Þjóðviljinn - 14.06.1987, Page 8

Þjóðviljinn - 14.06.1987, Page 8
SJÓMANNADAGURINN Á hátíöarfundi stjórnar Farmanna- og fiskimannasam- bandsins 2. júní síðastliðinn af- henti Guðjón A. Kristjánsson Ingólfi Stefánssyni heiðurs- skjal, en hann varframkvæmda- stjóri sambandsins frá 1966 til 1985 eða í 19 ár. kveðna endurmenntun og þar inni eru meðal annars tungum- álanám, tölvukennsla, öryggis- fræðsla og margt margt annað. í þrjú ár höfum við farið fram á það við menntamálaráðuneytið að í þessi mál yrði skipaður endurmenntunarstjóri í verk- menntadeild ráðuneytisins sem sæi um aila endurmenntun sjó- manna. f þessu sambandi erum við ekki að tala um nýjan skóla, heldur að á einum stað væri hægt að ganga að því vísu hvar best væri að fá þá menntun sem við- komandi óskar eftir. Því allsstað- ar í kringum okkur er verið að halda hin ýmsu námskeið í hinu og þessu og hefði endur- menntunarstjórinn heildaryfir- sýn yfir það hvað væri að gerast í endurmenntunarnámskeiðum hér og þar og gefið ráðleggingar um hvar best væri að leita fanga. En það verður að segjast eins og er að undirtektir menntamála- ráðherra við óskum okkar og annarra hagsmunaaðila í sjóm- annastéttinni, hafa ekki verið á þá lund sem við hefðum kosið. Hann hefur lýst áhuga á tillögum okkar en ekki viljað fallast á hug- mynd okkar um endur- menntunarstjóra. En með því að koma endurmenntuninni af stað þá vita menn betur um það hvað og hvar skórinn kreppir mest að og kippt því í liðinn." Veistu um dæmi þess að menn sitji uppi með rándýr tœki án þess að kunna full skil á þeim? „Þar sem ég þekki best til á fiskiskipaflotanum eru menn með í brúnni hjá sér mörg rándýr og fullkomin tæki sem þeir nýta ekki til fullnustu, einungis vegna þess að þeim hefur ekki verið kennt að nota þau í botn. En með endurmenntunarnámskeiðum er hægt að koma í veg fyrir þetta, með því að kenna mönnum hvernig nota eigi þessi tæki, og þá er ég að tala um tölvur og fleira í þeim dúr. Menn vita upp og ofan hvernig á að nota þau, en fullnað- arvitneskja um hvernig þau vinna og hvernig þau nýtast best, er ekki fyrir hendi. Á þessu þarf að gera bragarbót og við teljum að með endurmenntunarnámskeið- um sé hægt að ná settu marki.“ Mó lœra af kvótanum Snúum okkur nú að fiskveiði- stefnunni. Endurskoðun hennar verður vœntanlega fyrsta verkefni komandi alþingis í haust. Hvað finnst þér um hana og hvað má af henni lœra? „Það má læra ýmislegt af kvót- akerftnu og þeirri stefnu sem fylgt hefur verið frá 1984. Alveg eins og það mátti læra af skrap- dagakerfinu á sínum tíma. Hins vegar eru ákveðnir þættir í kvót- akerfinu sem mér finnst alveg nauðsyniegt að breyta. En áður en menn fara að tala um fisk- veiðistefnu þá þurfa þeir að skilja á milii stærðar skipastólsins sem er eitt og fiskveiðistefnu sem er annað. Eins og málum er komið í dag sé ég ekki mikla þörf á aukningu í skipaflotanum. Það þarf að endurnýja þessi skip og við þurfum að vera opnir fyrir því að leyfa mönnum, sem vilja endurnýja sín skip, að gera það. Taka inn nýjustu tækni á hverjum tíma og ekki setja þær reglur né hömlur á að nýjasta tækni sé látin víkja fyrir einhverjum stærðart- akmöricunum í byggingu skipa. Reglur mega ekki vera þannig að stækkun skipa, stærðarhlutfall þeirra megi ekki breytast nema eitthvað ákveðið og það sé alveg neglt niður, burtséð frá nýjung- um. Það má ekki hamla jáeim. Tökum sem dæmi menn sem vilja veiða kúfisk eða gulllax. Það má að sjálfsögðu smíða til þess sér- stök skip, sem eru í þessum verk- efnum, ef menn finna rekstrar- grundvöll fyrir þessháttar