Þjóðviljinn - 11.06.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.06.1987, Blaðsíða 6
LANPBUNAÐUR Svava B. Kristjánsdóttir búfrœðingur Ottast stórfellda byggöaröskun Hver er staða og framtíð land- búnaðar á íslandi í dag? Eflaust haflð þið mörg hver heyrt þessa spurningu áður og ef til vill hug- leitt hana og svarað henni. Eg ætla hér á eftir að setja fram nokkrar hugleiðingar um stöð- una og framkvæmd og áhrif þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til á seinustu árum, eftir að séð varð að markaðurinn fyrir landbúnaðarafurðir fór minnkandi. Eins og staða landbúnaðar- mála er í dag óttast ég stórfellda byggðaröskun og þar með fækk- un fólks í sveitum landsins og öðrum dreifbýlisbyggðum. Þessi byggðaröskun er þegar hafin og fólk streymir „utan af landi“ til höfuðborgarsvæðisins. Þessa þróun verður að stöðva og helst að snúa við. Helstu úrræðin í því efni tel ég vera að fjölga og breyta atvinnutækifærum í sveitum landsins frá því sem nú er. Orsakir þess að fólk flytur á suðvesturhornið eru margar, en mikil áhrif hefur ástand landbún- aðarmála og þær framleiðslutak- markanir sem í gildi eru í hefð- bundnum greinum landbúnaðar- ins þ.e. nautgripa- og sauðfjárr- ækt. Samhliða þessu hefur nefni- lega ekki tekist sem skyldi að byggja upp ný atvinnutækifæri, til að halda fólkinu heima fyrir. 39% samdráttur Þær framleiðslutakmarkanir sem í gildi eru fyrir yfirstandandi verðlagsár miðast við framleiðslu á 106.000.000 lítra af mjólk og 11.800 tonnum af kindakjöti. Það er það magn sem ríkið ábyrgist bændum fullt verð fyrir. Fyrir skömmu náðist samning- ur við ríkisvaldið um verðtryggt magn afurða allt til 1992. Er þar um að ræða 103.000.000 lítra verðlagsárið 1988-89, og 104 milljónir lítra þar í frá til ársins 1992. Einnig samdist um 11.000 tn. af kindakjöti á hverju verð- lagsári til ársins 1992. Þetta er mun minna en framleiðslan hefur verið undanfarið. Árið 1978 var framleiðslan sú mesta sem verið hefur eða 120.000.000 mjólkur- lítrar og 15.400 tn. af kindakjöti. Um leið og framleiðslan var svona mikil gekk sala á erlendum mörkuðum mjög illa og mikið vantaði upp á að innlent heildsöluverð næðist. Innan- landsneysla búvara var einnig að dragast saman og í kjölfar þessa var sett á svokallað kvótakerfi árið 1980. Það fól í sér að hvert lögbýli fékk ákveðið búmark (þ.e. ákv. fjölda ærgildisafurða) sem fullt verð fékkst fyrir. í upphafi leyfði kvótinn um 125.000.000 1. mjólkur og 17.712 tonn af kindakjöti, sem þá þegar var meira en innanlandsmarkað- ur tók við. Miðað við neysluna núna er þetta magn langt umfram innanlandsþörf. Það blasti því við strax árið 1980 að ef halda ætti fram- leiðslunni innan seljanlegra marka mætti ekki auka við bú- mark jarða nema á móti kæmi samdráttur annars staðar. Þrátt fyrir þetta virðist sem að lang- flestir þeir bændur sem sóttu um búmarksaukningu hafi fengið hana. Afleiðingar þessarar undan- látssemi og útvíkkunar kvóta- kerfisins urðu auðvitað þær að framleiðslurétturinn fór fram úr því sem seljanlegt var. Árið 1986 þegar búmarkið var komið í 144,6 milljónir lítra af mjólk og 18.434 tonn af kindak jöti var loks tekið í taumana á ný Það hefur enginn ágóða af því að framleiða kjöt og mjólk sem ekki selst, annað hvort vegna þess að enginn vill kaupa það, eða vegna þess að ekki er reynt að selja það. Óskaúrlausn fyrir bændur og vonandi fleiri væri auðvitað sú að svo rættist úr sölumálum (mjólk- ur og kjöts) að ekkert þyrfti að gera. En slíkt gerist ekki á einum degi og