Þjóðviljinn - 12.06.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.06.1987, Blaðsíða 8
HEIMURINN Persaflóaœvintýrið Hvað vakir fyrir Reagan? Bandaríkjastjórn gerir mikið úr nauðsynþess að herskipum sé stefnt inná Persaflóa til verndar olíuflutn ingaskipum Kuwaitmanna en ýmsirgera þvískóna að Reagan hyggist fyrst ogfremst draga athygli mannafrá Iranshneisunni með tiltœkinu Bandarísk herskip munu innan skamms slást í för með ellefu olíuflutningaskipum sem sigla með farm sinn frá Kuwait til Vesturlanda um hinn nafntogaða Persaflóa. Til að draga enn meira úr líkum á árás írana á flutningafleyin munu þau draga bandaríska fán- ann að húni og lúta stjórn banda- rískra skipstjóra. Mestar líkur eru taldar á því að á skipin verði ráðist við mynni flóans þegar þau sigla um Horm- uzsundið. Reaganstjórnin hefur ítrekað ráðið klerkastjórninni í Teheran frá því að láta til skarar skríða því komi til þess verði um- svifalaust svarað í sömu mynt. Ýmsir hafa gagnrýnt bröltið í Reagan forseta og sérfræðingar um málefni Miðausturlanda segja af og frá að skipum á þessu svæði stafi meiri hætta af árásum frana nú en fyrir sex mánuðum eða ári. Formaður hermálanefndar Öldungadeildar bandaríska þingsins, demókratinn Sam Bráðnauðsynlegar verndaraðgerðir eða póli- Orrustuskipin og Reagan forseti. tískt blöff? Nunn, fullyrðir að Kuwaitmenn hafi farið fram á að Sovétmenn sendu flota sem slægi skjaldborg um olíuskipin þegar frans- skandallinn komst í hámæli. Kuwaitbúar styðja sem kunnugt er íraka í styrjöld þeirra við írani og hafa skip þeirra fyrir vikið ver- ið vinsæl skotmörk hinna síðar- nefndu. Nunn heldur því fram að Bandaríkjastjórn hafi ekki brugðið blundi og boðið herskip- avernd fyrr en fréttir bárust af því að Kuwaitmenn hefðu leitað hóf- anna hjá Kremlverjum. Sérfræðingur sem vann fyrir stjórn Carters, fyrrum Banda- ríkjaforseta, skýrir brambolt Re- agans á þann veg að honum sé mikið í mun að endurheimta traust íhaldssamra leiðtoga í ar- abalöndum, sem styðja við bak íraka, eftir að upp komst um sölu á bandarískum vopnum til erki- fjendanna, írönsku klerkastjórn- arinnar. Ráðamenn í arabaríkjum við Persaflóa óttast fátt meira en að sítaklerkarnir í Teheran beri hærra hlut úr stríðinu við sunn- amúslimina í Bagdað og hefji því- næst að hvetja trúarofstækis- menn í nágrannalöndunum til dáða. í leiðara stórblaðsins New York Times á miðvikudag er slegið á sömu strengi. „Sá grunur læðist að manni að allur asinn og flumbrugangurinn þjóni þeim til- gangi að sýna hver sé mestur og bestur og eigi að fá fólk til að gleyma vopnasölunni til íran sem fyrst og eyða illum áhrifum henn- ar meðal araba.“ -ks. Ítalía Stjómmálamenn óttast kjósendafæð ítalskir pólitíkusar eru hrœddir um að kjósendur skrópi á kjördag eftir að helmingur aðspurðra ískoðanakönnun sagðiþað ekkiþjóna neinum tilgangi aðgreiða atkvœði. Kommúnistar vinsœlastir afþeim sem enn hafa áhuga á pólitík Noregur Engin stjórnarslit Allt útlit er fyrir það að minnihlutastjórn norska Verka- mannaflokksins haldi velli þegar atkvæði verða greidd um van- trauststillögu þriggja mið- og hægriflokka í dag. Það er Framfaraflokkurinn glístrúpski sem hefur í hendi sér hvernig málin þróast en formað- ur hans, Carl Hagen, sagði í gær að báðir þingmenn flokksins myndu greiða atkvæði gegn til- lögunni. Það er hald manna að Hagen hafi séð fram á að ekki tækist með góðu móti að mynda stjórn ef Brundtland og félagar yrðu hrak- in úr valdastóium. Formaður Hægriflokksins, Rolf Presthus, kvaðst vera svaka skúffaður vegna málalykta. -ks. Miklar óeirðir brutust út í Pan- amaborg í fyrradag og fer andstaða íbúanna gegn herfor- ingjastjórn Manuei Noriega nú dagvaxandi. Fram undir það síð- asta hafa námsmenn verið í farar- broddi en andstaðan gegn stjórn Noriega nær nú til æ fleiri þjóðfé- lagshópa. í gær brást stjórnin við andó- finu með setningu neyðará- standslaga og eru nú fjölmörg borgaraleg réttindi nú úr gildi fallin, þar á meðal lög sem vernda borgara gegn fangelsun án dóms og laga. Þá er bannað að safnast saman á almannafæri. Ríkisút- varp Panama skýrði frá þessu í gær en það er á snærum stjómar- innar. í kringum tíu þúsund banda- Kalt vatn rann milli skinns og hörunds stjórnmálarefa úr öllum helstu flokkum Ítalíu í gær þegar birt var niðurstaða skoðan- akönnunar um áhuga alþýðu manna á þingkjörinu sem fram fer þarlendis á sunnudag og mán- udag. Það var tímaritið Europeo sem hafði veg og vanda af könnun- inni. í ljós kom að hvorki meira né minna en 68 af hundraði svör- uðu því til að kosningabaráttan væri ýmist hrútleiðinleg eða ákaf- lega lítið spennandi. 