Þjóðviljinn - 27.06.1987, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 27.06.1987, Qupperneq 2
FRÉTTIR _SPURNINGIN_ Keyrirðu í bílbelti og með ökuljós? Sveinn Ingason, rennismiður: Ég nota bílbeltin alltaf þegar ég keyri úti á vegum og þegar ég kem til Reykjavíkur, mérfinnst ég ekki öruggur annars. Ljósin hef ég alltaf á utanbæjar. Kristín Pálsdóttir, húsmóðir: Ég spenni alltaf beltin, hvert sem ég fer á bílnum, ég bara get ekki keyrt Öðruvísi. Það er hins vegar upp og ofan hvort ég er með Ijós- in á. Sigurður Jónsson, bóndi: Ég nota bílbeltin allt of lítið. Það er sjálfsagt ágætt að nota þau, en ég er alfarið á móti því að skylda fólk til þess. En ég er að reyna að venja mig á að nota Ijósin meira. Lllja Arnardóttir, hjúkrunarfræðingur: Eg er alltaf með beltin, hef vanið mig á það og það var ekki erfitt. Ljósin nota ég hins vegar aðal- lega á veturna og þegar aðstæð- ur gefa tilefni til þess. Helga Sigurðardóttir, húsmóðir: Ég geri nú ekki mikið af því að aka með beltin, það er þá aðallega úti á vegum. Én ég ek alltaf með full Ijós. Prestastefna íslands Hjónabandið í hættu Aðalumrœðuefni Prestastefnunnar: Hjónabandið íþjóðfélagi nútímans. Flutt voruþrjú framsöguerindi um efnið og síðan skiptust prestar landsins í níu umrœðuhópa þar sem samskipti manna og hjónabandið voru reifuð og rœdd. 1985 voruframkvœmdar 1252 hjónavígslur. Á sama ári voru skilnaðir543 Aðalefni Prestastefnu íslands, sem haldin var í Borgarnesi í vikunni og lauk í gær var Hjóna- bandiö íþjóðfélagi nútímans. Þrjú framsöguerindi voru flutt um hjónabandið og síðan skiptust prestar landsins í níu umræðu- hópa þar sem efnið var rætt frá ýmsum hliðum. Framsöguerindi fluttu dr. Bjarni Sigurðsson um félags-og lagalegar hliðar hjóna- bandsins, sr. Arni Pálsson um kirkju- og trúarlega þætti hjóna- bandsins og sr. Sólveig Guð- mundsdóttir um framtíð þess í nú- tíma þjóðfélagi. Að sögn sr. Bernharðs Guð- mundssonar, blaðafulltrúa Þjóð- kirkjunnar, heppnaðist Presta- stefnan mjög vel og var það sam- dóma álit þátttakenda að um- ræðan um hjónabandið væri mjög þörf í okkar samtíma þar sem þróunin væri því miður í þá átt að spyrna þyrfti við fótum ef hjónabandið ætti að halda sinni reisn í samfélagi nútímans; að því væri sótt frá öllum hliðum í dag. Nefndi Bernharður sem dæmi að á árinu 1985 hefðu 1252 hjóna- vígslur verið framkvæmdar en á sama ári hefðu skilnaðir orðið 543, sem væri hættuleg þróun og stefndi hjónabandinu sem horns- teini þjóðfélagsins í hættu. grh Pólarlax Jóhartn Geirsson stöðvarstjóri: Vaxandi áhugi erlendra aðila á seiðum héðan „Hann er byrjaður að stökkva úti í Straumsvíkinni,“ sagði Jó- hann Geirsson stöðvarstjóri hjá Pólarlaxi þegar Þjóðviljinn for- vitnaðist um það í gær hvort haf- beitarlaxinn væri farinn að ganga. „Við höfum ekki fengið neitt ennþá, en ég giska á að þeir fyrstu skili sér á morgun,“ sagði Jó- hann. Aðspurður um seiðasölu sagði Jóhann að þeir hjá Pólarlaxi væru búnir að selja sín seiði, um 140.000 talsins. Mest í smáslump- um, en þó hefði Hafeldi í Ólafs- vík keypt mikið af seiðum. Jóhann var spurður hvort áhugi erlendra aðila á seiðum héðan færi vaxandi, og sagði hann svo vera. „Eftirspurnin er- lendis frá hefur glæðst, enda stefnum við inn á þann markað,“ sagði hann. HS Ágúst Hafberg: Með sýningunni viljum við fyrst og fremst kynna fjölbreytileika sænskra vara á íslandi. Mynd: Ari. Sœnska vörusýningin Bjór og bílarí Scaniahúsinu Pappírsinnflutningurfrá Svíþjóð vegurþyngst. Því næst bílar og vélar Idag er síðasti dagur sænsku vörusýningarinnar í Scania- húsinu við Skógarhlíð, en að sögn Ágústs Hafberg framkvæmda- stjóra Scaniaumboðsins hefur að- sóknin að sýningunni verið með ágætum. „Með sýningunni erum við fyrst og fremst að sýna þá vöru- breidd sem hér á landi er í sæn- skum vörum“, sagði Ágúst um sýninguna. Á sýningunni, sem var sett á fót í tilefni af komu sænsku konungs- hjónanna, kennir margra grasa. Þarna ber fyrir augu bíla, vélar, pappír, kristal og léttan bjór svo eitthvað sé nefnt. „Konungur hafði sérstaklega orð á því, að hann hafði ekki gert sér grein fyrir því hversu fjölbreytilegt sænskt vöruúrval væri hér á landi,“ sagði Ágúst, en konungs- hjónin voru viðstödd opnun sýn- ingarinnar á þriðjudag. Að sögn Ágústs er uppistaðan í innflutningi frá Svíþjóð að mestu pappír og trévörur ýmisskonar og því næst bflar og vélar. Laxinn að skila Neytendasamtökin Vilja reglur um auglýsingar Samkeppnin á auglýsingamarkaðnum harðnar. Sífellt áleitnari og skrumkenndari Neytendasamtökn hafa skorað á stjórnvöld að setja nú þegar reglur um auglýsingar í útvarpi, í því skyni að vernda neytendur fyrir óeðlilegum truflunum á þeim dagskrárliðum, sem þeir hafa kosið að fylgjast með. Einnig verði óbeinar auglýsingar bann- aðar. Þessum reglum verði einnig ætlað að stuðla að því að auglýs- ingar séu upplýsandi og veiti sanna mynd af þeim vörum og þjónustu sem í boði eru. í samþykkt samtakanna segir m.a. að í kjölfar nýrra útvarps- laga hafi hljóðvarps- og sjón- varpsrásum fjölgað um meira en helming. Samkeppni um auglýs- ingar hafi að sama skapi harðnað og samfara því orðið mjög óæski- leg þróun í birtingu hljóðvarps- og sjónvarpsauglýsinga. „Þær gerast sífellt áleitnari bg skrum- kenndari ásamt því að dagskrár- liðir eru slitnir sundur með birt- ingu auglýsinga. Jafnframt hafa óbeinar auglýsingar aukist og síf- ellt verður erfiðara fyrir neytend- ur að átta sig á hvað er auglýsing og hvað eðlilegar upplýsingar. Neytendasamtökin leggja áherslu á að auglýsingar séu upp- lýsandi og lausar við skrum. Ég hefði helst viljað borð nálægt eldhúsinnganginum, þarsem heyrast uppþvottahljóð og köll, og helst við gluggannútað umferöargötunni. r^rv \ Komið Hvar?! með mér. J ir ?/ Bara til öryggis. Hann lætur mig aldrei fá borðið sem ég bið um. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Laugardagur 27. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.