll með leðuráklæði og skemill á hálf- virði. Uppl. í síma 34810 eftir há- degi. Einkamái Ungan mann langar að eignast kunningja eða vini 21 árs og uppúr. Þeir sem hafa áhuga sendi svar með mynd til auglýsingadeildar Þjóðviljans merkt „U-2“ fyrir 20. þ.m. ERLENDAR FRÉTTIR Oft skarst í odda með verkfallsmönnum og lögreglu hvítra. Á myndinni sést logandi járnbrautarvagn eftir slík átök í apríl. Suður-Afríka Veilcfallsmenn enduiráðnir Svartir flutningaverkamenn hrósuðu sigri eftir langa og erfiða vinnudeilu Skömmu fyrir helgina lauk verkfalli þeldökkra starfs- manna við hin ríkisreknu fyrir- tæki í flutninga- og samgöngu- þjónustu í Suður-Afríku sem staðið hafði yfir í fulla þrjá mán- uði. Verkfallsmenn kveðast hafa unnið góðan sigur þar sem gengið hafi verið að ýmsum meginkröf- um en embættismenn í Pretóríu reyna að gera sem minnst úr ávinningi þeirra. Verkfallið skall á eftir að ein- um starfsmanna hafði verið vikið úr starfi fyrir að draga um nokkr- ar klukkustundir að skila yfir- manni sínum upphæð sem sam- svarar um 800 íslenskum krón- um. Þegar verkfallinu lauk höfðu fyrirtækin tapað 1200 miljónum króna! Flutningafyrirtækin þver- skölluðust við að viðurkenna Stéttarfélag járnbrauta- og hafn- arverkamanna sem réttmætan samningsaðila þótt þorri verfalls- manna væri innan vébanda þess. Þau voru hinsvegar reiðubúin að semja við Verkalýðsfélag blökkumanna en það hefur orð á sér fyrir linkind í skiptum við hvítu herraþjóðina. Því gekk hvorki né rak og í apr- fl, þegar öldur risu sem hæst, var 16000 starfsmönnum sagt upp störfum. Verkfallið var farið að hafa mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir atvinnulíf lands- ins og svo fór að lokum að fyrir- tækin sprungu á limminu. Á föstudag féllust þau á að ráða alla brottrekna verkamenn til starfa á ný frá og með 15. júní án þess að þeim verði á nokkurn hátt gert að sæta kárínum. Enn- fremur var fallist á þá kröfu ver- fallsmanna að hörundsdökkir starfsmenn verði fastráðnir eftir tvö ár í starfi, líktog hvítir starfs- bræður þeirra, og að blökku- menn fái að kjósa sér trúnaðar- menn úr eigin röðum. Þótt flutningafyrirtækin hafi ekki viðurkennt formlega rétt Stéttarfélags járnbrauta- og hafn- arverkamanna til að fara með umboð fyrir svarta starfsmenn sína þá blandast fáum hugur um að félagið hafi unnið umtalsverð- an áfangasigur eftir þessar mála- lyktir. Flutningafyrirtækin lúta stjórn mjög íhaldssamra manna og það eitt að knýja fram endur- ráðningu verfallsmanna er mjög viðunandi endir þessarar löngu og ströngu vinnudeilu. -ks. Sri Lanka Árásum á tamíla hætt Jaffnaborg ofstór bitifyrirstjórnarherinn. Athulathmudali öryggisráðherra: Ekki hœgt að gera alla hluti í einu Herinn á Sri Lanka hefur látið af árásum á skæruliða tamíla á Jaffnaskaga og kveðst stjórnin nú reiðubúin til friðarviðræðna um „þjóðernisvandamálið”. öryggismálaráðherra lands- ins, Lalith Athulathmudali, hef- ur látið svo ummælt að stjórnar- herinn muni ekki ráðast á Jaffna- borg, en hún er höfuðvígi frelsis- tígranna. „Landsvæði er hægt að leggja undir sig en þar þarf þá líka að tryggja yfirráð stjórnarinnar, og við getum ekki gert allt í einu,” sagði hann og þykja þessi ummæli benda til að ekki vanti ríkisstjórnina í Colombo viljann til að ganga milli bols og höfuðs á skæruliðum tamfla, en hafi ekki bolmagn til þess. „Frelsunaraðgerðir” ríkis- stjórnarinnar stóðu í viku. Síð- ustu vikuna í maí nánar til tekið. í kjölfarið komu aðgerðir sem voru smærri í sniðum og beindust fyrst og fremst að Jaffnaborg. Stjórnvöld á Indlandi mótmæltu aðgerðum þessum og sögðu að óbreyttir borgarar af tamflskum uppruna hefðu látið lífið hundr- uðum saman í árásum stjórnar- innar á Sri Lanka, jafnframt því sem hungursneyð hefði ríkt með- al þeirra sem lifðu af. Ríkisstjórnin á Sri Lanka held- ur því fram að 47 óbreyttir borg- arar hafi fallið í átökunum og vís- ar öllum fullyrðingum um hung- ursneyð á bug. Fimmtíu milljónir tamfla búa í fylkinu Tamil Nadu á Suður- Indlandi og þarlend stjórnvöld bökuðu sér reiði stjórnarinnar í Colombo þegar þau vörpuðu matvælum úr flugvélum til svelt- andi tamfla á Jaffnaskaga. Þeir sem þekkja til mála í höf- uðborginni Colombo fullyrða að indverska stjórnin hafi krafist þess að herinn á Sri Lanka léti af árásum sínum á tamíla og beri að skoða nýtilkominn friðarvilja ríkisstjórnar Sri Lanka í því ljósi. Stjórnvöld á Sri Lanka halda því fram að höfuðstöðvar frelsis- tígranna séu í höfuðstað Tamil Nadufylkis, Madras, og segja að Indverjar verði því tortryggilegir í sáttasemjarahlutverki sínu í átökum sinhalesa og tamfla. Þá hefur stjórnin fordæmt matvæla- sendingar Indverja og segir að með þeim hafi Indverjar lítilsvirt fullveldi landsins. Hátt í þrjú þúsund manns voru handteknir í framsókn stjórnar- hersins á Jaffnaskaga og fluttir í fangbúðir í Galle fyrir sunnan höfuðborgina Colombo. Brota- brot af þessum hópi hefur nú ver- ið sent til síns heima og er búist við að fleirum verði sleppt næstu daga. HS 12 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Flmmtudagur 11. júní 1987 Aðalheimild: REUTER

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.