Þjóðviljinn - 25.06.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 25.06.1987, Blaðsíða 13
ÚTVARP - SJÓNVARP KALLI OG KOBBI Heistöðin ádagskrá Herstöðvarmálið er ekki á dag- skrá lengur, var slagorð sem her- stöðvarsinnar notuðu í slðustu kosningabaráttu til að reyna að koma höggi á Alþýðubandalagið, sem var eini flokkurinn sem kvað ótvírætt upp úr um að herstöðv- armálið væri enn á dagskrá. Her- stöðvarmálið hlýtur að vera á dagskrá svo lengi hér er erlendur her. Á miðvikudagskvöldið gerðist það svo loksins að herstöðin komst á dagskrá íslenska sjón- varpsins. Hermennirnir á Mið- nesheiði stigu alvopnaðir fram á skjáinn og líktu stríði við fót- boltaleik. „Okkur líður líkt og knattspyrnumönnum, sem hafa æft í tuttugu ár en aldrei fengið að spila alvöru fótboltaleik." Sjálfsagt hefur fleirum en undirrituðum brugðið við þessi orð flokksstjórans í kvikmynd Sigurðar Snæbergs Jónssonar, Miðnesheiði - saga herstöðvar í herlausu landi. Sigurður Snæberg hefur unnið þrekvirki með gerð þessarar eins og hálftíma löngu heimildarkvik- myndar, sem sýnir herstöðina frá hinum ýmsu sjónarhornum. Hér er um hreina heimildarmynd að ræða sem sýnir daglegt líf her- mannanna á vellinum, sem er reglulega rofið með viðtölum við innlenda og erlenda aðila um mismunandi þætti hermálsins og þess gætt að sem flestum skoðun- um sé gert álíka hátt undir höfði. Þannig er áhorfandanum gefið tækifæri til að mynda sér sína sjálfstæðu skoðun á veru hersins hér. Er herinn hér til að verja ísland eða Bandaríkin. NATO-Mangi var ekki í neinum vafa en Banda- ríkjamennirnir sem talað var við voru flestir þeirrar skoðunar að piltarnir þeirra væru hér norður undir heimskautsbaug til þess að verja sitt eigið föðurland. Merkilegasti hluti kvikmynd- arinnar, fyrir utan þau mynd- skeið, sem sýndu umstangið á vellinum, var sá hluti hennar sem fjallaði um hermangið. Hjalti Kristgeirsson flutti merka tölu í fjörunni við Gróttu en öllu þýð- ingameiri voru þó viðtölin við Tómas Árnason og Thor Ó. Thors, framkvæmdastjóra ís- lenskra aðalverktaka. í þeim við- tölum kom greinilega fram að Framsókn og íhald hafa gert með sér helmingaskipti á hermanginu. Þá voru skoðanir ýmissa sérfræð- inga í Bandaríkjunum á eðli her- stöðvarinnar gagnmerkt innlegg í umræðuna. Sigurður Snæberg segist hafa gengið að þessu verki með það í huga að hann væri íslendingur sem væri að koma heim eftir langa fjarveru. Sá íslendingur man að það er erlend herstöð í landinu og vill kynnast eðli her- setunnar nánar til að geta myndað sér skoðun á þessu mest^i hita- máli þjóðarinnar frá lýðveldis- stofnun. Þetta tekst honum ágætlega í kvikmynd sinni. Það sem einna helst mætti gagnrýna hana fyrir er fjöldi viðtala og lengd þeirra. Hefði hæglega mátt stytta mynd- ina örlítið með því að klippa burt endurtekningar. Þá líður kvik- myndin fyrir það hversu langt er um liðið síðan tökur á henni hóf- ust, en hún var tekin upp 1981. Hermálið er mál sem tekur sí- felldum breytingum dag frá degi og einkum nú á sfðari árum þegar að jafnvel er útlit fyrir að afvopn- unarsamningar risaveldanna verði til þess að herinn hverfi sjálfkrafa úr landi. Höfundur út- skýrði þó hvernig á þessu stæði í 1 umræðuþættinum á eftir. Sum myndskeiðin í myndinni voru mjög vel gerð og vil ég bara nefna hér eitt, öll lokasenan. Hún ein og sér var lítið listaverk sem sagði allt um hvernig her- mönnunum á heiðinni hlýtur að líða. í rigningarrosa á miðri heiði með íslenska G-mjólk á fernum, potandi loppnir á fingrum skotum inn í morðtól og halda svo út í gróðurlausa auðnina með sultardropa í nefi. Umræðuþátturinn á eftir var svo dæmigerður um feimni ríkis- fjölmiðlanna á hermálinu. í stað þess að ræða hin efnahagslegu áhrif sem herinn hefur haft á landið voru menningaráhrifin rædd. íslensk menning er fyrst og fremst íslensk, því næst norræn og í þriðja lagi evrópsk. Áhrif hersins á íslenska menningu eru sáralítil um þessar mundir, hins- vegar eru áhrifin veruleg á ís- lenska sjálfsímynd einsog Vil- borg Dagbjartsdóttir benti á í lok umræðunnar. Hin efnahagslegu áhrif eru aftur á móti geypileg einsog kom fram í allt of stuttri umfjöllunum þauhjá BirgiÁrna syni. -Sáf KROSSGÁTAN Lárétt: 1 tónar 4 stytta 6 blað 7 álít 9 kvenmannsnafn 12 trufla 14 sefa 15 mis- kunn 16 upp 19 sál 20 hópur 21 formóð- irin Lóðrétt: 2 stúlka 3 hræddu 4 ílát 5 tíöum 7 syrgir 8 drepa 10 trúan 11 hagnaðinn 13 skap 17 gufu 18 hraða Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 ásar 4 skrá 6eik7læsi 9óska 12 öfugt 14 kæn 15 ull 16 gatan 19 sælu 20 muni 21 akkir Lóðrétt: 2 snæ 3 reif 4 skóg 5 rík 7 lakast 8 söngla 10 stunur 11 afleit13urt17auk18 ami Andaglasið veit allt og getur svarað öllu. , Hvað eigum við að spyrja það um? Spyrjum hvor okkar sé sniðugri. Hættu að streitast á móti. Það stefnir á Ko. Nei. Það reynir að fara á Ka. Hættu að svindla. GARPURINN FOLDA í BLHE)U OG STRÍÐU ÁPÓTEK Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúða I Reykjavík vikuna 19.