Þjóðviljinn - 12.06.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.06.1987, Blaðsíða 2
—SPURNINGIN— Bindur þú einhverjar vonir við að stigið verði skref til afvopnunar stórveldanna á NATO-fundin- um? ; I r r l m m Jón Þorkelsson, ífeyrisþegi: Já maður vonar það svo sann- arlega. Ef ekki á að glata veröld- nni verða menn að fara að sjá að sér. Þeir hafa tækifæriö núna til að koma sér saman um niður- skurð vopnabúranna. Sigfús E. Arnþórsson, /erslunarmaður: Nei, - allavega ekki fyrir okkur slendinga. Afvopnun á megin- andi Evrópu virðist ekki þýða íeitt annað í hugum þessara nanna en aukin vígvæðing í Jorður Atlantshafi og hernaðar- ippbygging hér á landi. Ólöf Ólafsdóttir, guðfræðingur: Nei það er svo langt í frá. Þessi fundur er ekkert annað en karla- píp manna, sem eru að gera sér dagamun. w IL * t' ^ In h Vf in gibjörg Jónsdóttir, Ismóðir: Nei - mér finnst menn ekkert ira á þeim nótum að gera heim- n friðsamlegri. í HRBHk. BH Grímur Grímsson, lögregluþjónn: Frekar geri ég það, já. Mér sýn- ist menn núna sýna einhvern friðarvilja og þá ekkert síður þessir menn sem eru hér á fund- inum en aðrir. FRÉmR Námsmenn Dagvistarmál í lamasessi Námsmenn mótmæla afgreiðslu meirihlutans á tillögu minnihlutans um endurgreiðslur til námsmanna vegna vistunar barna hjá dagmæðrum. í nýjum úthlutunarreglum Lánasjóðsins er meðlag og mæðralaun dreginfrá námslánum Reykjavíkurborg hefur gefið tóninn með afgreiðslu sinni á tillögu minnihlutans og hann gef- ur vísbendingu um að það er ekki mikill skilningur fyrir hendi á að- stæðum námsmanna, sagði Theo- dór Gr. Guðmundsson fram- kvæmdastjóri stúdentaráðs Há- skóla Islands, en nýlega felldi meirihlutinn í borgarstjórn til- lögu frá minnihlutanum þess efnis að námsmenn sem vista börn sín hjá dagmömmu vegna skorts á dagheimilisplássi fái mismuninn endurborgaðan. I dag er mis- munurinn 9230 krónur miðað við vistun allan daginn, en vitað er um 80 börn námsmanna í vistun hjá dagmömmum. Theodór sagði að vandkvæði stúdenta vegna dagvistarmála væru víðtækari, en í nýjum út- hlunarreglum Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna væri verið að kroppa af einstæðum foreldrum með því að reikna meðlag og mæðralaun sem tekjur til frá- dráttar. „Með þessum nýju regl- um er enn verið að ráðst að möguleikanum á jafnrétti til náms,“ sagði Theodór. I greinargerð með ályktun Hagsmunanefndar stúdentaráðs þar sem afgreiðslu borgarstjórn- ar er mótmælt segir að illmögu- legt sé fyrir námsmenn að fá vist- un fyrir börn sín. Um síðustu ára- mót voru 125 börn námsmanna á biðlistum eftir dagvistun, en börn námsmanna fylla nú um 12.7% dagvistarplássa. Þetta hlutfall er ekki í samræmi við samkomulag það sem Félagsstofnun stúdenta gerði við Reykjavíkurborg árið 1978 þegar stofnunin afhenti tvö dagvistarheimili á hennar vegum til Reykjavíkurborgar gegn því að háskólastúdentum yrði veittur forgangur að 16-17% dagvistar- rýma borgarinnar. í greinargerðinni er jafnframt bent á það að framfærsla sú sem Lánasjóður námsmanna veitir námsmönnum sé í engu samræmi við þann framfærslukostnað sem blasir við námsmönnum með barn á framfæri sínu, en það eru samanlagt 30375 krónur á mán- uði fyrir utan frádrátt. -K.