útgerð. En í þessum almennu botnfisk- veiðum, sé ég ekki mikla viðbóta- rþörf. Samkeppni í veiðum Þá stöndum við frammi fyrir þeirri spurningu hvernig getum við endurnýjað í stéttinni fyrst ekki má bæta við fleiri skipum á hefðbundnar veiðar. Hvernig nýir menn geta komið inn í út- gerð. Það verður ekki gert nema með samkeppni. Þetta þýðir það að þú verður að setja inn í fisk- veiðistjórnunina, hvernig svo sem þú útfærir hana, hvort sem hún er útfærð á skip eða í heild, þá verður að vera í henni hvati. Þannig að þeir sem best gera þeir ganga áfram á kostnað þeirra sem minnsta geta. Það er alveg óhjá- kvæmilegt. Inn í veiðarnar verð- ur að setja samkeppni að þeir menn og útgerðir sem ganga illa, kannski í eitt, tvö, þrjú ár í röð, detti hreinlega út, og aðrir betri menn geti þá tekið við. Því segi ég, og það er mín skoðun, að við verðum að skilja á milli í kvótakerfinu; að við megum ekki láta afla fylgja skipi og ekki láta afla fylgja vinnslu. Ekkl verðmœti fyrr en búið er að veiða hann Afli í sjó er bara fiskur í sjónum og verður ekki afli fyrr en búið er að veiða hann og fórna til þess mannskap, skipi, veiðarfærum og vinnu. Fyrr er hann ekki verð- mæti. Þegar menn eru komnir að þessari niðurstöðu þá held ég að menn séu búnir að slá á það að enginn sem á skip og ekki stendur sig í veiðum og í sínum rekstri, hann heldur ekki sínu skipi ára- tugum saman út á það að selja fisk sem hann hefur engan áhuga á né kraft til að nýta. Hann dettur út og aðrir koma inn í staðinn. Þá ertu kominn með stjórntæki sem ekki kallar á stækkun flotans. Þá þarf að setja á heildartak- mörkun á veiði á hverju ári. Að vísu verður alltaf einhver sveigjanleiki að vera fyrir hendi því afkoman í þessari atvinnu- grein er mjög óviss. Sveigjanleiki um 10-15% til eða frá, í afla- mörkum. Við þurfum að stjórna fiskveiðunum með heildarkvót- um, sem síðan eru takmarkaðir með tegundum, tegundasam- setningu á afla, því mér finnst tegundasamsetning í takmörkun ganga vel upp hjá togaraflotan- um. Hann nýtir aðrar tegundir en þorsk. Ef við hefðum ekki togar- aflotann myndum við nýta aðrar tegundir illa og sumar alls ekki. Til dæmis grálúðu og karfa. Þetta segir manni að á togaraflotann þarf að setja einhvern heildar- topp á þorskveiðina. Síðan að leyfa mönnum að keppa sín á milli. Við erum að tala um 300 þús- und tonna ársafla, 150 þúsund á togaraflotann og 150 þúsund tonn á bátaflotann. Helmings- skipti þar á milli. Þá er meðaltalið í togaraflotanum ekki nema 1500 tonn miðað við 100 skip. En það þarf að líta líka á stærð skipa og afköst þeirra. Ég held að það ætti að gera það þannig að það ætti að vera heildarstjórnun. Að heildarflotinn mætti gera þetta innan þess ramma og aó menn tai eitthvert meðaltal, sem bundið yrði í stærðum og tekið tillit til aðstæðna, eins og þær hafa verið síðustu 10 árin. Það er hægt að finna eitthvert hlutfall, hvernig menn hafa veitt, og setja síðan upp kerfi þar sem menn fá í fyrsta lagi úthlutað beint, síðan úthlut- að eftir sinni reynslu. Þegar það er fundið þá er hægt að segja við viðkomandi að hann geti veitt umfram ef hann geti það. Það þýðir hins vegar að þeir sem geta veitt umfram úthlutun, ganga á þá pem verr gera. Og það er allt í lagi. Þá endurnýjast í útgerðinni og einnig í skipstjórastéttinni. Kostir þess nýja og gamla Varðandi bátaflotann þá er þetta ekki svona tegundaskipt, og auðvitað stöndum við frammi fyrir þeirri spurningu líka í sam- bandi við togaraflotann, þegar hann er að nálgast hámark í öllum tegundum. Þá áttu ekki annað stjórntæki eftir en sóknar- minnkun. Það er að segja að það verður að setja einhverja sóknar- dagastýringu. Og þá ertu kominn með blandað kerfi: Úr núverandi kvótakerfi og gamla skrapdaga- kerfinu. Það eru nýttir kostir þess sem fyrir var og þess sem er. Þarna er líka komið kerfi sem endurnýjast, kerfi þar sem óveiddur fiskur er bara óveiddur fiskur sem lifir á milli ára og er úthlutað að hluta til aftur. 