Þjóðviljinn - 17.06.1987, Side 4

Þjóðviljinn - 17.06.1987, Side 4
LEIÐARI handa lýðveldinu Þríhjól Það er 17. júní, þjóðhátíðardagur Islendinga og 43 ára afmæli lýðveldisins. Á þessum afmælisdegi eru forystumenn Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks og leifanna af Sjálfstæðis- flokknum að smíða nýjan farkost handa lýðveldinu; það er þríhjól, sem á að leysa af hólmi gamla tvíhjólið sem Framsókn og Sjálfstæðismenn halda nú ekki jafnvægi á lengur. Hugvitsmaðurinn á bakvið þríhjólið er Jón Baldvin Hannibalsson sem sá sér leik á borði að loknum kosningum og býðst nú til að fylla þau stöðugildi sem losnuðu á stjórnarheimilinu þegar þeir Albert Guð- mundsson og Stefán Valgeirsson fóru úr vistinni sendandi sínum fyrri húsbændum tóninn. Jón Baldvin segir sjálfur að til þessa hafi verk- stjórnin við smíðarnar farist sér vel úr hendi. Ekki er ástæða til að rengja það, enda hefur hugvitsmaður- inn forðast að strjúka stjórnarherrunum, þeim Steingrími og Þorsteini, andhæris með því að impra á vinstrimennsku eða jafnaðartali. Hins vegar hefur hann óhjákvæmilega neyðst til að minnast á það feimnismál sem fjárlagagatið er og hallann á ríkis- sjóði, sem eins og fleira hefur einhvern veginn smogið úr annars öruggum greipum Þorsteins Páls- sonar. Hagfræðinganefnd hefur nú það verk með hönd- um að stinga upp á fjáröflunarleiðum til að rétta af hallann. Og þessi nefnd hefur að sjálfsögðu stungið upp á ýmsum snjöllum hugmyndum eins og að skatt- leggja krítarkort, en á þann máta væri meðal annars hægt að skattleggja matvöruinnkaup heimilanna. Ennfremur er í ráði að leggja nýjan skatt á bíla, sömuleiðis bensín og jafnvel almennan orkuskatt. Síðan er rætt um að kría út nokkrar fjárhæðir til viðbótar með því að fækka undanþágum frá sölu- skatti og innheimta nýja skatta af tölvum, farsímum og lögfræðiþjónustu. Hækkun á kjarnfóðurskatti gæti líka leitt til þess að meira seldist af kindakjöti, þannig að svínakjöt og kjúklingar yrðu aftur hátíða- matur hjá venjulegu fólki. Allt eru þetta hugkvæmar leiðir til fjáröflunar til bráðabirgða meðan verið er að bjarga þjóðarbúinu út úr þeim glundroða sem fjármálastjórn Sjálfstæðis- flokksins hefur leitt okkur í á mesta góðæristímabili í sögu lýðveldisins. Þessar aðgerðir verða væntan- lega látnar duga fyrst í stað, ef þeim Jóni Baldvin, Þorsteini og Steingrími tekst að setjast upp á þríhjól- ið, uns tækifæri gefst að afhjúpa leynivopnið sem öllu á að bjarga: Virðisaukaskattinn, sem auk ann- arra ófyrirsjáanlegra aukaverkana mun hækka mat- vöru um svo sem 20% á einu bretti. Hinar raunverulegu aðgerðir sem þjóðarbúið þarf á að halda verða látnar eiga sig meðan þremenning- arnir æfa jafnvægiskúnstir á þríhjólinu. Enn um sinn verður skotið á frest því réttlætismáli að stokka upp skattalöggjöfina með það fyrir augum að þeir borgi' megnið af sköttunum sem ráðskast með megnið af fjármagninu. Reyndar er þó enn ekki fullvíst að þremenningun- um takist að klambra saman þríhjólinu enda sjá þeir allir þann ókost við smíðisgripinn, að enda þótt á honum eigi að vera þrjú hjól er ekki gert ráð fyrir nema einu stýri og um það vilja þeir allir halda, Steingrímur sem er vanur að stýra, Þorsteinn sem er formaður leifanna af stóra flokknum og Jón Baldvin sem er hugvitsmaðurinn. Vonandi hefst 44. ár lýðveldisins ekki á ferðalagi á slíku farartæki, því samanborið við þetta þríhjól eru fjórhjólin skárri. — Þráinn KUPPT OG SKORIÐ Ormahersing til atlögu við bændur örmahersingin í gær birtist dularfull frétt í Tím- anum. Hálf baksíðan var lögð undir ítarlega frétt um heiftarlega innrás grasmaðks í kartöflugarða í Þykkvabænum sem hefði eytt öllu „grœnu niður í svörð á margra hektara svœði". í kjölfar- ið voru svo lagði margir dálksent- imetrar undir nákvæma lýsingu á hátterni þessa vágests og voveif- legum afleiðingum hans fyrir ís- lenskan landbúnað. Sérstaklega er eftirtektarverð sú áhersla sem lögð er á hversu mjög innrás orm- anna hafi komið heimildamanni blaðsins í opna skjöldu. „Pað veit enginn afhverjuþetta hefurskeð, - af hverju þetta hefur orðið að faraldri núna,” segir heimildamaður blaðsins ísmeygi- lega og gefur ýmislegt í skyn sem ekki er þorandi að hafa eftir í blaði eins og Tímanum meðan viðkvæmar viðræður um stjórnarmyndun standa yfir. Palle Pedersen Bændur vita hins vegar hvað til þeirra friðar heyrir. Það þarf nefnilega ekki mörg dúsín af há- skólagráðum til að skilja að ein- hvers staðar liggja hundar grafnir þegar virðulegasta málgagn ís- lenskrar fjósamennsku fer að tala um kartöfluát grasmaðka. Annað eins ævarugl hefur nefnilega ekki heyrst frá því einn helsti falsspámaður líffræðinnar var á dögum; félagi Lýsenkó sem var sérlegur líffræðingur Stalíns og breytti einni tegund í aðra á meðan dauðlegir sváfu. í uppslætti Tímans um maðka- veituna í görðum framsóknar- manna er því greinilega fólginn annar og dýpri boðskapur. Það