ÓI. Blaðamannafundur í Blómasal. F.v. Göran Enhörning, Petter Karlberg, Peter Dunn og Gunnar Biering en hann á einKum veg og vanda að undirbúningi þingsins. Mynd: Sig. Fœðingarlœknar Siðfræðin í brennidepli Þing norrœnna fœðingarlœkna í fyrsta skipti á íslandi Burðarmálsfræði er yfirskrift- in á þingi norrænna fæðingar- lækna sem nú stendur yfir á Loftleiðahótelinu. Þingið er hald- ið á tveggja ára fresti, en þetta er í fyrsta sinn sem íslendingar eru í hlutverki gestgjafanna. Fræðin um fæðinguna mætti líka segja á skiljanlegra máli en burðarmálsfræði er nýyrði þar sem burður stendur fyrir fæðingu og mál fyrir tíma. Þrír málaflokkar eru einkum til umræðu á þinginu: í fyrradag var fjallað um vöxt og þroska fósturs í móðurkviði og gerð vaxtarrita sem notuð eru tii að vita hvort börn hafi eðlilega þyngd við fæð- ingu. Gestafyrirlesari var Peter Dunn frá Bristol í Englandi. f gær voru siðferðilegar spurn- ingar á dagskrá og hélt Petter Karlberg prófessor í barnalækn- ingum í Gautaborg fyrirlestur um þau mál. Þetta mun vera í fyrsta skipti á þingum þessum sem sér- staklega er fjallað um siðfræðina í tengslum við fæðingar, en ýmsar spurningar þar að lútandi hafa gerst sífellt áleitnari á Norður- löndum sem og annars staðar hin seinni ár. í dag á lokadegi þingsins, verð- ur svo rætt um hvernig fóstrið fari að því að lifa af það stress sem fæðingin hefur í för með sér og fjallað um rannsóknir sem gerðar hafa verið á tilraunadýrum til að varpa ljósi á það mál. Gestafyrir- lesari er Göran Enhörning frá Torontoháskóla í Kanada en Atli Dagbjartsson stýrir umræðum. Þátttakendur á þingi fæðing- arlæknanna eru um 150, frá öllum Norðurlöndunum og eru Svíar fjölmennastir í þessum hópi. Fyrir bragðið er sænska það tungumálið sem helst er notast við auk ensku, en nokkrir fyrir- lesarar eru enskumælandi. HS Byggingafúskið Skyrslan stenst Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins og Verkfræðistofnun Háskóla íslands eru sammála um það að úttekt á burðarþoli nokk- urra bygginga í Reykjavík sýni ótvírætt fram á að eftirliti með byggingum sé áfátt. 1 sameiginlegri yfirlýsingu stofnananna í gær segir að vonast sé til „að könnunin leiði til já- kvæðrar þróunar við hönnun bygginga með verulegu átaki í staðlamálum á sviði þolhönnu- nar.” Að undanförnu hefur sú gagnrýni á skýrsluna um burðar- þolskönnunina heyrst að fram- setningu skýrslunnar sé ábóta- vant í mörgu og í könnuninni sé gengið út frá hærri jarðskjálfta- stuðli en eðlilegt geti talist fyrir Reykjavík. Hafsteinn Pálsson, einn höf- unda skýrslunnar, sagðist ekki vilja tjá sig neitt frekar um þessa gagnrýni en vísaði til yfirlýsingar Rannsóknastofnunar bygginga- iðnaðarins og Verkfræðistofnun- ar Háskólans. -RK Eyðni Enn í stofu- fangelsi Eyðnisjúklingurinn sem settur var í stofufangelsi vegna óábyrgr- ar kynhegðunar sætir enn gæslu, að sögn Heimis Bjarnasonar að- stoðarborgarlæknis. Heimir sagði að óráðið væri hversu lengi sjúklingurinn sætti slíkri gæslu. Þá sagði Heimir að enn væri verið að leita að húsnæði fyrir þá eyðnisjúklinga sem nauðsynlegt yrði að einangra. Borgarlækni er heimilt að grípa til einangrunar sjúklinga samkvæmt ákvæði í far- sóttarlögum. K.ÓI. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.