Þjóðviljinn - 12.06.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.06.1987, Blaðsíða 3
Krítarkort FRETTIR Húsnæðiskerfið Von á vaxtahækkun Sigurður E. Guðmundsson boðar hækkun á vöxtum afhúsnœðislánum. Ásmundur Hilmarsson: Tími til kominn að hækka vextina. Munurinn á húsnœðislánum og almennum lánum of mikill Visaí töh/ubasli Það er rétt, við eigum í basli með tölvukerfið hjá okkur. Þetta seinkar þó ekkert afgreiðslu á greiðslukortum til viðskipta- manna okkar, sagði Margrét Ol- afsdóttir, starfsmaður hjá Visa- ísland, en lcsendur, sem sótt hafa um greiðslukort vegna utanlands- farar, hafa komið að máli við blaðið vegna þess að þeir fái ekki afgreidd greiðslukort í tæka tíð sökum bilunar í tækjabúnaði VISA. „Þessi bilun hjá okkur kemur ekki verulega að sök, því við get- um afgreitt með stuttum fyrirvara svokölluð bráðabirgðakort, handa þeim sem eru að fara í frí erlendis. Þessi kort koma að sömu notum og hin kortin, nema að það er ekki hægt að taka út á þau peninga í hraðbönkum er- lendis," sagði Margrét Ólafsdótt- ir. Margrét sagði þó að vonir stæðu til að úr rættist von bráðar og unnt yrði að komast fyrir bil- unina. -RK Lögreglan Hugar að nýju sniði Nefnd á vegum lögreglunnar hugar að tillögum að breyttu sniði á klæðnaði lögregluþjóna, en um næstu áramót rennur reglugerð um búninga lögregl- unnar úr gildi. „Lögregluþjónar hafa á sólríkum sumardögum kvartað nokkuð yfir því að bún- ingarnir væru of klæðamiklir og við erum að skoða hugmyndir að nýju og léttara sniði,“ sagði Páll Eiríksson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn. „Bæði er það að ný efni eru komin til sögunnar, sem eru létt- ari og þjálli en þau sem eru í þeim búningum sem við höfum núna og jakkarnir eru of efnismiklir og síðir,“ sagði Páll Eiríksson. Álit „fatanefndar“ lögreglunn- ar mun ekki liggja fyrir fyrr en undir lok árs. Að sögn Páls Eiríkssonar, er hvorki ráðgert að breyta um lit á lögreglubúning- um, né að söðla algerlega um og taka upp nýja búninga. „Hug- myndin er fýrst og fremst sú að færa sniðið á þeim búningum sem við höfum til betri vegar og reyna að samræma klæðaburð lögreglu- þjóna við hin ymsu tækifæri.“ -RK Að mínu mati er kominn tími til þess að hækka vexti af hús- næðislánum. Munurinn á vöxtum húsnæðislána og vöxtum á al- mennum markaði er of mikill og það veldur því að ásóknin í það fjármagn sem Húsnæðisstofnun býður er óeðlilega mikil, sagði Ásmundur Hilmarsson starfs- maður Sambands byggingar- manna í samtali við Þjóðviljann í gær, en Ásmundur átti sæti í nefnd sem samdi frumvarpið að nýju húsnæðislögunum. Við erum einangruð og ein- mana í starfi okkar og þess vegna er mjög gott að komast í samband við aðra í sama starfi, sagði Dagný Kristjánsdóttir lektor í íslensku í Osló, en lektorar í ís- lensku á erlendri grund hafa síð- ustu tvo daga verið að bera saman bækur sínar í Odda. Alls eru lektorar í íslensku við erlenda háskóla 8.Fimm þeirra starfa á Norðurlöndunum, tveir í Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðis- stofnunar hefur lýst því yfir að hækka þurfi útlánsvexti af hús- næðislánum og þá til samræmis við vexti af lánum lífeyrissjóð- anna til húsnæðiskerfisins. Lán lífeyrissjóðanna til húsnæðiskerf- isins bera nú 6,25% vexti, en húsnæðislán bera 3,5% vexti. Ríkissjóður hefur fram til þessa greitt mismuninn. Ásmundur kvaðst sammála Sigurði að þessu leyti og sagðist Frakklandi og einn í Þýskalandi. Árlega hittast þeir kennarar sem eru í þessum stöðum hverju sinni og hafa fundirnir færst á milli þeirra landa sem lektorar hafa haft aðsetur í. Að þessu sinni var megin viðfangsefni ráðstefnunn- ar kynning á þeirri starfsemi sem fram fer í útlendingadeild há- skólans og þess vegna var fundað á íslandi. Dagný sagði ráðstefnuna hafa ennfremur telja það óvarlegt af lífeyrissjóðunum að semja við Húsnæðisstofnun um lægri vexti en almennt gerist á markaðinum. „Þegar núverandi vaxtaákvæði voru samþykkt var um að ræða tilraun til þess að lækka vexti á almennum markaði. Þetta hefur alls ekki tekist, þvert á móti. Vextir af húsnæðislánum hafa fram til þessa verið óeðlilega lágir að mínu mati miðað við vaxta- þróun í þjóðfélaginu," sagði Ás- mundur. verið bæði fróðlega og skemmti- lega og að mikið hefði verið á reynslu íslenskukennara útlend- ingadeildarinnar að græða. Að sögn Dagnýjar hefur ís- lenskum sendikennurum ekki fjölgað á síðustu árum og áhug- inn á íslenskri tungu erlendis kæmi mjög svo í öldum. í máli sendikennarans í Svíþjóð