Þjóðviljinn - 25.06.1987, Blaðsíða 10
FLÓAMARKAÐURINN
.. ,,n- < • •
Starfsmann Þjóðviljans
vantar litla íbúð til leigu. Skilvísum
greiðslum og mjög góðri umgengni
heitið. Uppl. í síma 35236.
Barnagæsla í Seljahverfi
Unglingsstúlka óskast til að gæta 5
ára telpu í júlí og ágúst. Uppl. í síma
79144 eftir kl. 17.30
Geymsluherbergi óskast
Vil leigja 8-12 mz þurrt herbergi fyrir
bækur og aðra muni. Borga árs-
fjórðungslega fyrirfram. Sími
681548.
Kettlingar fást gefins
2 fallegir vel vandir kettlingar fást
gefins á gott heimili. Sími 78394
eftir kl. 19.30
Til sölu
IKEA spegill 48x48 cm, kr. 500.
IKEA eldhúsborð 80x120 cm kr.
2000. Vönduð leðuraktygi (sleða) á
hund, kr. 2500. Antikrúm, franskt,
útskorið með háum göflum, breidd
130, verðtilboð. Uppl. í síma
672482, Guðrún.
Til sölu
Eldhúsborð og 4 stólar úr beyki til
sölu. Uppl. í síma 16671 e. kl. 20.
Óskast keypt
Óska eftir að kaupa hvíta handlaug
íborði. Uppl. ísíma 16671 e. kl. 20.
íbúð óskast
Óska eftir 3-4 herb. íbúð eða gömlu
húsi í miðbænum til leigu. Uppl. í
síma 25825.
Zoom linsa
75-200 mm F4, 5 til sölu. Verð kr.
12.000. Uppl. í síma 675089.
Til söiu
barnastóll á reiðhjól, gömul taurulla
á fótum, stofuskápur með glerjum
(módel 1947) og grjótgrind á Su-
baru '78-’80. Selst ódýrt. Uppl. í
síma 681310 á daginn.
Kettlingar
Fallegir kettlingar fást gefins. Sími
43188.
Dugleg 16 ára stúlka
óskar eftir vinnu í júlí og fram til 15.
ágúst. Uppl. í síma 72617.
Mazda 818 station ’78
til sölu. Verð 60-70 þús. Uppl. í síma
40693 frá kl. 9-21 og s. 83277 eftir
kl. 21. Þorvaldur.
Óska eftir
3-4ra herb. íbúð eða gömlu húsi í
miðbænum til leigu. Uppl. í síma
25825.
Til sölu
páfagaukur og búr og stórt hjóna-
rúm. Selst allt á vægu verði. Uppl. í
síma 686318.
Til sölu
2 vetrardekk á felgum á Trabant.
(Fyrir lítið). Sími 36687 eftir kl. 17.
Óska eftir að kaupa
barnaferðarúm
Sími 687816.
Vil kaupa
létta tvíburadekku og fallegt furu-
hjónarúm. Uppl. í síma 12602
seinni part dags.
Barnfóstra óskast
Mig vantar góða barnfóstru til að
passa tæplega 2ja ára strák í
sumar. Bý í Norðurmýri. Uppl. í
síma 12602 seinni part dags.
Til sölu
Hef til sölu fallegt barnarimlarúm.
Uppl. í síma 12602 seinni part dags.
Skjalaskápur óskast
Sigurlaug. Sími 17513 f.h. og
24617 e.h.
Barnavagn óskast
Óska eftir að kaupa vel með farinn
barnavagn. Einnig hjólaskauta nr.
32-33. Sími 19513.
Túnþökur
Gróskumiklar túnþökur úr Land-
sveit til sölu. Sími 99-5040.
Blár Brio barnavagn
til sölu notaður í Vá ár. Selst á hálf-
virði. Sími 622151.
Barnlaust par
óskar eftir 2ja herb. íbúð. Erum
reglusöm. Öruggar mánaðar-
greiðslur. Uppl. í síma 84117.
Tjaldvagn óskast
Óska eftir að kaupa Combi Camp
tjaldvagn. Uppl. í síma 43473.
