Þjóðviljinn - 27.06.1987, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 27.06.1987, Qupperneq 4
____________LEIÐARl________ Hættum hvalveiðunum íslenska sendinefndin á fundi Alþjóða hval- veiðiráðsins hefurfarið til Bornemouth mikla hrak- för. Þar var samþykkt að svokallaðar vísinda- veiðar verði ekki leyfðar nema með samþykki vís- indanefndar hvalveiðiráðsins. Þar var einnig sam- þykkt áskorun til íslendinga og annarra hvalveiði- þjóða að hætta vísindaveiðunum tafarlaust. Sjón- armið sendinefndarinnar héðan fengu ekki hljóm- grunn. íslenskir ráðamenn hafa undanfarið haft hátt um að segja ríkið úr hvalveiðiráðinu, samkvæmt þeim hugsunarhætti að reynist úrslit óhagstæð í kappleik beri að draga leikreglurnar í efa. Þessi hugmynd er, með einni mikilvægri undantekn- ingu, í fullkomnu ósamræmi við íslenskar hefðir í samskiptum við aðrar þjóðir. íslendingar hafa hingaðtil lagt miklá áherslu á einarðlega alþjóða- samvinnu og gert ráð fyrir því að þjóðirnir stæðu við gerða samninga og þær ákvarðanir sem tekn- ar eru á alþjóðavettvangi. Annarsvegar vegna lýðræðishefðar okkar og þeirrar íslensku skoðun- ar að menn skuli vegast á með rökum, ekki vopn- um, hinsvegar vegna þess að við erum smáþjóð og eigum allt okkar undir friðsamlegum sam- skiptum ríkja á grunni jafnræðis. Hér gilda þau orð Ljósvetningsins að „það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn". Sú mikilvæg undantekning sem áður var á minnst er að í landhelgismálinu fóru íslendingar sínu fram án þess að sinna úrskurði Alþjóðadóm- stólsins í Haag. Sá úrskurður byggðist á úreltum þjóðaréttarreglum sem íslendingar sjálfir áttu mik- inn þátt í að breyta til núverandi horfs, en hitt er þó mikilvægara að þegar þetta gerðist voru íslend- ingar í nauðvörn, það var um sjálfan tilverugrund- völl þjóðarinnar að tefla, efnahagslegt sjálfstæði hennar, sjálfsvirðingu hennar. Dettureinhverjum í hug að bera saman hvalinn og landhelgina á þessum grunni? Halldór Ásgrímsson og aðrir forystumenn ís- lendinga í hvalamálinu munu ekki hafa fengið þann stuðning annarra hvalveiðiþjóða sem vænst var við hugmyndir um að ganga úr hvalveiðráðinu og stofna annað. Hótanir þeirra reyndust innan- tómar, og það blasir við að hvalveiðarnar hætti af sjálfu sér þótt gengið verði úr ráðinu. Japönsk lög kveða á um að þangað skuli eingöngu flutt inn hvalkjöt frá aðildarríkjum hvalveiðiráðsins. Og eftir fundinn í Bornemouth virðast andstæðingar hvalveiða í Bandaríkjunum hafa öll tromp á hendi til að knýja ríkisstjórn sína til aðgerða gegn íslend- ingum á grundvelli Packard-Magnuson-laganna, en þau banna meðal annars innflutning fiskafurða þeirra ríkja sem talin eru bregðast alþjóðaskyldum um verndun sjávardýra. Á því hefur borið að hvalamálið sé gert að ís- lensku sjálfstæðismáli, og það er vissulega eðli- leg tilhneiging þegar stórveldi hóta þvingunum, ekki síst vegna þess að stórveldið situr sjálft í glerhúsi. En í raun er ráð að staldra við og hugsa áður en menn skunda á Þingvöll og treysta sín heit við fyrirtækið Hval hf. Áður en hvalveiðar verða að þrákelknislegu stoltsmáli. Vissulega er það engan veginn útkljáð mál hvort hvalastofnum stafar hætta af íslenskum tolli, og vísindamenn okkar hljóta að halda áfram rann- sóknum sem leiði í Ijós sannleikann í þeirri deilu. í þeim farvegi sem hvalamálið er nú skiptir þetta í raun ekki meginmáli. í fyrsta lagi vegast á hagsmunir, hagsmunir hvalveiðimanna, hvalverkenda og hvalútflytjenda annarsvegar, hagsmunir fiskveiðimanna, fisk- verkenda og fiskútflytjenda hinsvegar. Það er komið að því að meta hvorir hagsmunirnir eru þjóðinni mikilvægari. í öðru lagi er opinber íslensk afstaða á skjön við þá ímynd sem við viljum skapa okkur meðal þjóð- anna. Við viljum, bæði af efnahagslegum oa þólit- ískum ástæðum, leggja áherslu á að tengjalsland í hugum útlendinga við óspillta náttúru og hreint umhverfi, að erlendis sé uppi það álit að hér fari þjóð sem ekki einasta býr við eina af fáum vinjum í heimi mengunar, offjölgunar og styrjalda, heldur kann öðrum betur með auðlindir sínar að fara. „íslenskt, - veit á gott“, er myndin sem nýstofnað Útflutningsráð valdi til að sýna af íslandi. Við verðum að horfast í augu við það að opinber málstaður okkar í hvalamálinu er orðinn vonlaus, og skaðlegur íslenskum hagsmunum og íslenskri ímynd. Við hljótum að láta metnað einstakra valdamanna víkja til hliðar ásamt haldlítilli til- finningasemi. Við eigum að hætta hvalveiðum strax -m þJÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (fþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, StefánÁsgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrtta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmynderar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlitstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, GarðarSigvaldason. Framkvæmdaatjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofuatjórl: Jóhannes Harðarson. Skrlfatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýsinga8tjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Baldur Jónasson, Olga Clausen, Guðmunda Kristins- dóttir. Sfmvarala: Katrín Anna Lund, Sigrfður Kristjánsdóttir. Húamóðlr: Soffía Björgúlfsdóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrolðslu-og afgreiÖ8luatjórl: HörðurOddfríðarson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjömsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavfk, síml 681333. Auglýsingar: Sfðumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrotog setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðapront hf. Verð f lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:60kr. Askrlftarverð á raánuði: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.