Þjóðviljinn - 25.06.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR
Ólafur Þóröarson á hér í baráttu við einn Danann og hefur betur. Mynd:E.ÓI.
Knattspyrna/U-21
Markalaust á Akureyrí
Jafnt í landsleik íslands og Danmerkur
3. deild
Fylkismenn
enn efetir
Fylkir heldur enn toppsæti sínu í
A-riðli 3. deildar, en heil umferð var
leikin í gær.
Fylkir vann sannfærandi sigur gegn
Aftureldingu, 4-0. Gústaf Víðisson
náði forystunni í fyrri háfleik og Fylk-
ismenn bættu við þremur mörkum í
síðari háflleik. Það voru Óskar Theo-
dórsson, Þorsteinn Þorsteinsson og
Sigurður Sveinbjörnsson. Aftured-
ling lék aðeins með 9 menn síðustu
mfnúturnar eftir að tveir leikmenn
fengu rautt spjald með stuttu milli-
bili.
Stjarnan fylgir fast á eftir, en þeir
sigruðu Leikni í gær, 3-0 á útivelli, f
hálfleik var staðan 0-0, en Stjarnan
gerði útum leikinn í síðari hálfleik.
Það voru Valdimar Kristófersson,
Birkir Sveinsson og Árni Sveinsson
sem skoruðu mörkin.
ÍK sigraði Njarðvík á útivelli, 1-3.
Steindór Elísson náði forystunni fyrir
ÍK, en Trausti Hafsteinsson jafnaði
fyrir Njarðvík. Björn Björnsson
brenndi af vítaspyrnu fyrir ÍK rétt
fyrir leikhlé. Steindór Elísson bætti
öðru marki við í síðari hálfleik og Jón
Hersir Elíasson gulltryggði sigurinn
rétt fyrir leikslok með fallegu marki
úr hjólhestaspyrnu.
Reynismenn sigruðu Grindavík á
heimavelli þeirra síðarnefndu, 1-0.
Kjartan Einarsson skoraði sigurmark
Reynis.
Haukar fengu fyrstu stig sín í 3.
deildinni með sigri gegn Skallagrím,
4-0. Eiríkur Jörundsson, Helgi
Eiríksson, Arnar Hilmarsson og
Valdimar Sveinbjörnsson skoruðu
mörk Hauka.
Staðan í A-riðli 3. deildar:
Fylkir............6 5 1 0 17-1 16
Stjarnan..........6 5 0 1 15-4 15
IK................6 4 0 2 14-9 12
Reynir............6 4 0 2 12-7 12
Afturelding.......6 3 0 3 12-11 9
Njarðvík..........6 2 2 2 7-7 8
Grindavík.........6 2 1 3 7-8 7
Leiknir...........6 1 2 3 6-11 5
Haukar............6 1 0 5 5-11 3
Skallagrlmur......6 0 0 6 2-27 0
Markahæstir:
SteindórEllsson, |K..................8
ÓskarÓskarsson, Aftureldingu.........5
Ölafur Viggósson, Þrótti N...........4
ÁrniSveinsson.Stjörnunni.............4
Kjartan Einarsson, Reynir............4
ísland og Danmörk skildu jöfn í
U-21 árs landsleik þjóðanna á Ak-
ureyri, 0-0. Leikurinn var jafn,
Danir sterkari í fyrri hálfleik, en
íslendingar í þcim síðari.
Danir léku undan norðan golu
í fyrri háfleik og voru heldur
meira með boltann. En íslend-
ingar áttu þó þokkaleg færi.
Gauti Laxdal átti gott skot frá
vítateig, en framhjá. Skömmu
síðar átti Johnny Hansen skalla
frá vítateig, en Haukur Bragason
varði meistaralega. Um miðjan
síðari háfleik átti svo Bent Christ-
ensen skot í varnarmann og rétt
framhjá íslenska markinu.
Danir sóttu stíft í fyrri háfleik,
en íslenska vörnin var sterk.
Flemming Paulsen komst þó í
gegn, en Haukur kom vel út á
móti og hirti boltann af tám hans.
íslendingar mættu ákveðnir til
leiks í síðari hálfleik og réðu þá
mestu um gang leiksins.
Á 48. mínútu átti Gauti Laxdal
langa aukaspyrnu á Sævar Jóns-
son sem kom á fullri ferð og skall-
aði að rnarki Dana, en beint á
markvörðinn. Tíu mínútum fyrir
leikslok átti Laudrup gott skot
sem Haukur varði. Laudrup náði
boltanum aftur, en Guðni Bergs-
son komst fyrir skot hans.
Skömmu síðar gaf Gauti vel fyrir
á Þorvald Örlygsson. Hann skall-
aði boltann til Hlyns Birgissonar
sem skaut yfir af markteig.
Á síðustu rnínútu leiksins átti
Siguróli Kristjánsson sendingu á
Sævar, en skot hans fór framhjá
danska markinu.
Leikurinn var jafn, en íslend-
ingar áttu annað slagið mjög
góða spretti. Danirnir sýndu þó
að þeir vita vel hvað þeir eiga að
gera við knöttinn.
Haukur Bragason átti mjög
góðan leik í íslenska markinu og í
vörninni voru þeir sterkir Guðni
Bergsson ogSævar Jónsson. Aðr-
ir áttu þokkalegan leik. Hjá
Dönum var það Brian Laudrup
sem var mest áberandi.
-hk/Akureyri
1. deild kvenna
Knattspyrna
Fiimakeppni Víkings
Fyrsti sigur
Víkingar halda um helgina
Jónsmessumót í knattspyrnu
fyrir fyrirtæki og félagshópa.
Mótið hefst kl. 18 á föstudag og
lýkur á laugardag. Sjö lcikmenn
eru í liði auk varamanna og leikið
er í 2x15 mínútur.
Stefnt er að því að þetta mót
verði árviss viðburður, en það er
Þýsk-íslenska sem gefur verð-
launin.
Nánari upplýsingar fást í
símum, 36822, 42067 og 71791.
Þess má geta að útvarpsstöðin
Bylgjan mun segja frá úrslitum
og skila kveðjum til leikmanna.
ÍBK fékk sín fyrstu stig með
sigri gegn Breiðablik á útivelli, 2-
0. Það voru samt Blikarnir sem
voru mcira með boltann.
Blikarnir sóttu meira, en Kefl-
avíkurstúlkurnar beittu skyndi-
sóknum og gekk það vel. Kristín
Blöndal náði forystunni á 27.
mínútu og María Jóhannesdóttir
70. bætti öðru marki við tíu mín-
útum fyrir leikslok.
Nýliðarnir í 1. deild, Stjarnan,
halda áfram sigurgöngu sinn og í
gær sigruðu þær KR.
Leikurinn einkenndist af bar-
áttu, en Stjörnunar voru meira
með boltann.
Hrund Grétarsdóttir skoraði
sigurmark Stjörnunnar á 34. mín-
útu og vantaði ekki mikið uppá
að mörkin yrðu fleiri.
Stjörnustúlkurnar sóttu síðan
látlaust í síðari háfleik, en vant-
aði herslumuninn. KR-stúlkurn-
ar áttu ekki hættuleg færi og hafa
oft leikið betur.
Skagastúlkurnar sigruðu Þór á
Akureyri, 2-1. Það var þó Aðal-
heiður Reynisdóttir sem náði for-
ystunni fyrir Þór á 20. mínútu,
eftir að hafa komist ein í gegn.
En Skagastúlkurnar tóku sig
heldur betur á í síðari hálfleik og
Laufey Sigurðardóttir jafnaði um
miðjan síðari hálfleik, eftir að
hafa fylgt vel á eftir. Það var svo
Ásta Benediktsdóttir sem tryggði
ÍA sigur með marki rétt fyrir
leikslok.
Staðan í 1. deild kvenna
Valur............4 4 0 0 14-0 12
KR...............5 3 0 2 7-3 9
Stjarnan .........5 4 0 1 10-5 12
ÍA................4 3 1 0 11-3 10
UBK...............4 1 0 3 5-10 3
KA................4 0 1 3 2-11 1
Þór...............4 0 0 4 2-11 0
ÍBK...............4 1 0 3 2-10 3
-MHM
Opið bréf trí Júlíusar Hafstein
formanns íþróttabandalags
Reykjavíkur
Tilefni þessara skrifa er einfalt.
Það er nátengt réttlæti, sanngirni
og heiðarleik áhugamannsins um
íþróttaiðkun landsmanna.
Þannig er mál með vexti að
Knattspyrnufélagið Fram í
Reykjavík varð íslandsmeistari
karla í knattspyrnu sumarið 1986
eins og lengi hafði staðið til.
Þannig er mál með vexti að
Knattspyrnufélagið Víkingur líka
í Reykjavík varð Islandsmeistari í
handknattleik karla vorið 1987
og var það engin nýlunda. Þannig
er mál með vexti að Knattspyrn-
ufélagið Þróttur líka í Reykjavík
varð Islandsmeistari karla í blaki
vorið 1987 og þykir engin ný-
lunda heldur.
Eins og flestum er kunnugt um
sem fylgjast með íþróttum þá hef-
ur það verið hefð að yfirvöld
Reykjavíkurborgar hafa verð-
launað þær deildir reykvískra
íþróttafélaga sem náð hafa góð-
um árangri. Þetta var líka raunin
með knattspyrnumennina í Fram
og handknattleiksmennina í Vík-
ing. Deildir þessara félaga fengu
myndarlega styrki úr borgar-
sjóði.
Hvað með blakmennina í
Þrótti? Hvurs eiga þeir að gjalda?
Ég spyr því þig, sem yfirmann
íþróttabandalagsins, Júlíus Haf-
stein: Er ekki kominn tími til að
koma heiðarlega fram við marg-
falda íslandsmeistara Þróttar í
blaki? Geta borgaryfirvöld ekki
sýnt þessum frábæru íþrótta-
mönnum örlítið af réttlæti og
sanngirni?
Með íþróttakveðju
Gísli Sváfnisson kennari
Fimmtudagur 25. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Margrét Siguröardóttir brýst hór í gegnum vörn KR, þrátt fyrir'frumleg varnar-
tilþrif. Mynd:Ari