Þjóðviljinn - 27.06.1987, Side 8

Þjóðviljinn - 27.06.1987, Side 8
Ráðhús í Reykjavík Hin þriðjuverðlaunatillagan. Mjúkar bogalínur og húsið byggt beint út í vatnið þannig að ekki verður gengið meðfram því sunnan megin nema inni í glerskála sem umlykur kringluna. n 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. júni 1987 Laugardagur 27. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Tillaga Guðmundar Jónssonar fékk önnur verðlaun. Blátt fjallið rís upp úr miðju húsinu, tignarlegt mótvægi við tum Norræna hússins í Vatnsmýrinni. Tillaga no. 7 eftir Sigurð Einarsson var ein af fjórum tillögum sem keypt var. Þorvaldur segir þessa tillögu minna á þýskt sveitaþorp. Hér eru fjöldamörg form sett saman þannig að byggingin brotnar upp í minni einingar fjall þar sem borgarstjórnarsalur- inn er. Höfundurinn gerir ráð fyrir að fjallið sé klætt með sama efni og er á tuminum á Norræna húsinu og myndi mótvægi í þá átt.“ Fjölbreytilegar hugmyndir Aðra 3. verðlaunatillöguna, en tvær tillögur fengu þau verðlaun, þeirra Hróbjarts Hróbjartssonar, Richhards Ólafs Briem, Sigríðar Sigþórsdóttur og Sigurðar Björg- úlfssonar segir Þorvaldur hafa góða lausn á götuhorninu, húsið sé inndregið á skemmtilegan hátt frá götunum þannig að það standi frjálst, og bogalínur byggingar- innar geri hana netta í umhverf- inu. Hina, sem er eftir Hörð Harð- arson, segir Þorvaldur heldur háa og umfangsmikla en glæsilega og samspil vatns og húss skemmti- lega leyst. í þessari tillögu rennur vatn í vinkil í gegnum húsið og drýpur niður veggina inni, mikið gler skapar Ijósspil í húsinu. Þor- valdur segir þessa tillögu jafnvel minna örlítið á Pompidousafnið í París. Þær fjórar tillögur að auki sem keyptar vom hafa einnig margt til síns ágætis en tilganginn með inn- kaupum á tillögum segir Þorvald- ur vera annars vegar að veita viðurkenningu fyrir vel unna til- lögu og hins vegar að úr þeim sé hægt að nýta úrlausnir á einstök- um atriðum ef vill í samráði við arkitekta. „í heildina tekið eru allar tillögurnar sem bárust á- kaflega vandaðar og vel unnar, og starf dómnefndarinnar því feikilega erfitt. Ég gæti trúað að þegar allt er talið hafi hátt í tvö hundruð manns unnið að þessum Rætt við Þorvald S. Þorvaldsson um samkeppni um ráðhús Reykjavíkur og tillögurnar sem bárust í keppnina skoðaðar Nýverið voru kunngjörð úrslit í samkeppni Reykjavíkurborg- arum ráðhús Reykjavíkurvið norðvesturhorn Tjarnarinnar og í tilefni af því sett upp sýn- ing á tillögum sem bárust í samkeppnina í andyri nýja Borgarleikhússins. Af þeim 38 tillögum sem bárust í keppnina voru fjórar verð- launaðar en auk þess voru aðrar fjórar keyptar og í þriðja lagi fengu enn fjórar tillögur viðurkenninguna „athyglis- verðtillaga". Þjóðviljanum þótti við hæfi að kynna ofurlítið nokkrar þeirra til- lagna sem bárust og því báðum við Porvald S. Þorvaldsson for- stöðumann borgarskipulags Reykjavíkur og dómnefndar- mann að ganga með okkur um sýninguna og segja frá sam- keppninni og nokkrum af þeim tillögum sem bárust. Stefnur í húsagerðarllst „Það er langt síðan hugmynd um ráðhús við tjörnina kom til umræðu fyrst. 1955 er síðan gerð um það samþykkt í bæjarstjórn Reykjavíkur og 1967 liggja fyrir teikningar,“ segir Þorvaldur og sýnir okkur Iíkanið af þeim en það er líka á sýningunni. „Seinna var fallið frá þessari hugmynd enda er húsið allt of stórt til að falla inn í tjarnarmyndina. í þess- ari samkeppni núna var lögð mikil áhersla á að ráðhúsið falli vel að umhverfinu og það þýðir að húsið má ekki vera mjög stórt eða yfirþyrmandi. í þeim tillögum sem bárust í keppnina má segja að komi fram allar heistu stefnur í húsagerðar- list sem hafa verið áberandi und- anfarið, bæði austan og vestan- hafs. Þær segja að svokallaður postmódernismi hafi verið ríkj- andi upp á síðkastið og má hér sjá ýmis afbrigði af honum. En þátt- taka í svona samkeppni er geysi- lega mikilvæg, bæði sem endur- menntun og til að fylgjast með því sem er að gerast í húsagerðar- list. Þegar þetta stór samkeppni er haldin og menn gefa sér tíma til að skoða þær tillögur sem koma fram má oftar en ekki sjá þess merki síðar í húsagerð." Tjörn og fjall Þorvaldur fer með okkur að líkaninu þar sem verðlaunatillaga þeirra Margrétar Harðardóttur og Steve Christer er. „Að mínu mati er þessi hugmynd tímamóta- verk,“ segir Þorvaldur. „Það eru margar mjög vel gerðar hug- myndir í þessari tillögu og sem allra mest gert til þess að fólk skynji húsið sem hluta af tjörn- inni. Vatnið leikur grundvallar- hlutverk og það má segja að hús- ið standi úti í og ofan í tjörninni.