Þjóðviljinn - 12.06.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.06.1987, Blaðsíða 9
ÖRFRÉTTIR Býflugrtasveimur batt enda á fótboltaleik í Tékkó- slóvakíu í fyrradag, að sögn fréttastofunnar Ceteka þar í landi. Annar markmaðurinn sló hælum í þjó þegar markið fylltist af reiðum býflugum og fylgdu aðrir leikmenn fordæmi hans og létu sig hverfa af vellinum. Hafði leikurinn aðeins staðið í tíu mínút- ur þegar þetta gerðist. Tvisvar var reynt að hefja leikinn að nýju en fénaðurinn stöðvaði þegar þá fótboltaviðleitni. Dómstóll í Frakklandi sýknaði nýlega mann einn af morðákæru en hann skaut föður sinn í höfuðið með byssu þar sem hann lá á spítala þungt haldinn af krabba- meini. Rannsóknardómari segir að sá ákærði hafi framið verkn- aðinn fyrir ástar sakir á föður sín- um. Navy, en svo heitirsonurinn, sagði réttinum að faðir sinn hefði grátbænt sig um að binda enda á þjáningarnar: Láttu mig ekki kveljast svona, sonur sæll. Fræðimenn við Hooverstofnunina í Kaliforníu hafa komist í áður óþekkt skjöl og Ijósmyndir úr fórum Leon Trot- skís. Pappírar þessir eru frá árun- um 1931-1938 og hafaaðgeyma ýms pólitísk skrif auk sendibréfa til fjölskyldumeðlima. Meðal ann- ars er þarna um að ræða óbirtan kafla úr hinu fræga riti Trotskís um byltinguna 1917. Trotskí hraktist í útlegð árið 1929 að undirlagi Jósefs Stalíns og var myrtur af flugumanni hans í Mex- íkó ellefu árum síðar. Brennisteinsdíoxíð í andrúmslofti er yfir mörkum þeim sem Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin miðar við í fjölmörgum borgum heims og nær þessi mengun til rúmlega 600 milljóna borgarbúa vítt og breitt um jarð- arkringluna. Verst er ástandið í Mflanó en síðan koma borgirnar Shenyang í Kína, Teheran, Seo- ul, Rio de Janeiro, Sao Paulo, Xian í Kína, París, Peking og Ma- drid. Nýr sjónvarpssími kemur væntanlega á markaðinn í Japan í næsta mánuði og vonast framleiðendurnir til að háttvirtir kaupendur hafi efni á nýjunginni en veröið er áætlað í kringum 14 þúsund krónur. Þeir sjónvarps- símar sem hafa verið á boðstól- um hingað til kosta hátt í þrjár milljónir íslenskra króna og eru því sem næst eingöngu notaðir af stórfyrirtækjum við símaráð- stefnuhald. Hafnarverkamenn í júgóslavnesku borginni Rijeka eru farnir í verkfall og krefjast hærra kaups. Mikil óánægja greip um sig meðal þeirra þegar þeir fengu útborgað fyrir maí í síð- ustu viku en kaupið hefur ekki hækkað um dínar síðan í des- ember, þrátt fyrir miklar hækkanir á nauðsynjavöru. Síðan stjórn- völd gripu til þess ráðs að frysta kaupið hafa hundruð verkfalla riðið yfir landið. ___________heimurinn________ Spánn Sósíalistum refsað Um 1,3 miljón kjósendur afþeim 8,9 sem greiddu Sósíalistaflokki Felipe Gonzalezar atkvœði í þingkjörinu ífyrra sátu ýmist heima íþríkjörinu í fyrradag eða kusu aðraflokka Stór hluti fylgismanna Sósíal- istaflokksins spænska frá því í þingkjörinu á síðasta ári var þeirrar skoðunar í fyrradag að flokkurinn verðskuldaði ráðn- ingu fyrir stefnu sína i atvinnu- og efnahagsmálum sem valdið hefur gífurlegri ólgu meðal alþýðu manna. Þeir greiddu öðrum flokkum atkvæði eða hreiniega skrópuðu. Þrátt fyrir þetta segja formælendur flokksins að hvergi verði hvikað frá stefnunni óvin- sælu. Af þeim 8,9 miljónum atkvæða sem flokkurinn hreppti í fyrra var 1,3 fjarri góðu gamni þegar talið hafði verið upp úr kjörkössunum í gærmorgun. Að vísu er flokkur- inn enn sem fyrr langstærsta stjórnmálaaflið á Spáni með 37,2 prósent kjósenda á bak við sig, um sautján hundraðshlutum meira en nærststærsti flokkurinn, en tapið er engu að síður alvarleg áminning til stjórnarinnar um að breyta um stefnu í efna- hagsmálum og sviptir að auki flokkinn alræðisvöldum víða í spænskum borgum og héraðs- stjórnum. Sósíalistaflokkurinn fékk 28 sæti á Evrópuþinginu af þeim 60 sem bitist var unt. Það er minna en framámenn hans höfðu gert sér vonir um en þeir höfðu sett markið við 30 sæti. Fyrrum höfðu þeir umráð yfir 36 sætum. í borgarstjórnakjörinu glötuðu sósíalistar hreinum meirihluta í fjórum af fimm stærstu borgum Suarez greiðir atkvæði en Gonzalez kreppir hnefann og hyggst halda sínu striki þrátt fyrir fylgistap. Suarez rær öllum árum að því að hnekkja veldi Gonzalezar í þingkjörinu árið 1990. Hann þokaðist nær settu marki í fyrradag. Spánar. Höfuðborgin Madrid, Sevilla, Valencia og Saragossa féllu. íbúar Barcelonu héldu hinsvegar tryggð við flokkinn og kann það að helgast af því að ríkisstjórnin hefur nýskeð aflað borginni réttarins til að halda Ól- ympíuleika árið 1990. Verst var útkoma flokksins í héraðsþingskosningunum. Sósí- alistar voru einráðir í ellefu hér- uðum af þrettán á þriðjudag en nú sitja þeir aðeins við stjórnvöl- inn í tveim. Það er huggun harmi gegn að helsti stjórnarandstöðufíokkur- inn, hið hægrisinnaða Alþýðu- bandalag, tapaði einnig fylgi. Hinsvegar má Adolfo Suarez, fyrrum forsætisráðherra og for- maður Lýðræðislega miðflokks- ins, una vel við sinn hlut, en flokkur hans er nú í lykilaðstöðu víða í borgum og héruðum og fékk sjö félaga kjörna á Evrópu- þingið í Strassborg. Einnig hafa félagar aðskilnaðarflokks Baska, Henri Batasuna, verið karnpa- kátir í gærmorgun þegar Ijóst var að hann hafði fengið einn mann kjörinn á Evrópuþingið, þvert á spár manna sem gerst þóttust vita. -ks. Leiðtogar Sandínista: Contadoraríkin taki þátt í friðarviðræðunum seinna í mánuðinum. Nicaragua Bandaríkin kynda undir ófriði Ortega: Tómt mál að tala umfrið meðan Bandaríkin hlaða fjármagni og vopnum á glæpalýð Kontranna. Daniel Ortega, forseti Nicarag- ua, sagði í gær að friðarvið- ræður í Mið-Ameríku gætu eng- an árangur borið ef ekki kæmi til stefnubreyting Bandaríkjastjórn- ar. „Það er grundvallarskilyrði að Bandaríkjamenn taki upp breytta stefnu ef tryggja á frið í Mið-Ameríku,“ sagði Órtega, og vísaði til stuðnings Bandaríkja- stjórnar við sveitir Kontra sem berjast gegn stjórn Sandínista í Nicaragua. „Meðan Bandaríkin fjármagna og hlaða vopnum á þennan glæp- alýð er afskaplega ólíklegt að friðarsamningum verði náð,“ sagði hann á blaðamannafundi þar sem hann skýrði í grófum dráttum frá afstöðu stjórnar sinn- ar til friðarviðræðna sem hefjast seinna í mánuðinum og þjóð- höfðingjar nágrannalandanna munu sitja. Oscar Arias, forseti Costa Rica, leggur nú áherslu á að afla stuðnings við friðartillögur sínar, en viðræðurnar hefjast í Guate- mala hinn 25. júní. Tillögum Ari- asar svipar til tillagna Contadora- landanna, og er inntak beggja að erlendum hernaðarráðgjöfum verði vísað frá Mið-Ameríku, samið verði um vopnahlé í skær- uliðastyrjöldunum þremur sem nú eru háðar á svæðinu, og að skæruliðasveitir hætti að njóta stuðnings erlendis frá. Ortega lýsti því yfir í gær að tillögur Aríasar stuðluðu að því að tryggja friðinn í þessum heimshluta, en sagði jafnframt að Contadoraríkin ættu að taka þátt í friðarviðræðunum, en með Contadoraríkjunum er átt við Mexíkó, Colombíu, Panama og Venesúela. Eins og kunnugt er hafa Bandaríkjamenn sakað Conta- doraríkin um að draga taum Nic- aragua í væntanlegum friðarum- leitunum. Prestar í Noregi Burt með helgidagana Prestar í Norcgi vilja nú fella niður flmm helgidaga. Þeim flnnst það ekki þjóna neinum til- gangi lengur að halda hátíðlega annan dag jóla, páska og hvíta- sunnu, skírdag og uppstigningar- dag. Við erum leiðir á að vinna þegar allir aðrir hafa frí, segja prestarnir. Það er staðreynd að flestar kirkjur eru hálftómar á þessum helgidögum. Prestarnir telja að boðskapurinn komist betur til skila ef þeir geta einbeitt sér að færri og stærri hátíðisdögum. Þetta eru helstu rökin fyrir tillögu þeirra. Ennfremur segja þeir litla trúarlega ástæðu fyrir því að halda annan jóla, páska- og hvítasunnudag hátíðlegan. Þó að fólk flest gangi ekki til kirkju á þessum helgidögum, má búast við að það mótmæli því harðlega að þessir dagar verði gerðir að virkum dögum. Því hver vill ekki eiga frí þegar þess er kostur? Þar að auki eru þetta lögbundinir frídagar. Prestarnir hafa því stungið upp á því að þessum dögum verði safnað sam- an í eina viku, sem verði almenn frívika. Samtök vinnuveitenda segjast hlynnt breytingunum, því að afköst munu líklega aukast í kjölfar þeirra. Tillaga prestanna hefur að sjálfsögðu vakið athygli fólks, en hvort hún nær fram að ganga er annað mál. Baldur Pálsson, Noregl HS Föstudagur 12. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.