Þjóðviljinn - 25.06.1987, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið Akureyri
Aðalfundur
Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn
25. júní kl. 20.30 í Lárusarhúsi.
Dagskrá: Venjuleg aðaifundarstörf. Önnur mál.
Allir félagar hvattir til að mætá.
Stjórnin
Kosningahappdrætti ABR
Vinningsnúmerið
Dregið hefur verið í kosningahappdrætti Alþýðubandalagsins í Reykjavík.
Vinningurinn, sem er bifreið, kom á miða nr. 3271.
Vinningshafi er beðinn að hafa samband við skrifstofu Alþýðubandalagsins
Hverfisgötu 105 - sími 17500.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Gróðursetning í Heiðmörk
5. og 6. deild ABR (Breiðholts- og Árbæjarhverfi) gangast fyrir gróðursetn-
ingarferð í Heiðmörk laugardaginn 27. júní. Þátttakendur safnist saman við
Elliðavatnsbæinn klukkan 13.30. 5. deild (Gísli, 77354), 6. deild (Hafþór
672365).
Deildarstjórnirnar
MIÐSTJÓRNAR-
FUNDUR
26.-28. júní - Reykjavík
Dagskrá:
Flokkurinn og framtíðin
Föstudagur 26. júní:
Kl. 20.00
Framsögur:
Ásmundur Stefánsson, Guörún Helgadóttir, Ragnar Arnalds,
Svavar Gestsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Kristín Á. Ólafsdóttir.
Laugardagur 27. júní:
Kl. 10.00
Starfshópar:
1) Kjaramál og stéttabarátta. 2) Flokkurinn og samtök launafólks.
3) Flokkur og fjölmiðlar. 4) Flokkurinn og staða kvenna. 5) Skipu-
lagsmál flokksins og starfshættir. 6) Stefnan i atvinnu- og efna-
hagsmálum. 7) Byggðamál.
Kl. 12.00-13.00 Matarhlé, kl. 13.00: Starfshópar frh., kl. 15.00-
15.30: Skil starfshópa, almennar umræður.
Sunnudagur 28. júní:
Kl. 10.00: Almennar umræður frh., kl. 12.00-13.00: Matarhlé, kl.
13.00: Almennar umræður frh., niðurstöður, önnur mál.
Stefnt að fundarslitum fyrir kl. 17.00 sunnudag.
Miðstjórnarmenn eru beðnir að tilkynna skrifstofu (s. 17500) þátt-
töku eða forföll.
Gamalt sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði. Þar mun þýskur nasisti hafa leynst um sinn eftir að Bretar hernámu
1940.
Tímarit
Ekki þekki ég mikið til starf-
semi Atthagafélags Stranda-
manna utan hvað fundum okkar
Strandapósts hefur borið saman
nokkur undanfarin ár og finnst
mér að með okkur hafi tekist góð
kynni.
Út er kominn 20. árg. ritsins.
Ber hann með sér nú sem áður að
Strandamenn hafa frá mörgu að
segja og eru ólatir við að festa á
blað margháttaðan fróðleik sem
ella færi forgörðum. Haldið er
áfram birtingu hinna bráð-
skemmtilegu þátta Skúla heitins
á Ljótunnarstöðum um alda-
mótamennina í Bæjarhreppi.
Hermann Búason rifjar upp
minningar um Borðeyrardeiluna
1934, sem landsfræg varð á sinni
tíð. Hermann á þarna einnig aðra
grein þar sem hann víkur að
minningum frá einvígi því sem
þeir Hermann Jónasson og
Ólafur Thors háðu á Hólmavík
rétt fyrir alþingiskosningarnar
1937 eða fyrir 50 árum, en af því
gengu miklar sögur á þeim árum
og lengi síðan. Ragnheiður Vigg-
ósdóttir frá Broddanesi segir frá
þeim kynlega kvisti Ásta-Brandi,
einum hinum síðasta fulltrúa ís-
lenskrar förumannastéttar. Hann
lést fyrir rúmum aldarfjórðungi
og er vel við hæfi og mátti helst
ekki seinna vera að honum væri
reistur minnisvarði. Það hefur
Ragnheiður Viggósdóttir svo
sannarlega gert með grein sinni.
Árið 1862 var býlið Gilhagi
reist í landi Mela í Hrútafirði,
sunnan Miklagils. Gilhagi fór í
eyði 1943 og höfðu þá verið þar
14 ábúendur. Ingunn Ragnars-
dóttir frá Grænumýrartungu rifj-
ar upp sögu býlisins og greinir frá
ábúendum þar. Er sú frásögn öll
fróðleg og skemmtileg í senn.
Birt er útvarpserindi Þorsteins
Matthíassonar um Sigurð Rós-
mundsson frá Gilsstöðum í Selár-
dal, en Sigurður hefur nú verið
búsettur í Reykjavík um langt
skeið. Sigurður er skáldmæltur
og birtir Þorsteinn nokkur ljóða
hans með erindi sínu. Ingólfur frá
Prestsbakka heldur áfram Hrút-
firðingaþáttum sínum og Kjartan
Ólafsson, Sandhólum, segir
nokkuð frá Gísla Gunnlaugssyni í
Hlíð og birtir allmargar lausavís-
ur eftir hann. Sigurgeir Magnús-
son segir frá sveitarblaðinu
Gesti, sem út kom á árunum
1902-1912 og stofnanda þess og
ritrstjóra, Halldóri Jónssyni í
Miðdalsgróf í Tungusveit. Árið
1907 birtist í Gesti kvæðabálkur,
76 vísur, þar sem getið er allra
þáverandi búenda í Tungusveit
og fylgir hann með frásögn Sig-
urgeirs. Höfundur lét ekki nafns
síns getið en haft er fyrir satt að
hann hafi verið Guðjón Hjálm-
arsson í Heiðarbæ.