“ Þorvaldur útskýrir hvemig höfundar tillögunnar hafa hugsað sér að gólfið í aðalhúsinu sé nokkru lægra en vatnsborðið í tjöminni þannig að þeir sem inni em horfi beint út á vatnsborðið. Einnig hvemig vatnið bæði skilur að húsin tvö tengir þau saman og hvemig höfundamir tengja ráð- húsið og hornið framan við Iðnó með brú sem liggur í lítinn boga út yfir tjörnina. „Þessi tillaga gerir ráð fyrir því að borgarstjórnarsalurinn sé í minna húsinu sem stendur norðan megin. Aðeins tvær af til- lögunum setja sal borgarstjórnar norðan megin. Grunnhugmynd flestra tillagnanna gerir ráð fyrir eins konar vinkilhúsi Vonarstræt- is og Tjamargötumegin þar sem öll aðalskrifstofustarfsemi færi fram, og láta salinn snúa út að tjöminni. En þessar tvær tillögur setja þetta fram á hinn veginn þannig að fólkið sem vinnur í hús- inu alla daga hefur útsýnið yfir tjarnarsvæðið." Við göngum að tillögu no. 3 eftir Guðmund Jónsson en sú til- laga hlaut 2. verðlaun og Þor- valdur segir þessa tillögu einnig mjög skemmtilega. „Húsið sjálft er ákaflega einfallt að allri gerð en innan í því miðju rís stórt blátt Tillaga no. 19 fékk önnur af tvennum þriðju verðlaunum. Glerbyggingar utan um húsið gera mögulegt að horfa sums staðar alveg í gegnum húsið og mynda mikið Ijósspil inni í húsinu. V ' »•: i Þorvaldur S. Þorvaldsson forstöðumaður borgarskipulags og einn dómnefndarmanna við líkanið af fyrstuverðlaunatillögu Margrétar Harðardóttur og Steve Christer. A myndinni sést vel hvernig ráðhúsið skiptist í tvö hús sem byggjast út í tjömina þannig að hornið við Vonarstræti og Tjarnargötu verður að tjörn. Á efri myndinni sést byggingin úr suðri. Súlunaröð eftir húsinu endilöngu gengur út í vatnið. tillögum og teikningarnar eru upp til hópa með afbrigðum glæsilegar.“ Aðspurður um hvað taki nú við segir Þorvaldur að ef ákveðið verði að nota verðlaunatillöguna sem hann geri allt eins ráð fyrir, muni fljótlega verða hafist handa við að byggja ráðhúsið. „Það stóð til að gera við tjamarbakkana í sumar því að þeir em allir að hrynja eins og glögglega má sjá, en því var frestað þar til þessi samkeppni væri afstaðin vegna þess að ráð var fyrir gert að í til- lögunum fælist að einhverju leyti frágangur norðurbakka tjarnar- innar. Margar tillögurnar sýna líka þetta svæði fullfrágengið í samræmi við húsin á báðum hornunum. Það hefði því verið skaði ef búið hefði verið að gera mikið við tjarnarbakkann sem hefði kannske síðan verið í hróp- andi ósamræmi við þá teikningu sem ráðhúsið verður byggt eftir. Það er gert ráð fyrir að ráðhús- ið verði byggt í einum áfanga eftir að verkið er hafið á annað borð. Svæðið hér er svo viðkvæmt að það má ekki teygja bygginguna yfir of langan tíma og eins og er er reiknað með að byggingin taki um tvö ár. Byrjað verður að gera bflastæðin sem eiga að vera undir húsinu og þá þarf að loka af horn- ið og tæma það á meðan og slíkt verk verður að taka sem allra stystan tíma hér í hjarta borgar- innar." „En ég hef enga trú á öðru en að jafnvel þótt einhverjum þyki þessi tillaga óvenjuleg og jafnvel skrýtin núna, þá muni hún fara vel í umhverfinu, ef eftir henni a verður byggt, og borgarbúar verða stoltir af ráðhúsi sínu þegar fram líða stundir,“ sagði Þorvald- ur að lokum. -ing Likan af gömlu ráðhústillögunni fyrir norðurenda tjamarinnar. Hér var gert ráð fyrir að Iðnó og Iðnaðarmannahúsið yrði rifið og borgarleikhús yrði í enda lægri hluta byggingarinnar. Megum við ekki þakka forsjóninni? Hús úti í miðri tjörn

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.