Þjóðviljinn - 12.06.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.06.1987, Blaðsíða 6
VIÐHORF BORGARNESHREPPUR Fóstrur - fóstrur Fóstrur vantar til starfa við leikskólann í Borgar- nesi frá 10. ágúst n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist skrifstofu Borgarnes- hrepps fyrir 3. júlí n.k. Upplýsingar í leikskólanum í síma 93-7425 og á skrifstofu Borgarneshrepps í síma 93-7224. Sveitarstjórinn í Borgarnesi Starfsmann Þjóðviljans vantar íbúð Starfsmann á Þjóðviljanum vantar litla íbúð til leigu í höfuðborginni eða nágrenni hennar. Mjög góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Vinsamlegast hringið í síma 681310 á daginn eða á kvöldin í síma 35236. Aðalfundur Aðalfundur Útgáfufélags Þjóðviljans verður hald- inn fimmtudaginn 18. júní nk. að Hverfisgötu 105 kl. 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin Kennarar Kennara vantar við Grenivíkurskóla. Meðal kennslugreina: líffræði og íþróttir. Frítt húsnæði í góðri íbúð. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 96-33131 eða 96-33118. DJOÐVIIJINN I íniinn / 68 63 00 Blaðburður og borgar sig Vantar blaðbera til sumar- afleysinga víðs vegar um bæinn Hafðu samband við Síðumúla 6 0 68 13 33 þlÓÐVILJINN Höfuðmálgagn stjómarandstöðunnar Áskriftarsími (91)68 13 33 Er lögbinding lágmarkslauna lausnin? Birna Pórðardóttir skrifar Undanfarið hefur nokkuð ver- ið rætt um lögbindingu lágmarks- launa. Kröfur Kvennalistans í við- ræðum um stjórnarmyndun vöktu umræðuna. Rök Kvennalistans eru ein- föld: Það er óþolandi að fólk sé jafn smánarlega launað fyrir vinnuframlag sitt og raunin er. Verkalýðshreyfingin hefur reynst vanmegnug að gæta hagsmuna þeirra sem minnst bera úr býtum. Þess vegna er skylda ríkisvaldsins að grípa inn í kjarasamninga og breyta þeim til að tryggja afkom- uöryggi. Atvinnurekendur og forysta verkalýðshreyfingarinnar hafa lýst yfir andstöðu við hugmynd- ina um . lögbindingu lágmarks- launa og gripu hagfæðingar at- vinnurekenda og ASÍ, Vilhjálm- ur Egilsson (sem reyndar er kom- inn til Verslunarráðs) og Björn Björnsson, beint inn í ríkisstjórn- arviðræður með Mesópótamíup- laggi sínu. Ekki eru tök á að fjalla náið um plagg þeirra frænda, en í stórum dráttum er innihald þess eftirfarandi: Allt okkar starf er harla gott og skulu engar kel- lingar úti í bæ fara að skipta sér af því. Bónusinn á Suðureyri er svipaður og gerðist við Genesare- tvatn til forna og lítil ástæða til að breyta slíkum náttúrulögmálum. Að auki ítrekuðu þeir nauðsyn frjáls samningsréttar, án þess að minnast á hvernig ríkisvaldið er stöðugt að grípa þar inn í. Merkilegast við Mesóþótam- íuplaggið er að þessir hagfræð- ingar skuli finna sig tilknúna að hlýta kalli fjármálaráðherra (eða voru það kratarnir) til að hafa bein afskipti af myndun næstu ríkisstjórnar. Ekki er við góðu að búast í launabaráttunni þegar launaður starfsmaður okkar eyðir vinnutíma sínum til svona verka. Rök með lögbindingu Ég get aðeins séð eitt sem rétt- lætt gæti lögbindingu lágmarks- launa. Það er sú staðreynd að hrika- legur launamunur sem ríkir og bág kjör stórs hluta launafólks er bein afleiðing af inngripum stjórnvalda í kjarasamninga 1983. Þess vegna gæti verið rétt- lætanlegt að breyta ástandinu með aðgerðum ríkisstjórnar. Lægstu launataxtar gjalda þess enn að ríkisstjórn Framsóknar og íhaldsins afnam umsamda vísit- ölutryggingu launa, ógilti alla kjarasamninga og afnam samn- ingsrétt. Vegna þessa eru launat- axtar úr takt við raunveru- leikann, vegna þessa er verka- lýðshreyfingin að brotna í frum- eindir þar sem hver og einn hefur reynt að klifra áfram án tillits til heildarhagsmuna hreyfingarinn- ar og án þess að hirða hót um þau sem eftir sitja. En sökin liggur líka hjá forystu verkafólks sem hafði hvorki kjark né getu til að blása í baráttulúðra og hrinda ár- ásum ríkisstjórnarinnar og at- vinnurekenda. Rök gegn lögbindingu Ýmislegt mælir gegn lögbind- ingu lágmarkslauna. / fyrsta lagi sú staðreynd að þegar einu sinni er búið að viður- „Merkilegast við Mesópótamíu- plaggið er að þessir hagfrœðingar skuli finna sig tilknúna að hlíta kallifjármála- ráðherra (eða voru það kratarnir) til að hafa bein afskipti af myndun næstu ríkisstjórnar. ” komið hvernig kjör okkar eru, heldur er það alfarið á valdi ríkis- stjórnar. Hvað annað Lögbindin lágmarkslauna er ekki rétt leið til að breyta rikjandi ófremdarástandi. Varanleg lausn kenna réttmæti ríkisstjórnar að grípa inn í kjarasamninga höfum við um leið gefið færi á að svo verði oftar. Þá verður matsatriði hvaða ógilding samninga er góð og hver af hinu illa. Með þessu skapast fordæmi fyrir réttlætingu á öðrum inngripum. í öðru lagi er auðvelt að breyta ákvörðunum með bráðabirgða- lögum og tilskipunum. Tiltekin lágmarkslaun er hægt að gera að engu með ákvörðun um að ekki skuli tekið tillit til ákveðinna kostnaðarliða, svipað og leikið var með vísitölutryggingu launa. / þriðja lagi mun þessi leið aldre efla baráttu innan verka- lýðshreyfingarinnar. Baráttuandi skapast ekki nema með aðgerð- um, í og með því að fólk finnur að það er einhvers megnugt sjálft. Lögbinding lágmarkslauna leiðir fremur til forræðishyggju. Elún leiðir til þess að hægt er að setjast með hendur í skaut og segja: Við þurfum ekkert að hafa fyrir þessu, það er ekki undir okkur á launamisréttinu mun ekki skapast nema með baráttu. Við sem höfum gagnrýnt verkalýð- sforystuna hvað mest verðum að efla vitund um þann kraft sem býr í hreyfingu verkafólks, þann kraft sem verður að leysa úr læð- ingi eigi breytingar að verða. Þær gerast ekki með ríkisforsjá, ekki fremur en með foringjaforsjá eða hagfræðingaforsjá. Brýnast er að mynda sameigin- legan starfsvettvang fyrir þau okkar sem eru reiðubúin að berj- ast innan verkalýðshreyfingar- innar. Ef við þurfum að mynda nýtt skipulag til þess, þá gerum við það, við getum ekki endalaust látið stirðnaðar stofnanir standa í vegi okkar, jafnvel þótt þær skapi einhverjum atvinnu. Er ekki alltaf verið að auglýsa eftir fólki til vinnu? 9. júní 1987 Birna Þórðardóttir, er félagi í Samtökum kvenna á vinnumark- aði. Laus staða Tímabundin lektorsstaða til tveggja ára í upplýsinga- og merkja- fræði við rafmagnsverkfræðiskor Háskóla Islands er laus til um- sóknar. Kennslusvið lektorsins er á sviði hliðrænnar og stafrænnar rása- fræði (síur), mótunar-, merkja- og upplýsingafræði. Rannsóknasvið skal vera á ofangreindum sviðum og aðstaða veitt í Upplýsinga- og merkjafræðistofu Verkfræðistofnunar Háskóla íslands. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 15. júlí n.k. Æskilegt er að lektorinn geti hafið störf í byrjun haustmisseris 1987. Menntamálaráðuneytið 4. júní 1987 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.