Kolaeldavél óskast
(sumarbústað
Sími 74335.
Reiðhjól
20“ Kalkoff kvenreiðhjól sæmilega
með farið til sölu á kr. 1.500.-. Sími
75605.
MÖÐVIUINN
I'íminn
Blaðburdur er
BESTA TRIMMIÐ
og borgar sig^
þlÓÐVIUINN
Höfudmálgagn
stjómarandstöðunnar
Áskriftarsími (91)68 13 33
Alan Garcia forseti meðal indíána. Helsti keppinauturinn í flokki hans hefur snúið baki við stjórn hans. Gerir herinn það
næst?
Perú
Valdabarátta
í neyðarástandi
TogstreitaAlans Garciaforseta ogLuis Alva Castros forsæt-
isráðherra innan Byltingarsinnaða ameríska alþýðuflokksins
leiðir til stjórnarkreppu. Örbirgð og örvœnting vatn á myllu
Það er alkunna í Perú að Alan
Garcia forseti og Luis Alva
Castro forsaetisráðherra hafa
ekki setið á sárs höfði um nokk-
urra ára skeið. Castro hefur lengi
verið áhrifamaður innan flokks
forsetans, Byltingarsinnaða am-
eríska alþýðuflokksins, og töldu
margir hann líklegt forsetaefni
árið 1985 sökum reynslu hans og
vinsælda innan flokks. En þá stal
hinn 36 ára gamli Garcia senunni,
náði kjöri og Castro varð að láta
sér lynda að verða forsætisráð-
herra keppinautarins.
Garcia ríkir á daginn,
herinn að næturþeli
Samkvæmt stjórnarskrá Perú á
Garcia ekki kost á því að ná
endurkjöri árið 1990. Castro hef-
ur ekki farið dult með þann
ásetning sinn að verða eftirmaður
hans. Þó er talið að afsögn hans
og ráðuneytis hans í fyrradag hafi
komið forsetanum í opna skjöldu
og vissulega kemur hún á slæm-
um tíma því efnahagur landsins
er í kaldakoli, maóískir skærulið-
ar færa sig æ meira uppá skaftið í
helstu borgum og herinn er til alls
líklegur. Hann hefur þegar öll
völd í landinu í sínum höndum
eftir að skyggja tekur.
Það húmar að
Varúð lífshætfa!
Pegar myrkrið skellur á
breytist Lima í draugaborg. Út-
göngubannið heldur fólki í stof-
ufangelsi. Ungir menn með stál-
hjálma og hríðskotabyssur eru
hvarvetna á varðbergi og hnot-
skóg eftir „hryðjuverka-
mönnum“. Þeir eru mjög tauga-
veiklaðir og lífi og limum ferða-
langa er hætta búin, jafnvel þótt
tími innilokunar sé ekki runninn
upp
„Á dögunum skutu þeir konu,
klukkustundu áður enn útgöngu-
bannið gekk í gildi,“ fullyrðir
leigubílstjóri og rýnir í myrkrið ef
vera kynni að einhvers staðar
væri dáti að gefa honum merki
um að nema staðar. Skyndilega
bendir hann uppá gangstéttina.
„Sjáðu, þarna er lík.“
Og mikið rétt. Á að giska mið-
aldra maður í gráum jakkafötum
liggur þar á bakinu með útrétta
maoista
handleggi. Hann virðist vera dá-
inn. Leigubílstjórinn þverneitar
að nema staðar svo hægt sé að
ganga úr skugga um hvprt maður-
inn sé hjálparþurfi. „Það er alltof
hættulegt. Sérðu ekki að hann er
dauður. Þeir koma í fyrramálið
og hirða líkið.“
Útgöngubann
„í sextíu daga“
Pað var Alan Garcia sem lét
setja útgöngubannið í febrúar
1986 í kjölfar sprengjuherferðar
rnaóistasamtakanna Sendero
Luminoso í höfuðbo’rginni. Upp-
haflega átti að aflétta þvi eftir 60
daga en það er enn í gildi. Margir
Perúmanna álíta það aðeins for-
boða þess sem koma skal.
