Þjóðviljinn - 25.06.1987, Blaðsíða 2
■mSPURNINGIN_
Spurt á fiskmarkaöinum í
Hafnarfiröi.
Hver finnst þér reynslan
hafa verið af fiskmörkuð-
um hérlendis?
Óiafur Torfason,
verkamaöur:
Ég held að hún sé mjög góð.
Menn eru ánægðir með hvernig
þetta hefur farið af stað og ég hef
varla trú á öðru en að þetta muni
alfarið taka við. Þetta er að vísu
bara byrjunin en það er Ijóst að
það mun ráðast af vilja og hags-
munum sjómanna hvert fram-
haldið verður.
Óskar Vigfússon, formaður
Sjómannasambandsins:
Ég er fullur bjartsýni miðað við
hvernig byrjunin hefur verið. Það
hafa verið skiptar skoðanir meðal
minna umbjóðenda en ég er viss
um að útkoman úr fyrstu uppboð-
unum hefur breytt skoðunum
þeirra sem voru hræddir við
þetta. Markaðirnir eru okkur
mikið hagsmunamál.
Óskar Þ. Karlason,
fiskverkandi:
Þetta er rétt þróun. Fiskur er
þannig vara að menn eiga að
geta keypt hann á misjöfnu verði
eftir aðstæðum. Markaðirnir
þjóna einnig hagsmunum sjó-
manna og ég hef því trú á því að
þetta muni verða það sem tekur
við.
Örn Vilmundarson,
háseti á Krossanesinu:
Mér líst nokkuö vel á þetta fyrir-
komulag. Ef við fáum 34 - 35 kr.
fyrir kg. þá er það góð sala fyrir
okkur. Menn eru spenntir fyrir
þessu og byrjunin lofar góðu.
FRÉTTIR
Varaflugvöllur
Sauöárkrókur í salti
Kristmundur Bjarnason, á Sjávarborg í Skagafirði:
Varaflugvöllur fyrir NATO liggur í láginni í bili.
Biðstaðaþangað til Náttúruverndarráð hefur skilað áliti.
Dauðadómur yfir náttúruvernd í Skagafirði verði friðlandið skert
að gerist ekkert fyrr en Nátt-
úruverndarráð hefur skilað
skýrslu um niðurstöður sinna
rannsókna. Náttúrufræðingar
frá ráðinu hafa verið að vappa
hér undnafarnar vikur, fram og
aftur um skógana,11 sagði Krist-
mundur Bjarnason, fræðimaður á
Sjávarborg í Skagafirði, en hann
er einn landeigenda að friðlandi
því, sem heppilegt þykir undir
varaflugvöll fyrir NATO.
„Ég stend við það sem ég hef
áður sagt - það verður ekkert um
landsölu undir hernaðarfram-
kvæmdir af minni hálfu. Verði
friðlandið skert þýðir það sama
og dauðadóm yfir náttúruvernd-
arsjónarmiðum hér í Skagafirði,“
sagði Kristmundur Bjarnason.
„Náttúruverndarmenn hér í
Skagafirði, virðast vera á þeirri
skoðun, að komi til þess að frið-
landið verði skert, þá sé einsýnt
að Náttúruverndarráð er til lítils
megnugt og friðlýsing landsvæða,
sé í reynd dauður bókstafur, þeg-
ar stjórnvöldum sýnist svo,“
sagði Kristmundur Bjarnason.
-RK
Mál og menning
Flytur brátt
í Múlann
MM opnar nýja verslun við Síðumúlann fyrir
haustið
Senn líður að því að ný bóka-
verslun Máls og menningar
verði opnuð við Síðumúlann, en
Árni Einarsson framkvæmda-
stjóri Máls og menningar spáir
Haganesvík
Veiði-
hugur
í Fljóta-
mönnum
240 tunnur afgrásleppu-
hrognum á 4 trillur
Hér áður fyrr voru Fljótamenn
atkvæðamiklir við hákarlaveiðar
en það er nú löngu liðin tíð. Aftur
á móti hafa þeir snúið sér að grá-
sleppuveiðum.
Fjórar trillur gengu til grá-
sleppuveiða frá Haganesvík í vor.
Afli þeirra var um 240 tunnur af
grásleppuhrognum. Þá var og
rauðmagaveiði ágæt í febrúar.
Gæftir voru misjafnar, mjög
slæmar í mars og varð þá töluvert
veiðarfæratjón, en ágætar í maí.
Nokkuð fékkst einnig af fiski á
trillurnar. Var hann saltaður en
söltunaraðstaða er í gamla slátur-
húsinu í Haganesvík. Vaxandi
áhugi er nú á útgerð í Fljótum og
ráðgera trillueigendur kaup á
nýjum bátum og stærri en þeir
eiga nú.
- mhg
því að flutningarnir geti orðið
fyrir haustið.
Árni sagði að húsnæðið myndi
vafalaust vekja mikla athygli fyrir
innréttingar þeirra Guðna Páls-
sonar og Dagnýjar Helgadóttur,
en þær væru vægast sagt öðruvísi
en fólk ætti að venjast. Þær ku
vera í ætt við svokallaðan
memphisstíl en þá má gera ráð
fyrir að leit verði að beinum lín-
um og 90 gráða hornum í nýju
búðinni.
Árni sagði að í versluninni við
Síðumúlann yrði lögð meiri
áhersla á gjafavörur og ritföng en
í versluninni við Laugaveg og
minni áhersla á erlendar bækur. I
700 fermetra kjallara húsnæðis-
ins verður bókalager Máls og
menningar.
-K.Ól.
Frágangur fyrir utan nýju verslunina
er á lokastigi, en Ingvi Þór Lottsson
landslagsarkitekt á heiðurinn af
hönnuninni. Til fyrirmyndar. Mynd
Sig.
Rœkjuvinnslur
Vonbrigði með Halldór
Framleiðendur ósáttir við úthlutunfleiri vinnsluleyfa
Asama tíma og verið er að tak-
marka veiðar á rækju við ís-
land og þrátt fyrir að margföld
vinnslugeta sé til staðar fyrir það
magn sem veiða má, heldur ráðu-
neytið áfram að útdeiia vinnslu-
leyfum, segir í ályktun sem sam-
þykkt var á aðalfundi Félags
rækju- og hörpudiskframleið-
enda á dögunum.
Segir í ályktuninni að þetta
veiki enn frekar rekstrargrund-
völl þeirra fyrirtækja sem byggt
hafa afkomu sína á rækjuvinnslu
og sé gert þrátt fyrir varnaðarorð
m.a. frá síðasta Fiskiþingi.
Þá lýsti aðalfundurinn yfir
áhyggjum sínum vegna þeirra
hugmynda sem fram eru komnar
um ícvótaskiptingu á rækju-
veiðum. Telja framleiðendur
ekki tímabært að taka upp kvóta
á úthafsrækjuveiðar, þar sem
þekking á veiðisvæðum og veiði-
þoli stofnsins sé mjög takmörk-
uð.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN