Þjóðviljinn - 12.06.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.06.1987, Blaðsíða 7
Neil Kinnock gerði sitt ítrasta til að hnekkja veldi frjálshyggjunnar í bresku þjóðfélagi en allt kom fyrir ekki. Járnfrúin mun tróna á toppi skriðdrekans eitt kjörtímabil í viðbót. Bretland Ihaldið hélt velli Margrét Thatcher mun búa í Downingstrœti 10þriðja kjörtímabilið íröð. Búist við að íhaldsflokkurinn fái 58-92 sœta meirihluta í neðri málstofu breska þingsins Eftir að fyrstu töivuspár voru birtar í gærkveldi um niður- stöður bresku þingkosninganna mátti vera Ijóst að Ihaidsflokkur- inn, undir forystu Margrétar Thatchers, hafði unnið hreinan meirihluta og hnekkt atlögu Verkamannaflokks Neil Kinn- ocks. Tölvurnar unnu úr fyrstu tölum og spáðu því að íhaldið myndi hreppa 58-92 þingsæta meirihluta í neðri málstofu breska þingsins. Reynist úrslitin í samræmi við þetta þá er ljóst að Thatcher hefur unnið þriðja þingkjörið í röð sem er breskt met. Áður hafði skoðanakönnun á vegum sjónvarpsstöðvarinnar ITN, sem lét spyrja fólk á 100 lykilkjörstöðum, gefið í skyn að meirihluti íhaldsins yrði 68 sæti. Það myndi hreppa alls 359, Verkamannaflokkurinn 243, miðjubandalagið fengi 24 og ýmsir smáflokkar 24. Thatcher má vel við una þótt meirihlutinn sé ekki jafn mikill og eftir kosningarnar árið 1983 en þá fékk flokkur hennar 144 sæti umfram stjórnarandstöðuna. En þá logaði Verkamannaflokkur- inn í innbyrðis deilum og laut for- ystu manns sem naut lítilla vin- sælda. Nú var hinsvegar annar uppi, nýr formaður Verkamanna- flokksins, Neil Kinnock, þótti hafa unnið gott starf við að efla flokkinn, stóð sig vel í kosninga- baráttunni og nýtur hylli almenn- ings. En allt kom fyrir ekki. „Ég tel að við höfum tapað vegna þess að flokkurinn naut svo lítils fylgis í upphafi kosningabaráttunnar," sagði kosningastjóri Verkamann- aflokksins, Bryan Gould, í gær- kveldi. Ýmsir gera því skóna að stefna flokksins í varnarmálum hafi verið þung á metunum, meirihluti breskra kjósenda virð- ist ekki kæra sig um að Bretar eyði kjarnvopnum sínum. En það urðu fleiri fyrir von- brigðum. Miðjubandalagsleið- togarnir, Davíðarnir Steel og Owen, höfðu alið þá von í brjósti að komast í lykilaðstöðu en verða enn að sætta sig við hlutskipti dverganna við hlið Mjallhvítar og prinsins. „Því er ekki að leyna að úrslitin eru mér mikil vonbrigði,“ sagði Steel í gær, „en það kemur dagur eftir þennan dag.“ -ks. Davíðarnir Steel og Owen. Miðjubandalagið verður enn sem fyrr örverpið í breskri pólitík. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 ísrael Samneyti við PLO refsivert! Vinstri sinnaðirþingmenn hittufulltrúa PLO að máli í Búdapest. Eiga ákœrur yfir höfði sér þegar heim kemur Israelski vinstriþingmaðurinn Charlie Biton umfaðmaði Abu Abas, háttsettan PLO-mann í gær og sagði að Palestínumenn ættu rétt á að stofna sjálfstætt ríki. Þetta gerðist í Búdapest, þar sem fimmtán vinstri sinnaðir stjórnmálamenn hittu átta PLO- menn að máli, og eiga hinir fyrr- nefndu nú yfir höfði sér ákæru þegar heim kemur fyrir að leggja lag sitt við fulltrúa „hryðjuverk- asamtaka". „Fundarmenn greinir mjög á í pólitískum efnum, en að þessu Íeyti erum við sammála," sagði Biton á blaðamannafundi eftir að viðræðunum lauk. „Það ber að viðurkenna að PLO er eini lög- mæti fulltrúi Palestínuaraba, og ísraelsmenn verða að gangast við því að Palestínumenn eigi rétt á að stofna sjálfstætt ríki.“ í fundarsamþykktinni segir að ísraelsmönnum beri að taka þátt í friðarráðstefnu sem haldin verði undir stjórn Sameinuðu þjóð- anna, þar sem öll ríki Miðaustur- landa eigi fulltrúa, sem og PLO og fastaríki Öryggisráðsins. Abas á sæti í framkvæmda- nefnd PLO, og sagði hann að sendinefnd Palestínuaraba á fundinum styddi tillögurnar heilshugar. Jafnframt dró hann dár að hugmyndum ísrelska utan- ríkisráðherrans, Símonar Peres, en hann hefur mælt fyrir alþjóð- legri ráðstefnu um málefni Mið- austurlanda. „Peres vill útiloka Palestínuaraba frá slíkri ráð- stefnu, og það er sami rassinn undir Bandaríkjamönnum,“ sagði Abas. Israelsmennirnir fimmtán eiga ákærur yfir höfði sér þegar þeir halda heim, þar sem lög landsins kveða svo á að allt samneyti við „hryðjuverkamenn" sé ólöglegt. Aðrir fjórir hittu PLO-menn á fundi í Rúmeníu seint á síðasta ári, og verður mál þeirra dóm- tekið í næstu viku, í samræmi við þessi lög. Arabar líta svo á að lagabálkur þessi sé rasískur. Biton sagði að hann og landar sínir hefðu farið til fundar við Palestínumennina í Búdapest til að mótmæla lögunum. Hann bætti við: „ísraelsstjórn lemur hausnum við steininn og neitar að horfast í augu við veruleikann með því að koma í veg fyrir frið- arumleitanir milli eigin lands- manna og Palestínuaraba." — HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.