er til að mynda sláandi hversu lýsing Tímans á innrás grasmaðksins í kartöflugarða framsóknaralþýð- unnar er keimlík atlögu Alþýðu- flokksins að meyjarsæng Fram- sóknarflokksins í yfirstandandi viðræðum um stjórnarmyndun. Flest bendir því til að „fréttin” um ormahersinguna sé eins kon- ar viðvörun á dulmáli frá þeim forystumönnum Framsóknar, sem ekki vilja mynda ríkisstjórn með krötum, til þjóðhollra bænda um að vera nú vel á verði. Líklegast er talið að það sé Páll Pétursson frá Höllustöðum sem fyrir hönd andófsmanna hafi les- ið blaðamanni Tímans fyrir ormafréttina. En Páli er við fátt jafn illa og krata almennt, nema ef vera skyldi Jón Baldvin einan og sér. Það stafar af því að Páli er ekki enn runnin reiðin frá því Jón uppnefndi hann „Palle Pedersen fra Hallested" í sjónvarpinu. En það hefur loðað við hann síðan og er gjarnan haft fyrir brandara í opinberum veislum. Kratamaðkurinn Páll Pétursson er eins og alþjóð er kunnugt manna iðnastur við að ferðast erlendis á hennar kostn- að. Hann var því í einni af sínum frægu utanlandsreisum þegar Steingrímur lét fallerast af hinum kratíska þokka og átti sér einskis ills von. Heim kominn fann hann hins vegar Framsókn á rúi og stúi og allt í vitleysu. Steingrím kom- inn hálfan upp í til Jóna Alþýðu- flokksins og allt iðandi af krö- tum. Eða eins og heimildamaður maðkafréttarinnar segir í þessari aðalfrétt Tímans: „Þetta gerðist svo snöggt.. þeg- ar ég kom í garðinn í fyrstu viku í júní var allt komið upp og garður- inn eðlilegur... en nœsta mánudag sást þar ekki eitt einasta gras, allt var sviðið niður í mold. ” Skýringin var heldur ekki langt undan: „Þegar ég svo gœtti betur að þá iðaði allur garðurinn í maðki. ” Arfastykkið Þarna er vesalings Palle fra Hallested bersýnilega að útskýra í örvæntingu sinni fyrir bændum að hann hafi bara ekkert vitað hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann kom heim úr reisunni. Allt verið morandi af krötum. Hann lætur þess jafnframt getið að enn sé mikið í hættu, maðkarnir séu „komnir inn í annað garðstykki og arfastykki sem ekki var sett niður í. ” Kunnugir telja að með arfa- stykkinu eigi heimildamaður Tímans við Framsóknarfélagið í Reykjavík. Það er athyglisvert að í maðka- boðskapnum er vikið með einkar jákvæðum hætti að Jóni Helga- syni fyrir hart andóf hans gegn krötum. Þetta lætur Tíminn í ljós með því að segja með sérstakri velþóknun að í kjördæmi land- búnaðarráðherra „hafi gras- maðks ekki orðið vart þetta sumarið, ” ekki einu sinni í heimasveit ráðherrans sem þó „eru þekkt grasmaðkssvœði” eins og segir í fréttinni og bersýnilega vísað til fyrri styrks Alþýðuflok- ksins á þeim stöðum. Úðunarherferðin Páll frá Höllustöðum er hins vegar maður karskur og lætur ekki deigan síga. Eftir langa lýs- ingu á aðförum maðksins og hegðan hans í kartöflugörðunum rekur hann upp mikið heróp til bænda í dulmálsboðum sínum á baksíðu Tímans og hvetur þá til dáða. Á döfinni sé nú mikil úðun- arherferð og með sé vonast til að „takist að drepa meginherinn. ” Þetta er bersýnilega yfirlýsing um að nú megi kratar vara sig - og nái andófsdeildin yfirhöndinni undir forystu Páls virðist því ber- sýnilega útséð með að Framsókn eigi lengra tilhugalíf með sínum fornu fjendum á höfuðbóli krata. í lok fréttarinnar er svo lauflétt hótun frá forystu andófsdeildar- innar til annarra flokksmanna um að flangs utan í krata muni ekki endurtaka sig. Eða eins og hótað er í lok hinnar makalausu maðka- fréttar: „...kartöflubœndur munu fylgjast betur með gjörðum sínum á þessum árstíma í framtíðinni!” Það er eins og sagt var: Er ekki best að hver rækti sinn garð? -ÖS þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Ingunn Ásdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Beramann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karisson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrfta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljó8myndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. IJtlitstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, GarðarSigvaldason. Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrtfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. * Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýsingastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Baldur Jónasson, Olga Clausen, Guðmunda Kristins- dóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríöur Kristjánsdóttir. Husmóðlr: Soffía Björgúlfsdóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgrelöslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavfk, sfml 681333. Auglý8lngar:Sfðumúla6,8fmar681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja ÞJóðvlljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 60 kr. Áskrlftarverð á mánuði: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 17. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.