Þjóðviljinn - 25.06.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.06.1987, Blaðsíða 3
mmm ÖRFRÉTTIR Vanhirt hús á Akureyri komu til umræðu á fundi bæjarráðs á dögunum þar sem samþykkt var að reka áróður í fjölmiðlum bæjarins fyrir fegrun hans og bættu viðhaldi húsa, eigendur vanhirtra húsa verði áminntir, hlutast verði til um að málningaverksmiðjur bjóði bæjarbúum sérstök kjör og aö bærinn aðstoði við að rífa hús og skúra í einkaeign. Haraldur Bessason prófessor og nýskipaður for- stöðumaður háskólakennslu á Akureyri, flytur opinberan fyrir- lestur í boði Heimspekideildar Háskólans á mánudaginn kemur í Odda kl. 17.15. Haraldur ætlar að fjalla um „Innra samhengi Völuspár". Bændablaðið blað um landbúnaðar og lands- byggðarmál heitir nýtt blað sem dreift hefur verið til allra bænda í landinu. Blaðinu er ætlað að verða málgagn þeirra sem vilja efla byggð í landinu og stuðla að jafnvægi á milli landshluta, en er óháð hagsmunasamtökum og stjórnmálaflokkum. Stefnt er að því að blaðið komi út mánaðar- lega en ritstjóri þess er Bjarni Harðarson. Blackwell- útgáfan hefur frá árinu 1982 boðið Há- skólabókasafninu að velja endu- rgjaldslaust úr útgáfuritum for- lagsins. Nú stendur yfir sýning í lestrarsal á 2. hæð aðalbygg- ingar háskólans á yfir 450 ritum sem safninu hefur borist á síð- ustu mánuðum en alls hefur safnið þegið að gjöf frá útgáfunni um 2000 bækur og tímarit. Menntaskólinn á Laugarvatni brautskráði á dögunum 43 stúd- enta sem ef fjölmennasti hópur sem útskrifast hefur frá Laugar- vatni síðan 1979. í skólanum voru á sl. vetri um 180 nemendur. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Jónína Guðrún Kristinsdótt- ir úr náttúrufræðideild 9,28. Ökukennara- félagið hefur skorað á Alþingi að setja þegar á næsta þingi ný lög um ökukennslu og ökunám en litlar sem engar breytingar voru gerð- ar á þeim málum þegar nýju um- ferðarlögin voru samþykkt á þingi í vor. Þá telur félagið að auka þurfi verulega löggæslu og jafn- framt að beita meiri nákvæmni við uppsetningu umferðarmerkja og yfirborðsmerkingu gatna. Bókaútgáfa kaþólsku kirkjunnar á (slandi hefur gefið út bæklinginn „Bréf til vina kross- ins“ eftir Louis-Marie Grignion de Montfort, stofnanda Montfort- reglunnar sem um langan aldur hafði á hendi trúboð kaþólsku kirkjunnar hér á landi. Það var dr. Hinrik Frehen biskup sem bjó bæklinginn undir prentun, en hann lést sl. vetur. Leðurjakkar og spariskór er heiti á nýrri ung- lingaskáldsögu eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur sem hlaut 1. verðlaun í samkeppni sem Stór- stúkan stóð fyrir í tilefni alþjóða- árs æskunnar. Hrafnhildur hlaut 100 þús. kr. í verðlaun fyrir hand- ritið. FRÉTTIR Miðstjórnarfundur AB Vona að línur skýrist Kristín Á. Ólafsdóttirformaður miðstjórnar: Mikilvœgt aðfundurinn leggi grundvöll að umrœðu úti í félögunum Hlutverk þessa fundar er fyrst og fremst að ræða stöðu flokksins eins og hún er í dag og byrja endurskoðun hans bæði út frá stöðu hans eftir kosningarnar og þeim ágreiningi sem uppi er innan hans, sagði Kristín A. Ól- afsdóttir formaður miðstjórnar Aiþýðubandalagsins um fund miðstjórnar sem hefst á föstudag. Eftir framsöguræður skýrslu- höfunda flokksins sem eru opnar fjölmiðlum, verður fundar- mönnum skipt í starfshópa sem munu ræða þá málaflokka sem fram koma í skýrslunum. Eftir að starfshópar hafa síðan gert grein fyrir vinnu sinni verða almennar umræður út frá þeim farvegi sem hóparnir munu hafa lagt hinum ýmsu málaflokkum. „Ég vona að eftir þennan fund liggi mismunandi línur ljósar fyrir og að auðveldara verði að takast á við þá stöðu sem flokkurinn er í núna. Ég reikna með að á fundin- um komi fram ólík sjónarmið eins og komið hefur fram í skýrsl- um en að ágreiningurinn verði orðinn ljósari og fólk verði því betur í stakk búið til að ræða hann eftir þennan fund, bæði á miðstjórnarfundinum í septemb- er og ekki síst á landsfundinum í haust. Það er mjög mikilvægt að leggja grundvöll að umræðu úti í félögunum svo að það starf verði vel á veg komið í september og það er eitt af hlutverkum fundar- ins. Þessi fundur gæti orðið bæði erfiður og sársaukafullur vegna þess að ef togstreita er um mál- efni og áherslur þá hlýtur líka að vera togstreita um einstaklinga.