-25. júní 1987 er í Ingólfs Apóteki og Laugarnesapó- teki. Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar og annast nætur- vörslu alla daga 22-9 (til 10 fridaga). Síðarnefndaapó- tekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22samhliðahinufyrr- nefnda. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspit- alinn:alladaga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virkadaga 18.30- 19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðing- ardeild Landspítalans: 15- 16. Feðratimi 19.30-20.30. Öldrunarlækningadeild Landspítalans Hátúni 10 B: Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensasdeild Borgarspitala:virkadaga 16- 19, helgar 14-19.30. Heilsu- verndarstöðin við Baróns- stíg: opin alla daga 15-16 og 18.30- 19.30. Landakotss- pítali: alla daga 15-16 og 19- 7DAGBOKj 19.30. Barnadeild Landa- kotsspitala: 16.00-17.00. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Kleppsspítalinn: alla daga 15-16og 18.30-19. Sjúkra- húsið Akureyri: álla daga 15-16og 19-19.30. Sjúkra- húsið Vestmannaeyjum: alladaga 15-16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16og 19-19.30. SjúkrahúsiðHúsavik: 15-16 og 19.30-20. LÖGGAN Reykjavik.....sími 1 11 66 Kópavogur.....sími 4 12 00 Seltj.nes.....sími 1 84 55 Hafnarfj......sími 5 11 66 Garðabær......sími 5 11 66 Si^Kkvilið og sjúkrabilar: Reykjavík.....sími 1 11 00 Kópavogur.....sími 1 11 00 Seltj.nes.....simi 1 11 00 Hafnarfj..... sími 5 11 00 Garðabær.... sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog er í Heilsuverndarstöð Flmmtudagur 25. Júní 1987 Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólar- hringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tima- pantanir í síma 21230. Upp- lýsingar um lækna og lyfja- þjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspitalinn: vakt virka daga kl.8-17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspital- inn: Göngudeildin opin 20 og 21. Slysadeild Borgarspítal- ans: opin allan sólarhringinn, sími 681200. Hafnar- fiörður: Dagvakt. Upplýsing- ar um dagvakt lækna s. 51100. næturvaktirlækna s. 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 45066, upplýs- ingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17á Læknamiðstöðinnis. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavik: Dagvakt. Upplýs- ingar s 3360. Vestmanna- eyjar: Neyðarvaktlæknas. 1966. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKl, neyðarat- hvarf iyrir unglinga Tjarnar- götu 35. Simi: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin Ráðgjöf í sálfræðilegum efn- um. Simi 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 10-14. Sími68r'’''0. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarp- anum, Vesturgötu 3. Opin ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 þriðjudaga kl. 20-22, simi 21500, símsvari. Sjálfshjálp- arhópar þeirra sem orðið hala fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingarum ónæmistæringu Upplýsingar um ónæmistær- ingu (alnæmi) i síma 622280, milliliðalaust samband við lækni. Frá samtökum um kvenna- athvarf, simi21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir kon- ur sem beittar hafa verið of- beldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin ’78 Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsima Samtakanna '78 félags lesbía og homma á Islandi á mánudags- og Jimmtudagskvöldum kl. 21 - 23. Símsvari á öðrum timum. Siminner91-28539. Félag eldri borgara Opið hús í Sigtúni við Suður- landsbraut alla virka daga milli 14 og 18. Veitingar. GENGIÐ 24. júní 1987 kl. Bandaríkjadollar 39,040 Sterlingspund... 62,991 Kanadadollar.... 29,265 Dönskkróna...... 5,6816 Norskkróna...... 5,8290 Sænsk króna..... 6,1230 Finnsktmark..... 8,7908 Franskurfranki.... 6,4079 Belgískurfranki... 1,0323 Svissn.franki... 25,7886 Holl. gyllini... 18,9856 V.-þýsktmark.... 21,3742 Itölskllra...... 0,02957 Austurr. sch.... 3,0324 Portúg. escudo... 0,2731 Spánskur peseti 0,3090 Japansktyen..... 0,26859 Irsktpund....... 57,291 SDR............... 49,9039 ECU-evr.mynt... 44,3026 Belglskurfr.fin. 1,0290

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.