Stjórnmálaóvissa, afleitt efna-
hagsástand, spilling og ókyrrð á
vinnumarkaði auka ótta manna
um veikburða lýðræði og gruninn
um að herinn bíði aðeins hent-
ugrar átyllu til að hrifsa öll völd í
sínar hendur.
Golfklúbbar
og bókasöfn
En sumir hafa engu að kvíða,
hvernig sem hlutirnir velkjast.
Einstaklingar úr yfirstéttinni
yppa öxlum kæruleysislega er tal-
ið berst að útgöngubanni,
sprengingum og verkföllum og
benda réttilega á að allt þetta eigi
sér stað í „Perú hinna“, landi fá-
tækrahverfa, smábænda og Qu-
echua indfána.
Kona sem fæst við húsabrask
orðar það svo: „Þótt útlendingar
geri sér ekki grein fyrir því þá eru
um tuttugu prósent íbúa þessa
lands skólagengið og siðmenntað
ágætisfólk." Hún er hamingju-
söm því að viðskiptin blómstra og
dóttir hennar mun ganga að eiga
mikils metinn mann innan
skamms, bandarískan mann.
Hún heldur áfram: „Sannleikur-
inn er sá að áttatíu prósent lands-
manna er alls fáfrótt, vanþróað
og menningarsnautt fólk.“
Hún fær ekki skilið hví Garcia
reynir að höfða til slíks fólks og
fær ekki orða bundist þegar talið
berst að ákvörðun hans um að
breyta hinum glæstu húsakynn-
um Golffélags Lima í almenn-
ingsbókasafn. „Hugsið ykkur
bara hverskonar fólk mun hafast
við í E1 Golf þegar búið verður að
breyta staðnum í bókasafn sem
verður opið fyrir hvern sem er!“
Sendero Luminoso;
hverjir og fyrir hverja?
Enginn veit nákvæmlega hve
mikils stuðnings Sendero Lumi-
noso skæruliðar njóta í Perú þótt
samtökin hafi óneitanlega fært út
kvíarnar eftir að mörg hundruð
fangelsaðir félagar voru myrtir af
hermönnum. Hugmyndafræði
samtakanna er strangmaóísk.
Félagarnir kalla Fidel Castro
aldrei annað en „strengbrúðu
sósíalheimsvaldasinnanna", So-
vétmenn eru „helvítis endur-
skoðunarsinnar" og Sandinista-
stjórnin í Nicaragua er svo borg-
araleg að ekki tekur því að velja
henni ónöfn! Afstöðu sína til nú-
verandi valdhafa í Kína tjá þeir
þó með dramatískustum hætti.
Peir hengjadauðahunda í ljósa -
staura og benda þvínæst á að
þannig eigi að meðhöndla „hund-
ana sem sviku menningarbylting-
una.“
Leigubflstjóri af indíánaættum
segir að kynþáttahatur og kúgun
séu á það háu stigi að bláfátækir
indíánar og kynblendingar fylki
sér undir merki hverrar þeirrar
hreyfingar sem lofi róttækum
breytingum og skeyti ekki hætis-
hót um „hugmyndafræði".
„Ef ég byggi uppí fjallahéruð-
unum og einhver skítugur dáti
girntist konu mína eða dóttur þá
væri ómögulegt að koma í veg
fyrir að hann fengi vilja sínum
framgengt. Fólkið er náttúrlega í
uppreisnarhug vegna þess að það
er hungrað og svívirt."
En í fátækrahverfi höfuðborg-
arinnar býr verkamaður sem er
öndverðrar skoðunar. Hann full-
yrðir að Senderoliðar kúgi smá-
bændur til liðs við sig. Hann segir
engu skipta fyrir hve miklum
vonbrigðum hann verði með
stjórn Garcia og „svikin loforð“
hans, hann muni aldrei styðja
Senderohreyfinguna.
„Fidel Castro og Che Guevara,
þeir voru alvöruskæruliðar.
Senderoliðar fleygja bara
sprengjum út og suður án þess að
hugsa um hverjir verði fyrir
þeim. Þeir eru bara ævintýra-
menn, hryðjuverkamenn.“ -ks.
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILjlNN Flmmtudagur 25. jún(1987