Þjóðviljinn - 14.06.1987, Page 3
Sverrir
ræður Bárð
Sverrir Hermannsson lætur
ekki síga deigan í stööu-
veitingum norðan fjalla. Fyrir
skömmu réö hann í stööu
skrifstofustjóra háskóla á Ak-
ureyri, án þess að vitað sé til
aö sú staða hafi verið auglýst.
Sá sem hnossið hreppti var
Bárður Halldórsson á Akur-
eyri. En til fróðleiks má geta
þess að á frægum fundi um
fræðslustjóramálið, þar sem
Sverrir var kafsigldur, var
Bárður eini maðurinn sem tók
upp hanskann fyrir Sverri...B
Svart á hvítu
í sjónmáli
Gleðitíðindi fyrir áhugamenn
um kvikmyndir og filmstjörn-
ur: Um þessar mundir er verið
að hleypa af stokkunum nýju
tímariti sem fjalla mun um
myndbönd og kvikmyndir.
Sjónmái, en svo heitir blaðið,
er að meirihluta í eigu Svarts
á hvítu, en aðrir eigendur
hlutafjár eru m.a. Helgi Hilm-
arsson og Bjarni Þór Sig-
urðsson. Bjarni er einmitt
framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins en ritstjórar eru tveir ungir
hæfileikamenn, Jón Egill
Bergþórsson og Gunnar
Hersveinn Sigursteinsson.
Sjónmál verður svipað að
formi til og glanstímaritin öll-
sömul og ekkert til sparað.
Fjallað verður um fjölda
myndbanda í hverju blaði,
sagt frá vaxtarbroddum is-
lenskrar kvikmyndagerðar,
birt viðtöl við stórstjörnur og
fleira og fleira... Fyrsta tölu-
blaðið er væntanlegt um
næstu mánaðamót og síðan á
tveggja mánaða millibili eftir
það. - Af Svart á hvítu er það
einnig að frétta að nú mun í
undirbúningi handbók um
myndbönd sem á boðstólum
eru á markaðinum. Þarft fram-
tak það.
IAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Staöa forstööumanns viö leikskólann Árborg
Hlaðbæ 17 er laus til umsóknar. Fóstrumenntun
áskilin.
Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjón-
arfóstrur á skrifstofu Dagvistar barna í síma
27277.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæö á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Aðalfundur
Aðalfundur Útgáfufélags Þjóðviljans verður hald-
inn fimmtudaginn 18. júní nk. að Hverfisgötu 105
kl. 20.30.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin
Kennarar
Kennara vantar við Grenivíkurskóla.
Meðal kennslugreina: líffræði og íþróttir.
Frítt húsnæði í góðri íbúð.
Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri
í síma 96-33131 eða 96-33118.
Ferð á Bendern
um
Sportveiðiblaðið vex og
dafnar undir handleiðslu
Gunnars Bender, en hann
og félagi hans Snæbjörn
Kristjánsson hafa drifið það
upp. Síðasta tölublað er ný-
komið út, fullt með litmyndum
og veiðisögum og er nú upp-
selt hjá útgefendum sam-
kvæmt traustum heimildum.
Þeir félagarnir, sem báðir eru
þekktar aflaklær, hafa jafn-
framt veitt fleira en fiska síð-
asta árið því áskriftafjöldi
blaðsins mun hafa tvöfaldast
á árinu.
En gróskan er mikil í veiði-
blaðaútgáfunni. Veiðimaður-
inn er nýútkominn út með
fróðlegum greinum - sem
þegar eru orðnar umdeildar í
hópi veiðimanna - eftir þá
fiskifræðinga Tuma Tómas-
son og Jón Kristjánsson.
Magnús Hreggviðsson hjá
Frjálsu framtaki mun líka hafa
í huga að hrista upp í veiði-
blaði forlagsins. Á veiðum.
Ritstjóri þess er hinn góð-
kunni blaðamaður og rithöf-
undur Steinar J. Lúðvíks-
son, og í vikunni mun ritnefnd
hafa hist til að ræða hvernig
best sé að haga sér í keppn-
inni við Sportveiðiblaðið, sem
ennþá virðist hafa vinninginn
vel umfram keppinautana.B
Oddrún Vala Jónsdóttir og
Guðrún Sesselja Clausen
heita ágætar kunningjakonur
á þrítugsaldri í Reykjavík. Sá
Ijóður er á því kunningjaráði
að feður þeirra áttust illt við
fyrir tæpum 40 árum, Nató-
daginn 30. mars 1949. Örn
faðir Guðrúnar var þá í hvítlið-
asveitunum fyrir utan alþing-
ishúsið, en Jón Múli Árna-
son faðir Oddrúnar einn
mótmælenda, og mun Örn
hafa ráðist að Jóni Múla með
barefli á lofti. Slik atvik
gleymast seint í Múla-kyninu,
og þótti Oddrúnu og kunning-
jum hennar bera vel í veiði í
Keflavíkurgöngunni síðustu
helgi. Guðrún Sesselja
Clausen var orðin sumarmað-
ur í löggunni og átti að standa
vörð á Lækjartorgi í göngulok.
Vinir Oddrúnar í Keflavíkurg-
öngunni komu því þannig fyrir
að Oddrún bar íslenska fán-
ann í broddi fylkingar síðasta
spölinn, og var mönuð til að
hefja hann á loft þegar
gangan mætti Guðrúnu lög-
reglu og hefna í annan lið þótt
seint væri. Svo brá hinsvegar
við að þegarGuðrún lögreglu-
maður sér Oddrúnu fánabera
í fylkingarbrjósti á Lækjartorgi
ber Guðrún hönd að lögreglu-
húfunni og gerir honnör, - og
þótti þá ekki lengur stætt á að
reka Guðrúnu í gegn með
flagginu. Telja menn að með
þessum atburði hafi tekist
sættir milli ættanna eftir 38 ár.
Hinsvegar hafa enn ekki tek-
ist sættir í
herstöðvamálunum.. .■
Sögulegar
ættasættir
VÐ SENDUM ÍSLENSKUM
SJÓMÖNNUM
ÁRNAÐARÓSKIR í TILEFNI DAGSINS
EIMSKIP
*
T SIMANUMER RIKISSKATTSTJORA
Mánudaginn 15. júní n.k. verður tekið í notkun
nýtt símanúmer hjá embættinu.
Nýja símanúmerið er: 623300.
RÍKISSKATTSTJÓRI