Þjóðviljinn - 14.06.1987, Side 7

Þjóðviljinn - 14.06.1987, Side 7
Guðjón A. Kristjánsson forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins í ræðustól á hátíðarfundi sambandsins sem haldinn var í tilefni hálfrar aldar afmælis þess á dögunum. Aðrir á myndinni frá vinstri eru: Kristján Ingibergsson, Matthías Nóason, Þorbjörn Sigurðsson og Helgi Laxdal. Forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins Öiyggismálin alHaf í deiglunni Guðjón A.Kristjánsson, forseti FFSÍ: Styrkur okkar vex með hverju ári. Lífeyrir reiknaður af öllum launum. Endurmenntun yfirmanna brýn. Samkeppni nauðsynleg í fiskveiðum. Tregðulögmál í stjórnkerfinu. Sjómannadagurinn er okkar þjóðhátíð Farmanna- og fiskimanna- samband íslandsvarö fimmtíu ára 2. júní síð- astliðinn, en það var formlega stofnað 1937. í tilefni afmæ- lisins var haldin sögusýning í húsnæði sambandsins að Borgartúni 18 og sambandss- tjórnin hélt hátíðarfund. Þá voru einnig aldnar kempur sambandsins heiðraðar og ennfremur var gefið út veglegt afmælisrit, þar sem stiklað var á stóru í sögu þess í máli og myndum. A þessum merku tímamótum í sögu sambands- ins mælti Þjóðviljinn sér mót við forseta þess Guðjón A. Kristjánsson, sem er 12. forseti Farmanna- og fiski- mannasambandsins frá upp- hafi. Guðjón fæddist á ísafirði 5. júlí 1944. Hann hóf sjómennsku að- eins 16 ára gamall en fór svo í Stýrimannaskólann og lauk það- an fiskimannaprófi 1966. Hann var stýrimaður og skip- stjóri á ýmsum fiskiskipum frá ísafirði en lengst hefur hann starfað hjá útgerð Jóakims Páls- sonar í Hnífsdal sem skipstjóri á skuttogaranum Páli Pálssyni ÍS. Hann varð formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgj- unnar á ísafirði 1975 og fyrst ko- sinn í stjórn Farmanna- og fiski- mannasambandsins 1977 og hef- ur setið þar síðan. Eftir að við höfðum komið okkur fyrir á skrifstofu Guðjóns að Borgartúni 18 og óskað hon- utn og sambandinu til hamingju með hálfrar aldar afmœlið, var hann fyrst spurður að því hvað vœri minnisstœðast í sögu sam- bandsins. „Það er að sjálfsögðu baráttan fyrir yfirráðum okkar yfir land- helginni sem við áttum þátt í að móta og sá sigur sem þar vannst. Einnig það að sambandið skuli hafa staðið saman þennan tíma sem ein heild, en ekki sundrast í innbyrðisátökum. Þó að það sé ekki mikill stéttaágreiningur á milli félaganna sem aðild eiga að Farmanna- og fiskimannasam- bandinu er alltaf einhver áherslu- munur en hann hefur, sem betur fer, ekki orðið til þess að sam- bandið liði undir lok. Heldur hafa menn getað leyst sín ágrein- ingsmál og snúið bökum saman. í því liggur styrkur þess og vonandi verður svo áfram um ókomna tíð. Áfangasigur í lífeyrismálum Frá því að ég kom hingað til starfa eru það lífeyrismál fiski- manna sem eru mér mjög minnis- stæð. Þetta er að vísu sá mála- flokkur sem alltaf er verið að þoka áfram, því tímarnir breytast og áherslur manna einnig. En við horfðum upp á það hér að sjó- menn sem voru búnir að vinna alla sína tíð á sjónum voru að fá greiðslur úr lífeyrissjóðum uppá nokkra tugi þúsunda og allt niður í nokkur þúsund. En í samning- unum 1985 náðum við því í gegn að lífeyrir yrði reiknaður af öllum launum. Þetta gerir það að verk- um, ef fram fer sem horfir, að fiskimaður getur vænst þess að fá 40-70 þúsund í lífeyri á mánuði, Það fer þó eftir launum hvers og eins, en