birgðasöfnunin var orðin það mikil, vegna lítillar sölu að hjá aðgerðum varð ekki komist. Þær litu síðan dagsins ljós fyrir mjólkurframleiðendur á útmán- uðum 1986, og fyrir sauðfjár- bændur síðastliðið haust. Þær fólust í úthlutun svokallaðs fullvirðisréttar, sem segir til um fjölda ærgildisafurða sem fram- leiða má á býlinu. Notuð er sama viðmiðun og við úthlutun kvót- ans, þ.e. 1 ærgildi jafngildir 16,8 kg lambakjöts eða 174 lítrum af mjólk. Við þessa úthlutun var landinu skipt í 26 búmarkssvæði og er samdráttur, hvort sem miðað er við gildandi búmark eða meðaltal af framleiðslu búvara síðustu ár, mismikill eftir svæðum. Ef litið er á fullvirðisréttinn í sauðfé fyrir verðlagsárið 1987-88 og í mjólk- inni fyrir 1986-87, og hann bor- inn saman við hámarkið 1986, er samdráttur í kindakjötsfram- leiðslu um 39% yfir landið allt, en um 26,7% í mjólkinni. Sé aftur á móti borinn saman fullvirðisréttur í kindakjötsfram- leiðslu verðlagsárið 1987-88 og meðalframleiðsla áranna 1982- 85, er samdrátturinn um 5,3% á landsvísu. Vankantar fullvirðisréttar Ég freistast þó til að líta á ein- stök búmarkssvæði með tilliti til samdráttar í framleiðslu og tek þar kindakjötsframleiðsluna sem dæmi. Þar vekur athygli að eina svæðið sem fer upp fyrir 10% samdrátt (11,2%) er svæði á norðausturhorni landsins þ.e. Sauðaness- og Svalbarðshreppar í Norður-Þingeyjarsýslu. Þar er byggð sérlega viðkvæm og röskun á búsetuskilyrðum til verri vegar getur orðið til þess að byggð þarna leggist af. Þetta tek ég sem dæmi um þá vankanta sem eru á fullvirðis- réttindum og úthlutun hans. Það er ekkert tillit tekið til legu bú- jarðanna eða landgæða, sem hef- ur þau áhrif að á fyrrnefndu svæði, sem hentar mjög vel til sauðfjárframleiðslu, er hætta á ferðum. Tillit átti að taka til slíkra atriða, hafi stjórnvöld á annað borð áhuga á að halda öllu Iandinu í byggð, í stað þess að vega með þessum hætti að búsetu í hinum fámennari og afskekktari byggðum. Annað atriði sem tengist út- hlutun fullvirðisréttar þ.e. í kindakjötsframleiðslu og snertir þetta svæði einnig er það að skerða framleiðslurétt allra búa, sama hversu smá þau eru. Þannig er stuðlað að því að veikja mjög rekstargrundvöll minnstu bú- anna, sem flest hver eru á hinum fámennu og afskekktu svæðum landsins. Þau bú, sem höfðu neðan við 300 ærgilda búmark við úthlutun fullvirðisréttar, og voru skert, kannski um 10%, eru mjög van- búin til að standa undir fjárfest- ingum og eðlilegu viðhaldi á jörð- inni og sú hætta er þá fyrir hendi að menn gefist upp á búskapnum. Menn verða í þessu sambandi að gera sér ljóst að ef röskun verður í sveitunum, fylgja þorpin og kaupstaðirnir á eftir, því að svo nátengt er atvinnulífið þar búsetunni í sveitunum. Peim hófsömu hegnt Ég tel að við úthlutum fullvirðisréttarins hefði átt að ganga svo frá að bú með minna en 300 ærgilda búmark 1986, væru undanþegin framleiðsluskerð- ingu, í stað þess að láta menn sækja um að vera undanþegna skerðingu. Jafnvel hefði mátt færa skerðingarundanþágu upp í 400 eða 440 ærgilda bú. Rökin 6 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN fyrir því eru þau að undanfarin ár hefur verðlagsgrundvöllur land- búnaðarafurða gengið út frá 440 ærgilda bústærð, og viðmiðunar- tekjurnar hafa verið miðaðar við það. Samkvæmt þessu hefur því þurft 440 ærgilda bú til að bændur hefðu sambærilegar tekjur miðað við aðrar stéttir, og að því er stefnt, ekki satt? Eitt atriði enn ætla ég að nefna í sambandi við úthlutun fullvirðisréttar, sem ég er