Þjóðviljinn - 17.06.1987, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 17.06.1987, Qupperneq 2
F-S PURNINGIN Hvað ætlar þú að gera á þjóðhátíðardaginn? Þorsteinn G. Bjarnason Ekkert sérstakt. Fer kannski í bæinn. Erla Stefánsdóttir Ég ætla að vera heima og fara með börnunum í bæinn og taka þátt í hátíðarhöldunum. Dagný Dögg Franklínsdótt- ir Ég ætla að fara í bæinn og ganga um og skoða fólkið og kaupa mér eitthvað gott. Gísli Elíasson Ég ætla að halda upp á daginn upp í sófa með kaffibolla við hendina. Ef veðrið verður gott fer ég í bæinn eins og aðrir. Svanhildur Harðardóttir Ég ætla niður í bæ um daginn en í Höllina um kvöldið og skemmta mér vel. FRETTIR Kúffiskurinn Góð mið í Faxaflóa Anna og Villi Magg að tilraunaveiðum á kúffiski. Ágæt veiðisvæði hafa fundist á Faxaflóa Við erum að þreifa okkur áfram hér í Faxaflóanum og það er óhætt að segja að þetta lofar góðu. Það er útlit fyrir að það sé jafnvel meiri kúffiskur í Faxaflóa en í Breiðafirði, sagði Ólafur Einarsson, forstöðumað- ur Hafrannsóknastofnunar í Ól- afsvík, þar sem hann var staddur um borð í Önnu SH frá Stykkis- hólmi á Garðsjó í gær. Annan er að tilraunaveiðum á kúffiski. Tilraunaveiðar á kúffiski eru nú stundaðar á tveimur skipum, sem bæði eru útbúin vatnsþrýsti- plóg, Önnu SH og Villa Magg frá Súgandafirði. Rannsóknir á kúf- fiskstofninum hafa fram til þessa aðallega beinst að Breiðafirði, en nú að undanförnu hefur Annan verið á Faxaflóa og aflað ágæt- lega á ýmsum svæðum. Ólafur sagði bestu svæðin hafa gefið um 2,5 tonn af kúffiski á 4 mínútum, sem telst vera mjög góður afli. Hann sagðist búast við að þess- ar tilraunaveiðar yrðu stundaðar út þennan mánuð, en að því loknu munu þeir Hrafnkell Eiríksson fiskifræðingur, sem er í leiðangri á Villa Magg, bera sam- an bækur sínar og er þá niður- staðna að vænta úr rannsóknum síðustu vikna. -gg Sigurður Blöndal skógræktarstjóri plantar fyrstu trjáplöntunni í væntanlegt skógarsvæði BYKO í Biskupstungum. Guðmundur H. Jónsson stjórnarfor- maður fyrirtækisins lengst t.v. BYKO Timbursala í trjárækt Byggingarvöruverslun Kópavogs minnist25 ára afmælis síns meðþvíað gróðursetja 4000 tré austur í Biskupstungum. Kópavogsbæfœrðar 25 aspir í gær Byggingavöruverslun Kópa- vogs minnist 25 ára afmælis síns um þessar mundir með miklu átaki í trjárækt. Um sl. helgi fóru starfsmenn fyrirtækisins austur að Drumboddsstöðum í Biskup- stungum og plöntuðu þar um 4000 plöntum. Jörðina sem er 330 hektarar að stærð keypti BYKO sl. haust en ætlunin er að nýta hana til skógræktar og útivistar fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Sigurður Blöndal skógræktar- stjóri var með í afmælisferðinni og plantaði hann út fyrstu greni- hríslunni. Sveitarstjórnarmenn í Tungunum mættu einnig á stað- inn með 25 aspir. í gær afhenti BYKO síðan bæjaryfirvöldum í Kópavogi 25 aspir sem voru gróðursettar við innganginn að íþróttavellinum við Fífuhvammsveg. -*g- Hafnarfjörður Sorphaugunum lokað Sorp frá Hafnarfirði, Garðabœ og Bessastaðahreppifluttáhaugana í Gufunesi frá næstu mánaðamótum essir sorphaugar eru allt of nálægt byggðinni í Hafnar- firði og því er mjög ánægjulegt að ákveðið hefur verið að loka þeim. Sorphaugarnir í Gufunesi munu taka við sorpi úr þessum byggð- arlögum þar til sameiginleg lausn á sorpeyðingarvanda höfuðborg- arsvæðisins hcfur fundist, sagði Guðmundur Einarsson heilbrigð- isfulltrúi í Hafnarfirði í samtali við Þjóðviljann í gær. Sorp úr Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi hefur fram til þessa verið losað á sorp- haugunum við Krýsuvíkurveg fyrir ofan Hamranes en sá staður hefur þótt afar óheppilegur og hefur nú verið ákveðið að loka sorphaugunum þar 1. júlí n.k. Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu hafa stofnað fyrirtækið sorpeyðing hf. og er því ætlað að finna sameiginlegum sorp- haugum heppilegan stað. Múlalundur Færa út kvíamar 100 manns á launaskrá hjá Múlalundi. Langir biðlistar. Hafa hug á að stœkka við sig Við höfum hug á að stækka við okkur og erum að leita að við- bótarhúsnæði undir starfsemina. Það er orðið heldur þröngt um okkur hérna, sagði Steinar Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Múla- lunds, í samtali við Þjóðviljann ■ gær. Múlalundur er sem kunnugt er verndaður vinnustaður fyrir fatl- aða og eru að sögn Steinars um 100 manns á launaskrá þar. Aðal- lega er um að ræða hlutastörf. Yfirleitt eru langir biðlistar eftir plássi á Múlalundi og því orðið brýnt að færa út kvíarnar, en enn er óljóst hvenær af því verður eða hvar. -gg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.