Þjóðviljinn - 27.06.1987, Síða 11

Þjóðviljinn - 27.06.1987, Síða 11
_ ÖRFRÉTTIR hn Mein Kampf eftir Adolf Hitler kemur út á he- bresku innan tíðar. Kennari einn í ísrael sem kominn er á eftirlaun, Dan Yaron, hefur annast þýðing- una, en eins og kunnugt er varð höfundurinn fyrir margt annað frægari en ritstörf um sína daga. Yaron segist hafa þýtt bókina af greiðasemi við námsmenn og sagnfræðinga sem kynna sér sögu nasismans. Ekki kveöst hann hafa notið mikils stuðnings fyrir vikið meðal landa sinna, heldur hafi margir orðið til að sýna honum fullan fjandskap fyrir þetta þýðingarstúss. Karl Bretaprins á í vændum vandaðan skófatn- að. Verða skórnir sniðnir úr hreindýraskinnum sem legið hafa á hafsbotni í rúmlega tvö- hundruð ár, en betra efni til þess arna getur ekki. Skinnin voru um borð ( danska farinu Karínu af Flensborg, en skipið sem var á leið frá Pétursborg til Genúu með farminn fórst við Cornwall árið 1786. Karl Bretaprins er jafn- framt greifi af Cornwall, og því er hann löglegur eigandi skinn- anna. Hreindýraskinn hafa löngum þótt eitthvert vandaðasta og besta hráefni sem völ er á til skógerðar, og eru fyrir bragðið afar eftirsótt. Sovéskir rithöfundar og blaðamenn ættu að skrifa meira um líf venjulegs fólks í Bandaríkjunum, segir ( síðasta tölublaði vikuritsins Nedelya. Segir í greininni að sovétborgar- arfái nóg að lesa um atvinnuleysi og glæpi í Bandaríkjunum, en minna fari fyrir fréttum af hvers- dagslegum atburðum. Við vitum sáralítið um venjulega Banda- ríkjamenn. Allt í bál og brand Borgir landsins loguðu í átökum milli mótmœlenda og óeirðalögreglu ígœrkveldi. Kim Young-Sam handtekinn og Kim Dae-Jung settur í stofufangelsi á ný ERLENDAR FRETTIR Suður-Kórea Námsmaður dreginn á brott af „óðum slagsmálahundum" Chuns forseta. Snemma í gærmorgun streymdu lögregluþjónar f massavís að heimili Kims Dae- Jungs og slógu hring um hýbýli hans. Það var engum blöðum um það að flctta; hann var á ný kom- inn í stofufangelsi eftir 31 klukk- ustundar frelsi. Seinna um daginn var félagi hans og vopnabróðir, Kim Young-Sam, tekinn höndum af sveinum Chuns forseta þar sem hann var á leið til að taka þátt í mikilli mótmælagöngu gegn ger- ræði stjórnvalda. Honum var ekið vítt og breitt um höfuðborg- ina Seoul í lögreglubifreið áður en honum var varpað út. Með slæm meiðsl á handlegg. Mótmælin fóru í fyrstu friðsamlega fram en þegar húm- aði að kveldi fór allt í bál og brand. Mótmælendur slógust við kylfusveina Chuns um alla Seoul og beittu grjóti og heimatilbún- um bensínsprengjum gegn tára- gasi og bareflum andstæðingsins. Gífurlegur mannfjöldi tók þátt í átökunum og var það mjög fjölskrúðugt lið enda námsmenn ekki það margir í Suður-Kóreu að sú kenning lögregluyfirvalda fái staðist að þeir hafi verið í yfir- gnæfandi meirihluta. Táragasskýin voru hvarvetna svo þykk að menn komu með naumindum auga á nefbroddinn á sér og berserksgangur rann skjótt á lögreglumenn sem spörkuðu, börðu og gripu hvern þann sem í vegi þeirra varð. Það er til marks um fjölda andófs- manna að fljótlega réðu kylfu- sveinarnir ekki neitt við neitt en þeir voru að minnsta kosti 20 000 í miðborginni einni. Hið sama var uppi á teningnum í öðrum borgum. í suðurborginni Pusan efndu um 10 000 manns til mótmæla og í Kwangju áttu tveir tugir þúsunda manna í höggi við lögreglu. Allsstaðar fleygðu lögreglu- menn táragassprengjum út og suður af minnsta tilefni. Fólk héll vasaklútum að vitum sér eða kom sér inní hús meðan mökkurinn var þéttastur. Það er til marks um áreiðanleika „upplýsinga" serr yfirvöld láta frá sér fara að þau skuli halda því fram að „lögregl- an hafi forðast í lengstu lög a£ nota táragas en í örfáum tilfelluir hafi það verið óhjákvæmilegt.“ Þegar átökum linnti seint í gær- kveldi áttu fréttamenn fund mec Kim Young-Sam. Hann kvaf mótmælin hafa heppnast mec ágætum því hundruð þúsunda al mennra borgara hefðu hlýtt kall og tekið undir kröfur stjórnar andstöðunnar um lýðræði oj frjálsar kosningar. „Ég hef að undanförnu lag hart að baráttufélögum mínum námsmönnum og almennurr borgurum, að grípa ekki til of beldis. En í kvöld áttu þeir ekk annars úrkosta en að verja hend ur sínar þegar þessu óði siagsmálahundar réðust á þá.“ -ks Mannréttindasamtök í Argentínu í lagi að myrða, sértu dáti! Hart veitst að Alfonsin forseta fyrir að gefa borðalögðum morðingjum og kvölurum upp sakir Stefna Raouls Alfonsins forseta í mannréttindamálum dó drottni sínum á dögunum þegar í gildi gengu lög sem gefa glæpa- mönnum úr röðum hersins upp sakir, mönnum sem gerðust sekir um hryðjuverk á tímum „skítuga stríðsins“ á valdaskeiði hersins 1976-1982. Mannréttindasamtök í Argent- ínu segja stjórnvöld hafa varpað öllum siðferðilegum verðmætum fyrir róða með setningu laganna en samkvæmt þeim nægir það eitt til sýknunar að dáti geti sýnt fram á með rökum að hann hafi farið að fyrirmælum hærra setts for- ingja þegar hann gekk í skrokk á fanga. Því eru lögin nefnd „vegna fyrirmæla“ lögin. Hinn heimsþekkti argentínski rithöfundur, Emesto Sabato, er formaður óháðrar nefndar sem farið hefur ítarlega ofan í saumana á blóði drifnum valda- ferli herforingjanna. Skýrsia nefndarinnar kom nýlega fyrir al- menningssjónir og er þar rakin óhugnanleg saga morða, pynd- inga og mannrána. Sabato verður þungur á brún þegar talið berst að „vegna fyrir- mæla“ lögunum. „Manni sem hnuplar handtösku eða seðla- veski er umsvifalaust og án misk- unnar varpað í myrkraklefa en menn sem kvelja náungann eru friðhelgir! Mér finnst afar sorg- legt að siðferðiskennd stjórn- valda skuli vera jafn lítilfjörleg og raun ber vitni. í yfirlýsingu Mannréttindaráðs Argentínu er tekið dýpra í árinni. „Nú er kominn til sögunnar nýr hópur manna sem nýtur löghelg- aðra forréttinda: Menn sem geta myrt og pyndað einsog hugurinn girnist en sæta ekki refsingu sökum þess að þeir skarta ein- kennisbúningi." Alfonsin var á sínum tíma hlaðinn lofi um gervalla heimsbyggðina þegar hann lýsti því yfir að hryðjuverkamenn herforingjastjórnarinnar yrðu dregnir fyrir lög og rétt og látnir sæta ábyrgð gerða sinna. Þegar var hafist handa og fljótlega kveðnir upp dómar í málum sjö hershöfðingja en tveir þeirra, Galtieri og Videla, höfðu um skeið nefnt sig forseta Argentínu. En fljótt fór kurr vaxandi með- al lægra settra herforingja sem kváðust aðeins hafa hlýtt skipun- um yfirmanna og ekkert illt gert að eigin frumkvæði. Því hlytu þeir að vera stikkfri. Gremja þeirra óx stig af stigi uns uppúr sauð um páskana og til uppreisnar kom í herbúðum steinsnar frá höfuðborginni Bu- enos Aires. Höfuðpaurarnir kröfðust þess að hætt yrði þegar í stað að rétta í málum kollega sinna og þeim gefnar upp allar sakir. Engu er líkara en að Alfonsin hafi óttast að herinn myndi rífa völdin í sínar hendur ef hann skellti skollaeyrum við kröfum dátanna en svo mikið er víst að hann söðlaði snarlega um, boð- aði setningu laga um uppgjöf Mæðurnar sem kenndar voru við Mayotorg I Buenos Aires halda á lofti myndum af fórnarlömbum herböðlanna. Nú eru líf þeirra vegin og léttvæg fundin. Til haegri eru kampakátir argentínskir liðsforingjar. Þú mátt myrða og pynda einsog þig lystir ef þú klæðist herskrúða! saka sem gengu síðan í gildi sjö vikum síðar. Sem fyrr segir þurfa lægra sett- ir foringjar í her og lögreglu ekk- ert að óttast hafi þeir „aðeins" myrt og kvalið fólk. En þeir eiga sér ekki undankomu auðið ef þeir hafa nauðgað konum, rænt börn- um eða ruplað eigum fólks!! Á undanförnum tveim vikum hafa réttarþjónar verið önnum kafnir við að strika út úr skrám dómstóla nöfn 180 böðla c mannræningja. Ennfremur ha gengnir dómar verið ógildaðit stórum stíl. Aðstoðarmenntamálaráð- herra Argentínu, Alfredo Brav brást ókvæða við og sagði af s þegar Miguel nokkur Etchec latz, lögregluforingi á efti launum, þrammaði út úr fange á þriðjudaginn var eftir að ha afplánað fáeina mánuði af þei 23 árum sem hann var fyrrum t linn verðskulda. Þegar „skítuga stríðið" sti sem hæst hafði fundum þeii borið saman í kjallaraholu í h< uðborginni. „Það er Etchecoh sem ber ábyrgð á þeim kvölc sem ég leið í þá daga og mér ómögulegt að láta sem mér star á sama,“ segir Bravo. En Étchecolatz er sem kc drengur í kirkju í samanburði v frægasta böðulinn sem löj tryggja frið og frelsi. Alfrei Astiz varð frægur að endemu árið 1977 þegar uppvíst varð það hafði verið hann sem pynta og myrti sænska stúlku, Dagm Hagelin að nafni, og tvær frans ar nunnur. Astiz kvað hafa verið eink mikilvirkur glæpamaður og vii ist fátt hafa látið sér fyrir brjó brenna. Hann er enn liðsforinj her Argentínu og mun aldi verða gert að svara til saka fy hryðjuverk sín. Aðalheimild: REUTER Laugardagur 27. júnl 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.