mjög óánægð með. Það er hversu lítið búmarkið frá 1980 er látið gilda við útreikning fullvirðisréttar, en mun meira tillit tekið til fram- leiðslumagnsins á viðmiðunarár- unum, sem voru verðlagsárin 1983-84 og 1985-85. Þetta hefur þær afleiðingar af þeim bændum sem tóku framleiðsluvandann al- varlega og drógu úr framleiðslu sinni niður fyrir búmarkið (sem í raun var of rúmt þegar í upphafi), var hegnt með mikilli skerðingu framleiðsluréttar. Samtímis fá þeir bændur, sem pössuðu sitt og framleiddu upp í sitt búmark og umfram það, umbun fyrir með lítilli skerðingu. En hvað um nýbúgreinar og hlunnindi, þetta sem öllu á að bjarga? Því er til að svara að upp- bygging í þessum greinum er víða of stutt komin til að þær geti, enn sem komið er, komið í stað hefð- bundnu greinanna. Þarna þarf lengri aðlögunartíma og nauðsynlegt er að ríkið hjálpi bændum til þess, með styrkjum og lánum, að komast af stað í nýj- um búgreinum. Víða eru ónýtt hlunnindi á jörðum, svo sem reki, æðarvarp, aðstaða til grásleppuveiða, að- staða til ferðamannaþjónustu, og auk þess jarðhiti sem hægt er að nýta, til dæmis í fiskeldi. Einnig eru möguleikar á að fara út í loðdýra- og kanínurækt. Nœg tœkifœri Af þessari upptalningu sést að tækifærin eru næg, en fjármagn þarf til að nýta þau. Þar verður ríkisvaldið að koma inn í, eigi þetta að takast. Hin litlu sveitarfélög geta ekki staðið sraum af þeim kostnaði. Tryggja verður síðan að þau at- vinnufyrirtæki sem byggjast upp í sveitum landsins séu að meiri- hluta í eigu héraðsbúa, en ekki að fjársterkir aðkomuaðilar hafi þar yfirráðarétt. Sé svo er alitaf hætta á að þeir fjármunir sem fyrirtæk- ið skapar flytjist brott úr hér- aðinu. Fari svo má ef til vill segja að verr hafi verið af stað farið en heima setið. Ef við ætlum okkur að halda öllu landinu í byggð, eins og ég tel ekki vera neina spurningu um, þá þarf að taka hér til höndunum og það fyrr en seinna. Tækifærin til nýsköpunar í atvinnulífi sveitanna, sem alls staðar eru fyrir hendi, kannski misjafnlega augljós, þarf að nýta og styðja þannig við bakið á hin- um hefðbundna landbúnaði, með því að halda fólkinu heima í sveitunum. Bændur góðir, okkur er nauð- syn á að fá alla þjóðina með okk- ur, í baráttuna fyrir því að land- búnaðurinn og sveitirnar haldi sínum hlut í framtíðinni. Munum að enn stendur gamla spakmælið: „Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel.“ Höfundur útskrifaðist frá Bœndaskólanum á Hvann- eyri í vor með hæstu ein- kunn. Greinin birtist áður í Hve-nœr, blaði nemenda Bœndaskólans. W Frá Bændaskólanum a Hvanneyri Búvísindadeild Auglýsing um innritun nemenda: Um er að ræða þriggja ára námsbraut að kandí- datsprófi (BS-90). Helstu inntökuskilyrði: - Umsækjandi hafi lokið búfræðiprófi með 1. einkunn. - Umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi á raun- greinasviði eða öðru framhaldsnámi sem deildarstjórn telur jafngilt og mælir með. Umsóknir ásamt prófskírteinum skulu hafa borist fyrir 30. júní n.k. Nánari upplýsingar eru veittar á Hvanneyri í síma 93-7500. Skólastjóri I Tónlistarkennari Tónskólinn á Hólmavík óskar að ráða kennara með blásturshljóðfæri sem aðalgrein. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 95-3392 og sveitarstjóri í síma 95-3193. Tónskóli Hólmavíkur- og Kirkjubólshreppa Tilkynning tii söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir maímánuð er 15. júní. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið 9. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.