Þjóðviljinn - 12.06.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.06.1987, Blaðsíða 10
Happy hefur kynnst innviðum suður- afrískra fangelsa: Ekki einu sinni börnin eru óhult fyrir ofsóknum apart- heidstjórnarinnar. inni. Það mátti ekki tæpara standa með það í táragasaðgerð varðarins. Talsmaður fangelsismála segir að „kvenfangar sem sátu í fang- elsi í Jóhannesarborg hafi neitað að hverfa til klefa síns hinn átt- unda janúar og því hafi fangels- isstjórinn fyrirskipað að táragas yrði notað til að koma á lögum og reglu. Sú fullyrðing að fimm mánaða gamalt barn hafi verið í klefanum á ekki við nein rök að styðjast.” Happy Molefe var loks sleppt úr haldi eftir átta mánaða inni- lokun. Skólafélagarnir fögnuðu henni og færðu henni smágjafir. En ekki finnst henni nýfengið frelsi tryggilegt. Pabbi hennar segir að þau geti búist við þvf hve- nær sem er að aftur verði bankað upp á og fangelsismartröðin endurtaki sig. HS (eftir frásögn Peter Godwin í Jó- hannesarborg) HEIMURINN Nató-fundurinn ,Já, en“ svar víð núll-lausn Steingrímur Hermannsson leggstgegn hugmyndum um aukinn kjarnorkuvígbúnað íhafinu. Sennilegast að Nató-ráðherrarnir samþykki tvöfalda nuíl-lausn með semingi. Frakkar stirðir ísamvinnu um hefðbundinn herafla. Reagan telur sennilegt aðþeir Gorbatsjof undirriti afvopnunarsamkomulag á þessu Utanríkisráðherrar Nató-ríkja hefja seinni dag vorfundar síns í Reykjavík nú í morgunsárið og um hádegið er búist við að fundinum ljúki með sameigin- legri yfirlýsingu, sem fyrst og fremst fjalli um afvopnunarvið- ræður risaveldanna. Flest bendir til að í yfirlýsing- unni kvitti ráðherrarnir uppá þá stefnu Bandaríkjanna að taka til- boði Sovétmanna um „tvöfalda núll-lausn“, það er útrýmingu meðaldrægra og skammdrægra kjarnaflauga í Evrópu, annarra en franskra og breskra. Óljóst er hinsvegar hvað verður um þá kröfu Vestur-Þjóðverja að haldið verði eftir gömlum skammdræg- um flaugum sem eru í vörslu þýska hersins, en Bandaríkjaher geymir úr kjarnaoddana. Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði áður en Natófundurinn hófst að hann byggist við að Bandaríkjaforseti tæki afstöðu nú um helgina eða snemma í næstu viku eftir að Shultz hefur borið honum fréttir af Nató-fundinum. Reagan sjálf- ur sagði í Feneyjum í gær að hann teldi líklegt að hann hitti Gorbat- sjof á þessu ári til sameiginlegrar undirritunar afvopnunarsamn- ings. Norski utanríkisráðherrann Stoltenberg gaf í gær í skyn við fjölmiðlalanda sína utanvið Hót- el Sögu að í lokayfirlýsingu Nat- ófundarins hér yrði rætt um að núll-lausninni fylgdi helmings- fækkun allra langdrægra flauga, útrýming efnavopna og niður- skurður í hefðbundnum herafla. Heldur er búist við að þetta verði sett fram í hvatningarformi en sem skilyrði við stuðning við núll- lausn. Ólíkar áherslur Steingríms og Matthíasar Þau tíðindi af fundinum sem einkum snúa að fslendingum eru helst að í ávarpi Steingríms Hermannsonar við setningu fundarins var mótmælt hugmynd- um varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna um aukinn kjarnorku- vígbúnað í Norðurhöfum sam- fara afvopnun á meginlandi Evr- ópu. Matthías Á. Mathiesen varði hinsvegar ræðutíma sínum gjörvöllum í hugmyndafræði- legar vangaveltur um Nató sem breiðfylkingu lýðræðisþjóða gegn kúgun og hernaðarógnum Gúlag-Sovéts, í gömlum kalda- stríðsstíl. Steingrímur sagði, eftir að hafa farið lofsorðum um Nató, að við Natóaðildina 1949 hafi því verið lýst yfir að á íslandi yrði ekki er- Iendur her á friðartímum, en „því miður hefur viðunandi friður hins vegar ekki verið talinn í heimin- um síðan fyrir Kóreustyrjöld- ina“. Steingrímur sagði að friður- inn í Evrópu byggði á hernaðar- an legri firringu og hefði leitt til kjarnorkuvopnakapphlaups, sem hefði farið fullkomlega úr böndum. Þetta væri friður sem byggðist á ótta. „Afstaða okkar er Ijós,“ sagði Steingrímur. „Við leyfum ekki kjarnorkuvopn á íslensku yfir- ráðasvæði." Hann fjallaði um kjarnorkuvopnalaust svæði „í Norður-Evrópu, frá Grænlandi til Úralfjalla, á landi, en einnig á og í hafinu", og sagði að með ís- lenskum stuðningi við slíkt „vilj- um við leggja áherslu á að Norður-Atlanshafinu verði ekki breytt í kjarnorkuvopnabúr, þeg- ar kjarnorkuvopn eru fjarlægð af þurru landi". Matthías Á. Mathiesen sagði á blaðamannafundi réttfyrir kvöld- mat í gær að orð Steingríms hefðu verið í framhaldi af utanríkismál- aályktun þingsins frá maí ‘85, en vildi ekki fjalla efnislega um að öðru leyti. Aðspurður sagði Matthías að Steingrímur hefði ekki borið ávarp sitt undir ríkis- stjórnina. Afstaða sín kæmi fram í dag. Matthías kvaðst hafa haldið fund með Carrington lávarði, framkvæmdastjóra Nató, ogánn- an með Genscher utanríkisráð- herra Vestur-Þýskalands, og látið þar í ljós óánægju sína með úrslit hvalkjötsmálsins fyrir skömmu. Matthías sagðist mundu hitta Shultz að máli í dag og ætlaði að ræða við hann hval- veiðimál með tilliti til fundar Al- þjóðahvalveiðiráðsins síðar í þessum mánuði. -m Norski utanríkisráðherrann Thorvald Stoltenberg víkur sér útaf fundinum á Sögu til að segja blaðamönnum frétt- ir. (Mynd: Ari). 