Þjóðviljinn - 11.06.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.06.1987, Blaðsíða 5
Umsjón: Garðar Guðjónsson Bœndaskólinn á Hvanneyri Þá eiga þeir bara að flytja þetta til Reykjavíkur Sveinn Hallgrímsson skólastjóri Bænda- skólans: Ekkert launungarmál að við viljum fá RALA upp að Hvanneyri. Öll okkarað- staða ogstarfsemi myndigjörbreytast. Aukin sérhœfing í landbúnaði kallar á öflugri fræðslu- og rannsóknastarfsemi. Gengurekki til lengdar að miðstýra þessu úr Reykjavík. Menn verða að móta heildarstefnu íþessum efnum Það er ekkert launungarmál að við hér á Hvanneyri höfum veru- legan áhuga fyrir því að fá Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins hingað upp að Hvanneyri. Það myndi breyta hér miklu og stuðla að þvi að við gætum sinnt okkar hlutverki mun betur en við getum nú, sagði Sveinn Hall- grímsson, skólastjóri Bænda- skólans á Hvanneyri í samtali við Þjóðviljann. Flutningur Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins, sem nú hefur höfuðstöðvar sínar á Keld- naholti í Reykjavík, til Hvann- eyrar er mál sem um nokkurt skeið hefur verið í umræðu og þegar hefur verið flutt þings- ályktunartillaga um þetta efni. Hún var hins vegar ekki afgreidd frá alþingi. Skoðanir um þetta eru mjög skiptar og kunnugir fullyrða að meðal starfsmanna stofnunarinn- ar í Reykjavík sé talsverð and- staða gegn hugsanlegum flutningi upp í Borgarfjörð. Andstaða starfsmanna mun ekki síst byggj- ast á því að erfitt verði fyrir maka þeirra að fá vinnu á Hvanneyri, og þar af leiðandi verði áhugi sérfræðinga á að setjast þar að mjög takmarkaður. Þeir Hvanneyrarmenn fara hins vegar ekkert í launkofa með þá skoðun sína að flytja eigi RALA út á land, og þá auðvitað helst upp að Hvanneyri. Sveinn sagði eina af ástæðun- um fyrir þessu vitaskuld vera þá að með tilkomu RALA yrði framtíð staðarins tryggð, enda væri nú svo komið að enginn staður á landinu utan Reykjavík- ur væri öruggur með framtíðar- búsetu. Sífellt meiri sérhæfing „En þetta er í sjálfu sér auka- atriði. Aðrar ástæður eru auðvit- að fyrir hendi og þær vega mun þyngra. Meginávinningurinn af því að fá RALA hingað upp eftir væri sá að með því yrðu kennsluhættir hér fjölbreyttari og við gætum sinnt okkar hlutverki mun betur en áður, en það er að veita bændaefnum fræðslu um land- búnað. Bændaskólinn hefur breyst mjög mikið á síðustu árum. Sérhæfingin er orðin mun meiri og þar af leiðandi þörfin fyrir sérfræðinga. Áður var kennslan aðallega á sviði sauðfjárræktar, nautgripa- ræktar og annarrar búfjárræktar, en nú erum við farin að kenna 11-12 valfög á hverju ári. Auk sauðfjárræktar og nautgriparækt- ar kennum við m.a. ferðaþjón- ustu í sveitum, fiskirækt, hrossa- rækt, kartöflu- og grænmetis- ræktun, loðdýrarækt, skógrækt, vélfræði og svo veitum við fræðslu um vinnuvélar og verk- tækni. Innilegar þakkir þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför Hildigunnar Einarsdóttur Bjarkarstíg 3, Akureyri Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyflækningadeildar F.S.A. og starfsfólki deildar 11 G á Landspítalanum. Steinar Þorsteinsson Þór Steinarsson Guðrún Silja Steinarsdóttir Þórdís Steinarsdóttir Guðrún Kristjánsdóttir Elnar Kristjánsson Lára Sigurjónsdóttir systkini og tengdafólk Ef það er vilji manna og stefna að flytja allt til Reykjavíkur, þá eiga þeir að gera það. Það væri hins vegar alröng stefna. Það væri þvert á móti farsælast að flytja rannsóknastarfsemina og þekkinguna út á land, segir Sveinn Hallgrímsson. Mynd gg. Sem stendur verðum við að sækja sérhæfða kennara í sumum þessara greina annars staðar frá, en með tilkomu RALA og þeirra sérfræðinga sem þar starfa, myndi þetta gjörbreytast.