Þjóðviljinn - 27.06.1987, Síða 1

Þjóðviljinn - 27.06.1987, Síða 1
0 Hvalveiðiráðið Umhveifissiimar samræma aðgerðir Tillaga Ástrala samþykkt með miklum meirihluta. Umhverfissamtök funduðu ígœr. Hefja strax aðgerðir vestanhafs -Sáf Um 20 ^ umhverfisverndar- hagslegar aðgerðir föstum tökum yrði beitt gegn Islendingum ef við á fiskafurðum frá þjóðum sem samtök víða að úr heiminum og vinna að því í Bandaríkjunum létum ekki af veiðunum næsta virða að vettugi verndun dýrateg- funduðu í Bournemouth í gær og að Packard-Magnuson lögunum sumar. Þau lög banna innflutning unda í hafinu. samþykktu áskorun til íslensku þjóðarinnar um að hún hvetti is- lensk stjórnvöld til að fylgja sam- þykktum Aljýóða hvalveiðiráðs- ins. Hætti Islendingar ekki vís- indahvalveiðum sínum tafarlaust á að hefja aðgerðir vestanhafs, sem eiga að beinast að fiskmark- aði okkar þar. Tillaga Ástrala um áskorun til þeirra þjóða sem stunda hval- veiðar í visindaskyni, að þær hætti þeim strax, var samþykkt með töluvert meiri mun en tillaga Bandaríkjamanna. 19 þjóðir voru samþykkar tillögunni en að- eins fjórar á móti, Islendingar, Chile, Japan og Sovétríkin. Níu þjóðir sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Þótt tillaga Ástrala sé bara áskorun túlka menn það sem svo að verði ekki orðið við þeirri áskorun muni þær þjóðir sem að tillögunni stóðu beita íslendinga þvingunum. Umhverfisverndarsamtökin ákváðu í gær að hefja áróðursher- ferð í Bandaríkjunum gegn því að Bandaríkjamenn keyptu íslensk- ar, norskar og færeyskar vörur ef þessar þjóðir létu ekki af hval- veiðum strax. Á fundi samtak- anna var samþykkt að taka efna- ísafjörður Bæjarstjórnin gegn BM Vallá „Við höfum nokkrar áhyggjur yfir því að BM Vallá ætli að setja upp steypustöð í Bolungarvík til skamms tíma og keppa þannig við heimamenn,“ sagði Haraldur Haraldsson, bæjarstjóri á ísa- fírði, en bæjarstjórnin hefur sam- þykkt einróma ályktun, þar sem fyrirhuguð starfræksla steypu- stöðvar BM Vallá á Bolunarvík í sumar er hörmuð. í ályktun bæjarstjórnar ísafj- arðarkaupstaðar segir m.a. að sú ákvörðun bæjarstjórnar Bolung- arvíkur að heimila BM Vallá að setja tímabundið upp steypustöð í bænum, skjóti skökku við áður yfirlýstan vilja sveitarfélaganna við ísafjarðardjúp að sveitarfé- lögunum beri að standa saman að uppbyggingu atvinnulífs og þjón- ustu á svæðinu. „Það er því mikið áfall að verk- taki úr Reykjavík skuli fá heimild til að fleyta rjómann á kostnað heimaaðila." -RK Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins hófst I gærkvöldi, en fundurinn mun vara alla helgina. Reikna má með að líf verði f tuskunum á fundinum, en meðal þess sem rætt verður um eru skýrslur „sexmenninganna" og skýringar á óförum flokksins í kosningunum í vor og um stefnu og starfshætti Alþýðubandalagsins. Mynd Sig. Stjórnarmyndun Alþýðubandalagið Róiðá ný mið A Iþýðubandalagsfélagar á Norðurlandi borga at- kvæðaveiðarnar með fiskveiðum Kosningabarátta kostar sitt og fjárhagur stjórnmálaflokka er yf- irleitt ekki upp á marga físka að atkvæðaveiðum loknum. Alþýðubandalagsmenn á Norðurlandi eystra eru á sama báti og aðrir hvað þetta snertir, en hyggjast bæta upp tapið af at- kvæðaveiðunum með því að róa á fiskimið nyrðra. Félagamir hyggjast taka sig til einhvern tíma í júlí og róa hver sem betur getur á þeim bátum sem tiltækir eru og í eigu stuðn- ingsmanna, en afraksturinn verð- ur síðan notaður til þess að borga reikninga og hressa upp á fjár- haginn. Frá þessu var skýrt í Norður- landi í vikunni, en þar fer engum sögum af kvóta allaballa í kjör- dæminu. ~Sg Eyðni Þrírí viðbót Alls 32 íslendingar sýktir Á síðustu þrem mánuðum hafa þrír bæst í hóp þeirra sem vitað er um að sýktir eru af eyðni og eru þeir nú alls 32. Tveir þeirra sýktu eru hommar en sá þriðji hefur notað sprautur við fíkniefna- neyslu. Landlæknisembættið gefur út tölur um sýkta einstaklinga á þriggja mánaða fresti, en síðustu tölur birtust í mars s.l. Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir sagði að veiran í tveim einstakl- inganna, hommynum, hefði upp- götvast þegar þeir leituðu lækn- inga vegna sjúkdómseinkenna, en veiran hjá fíkniefnaneytand- anum fannst við reglubundna mótefnamælingu þegar hann lagðist inn á stofnun vegna neyslunnar. Um 4-500 manns hafa nú þegar verið mótefnamældir, að blóð- gjöfum frátöldum, en mánaðar- lega berast um 4-500 sýni til rann- sóknar. - K.ÓI. Bamingur fram yfir helgi Deilt um ráðherraskipti, forystu, húsnœðismál Enn er óljóst hvort þríflokkarn- ir ná saman um stjórn eða hvemig fer um forystu eða ráð- herraskipti í slíkri stjórn. Flokkarnir munu orðnir nokk- uð sammála um tekjuöflun næstu misseri með bifreiðaskatti, hert- um söluskatti og kjarnfóðurs- gjaldi meðal annars, en enn er tekist á um húsnæðismál, og hafa Alþýðuflokksmenn ekki komist lengra hjá Sjálfstæðismönnum um kaupleigumál en sem nemur 40-50 íbúðum. Ráðherrar og ráðuneyti eru enn deilumál flokkanna, og yirð- ist yfirlýsing Þorsteins í fyrradag um að hann gæfi forsætið frá sér ekki hafa reynst sú lausn sem bú- ist var við þarsem í staðinn eru gerðar miklar kröfur til gildra ráðuneyta. Þótt verið sé að semja málefn- asamning nýrrar stjórnar er tilurð hennar enn svo óljós að bæði Al- þýðuflokksmenn og Framsókn- armenn hafa aðra kosti í bak- höndinni, og spurðust Alþýðu- flokksþingmenn til dæmis fyrir um það síðari hluta viku hvernig Alþýðubandalagið tæki í stuðn- ing við hugsanlega minnihluta- stjórn krata og Framsóknar. -m Laugardagur 27. júní 1987 136. tölublað 52. örgangur

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.