hefði komið fram að áhuginn fyrir ís- landi og íslensku færi vaxandi í Aðspurður um gildi þess að ákveðið hefur verið að hætta út- gáfu lánsloforða, sagðist Ás- mundur telja að þeirri ákvörðun væri fyrst og fremst ætlað að setja þrýsting á lífeyrissjóðina að gera samninga um fjármögnun kerfis- ins sem fyrst. „En lífeyrissjóðirn- ir verða að hugsa sinn gang í þessu og að nn'nu mati getur ekk- ert gerst í þessum efnum fyrr en stefna væntanlegrar ríkisstjórnar í vaxtamálum liggur fyrir,“ sagði Ásmundur. _oB þar. lsland væri þar í tísku. Það sama yrði ekki sagt um áhugann í Noregi. Þá sagði Dagný að fólk legði íslenskunám fyrirsig afólík- legustu ástæðum. Einn nemandi hennar hafi t.d. átt íslenskan hest og það hafi verið hvatinn. Þá væru það gjarnan furðufugl- ar sem leggðu stund á íslensku- námið og í mörgum tilfellum væru nemendur útlendingar í því landi sem þeir stunduðu námið í. -K.ÓI. Dagný Kristjánsdóttir: Hinir árlegu fundir okkar eru okkur mikilvægir því í sendikennarastarfinu erum við mjög einangruð. Mynd Sig. íslenskukennsla t Sendikennarar stinga saman nefjum Lektorar ííslensku erlendis bera saman bœkur sínar í Odda. Íslandítískuí Svíþjóð en minni áhugi í Noregi Bergstaðastrœti Byggingarieyfið ólöglegt Byggingarmeistarinn stefnirfélagsmálaráðherra og íbúum hússins að Bergstaðastræti 17. Kári Halldór, leikari: Byggingarleyfið brautíbága við aðalskipulag. Aðeins eittdœmi afmörgum hvernig borgin treður á rétti íbúa gömlu hverfanna. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður stefnanda: Ekki ráðinn til að fara með málið fyrir fjölmiðla Upphaflega ætluðu þeir að keyra brunagaflinn allveg út af lóðarmörkum og nota lóðina þjá okkur, sem vinnusvæði, án þess að tala við kóng eða prest. Eftir að við höfðum bannað þeim það, þá hröktust þeir einn meter frá lóðinni, en ætluðu samt að hafa brunagafl fjórum metrum frá vistarverugluggum hjá okkur, sagði Kári Halldór Þorsteinsson leikari um baráttu íbúa að Bergs- taðastræti 17 fyrir að fá fellt úr gildi byggingarleyfi að fjögurra- hæða skrifstofu- og verslunarhús- næði á horni Spítalastígs og Bergstaðastrætis. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögfræðingur hefur fyrir hönd byggingarmeistarans sem á um- rædda lóð, stefnt íbúunum og fé- lagsmálaráðherra fyrir bæjarþing Reykjavíkur fyrir að byggingar- leyfið var fellt úr gildi „Tildrög þessa máls eru þau að byggingar- nefnd Reykjavíkurborgar veitti byggingarleyfi fyrir húsi á lóðinni við Bergstaðastræti 15, sem við íbúarnir töldum þverbrjóta aðal- skipulagið. Við áfrýjuðum þess- ari leyfisveitingu til félagsmála- ráðherra og kröfðumst þess að byggingarleyfið yrði fellt úr gildi. Að fengnu áliti Skipulagsstjórnar ríkisins, úrskurðaði ráðherra í lok júlí á síðasta ári að bygginar- leyfið væri ólöglegt," sagði Kári Halldór. „Þetta er hluti af mikið stærra máli. Reykjavíkurborg, með byggingarnefndina í fararbroddi, hefur lengi gengið á eignarrétt fbúa gömlu hverfanna. Það er nóg að fara um eldri borgarhverf- in og skoða hvernig nýjar bygg- ingar hafa verið settar niður og fyllt út í lóðirnar. Borgin hefur haft það fyrir sið að hundsa allar kvartanir íbúanna vegna slíkra mála. Þannig bar borginni að biðja okkur um leyfi til að fá að úthluta lóðinni. Samkvæmt reglugerðum er lóðin alltof lítil fyrir það hús sem ætlað var að setja hér niður, en nýtingarhlut- fall lóðarinnar var samkvæmt teikningu 3-400% umfram leyfi- lega nýtingu," sagði Kári Hall- dór. „Ég er ráðinn lögmaður stefn- anda til að fara með málið fyrir rétti, en ekki fjölmiðlum," sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lög- fræðingur, er blaðið innti hann eftir málavöxtum. -RK Föstudagur 12. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Humarinn Dræm veiði Humarvertíðinfór vel af stað en veiði hefur verið drœm undanfarna daga. Margir bátar þó langt komnir með kvótann Humarvertíðin fór mjög vel af stað, en undanfarna daga hefur heldur dregið úr veiðinni. Bátar eru þó margir langt komnir með kvóta sinn. Vertíðin hófst 20. maí sl. og er búist við að henni ljúki fljótlega upp úr næstu mánaða- mótum. Humarinn er gulls ígildi og það er eftir miklu að slægjast fyrir þá sem stunda þessar veiðar. Kílóið af fyrsta flokks humar upp úr sjó er verðlagt á 600 krónur, en til samanburðar má geta þess að al- gengt verð á 1. flokks þorski er 30 kr. fyrir kílóið. Unglingar eru í meirihluta þeirra sem sjá um humarvinnsluna. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.