75% af óveiddum fiski er til dæmis byrj- að að úthluta aftur í september- mánuði, hitt bara geymist. í sambandi við bátaflotann gengur svona tegundakerfi ekki alveg upp. Þó held ég að það megi alveg hugsa sér það að hluta til. Þar held ég að sé líka hægt að blanda saman sóknarstýringu, aflastýringu og einhverri tegund- astýringu. Það er að segja að ein- hverjar tegundir eru frjálsar en aðrar takmarkaðar. Síðan hafa menn þetta marga daga til að gera þessa hluti og þá geta þeir annað hvort ráðið sínum afla á þessum dögum og líka haldið áfram ef þeir eiga eitthvað eftir. Ef þeir eru hins vegar búnir að ná aflanum, fá þeir ekki að halda áfram, nema þá í öðrum tegund- um þá daga sem þeir eiga eftir. Það er nákvæmlega það sama sem gerist núna. Menn stoppa þegar öðruhvoru markinu er náð. Dögunum eða aflanum. Þetta held ég að sé heildarramminn í því sem ég sé að eigi að vera í stjórnun á fiskveiðum. Ég held að við náum ekki skynsamlegum árangri í framtíðinni nema að í kerfinu sé samkeppni og ákveð- inn endurnýjun. Kerfið þarf að vera þannig uppbyggt að það haldi nokkurnveginn uppi ákveðnu aflamarki, en inni í því sé líka töluvert frjálsræði.“ Tregða í kerfinu Frá kvótanum og yfir í félags- málastarfsemina. Hvernig gengur togaraskipstjóranum að fást við kerfið þegar hann rekur erindi Farmanna- og fiskimannasam- bandsins um lausn mála? „Það getur gengið oft á tíðum ansi hægt að koma málum í gegn- um kerfið. Þá sögu verður að segja eins og hún er. Almennt séð þá virðist vera mikið tregðu- lögmál ríkjandi í kerfinu. Maður verður hvað mest var við þetta þegar ákveðin mál virðast liggja á hreinu, eftir mikla og markvissa vinnu, stranda í kerfinu. Sérstak- lega á þetta við alla ákvarðana- töku. Og vissulega getur þessi tregða í kerfinu tekið á taugarn- ar. En hitt er líka til að ákveðin nefndarstörf ganga mjög vel, og ákvarðanatakan í kerfinu eftir því. Þetta er upp og niður eins og gengur.“ Fiskverðið útí hött Nú situr þú í Verðlagsráði sjáv- arútvegsins sem þráttar dag frá degi um nýtt fiskverð. Er þetta fyrirkomulag ekki úr sér gengið? „Hvað fiskverðið varðar þá hefur það ekki haldið gildi sínu hér innanlands í gegnum árin. í dag er ástandið orðið þannig að það verð fyrir fiskinn sem Verð- lagsráð ákveður er komið út úr öllu korti. í Verðlagsráðinu verð- ur maður að vinna eftir þar til settum reglum og við því er ekk- ert að gera. En við, sjómenn og útgerðarmenn, höfum lagt til að fískverð verði gefið frjálst og Verðjöfnunarsjóðurinn lagður niður í samræmi við það. En í þessu máli er við ramman reip að draga sem eru stóru sölusam- tökin, Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og Sjávarafurðadeild Sambandsins. Þau hafa staðið í vegi fyrir því að fiskverðið verði gefið frjálst og ég verð að segja það að mér fínnst ansi mikil ein- okunarlykt af þeirra starfsemi.“ Hef trú á fiskmörkuðum Hvað um nýstofnaða fiskmark- aði? Hvernig líst þér á starfsemi þeirra? „Ég hef ekki trú á öðru en að þeir lofi góðu. Að vísu veit maður ekki hvað úr þeim verður, enn sem komið er, þar sem þeir eru rétt komnir á legg. Við vitum til dæmis ekki hvað mikið verður 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.