63 prósent sögðust fullviss um að mun færri rískir hermenn eru í landinu og hafa þeir nú fyrirskipun um að vera við öllu búnir að sögn Wil- liams Ormsbee en hann er yfir- maður heraflans og hefur bæki- stöðvar í Panamaborg. Ekki að furða þótt Bandaríkjamenn séu við öllu búnir; umferð um Pan- amaskurðinn er stjórnað frá landinu en hann tengir saman Kyrrahafið og Karabíska hafið eins og kunnugt er. Kveikjan að óeirðunum er rak- in til ummæla Roberto Diaz frá því á þriðjudag en hann var yfir- maður í hernum er hann gerðist liðhlaupi. Diaz bar hvers konar vammir og skammir á Noriega hershöfðingja, stjórnanda lands- ins, og sakaði hann meðal annars um að hafa staðið fyrir morðum myndu ganga að kjörborði nú en í síðustu kosningum þegar 7 milj- ónir manna eða 16 af hundraði atkvæðisbærra sátu heima eða skiluðu auðu. Leiðtogi Sósíaldemókrata- flokksins, Franco Nicolazzi, viðurkenndi að útlit væri fyrir fjarveru stórs hluta kjósenda en kvað það ekki gegna neinni furðu þótt fólk væri fyrir Iöngu búið að fá sig fullsatt af endalausum ving- ulshætti stjórnmálamanna. Þingmaður Kristilega demó- krataflokksins, Bartolomeo nokkur Ciccardini, tók í sama streng hvað viðvék tómlæti al- og kosningasvindli. Noriega hefur ekki látið Diaz eiga neitt hjá sér og sakar hann um landráð og samsæri gegn stjórninni. Segir hann að herinn og lögreglan muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að við- halda lögum og reglu, án þess þó að láta ginna sig til óhæfuverka. Óeirðalögregla Panamaborgar skaut í fyrradag táragasi og höglum að mannfjöldanum sem safnast hafði saman til að mót- mæla herforingjastjórninni. Þar var einkum um að ræða náms- menn en þeim bættist miðstétt- arliðsauki þegar frá leið. Pottar og pönnur voru barðar og kveikt var í á nokkrum stöðum. „Nori- ega er morðingi” og „Noriega er hommi” voru meðal þeirra slag- mennings. Hann kvað fólk varla nenna að líta upp úr súpudiskum sínum þótt frambjóðandi tæki að þruma yfir því á gildaskálum. Af- skiptaleysi og þögn mættu pólit- íkusum hvarvetna. Flokksforkólfar eru miður sín yfir ástandinu og hafa eftir megni reynt að höfða til yngstu kjósend- anna í þeirri einlægu von að þeim þyki þeir ekki jafnleiðinlegir og hinum eldri. Fjórar miljónir manna greiða nú atkvæði á Ítalíu fyrsta sinni og hafa að undan- förnu fengið lítinn frið fyrir kosn- ingaagentum sem ætlast til að þeir trúi því að þingkjörið um orða sem hljómuðu um miðborg- ina. Nafnlausar upphringingar til margra banka, þar á meðal Citi- bank, urðu enn til að auka á upp- lausnina en ráðamenn bankanna voru hvattir til að láta rýma bygg- ingar þar sem sprengjur væru í þann veginn að springa. Rafmagnið var tekið af einni fárra útvarpsstöðva sem hafa leyft andstæðingum stjórnarinn- ar að halda uppi andófi gegn henni. Flestum skólum í höfuð- borginni var lokað enda þótt for- eldrar fengju engin fyrirmæli um að halda börnum sínum heima. Fjölmörgum verslunum var einn- ig lokað. Mótmæli þessi eru hin öflug- ustu í landinu síðan herinn hrifs- aði völdin árið 1983. HS helgina sé hið mikilvægasta frá falli Mússólínís. Hvað viðvíkur vinsældum ein- stakra flokka þá nýtur Kommún- istaflokkurinn fylgis flestra, sam- kvæmt viðhorfsathugun, en mun þó hreppa mun færri atkvæði en síðast eða um 27,9 af hundraði. Útlit er fyrir að Kristilegir demó- kratar verði flengdir. Þeir geta átt von á fulltingi 26,4 hundraðs- hluta kjósenda. Hinsvegar mun Sósíalistaflokkur Craxis, fyrrum forsætisráðherra, standa í stað með rúm 11 prósent. -ks. Afvopnun Reagan styður Kohl Reagan forseti lét í gær frá sér fara ummæli sem ugglaust eiga eftir að valda heilmiklu íjaðra- foki á afvopnunarráðstefnu risa- veldanna í Genf og hugsanlega torvelda gang samningavið- ræðna. Hann sagðist styðja fyllilega þá kröfu sambandsstjórnarinnar í Bonn að fá haldið 72 Pershing 1-A flaugum sínum og að fá yfir- ráð yfir kjarnaoddunum í þær þótt stórveldin semji sín á milli um eyðingu allra meðal- og skammdrægra kjarnaflauga sinna úr Evrópu. Hann sagði stjórn sína aldrei hafa dregið dul á að hún teldi sig ekki hafa umboð til að semja um vígtól annarra ríkja og að Sovét- menn hefðu aldrei vakið máls á óskum um að þýsku flaugunum yrði komið fyrir kattarnef. Ótrúlegt er að Kremlverjar taki í mál að Vestur-Þjóðverjar fái að halda flaugunum þrátt fyrir orð Reagans. -ks. 8 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 12. júní 1987 Panama Öflug mótmæli gegn stjóminni Herforingjastjórnin grípur til neyðarástandslaga. Mannfjölda íhöfuð- borginni dreift með höglum og táragasi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.