er mikil réttindabót frá því sem áður var. Öryggismál sjómanna eru alltaf í deiglunni. Ýmislegt hefur áunnist í þeim efnum, en hvað finnst þér rísa þar hcest á liðnum árum? „Öryggismál sjómanna hafa alltaf verið í brennidepli, bæði fyrir stofnun sambandsins og einnig á eftir. Fljótandi skóli í því sambandi vil ég nefna samþykkt sem við gerðum 1983 þar sem við skoruðum á stjórnvöld að koma á fót þjálfunar- og öryggisskóla fyrir sjómenn. Þessa tillögu fórum við með til Slysavarnafélagsins og tóku þeir henni mjög vel. Þeir hafa síðan haft þetta mál á sinni könnu, með miklum stuðningi frá okkur og öðrum hagsmunaaðil- um sjómanna og útvegsmanna. Og þessa dagana sýnist mér að við séum að fá fljótandi þjálfunar- og öryggisskóla fyrir sjómenn, sem getur farið hvert á land sem er og kennt sjómönnum hvernig þeir eigi að nota öryggis- tæki og hvernig best sé að bregð- ast við á hættustundum. En burtséð frá því að kunna tökin á öryggistækjum um borð, þá kem- ur ekkert öryggistæki í staðinn fyrir skipið sjálft. Og það að fylgjast vel með sínu skipi, burð- arþoli þess og öðrum atriðum sem miða að öryggi þess, er það sem menn eiga að keppa að.“ Var það ekki lenska hér áður fyrr meðal sjómanna að forðast alla umræðu um öryggismál um borð í skipunum vegna þess að þeir sem brydduðu upp á þeim málum voru taldir aumingjar og annað verra? „Þetta var kannski hérna áður fyrr en ég held nú að það sé liðin tíð, sem betur fer. Með aukinni fræðslu í öryggismálum, hvarf þessi hugsun og menn taka þessi mál mun alvarlegra en hér áður fyrr. í dag hugsa sjómenn mikið um sitt starfsöryggi og á hvaða hátt sé hægt að gera betur. Með meiri fræðslu og upplýsingum um öryggismál yfirleitt á undanförn- um árum, varð þessi hugsunar- háttur sem þú talaðir um hrein- lega úti. Hann þykir útí hött í dag og ég þori að fullyrða að hann fyrirfinnist ekki lengur." Flotbúningur mikil framför Nýjasta öryggistæki sjómanna í dag eru flotbúningar. Hvað viltu segja um það? „Þeir eru mikið framfaraspor. Á því er engin launung. Það er búið að lögfesta þá í kaupskipin og Landssamband íslenskra út- vegsmanna, LÍÚ., hefur séð til þess að þeir verði í öllum fiski- skipum. Vonandi munu þeir bjarga mörgum mannslífum, ef í nauðirnar rekur. En það þarf að þjálfa menn í notkun þeirra, því það er ekki nóg að hafa þá um borð ef þú kannt ekki að fara með þá. Því það þarf meiri háttar kjark að kasta sér frá sökkvandi skipi í svarta myrkri beint út í sortann í flotgallanum, án þess að vita neitt hvernig þú átt að bera þig að í honum. I þessu máli sem og öðrum, hvað snertir öryggism- álin, þá er það fyrst og fremst fræðsla og upplýsingar sem skipta mestu máli. En þessi mál eru og verða alltaf í brennidepli á meðan skip eru á sjó. Þau hafa engan endi.“ Endurmenntun nauðsynleg En hvernig er staða menntunar hjá yfirmönnum í stéttinni þar sem allt er breytingum undirorpið nú til dags og ný og ný tækni að koma fram? „Ég held nú að sú menntun sem tilvonandi yfirmenn fá í Stýrimannaskólanum sé mjög góð, en hnífurinn stendur í kúnni hvað endurmenntunina varðar. Við erum þegar komnir með inn í kjarasamninga okkar greinar þar sem við eigum rétt á endur- menntun. Sameiginlega höfum við, LÍÚ og kaupskipaútgerðir sett á fót endurmenntunarnefnd sem hefur lagt til í 14 liðum á- Sunnudagur 14. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.