Þjóðviljinn - 12.06.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.06.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Staðan t 1. deild í knattspyrnu Valur........ KR........... ÍA........... KA........... IBK.......... Fram......... Víðir........ Þór.......... Völsungur.... FH........... Markahæstir: Sigurjón Kristjánsson, Val. HeimirGuðmundsson, lA..... Óli Þór Magnússon, IBK..... Hörður Benónýsson, Völsung. PéturOrmsiev, Fram........ Frakkland Bikartil Bordeaux Bordeaux tryggði sér sigur í bikarkeppninni í Frakklandi, með sigri gegn Marseille í úrslita- leik, 2-0. Bordeaux hefur því bæði sigr- að í deildinni og Bikarkeppninni og erkifjendurnir, Marseille, hafnað í 2. sæti á báðum vígstöðv- um. Philippe Fargeon skoraði fyrra mark Bordeaux á 14. mínútu og Zlatko Vujovic gulltryggði sigur- inn með marki á 89. mínútu. Petta er annað árið í röð sem Bordeaux vinnur bikarinn og í fyrsta sinn í 12 ár sem lið vinnur tvöfalt. -lbe/Rcuter Knattspyrna Leifur úr leik Leifur Garðarsson, miðjuleik- maður FH, leikur ekki með fé- lögum sínum næstu vikurnar. Hann sleit liðbönd á æfíngu nú fyrir skömmu og leikur ekki með í a.m.k. tvo mánuði. Það blæs því ekki byrlega hjá FH-ingum, eitt stig úr fjórum leikjum og í neðsta sæti í deildinni. _jjje Pétur Pétursson var hetja KR-inga í gær og skoraði bæði mörkin. Hann á hér í baráttu við varnarmann Völsungaog hefur betur. Mynd:Ari. 1. deild Pétur kominn í gang Skoraði bœði mörk KR gegn Völsung Pétur Pétursson, er loksins kom- inn í gang. Hann skoraði bæði mörk KR er þeir sigruðu Völsung, 2-0 og eru þetta fyrstu mörk Péturs í deiidinni fyrir KR Leikurinn fór hægt af stað, liðin skiptust á að sækj a án þess að skapa sér nein færi. KR-ingar voru þó meira með boltann. Það var á 30. mínútuni sem að KR-ingar skoruðu. Það var Björn Kvennaknattspyrna Eitt stig á Akureyri Bæði Akureyrarliðin léku á heimavelli í 1. deild kvenna í gær, en uppskáru þó aðeins eitt stig. KA og ÍA gerðu jafntefli 1-1 og KR sigraði Þór 1-0. Helena Ölafsdóttir skoraði sigurmark KR gegn Þór. KR- ingar voru heldur sterkari og munaði þar mest um Helenu sem olli miklum usla í vörn Þórs. Ekki tókst þeim þó að skapa sér veru- lega hættuleg marktækifæri. Þórsarar fengu nokkur góð færi. Sigríður Pálsdóttir og Sigur- laug Jónsdóttir komust einar í gegum vörn KR, en ekki tókst þeim að skora. Ingigerður Júlíus- dóttir átti hvað bestan leik í liði Þórs. Laufey Sigurðardóttir náði for- ystunni fyrir Skagastúlkurnar gegn KA á 50. mínútu. En það tók KA ekki nema tvær mínútur að jafna og var það Irsa Helga- dóttir sem tryggði KA annað stig- ið. Leikurinn var jafn og skemmti- legur og úrslitin sanngjörn. -HK/Akureyri Rafnsson sem það gerði, en markið var dæmt af vegna þess að línuvörð- urinn hafði veifað Pétur Pétursson rangstæðan. Það var loks í síðari hálfleik sem að leikurinn fór að glæðast og liðin fóru að sækja af einhverri alvöru. Á 47. mínútu átti Snævar Hreins- son góðan einleik upp völlinn, en skot hans fór rétt yfir KR markið. Á 54. mínútu fengu KR-ingar fyrsta hættulega færið sitt. Þá brunaði Björn Rafnsson upp vinstri kantinn. Gaf góða sendingu fyrir markið en Pétur Pétursson skallaðí beint í fangið á Þorfinni Hjaltasyni markverði. Á 57. mínútu átti Þorsteinn Hall- dórsson hörkuskot að marki Völs- unga en Þorfinnur sá við þessu skoti og sló boltann yfir markið. KR-ingar voru nú farnir að pressa töluvert á vörn Völsunga og á 63. mínútu myndaðist þvaga við mark Völsunga og boltinn barst til Péturs Pétursonar sem skaut föstu skoti í fæturna á Þorfinni Hjaltas- yni markverði og inní fór boltinn. KR-ingar slökuðu nú aðeins á og Völsungar fóru að sækja meira. Á 69. mínútu átti Hörður Benónýs- son gott skot að marki KR en Páll Ólafsson varði vel. Á 76. mínútu fékk Andri Mar- teinsson gott færi til að auka mun- inn fyrir KR eftir góða fyrirgjöf frá Pétri Péturssyni en skaut yfir. Rétt á eftir var Þorsteinn Halldórsson borinn af leikvelli eftir að hafa lent í samstuði við einn Völsunginn. Völsungar reyndu nú allt til að jafna og á 87. mínútu komst Skarp- héðin Ivarsson inn í sendingu til Páls Ólafssonar en Páll sá vel við Skarphéðni og hirti boltann af tán- um á honum Það var svo á síðustu mínútu leiksins að KR-ingar innsigluðu sigur sinn. Það voru þeir Björn