“ -ing Hann fékk þau á lága verðinu og gefur henni því fangið fullt. Ragnar Kristjánsson og Sigríður Jóhannesdóttir starfsmenn hjá Blómamiðstöðinni brugðu á leik fyrir myndavélina í góða veðrinu. Blóm Rósir á útsölu Innlend afskorin blóm lœkka verulega í verði Blómamiðstöðin hf sem selur 3/4 hluta af innlendri blóm- aframleiðslu og er heildsölufyrir- tæki í eigu ýmissa blómabænda á Suður- og Suðvesturlandi hefur lækkað heildsöluverð á af- skornum blómum verulega. Að sögn Sveins Indriðasonar framkvæmdastjóra og Hans Gústavssonar stjórnarformanns Blómamiðstöðvarinnar kemur þessi verðlækkun til nú, vegna sérlega góðra birtuskilyrða und- anfarið og góðrar uppskeru en á liðnum vetri hefur notkun lýsing- ar í gróðurhúsum verið stóraukin og tæknivæðing aukin og bætt. Sveinn og Hans sögðu verð- lækkunina vera allt að 21% frá því sem verið hefur undanfarið, en það færi nokkuð eftir tegund- um. Þannig eru það tilbúnir vendir sem lækka tiltölulega mest og fer heildsöluverð á ódýrustu vöndunum úr 190 krónum niður í 150 krónur. Þessi verðlækkun verður í gildi að minnsta kosti út ágústmánuð. -ing Happadrœtti Víðast ekki á undanhaldi Prjúfélagasamtök affjórum sem Pjóðviljinn hafði samband við kvarta ekki undan árangri happadrœttissölu. Krabbameinsfélagið segirskilin hjá sér vera minni nú en áður Vvið höfum ekki þurft að kvarta undan viðtökum al- mennings, sagði Tómas Stur- laugsson hjá Styrktarfélagi van- gefinna um árangur af sölu happ- adrættismiða samtakanna, en Þjóðviljinn hafði samband við nokkur félagasamtök til þess að kanna söluna þegar það var ljóst að SÁÁ höfðu aðeins selt um 7% af 100 þúsund útgefnum miðum, eða um 7 þúsund miða. Tómas sagði að salan hjá styrktarfélaginu hefði á síðasta ári verið á bilinu 35-40% af 100 þúsund útgefnum miðum. Þorvarður Örnólfsson hjá Krabbameinsfélaginu sagði að á síðasta ári hefði heldur dregið úr sölu happadrættismiða miðað við undangengin ár, en í síðasta happadrætti félagsins sem dregið var í þ. 17. júní seldust tæp 30% af 188 þúsund útgefnum miðum. Fram að síðasta ári voru skilin á bilinu 42-46%. Þorvarður sagði að þrátt fyrir þessa útkomu núna væri hann bjartsýnn á að úr rættist. „Salan hjá okkur sýnir að Sjálfsbjörg hefur hljómgrunn hjá þjóðinni,“ sagði Trausti Sigur- laugsson. Trausti sagði að Sjálfs- björg stæði fyrir tveimur happa- drættum á ári og í fyrra hafi salan aukist töluvert í síðari happa- drættinu sem var rétt fyrir ára- mót. Salan á síðasta ári hafi verið á bilinu 20-25% af 120 þúsund útgefnum miðum og er sá árang- ur sá besti hjá Sjálfsbjörg fram til þessa, sagði Trausti og skýrði það með því að félagið hafi í fyrra notfært sér gíróseðlakerfið í fyrsta skipti. Hjá Blindrafélaginu fengust þær upplýsingar að af 30 þúsund útgefnum miðum í yfirstandandi happadrætti væru aðeins örfáir eftir. Þar var því fastlega reiknað með 100% skilum, en Blindrafé- lagið notar ekki gíróseðlakerfið við sölu sinna miða, nema beðið sé um það sérstaklega. „Hljómgrunnur SÁÁ hjá þjóðinni er greinilega eitthvað að minnka. Ég hef ekki aðra skýr- ingu fyrst aðrir bera sig svona vel,“ sagði Pétur Maack formað- ur SÁÁ um málið. -K.Ól. Byggingafulltrúar Torbyggni verði eytt Harmar trúnaðar- brestvið Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins Félag byggingafulltrúa harmar þann trúnaðarbrest sem nú virð- ist orðinn við Rannsóknastofu byggingariðnaðarins í kjölfar könnunar á burðarþoli bygginga i Reykjavík, segir í samþykkt sem gerð var á aðalfundi félags bygg- ingafulltrúa á dögunum. Byggingafulltrúar segja að nú þegar verði að hefjast handa við endurskoðun byggingalaga og reglugerðar. Vinna verði mark- visst að því að upplýsa almenning um þýðingu byggingaeftirlits og eyða þeirri tortryggni sem virðist ríkjandi milli aðila. Þá verði að efla embætti byggingafulltrúa og herða eftirlit með steypugerð og húseiningaframleiðslu. -lg. Stuðmenn Á gæsaveiðum í dag Ný hljómplata með Stuð- mönnum „Á gæsaveiðum" kemur út i dag. Af þessu tilefni efnir hljómsveitin til stórtónleika í Austurbæjarskólaportinu í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og standa í tvo tíma. Þar ætla Stuð- menn að leika lög af nýju plöt- unni og eins eldri lög sveitarinn- ar. Miðaverð á tónleikana er 300 kr. Sauðárkrókur 28 íbúðir kláraðar Fyrir nokkru afhcnti stjórn verkamannabústaða á Sauðár- króki 7 íbúðir að Víðimýri 10. Voru þær afhentar fullfrá- gengnar og þykir frágangur allur með ágætum. Friðrik Jónsson s.f. sá um byggingu blokkarinnar. Árið 1983 var hafin bygging íbúða við Víðimýri 4. Hafa nú, á fjórum árum, 28 íbúðir verið reistar við Víðimýri. Stjórn verkamannabústaða er nú að gera könnun á húsnæðis- þörf á Sauðárkróki. - mhg Flmmtudagur 25. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.