Þjóðviljinn - 11.06.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.06.1987, Blaðsíða 7
1951 HERSTOD FYRIR 5,2 MILLJÓNIR DOLLARA í ársbyrjun voru gefin út í Was- hington leyniskjöl utanríkisráð- uneytisins bandaríska frá við- ræðum við íslensk stjórnvöld vor- ið 1951, og vekja þessir textar, sem HP birti fyrst úr íslenskan útdrátt, ótal nýjarspurningarum þessa viðburði, sem markað hafa örlagaspor í islenska sögu þessararaldar. Sú spurning sem hæst ber nú, árið 1987, hlýtur þó að vera hvort íslensk stjórnvöld og embættismenn ætla sér að láta við það sitja að saga þessa tíma byggist á bandarískum heimildum eingöngu. Á sínum tíma töldu andstæð- ingar herstöðvasamningsins hann stjórnarskrárbrot, brot á 21. grein stjórnarskrárinnar þar sem segir að forseti geri samninga við önnur ríki (og ríkisstjórn þarmeð í umboði hans) en hann geti enga slíka samninga gert ef þeir fela í sér „afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi“ nema samþykki al- þingis komi til. Og leyniskjölin frá Washington setja íslenska ráðamenn ársins 1951 í vægast sagt sérkennilegt ljós, einkum utanríkisráðherrann Bjarna Ben- ediktsson, helsta viðtalsmann Bandaríkjastjórnar um herset- una, - en þegar hugað er að þeim gögnum sem sýnt gætu viðburði vorsins 1951 frá sjónarhóli ís- lensku ríkisstjórnarinnar er svar utanríkisráðherra að hugsanleg birting íslenskra skjala sé í athug- un, og helsta tímasetningin er „þegar fram líða stundir“. Á næstu síðum er rakið megin- efni bandarísku leyniskjalanna, og ber þar allmargt á góma sem fróðlegt væri að athuga um ís- lensk plögg. Meðal þess sem lesa má út úr bréfa- og skeytasendingum Bandaríkjamanna frá 1951 er: • Að íslenska ríkisstjórnin hafi við upphaf viðræðna íhugað al- varlega að stofna íslenskar her- deildir í samvinnu við þær banda- rísku. • Að yfirmenn herliðsins og ís- lenskir ráðamenn hafi þá þegar verið byrjaðir að ræða um rat- sjárstöðvar víða um landið, og að vorið 1951 hafi í raun verið lagður grunnur að þeim stöðvum sem nú Seldi íslenska ríkis- stjórnin Bandaríkjaher herstöðina fyrir 5,2 milljón dollara Mars- hallaðstoð? Var þá þeg- ar ákveðið um ratsjár- stöðvar um land allt? Átti herinn að kveða niður andóf á Islandi? Ætlaði Bjarni Bene- diktsson að kljúfa verkalýðshreyfinguna afótta við andstöðu við hersetuna? Bandarísku leyniskjölin frá 1951 vekja fjölda nýrra spurninga um komu hersins og samnings- gerðina vorið 1951. ís- lenskar heimildir enn í öryggishólfum. eru í bígerð á Gunnólfsvíkurfjalli og Stigahlíðarfjalli. • Að íslenska ríkisstjórnin hafi lagt áherslu á að fyrstu sveitir Bandarfkjahers yrðu mjög fjöl- mennar til að hafa neikvæð sál- fræðileg áhrif á andstæðinga hersetunnar. • Að rætt hafi verið um það í fullri alvöru milli ríkisstjórnanna tveggja að nota herinn til að kveða niður óeirðir á íslandi, - að beita Bandaríkjaher gegn íslend- ingum. • Að íslenska ríkisstjórnin hafi fengið 5,2 milljónir dollara fyrir velvilja sinn í herstöðvasamning- unum ofaná alla aðra Marshall- aðstoð þessara ára. • Að íslenska ríkisstjórnin hafi íhugað að kljúfa verkalýðshreyf- inguna eftir flokkspólitískum lín- um til að lina hugsanlega and- stöðu hennar við hersetuna, með því að semja sérstaklega við þau verkalýðsfélög sem þá lutu for- ystu manna úr Alþýðuflokknum en sniðganga þau félög sem áttu sér að forystumönnum félaga úr Sósíalistaflokki. • Að íslenska ríkisstjórnin hafi lagt áherslu á fullkomna leynd í viðræðunum við Bandaríkja- menn, sjálf lagt til að samningur- inn yrði ekki kynntur fyrren her- inn kæmi og beðið um að komu hersins yrði flýtt af ótta við kjar- aaðgerðir verkalýðshreyfingar- innar. • Að íslenski utanríkisráðherr- ann hafi verið berorðari og sannsöglari við fulltrúa Banda- ríkjastjómar en við íslenska stjórnmálamenn, jafnvel sam- ráðherra sína. Enn er margt á huldu um komu hersins vorið 1951, og raunar um sögu hersetunnar síðan. En leyniskýrslurnar bandarísku sýna þennan örlagaríka kafla í þjóð- arsögunni í mjög alvarlegu ljósi, og að auki er í þessu máli per- sónulegur þáttur sem beinist að æru þeirra stjórnmálamanna ís- lenskra sem helst koma við sögu, lifandi og látinna. -m Flmmtudagur 11. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.