Rafnsson og Pétur Pétursson sem áttu allan heiðurinn af því marki. Björn komst einn innfyrir á móti einum Völsung og gaf góða send- ingu yfir á Pétur sem afgreiddi bolt- ann snyrtilega í netið. Pétur Pét- ursson átti mjög góðan leik og gerði mikið af því að leggja boltann fyrir samherja sína. Nafnarnir Þorsteinn Guðjónsson og Halldórsson áttu góðan leik og Gunnar Skúlason var sterkur á miðjunni. Hjá Völsung voru þeir sprækir Snævar og Skarphéðinn og Björn Olgeirsson átti einnig góðan leik. -Ó.St KR-Völsungur 2-0 (0-0) * * KR-völlur 11. júní Dómari: Magnús Theodórsson * Áhorfendur 900 1-0 Pétur Pétursson (63.mín), 2-0 Pét- ur Pótursson (89.mín) Stjörnur KR: Pétur Pétursson * * Gunnar Skúlason * Þorsteinn Guðjónsson * Þorsteinn Halldórsson * Stjörnur Völsungs: Björn Olgeirsson * Skarphéðinn Ivarsson * Snævar Hreinsson * 1. deild mia-iMl Punktar úr 3. umferð ÍA hefur samtals hlotið 600 stig frá upphafi í deildakeppninni með sigrinum á Húsavík. Þar af 585 í 1. deild en 15 í 2. deild. Pétur Ormslev skoraði sitt 40. mark í 1. deild fyrir Fram í leiknum við KR. Sveinbjörn Hákonarson skor- aði sitt 25. mark í 1. deild fyrir íA í leiknum við Völsung. Sigurður Björgvinsson er orð- inn leikjahæsti leikmaður ÍBK í 1. deild frá upphafi. Hann lék sinn 155. leik í deildinni fyrir fé- lagið gegn Þór á laugardaginn. Fyrir leikinn var hann jafn Jóni Ólafi Jónssyni með 154 leiki. Ingvar Guðmundsson lék sinn 50. leik í 1. deild með Val, gegn Andri Marteinsson, KR, lék sinn 50. leikí 1. deild,gegn Fram. Þar af hefur hann leikið 47 fyrir Víking. Njáll Eiðsson lék sinn fyrsta 1. deildarleik með Val í fjögur ár. Ólafur Róbertsson var ekki meðal leikmanna Víðis gegn FH og er það fyrsti 1. deildarleikur félagsins sem hann missir af. Ian Fleming, þjálfari og leik- maður FH, fékk að líta gula spjaldið í þriðja sinn í jafn- mörgum leikjum og vantar því aðeins eitt til að fara í leikbann. Sigurgeir Stefánsson, Völsu- ngi, var eini leikmaðurinn sem lék sinn fyrsta 1. deildarleik í 3. umferð. Jafnt í Garðinum Jafntefli, 1-1 verða að teljast nokkuð sanngjörn úrslit í leik Víðis og Fram í Garðinum í gær. Leikurinn var nokkuð jafn. Framarar voru að vísu meira með boltann, en tókst ekki að skapa sér hættuleg færi. Vörn Víðismanna var sterk og inná milli áttu þeir góð- ar sóknir. Það voru Framarar sem áttu fyrsta færi leiksins. Pétur Arnþórs- son átti þá skot frá vítateig, en Gísli Heiðarsson varði vel. Á 25. mínútu voru Víðismenn ekki langt frá því að skora. Daníel Einarsson átti skot af rúmlega 30 metra færi, en Friðrik Friðriksson varði glæsilega. Fyrri háfleikurinn var jafn. Leikurinnn nokkuð harður og mikil barátta í báðum liðum. Þegar tíu minútur voru liðnar af síðari hálfleik náðu Framarar for- ystunni. Ormarr Örlygsson gaf þá fyrir á Arnljót Davíðsson. Gísli Heiðarsson kom útur markinu og Arnljótur sendi yfir hann, beint á Pétur Ormslev, sem gat ekki annað en skorað í autt markið. Tíu mínútum síðar jöfnuðu Víð- ismenn. Guðjón Guðmundsson tók aukaspyrnu við vítateig, gaf fyrir á Vilhjálm sem skoraði með skoti af stuttu færi. Víðir-Fram 1-1 (0-0) * * Dómari: Friðgeir Haligrímsson * * Áhorfendur: 470 0-1 Pétur Ormslev (55.min), 1-1 Vil- hjálmur Einarsson (65.mín) Stjörnur Víðis: Gisli Eyjólfsson • • Daníel Einarsson * Vilhjálmur Einarsson * Stjörnur Fram: Pétur Ormslev * * Arnljótur Davíðsson * Pétur Arnþórsson * Friðrik FriðriksSon • Síðustu mínúturnar sóttu Fram- arar heldur meira, en fengu aðeins eitt gott færi. Þá átti Arnljótur skot frá vítateig, en Daníel Einarsson bjargaði á línu. Víðismenn sýndu það í þessum leik að þeir eru erfiðir heim að sækja. Vörn þeirra var mjög sterk og þess á millli áttu þeir góðar sóknir. Framarar héldu boltanum öllu meira og léku betur, en tókst ekki að nýta það við markið. Gísli Eyjólfsson átti mjög góðan leik fyrir Víði, stjórnaði spili þeirra og þeir Daníel og Vilhjálmur voru mjög sterkir i vörninni. Hjá Fram átti Pétur Ormslev mjög góðan leik. Mjög útsjónar- samur leikmaður og hættulegur við markið. Pélur Arnþórsson stóð sig einnig mjög vel og einnig Arnljót- ur. Friðrik var traustur í markinu að venju og Jón Sveinsson átti góð- an leik í vöminni. -SÓM/Suðurnesjum KA. Föstudagur 12. júní 1987 pj£>ÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.