Þjóðviljinn - 11.06.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 11.06.1987, Blaðsíða 14
Smurolíudrottningar og svakafengnir gœjará þrjúhundruðtonna dekkjum a la Síbiría. Líkt og þegar íþróttamaður meiðist þarf að kaela niður vél- búnaðinn þegar allt ofhitnar og liggur við liðbandaslitL.eða þannig. Bílabúð Benna hlýtur að vera ánægð með að fá þessa ágætu auglýsingu í blað verka- lýðsins...Mynd Sig.Mar 3500 manns komu að horfa á 15. torfærukeppni Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu, sem var haldin í Tröllkonugili við Varmadalslæk austan við Hellu á Rangárvöllum. 14 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. júní 1987 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Akureyri Aðalfundi enn frestað Aðalfundi Alþýðubandalagsins á Akureyri hefur enn verið frestað af óvið- ráðanlegum ástæðum. Aðalfundurinn er nú boðaður fimmtudaginn 25. júní í Lárusarhúsi kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Allir félagar hvattir til að mæta. Stjórnin ABR Kosningahappdrættið Dregið var 1. júní, í kosningahappdrætti ABR. Vinningsnúmer hefur verið innsiglað og verður birt þegar fullnaðarskil hafa borist en þó ekki síðar en 15.júnínk. Þeir sem eiga eftir að skila eru beönir að gera það strax. Guðni Steinar Gísli Alþýðubandalagið Reykjavík Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður haldinn fimmtudagskvöldið 11. júní kl. 20.30 að Miðgarði, Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1) Skýrsla stjórnar: Guðni A. Jóhannesson formaður ABR. 2) Reikningar ársins 1986 og tillaga um árgjald: Steinar Harðarson gjaldkeri ABR. 3) Umræður og afgreiðsla. 3) Tillaga kjörnefndar um næstu stjórn og endurskoðendur ABR og kosning stjórnar. 5) Varmalandsnefndin - Hlut- verk og starfshættir: Gísli Gunnarsson annar fulltrúi ABR í nefndinni. Um- ræður. 6) Önnur mál. Tillaga uppstillingarnefndar og endurskoðaðir reikningar liggja frammi á skrifstofu félagsins. Stjórn ABR Sigurvegarinn í flokki sérútbúinna jeppa, Davíð Sigurðsson, bensín prins frá Akureyri prjónar fararskjótanum á leið til sigurs. Mynd Sig.Mar. Bensínprinsar i Tmllkonugili Smurolíudrottningarog bens- ínprinsar alls staðar af Suður- landsundirlendi fylktu liði innað T röllkonugili við Varmadalslæk austan viö Hellu á völlum Rangár síðasta laugardag. Sumir hinna sigursælustu raunarkomnir norðanúrlandi. Þaðvarolíulyktf loftinu, og svakafengnir gæjar á enn svakalegri bílum voru mættir ásvæðið. Sumirvoruájeppum, sem voru með svo ótrúlega sver dekk að minnti helst á þrjúhundr- uðtonnatrukkana, sem þeirnot- uðu austur í Síbiríu þegar olían fannst um árið. Sem betur fer voru eigendur þessara torfærutækja vel meðvit- aðir um styrk og eyðingarmátt þeirra og héldu sig á afmörkuð- um svæðum. Stöku enda af þeim krafti gjörvir að þeir hefðu leikið sér að því að rústa meðalfjall með nokkrum rúntum upp og niður hlíðarnar. Það var Flugbjörgunarsveitin á Hellu sem þarna stóð fyrir æsi- spennandi móti í torfæruakstri og bauð til keppni öllum helstu tor- færuköppum á undirlendinu. Keppnin er orðin árviss liður í sumarlífi hugumstórra ökuþórra, og þessi var hin fimmtánda. „Þetta er einn helsti liðurinn í fjáröflunarstarfi Flugbjörgunar- sveitarinnar á Hellu“, sagði einn mótshaldara við tíðindamenn Þjóðviljans. „Aldrei gengið jafn vel og nú. Hátt á fjórða þúsund manns komu, mun fleiri en áður. Auk þess stóðust allar tímaáætl- anir einsog stafur á bók. Flott mót!“ Sigurreifastur gekk frá móti Davíð Sigurðsson frá Akureyri. Hann sigraði í flokki sérútbúinna jeppa en auk þess var keppt í flokki standard jeppa, sem öku- þórum þykir mun minna til koma en þeirra sérbúnu. Sýnikeppni og akstur á fjór- hjólúm var einnig á meðal liða á mótinu og gerðu menn góðan róm að þeirri áherslu sem móts- haldarar lögðu á aðgát í nærveru viðkvæms lands, þegar slíkum tækjum er riðið utan vega. -ös Takið eftir dekkjunum á þessum svakalegu tækjum. Mynd Sig.Mar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.