10 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN Suður-Afríka Böm í fangelsum Happy Molefe, þrettán ára: Ég vildi ég vœrifugl oggœti forðast táragasið Kleópatra Happy Molefe var aðeins þrettán ára þegar lög- reglan í Suður-Afríku handtók hana í september síðastliðnum. Allar götur síðan hefur hún verið bak við lás og slá, enda þótt engar ákærur hafi verið lagðar fram gegn henni. í síðasta mánuði var henni loks sleppt. Foreldrum hennar finnst hún hafa breyst mjög og hefur fang- elsisdvölin gert hana meðvitaðri pólitískt og hert hana. Hún er eirðarlaus og á ekki lengur sam- leið með skólasystkinum sínum. Hún segist ætla að verða hæsta- réttardómari þegar hún verður stór til að bjarga börnum úr fang- elsum. Hún orti ljóð meðan á fangelsisdvölinni stóð og hefst það svona: „Ég vildi að ég væri fugl sem flýgur hátt fyrir ofan táragasið.” Ljóðið endar á her- hvötinni: „Stefnum fram til al- þýðuvalda.” Reynsla hennar sýnir að börn sem eru tekin höndum og stungið inn verða staðfastari í andstöðu- nni gegn apartheidstefnu stjórnvalda, þveröfugt við það sem ríkisstjórnin vonaðist til. Adriaan Vlok, dóms- og ör- yggismálaráðherra, lýsti því yfir í síðustu viku að af öllum þeim 280 börnum sem handtekin hafa ver- ið, væru nú aðeins ellefu enn í fangelsi. Heildarfjöldi fangels- aðra hefur lækkað úr 8.500 í byrj-' un árs í 1.482 nú (þá er því sleppt að önnur tvö þúsund eru innilok- uð en þá undir öðrum formerkj- um.) Nokkur hundruð barna hafa verið látin laus síðustu tvær vikurnar og er Happy ein af þeim. Martröðin hófst í september í fyrra þegar hún var vakin af svefni um miðja nótt og lýst fram- an í hana með logandi kyndlum. Þar var vopnuð lögregla að verki á heimili hennar í Kagisoþorpi fyrir utan Krugersdorp. Henni var hnoðað grátandi inn í sendif- erðabfl og flutt á lögreglustöðina í Krugersdorp. Pabbi hennar er verkamaður og vinnur í verksmiðju. Þegar hann kom heim af næturvaktinni var Happy dóttir hans á bak og burt og því fór hann á lögreglu- stöðina. Þar var honum sagt að hún lægi undir grun um að hafa tekið þátt í að skipuleggja við- skiptabann gegn verslunum í eigu hvítra. Happy og foreldrar henn- ar vísa þessu á bug. Molefe segir að dóttir sín hafi verið dæmigerð þrettán ára stelpa; henni fannst gaman í körfubolta og var hjálpleg við húsverkin. Fjölskyldan er ka- þólsk og sækir kirkju í nágrenn- inu. Róttækar stjórnmálaskoðanir eru víðs fjarri heimilinu því. Happy var yfirheyrð á sjötta degi í fangelsinu um þátt sinn í viðskiptabanninu. „Þeir réttu mér blað. Nafnið mitt var vélrit- að efst á það og mér var sagt að skrifa undir neðst á blaðið. Ég gerði það af því að ég var svo hrædd. Lögreglan fyllti síðan út skjalið fyrir sitt leyti og að eigin geðþótta, „og þar með lá játning mín fyrir,” segir Happy. Þegar fangavistin hafði staðið í þrjár vikur var Happy og klefafé- lögum hennar sagt að nú ættu þær að fara heim. Þess í stað voru þær fluttar í Diepkloopfangelsið í Jó- hannesarborg. Þegar hér var komið sögu var álagið farið að segja til sín. Klefafélagarnir segja að Happy hafi talað mikið upp úr svefni, en ekkert af því var skiljanlegt. Pabbi hennar heim- sótti hana hálfsmánaðarlega, hálftíma í senn eins og reglurnar mæla fyrir um. Hún fór að gráta í hvert skipti og sárbændi hann um að fá sig lausa. Hann huggaði hana eftir bestu getu og réð lög- fræðinga til að annast mál henn- ar. Happy og klefafélagar hennar sungu sálma og pólitíska söngva sér til upplyftingar í mótlætinu. Þær rifu pappakassa og skrifuðu slagorð á bútana og hengdu þá um hálsinn á sér næst þegar leikfimiæfingar voru haldnar. Mótmælaaðgerðir þessar stóðu stutt og stúlkunum var smalað aftur inn í klefann sinn. Rætt var við Happy og aðra stúlku sitt í hvoru lagi. Þeim ber saman um það að eftir að inn í klefann var komið hafi vörður opnað dyrnar og sprautað táragasi inn um gættina. Ein stúlknanna, sautján ára að aldri, var með fimm mán- aða gamalt barn sitt í fangavist-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.