“ Mannfæð og fjárskortur „Breytingarnar sem átt hafa sér stað á kennslunni í Bænda- skólanum eru auðvitað svar við kröfu bændasamtakanna og ráðuneytisins fyrir sunnan um að bregðast við breyttum tímum og stuðla að búháttabreytingum í sveitum landsins. Við verðum að gefa nemendum kost á að sér- hæfa sig. Kennslan í bændadeild er meg- inhlutverk okkar, en jafnframt því er okkur ætlað að stunda rannsóknir. Við höfum til að mynda komið okkur upp fullkomnu loðdýrahúsi, sem með réttu ætti að nýtast til rannsókna, en gerir það ekki vegna þess að okkur vantar mannskap. Það sama gildir um aðrar greinar. Við getum ekki stundað rannsóknir nema að mjög takmörkuðu leyti vegna mannfæðar og fjárskorts. Eitt þýðingarmesta hlutverk okkar nú er að annast endur- menntun bænda og starfsmanna landbúnaðarins og það er þýðing- armeira en flestir gera sér grein fyrir. En þessu hlutverki getum við varla sinnt sómasamlega eins og búið er að okkur. Þetta á einnig við um búvísind- adeild, sem reyndar er 40 ára í ár. Ef hún á að geta starfað með ein- hverju viti verður það að gerast samhliða öflugri rannsóknastarf- semi.“ Mótun heildarstefnu „Þetta er að mínu mati fyrst og fremst spurning um að móta heildarstefnu í þessum málum og fara eftir henni. Ég er eindregið þeirrar skoð- unar að við eigum að draga úr uppbyggingunni í Reykjavík og færa hana meira út á land um leið og samhæfa þyrfti starfsemi bændaskólanna og RALA. RALA rekur tilraunabú víða út um land, en þau koma ekki að miklu gagni vegna þess hvernig búið er að þeim hvað varðar að- stöðu og fjárveitingar. Starfsemi þessara búa þarf að endurskipu- leggja og efla. Ef það er vilji manna og stefna að safna öllu fjármagni og allri þekkingu saman í Reykjavík þá eiga þessir menn að flytja Bænda- skólann á Hvanneyri og allt hans hafurtask til Reykjavíkur. Það væri auðvitað alröng stefna og það segi ég ekki eingöngu vegna þess að ég sit hér að Hvanneyri og líkar það vel. Vilji menn hins vegar færa valdið og þekkinguna frá Reykja- vík og þangað sem landbúnaður er stundaður, eiga þeir að gera það og efla um leið myndarlega alla fræðslu- og rannsóknastarf- semi á þessu sviði. Þar höfum við alls ekki staðið okkur í stykkinu.“ Of mikil þekking í Reykjavík „Sem stendur er allt of mikil þekking saman komin í Reykja- vík, en þar nýtist hún ekki sem skyldi. Það er ekki hægt til lang- frama að reka þetta sem miðstýrt apparat. Allra síst ef það á að miðstýra því frá Reykjavík um aldur og ævi. Það er alveg ljóst að við verð- um að taka okkur tak í þe; sum efnum og móta stefnu sem hægt er að fara eftir. Breytingamar sem eru að eiga sér stað í land- búnaði kalla á meiri sérhæfingu og það kallar á öflugri fræðslu- og rannsóknastarfsemi. Það er t.d. ljóst að í öllum nýbúgreinum skortir tilfinnanlega bæði fræði- lega og hagnýta þekkingu, t.d. í loðdýrarækt. Eins og kerfið er uppbyggt nú er fyrirsjáanlegt að við getum ekki sinnt þessu eins og æskilegt væri, þannig að menn verða að setjast niður og ákveða hvað gera skal. Vilji menn hafa þetta í Reykja- vík, þá þeir um það, en það væri tvímælalaust farsælast að flytja þetta frá Reykjavík og þangað sem hlutirnir eru að ge \st. Stjórnmálamenn hafa rét a bent á að aukin þekking ii skapa atvinnutækifærin í fr; inni og ef sú á einnig að a raunin í landbúnaði finnst i aó þekkingin ætti að færast se . æst bændunum sjálfum. Ef við ætlum að halda áfram að nýta landið í framtíðinni verðum við að hafa til þess fólk og þá er afar óheppilegt að staðsetja alla þekkinguna á einum stað. Sá tími hlýtur að koma að við förum að tapa verulega á því,“ sagði Sveinn Hallgrímsson. -gg Flmmtudagur 11. júnf 1987 ÞJÓÐVILJINN - S(ÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.