Guðmundur Jakobsson segir
frá ferð sinni að Reykjaskóla í
Hrútafirði haustið 1936, en þá fór
hann Strandasýslu endilanga,
mestmegnis fótgangandi. Ungt
fólk þarf minna að hafa fyrir því
að setjast á skólabekk nú en þá,
sem betur fer sjálfsagt, en ekki er
ég viss um að Guðmundur hefði
viljað missa af að hafa farið þessa
ferð. Dýrmundur Ólafsson frá
Stóru-Borg á þarna einnig ferða-
sögu. Greinir hann þar frá ferð
sinni og nokkurra félaga, fram og
til baka, norðan úr Hrútafirði og
á skemmtisamkomu á Laugum í
Hvammssveit vorið 1936. Kapp-
siglingin nefnist frásögn Gísla
Jónatanssonar í Naustavík. Gísla
Jónatanssonar í Naustavík. Segir
þar frá siglingu föður hans Jónat-
ans Árnasonar, við annan mann í
ofsaroki og stórsjó frá Hafnar-
hólma í Skáhamravog. Magnús
Jónsson hét félagi Jónatans og
voru þeir á litlum sexæringi. Er
frásögn Gísla byggð á sögn Þor-
steins, sonar Magnúsar, en hann
hafði eftir föður sínum. Annar
sexæringur, stærri, mannaður 5
skipverjum, var með í för og kom
þar af kappsiglingin. Hefur öll
þessi sigling verið ærið tvísýn en
lauk þó giftusamlega enda fum-
laus handtök um borð.
Framhald er af sjálfsævisögu-
ágripi Jóns Einarssonar, en hann
flutti til Ameríku 1888, 26 ára
gamall. Jón Einarsson var hinn
merkasti maður, lagði gjörva
hönd á margt og fékkst m.a. all-
mikið við ritstörf. Ingvar Agnars-
son segir frá því þegar hann ung-
ur drengur hóf leit að jarðskorp-
unni með því að grafa holu í jörð-
ina. Hafði Ingvar heyrt á tal
föður síns og bónda þarna í
sveitinni um þessa merkilegu
skorpu og lék nú forvitni á að líta
hana með eigin augum.
Sveinbjörn Valgeirsson birtir
okkur ýmsar minningar sínar frá
Norðurfirði og kemur býsna víða
við.
Loks eru í þessum síðasta
Strandapósti ljóð eftir Ingólf
Jónsson frá Prestsbakka, Ingimar
Elíasson, Jónu Vigfúsdóttur frá
Stóru-Hvalsá, Guðrúnu Jóns-
dóttur frá Kjós, Matthildi Guð-
mundsdóttur frá Bæ á Selsströnd
og Skálfs- eða Skjálgsbragur og
Bæja- eða sóknarvísur eftir sr.
Björn Hjálmarsson í Trölla-
tungu.
Hér er margt fémætið að finna
og er þeim ekki efnis vant,
Strandamönnum. -mhg
Kaupfélag Skagfirðinga
Batnandi afkoma
Afkoma Kaupfélags Skagfirð-
inga mátti heita allgóð á sl. ári.
Rekstrarafgangur reyndist fast
að 16 millj. kr. en árið 1985 nam
hallinn hins vegar tæpum 28
millj. Veldur þarna mestu um
lækkandi fjármagnskostnaður.
Heildarvelta kaupfélagsins og
Fiskiðjunnar var rúmlega 1500
millj. og hefur velta milli ára
aukist um 19%. Heildarfyrningar
hjá félaginu námu rúmum 40
millj. Félagið greiddi í opinber
gjöld á árinu, til ríkis og sveitarfé-
laga, rúmar 19 millj. kr. og sölu-
skattsskil þess námu 49 millj. eða
samtals til ríkis og sveitarfélaga
rúmlega 68 millj. kr. Heildar-
launagreiðsiur urðu rúmar 144
millj. á móti 118 millj. árið áður.
Félagsmenn eru nú 1565, hefur
aðeins fjölgað. Fjárfestingar
voru þær helstar að lokið var við
innréttingu á skrifstofum félags-
ins í hinu nýja húsnæði þess og
stendur þá „Grána” gamla auð
orðin og yfirgefin, „besta búð í
heimi”, eins og Magnús skáld á
Vöglum komst eitt sinn að orði,
og gengið var frá kaupum á
eignum graskögglaverksmiðj-
unnar Vallhólms hf.
Samþykkt var að leggja 1 millj.
kr. af hagnaði félagsins í Menn-
ingarsjóð. Skal helmingur þess
geymast þar til minnst verður 100
ára afmælis félagsins árið 1989.
-mhg
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur