Þjóðviljinn - 01.07.1987, Síða 5

Þjóðviljinn - 01.07.1987, Síða 5
Þeir urðu öllu mannalegri þessir Víkingar þegar skipið nálgaðist Vestmanna- eyjar. Skin og skúrir á Tomma- mótinu Fjölmennasta mótið tilþessa. Um 700 manns í heimsókn í Vestmannaeyjum. Allirsamtaka um að láta mótið heppnast vel Það orð hefur löngum farið af Eyjamönnum að þeir séu duglegir og framtakssamir og láti sér ekki allt fyrir brjósti brenna ef því er að skipta. Þannig hugsa eflaust margir eftir heimkomuna frá Vestmannaeyjum þar sem fjöl- margar fjölskyldur af fasta landinu áttu þess kost að fylgjast með 4. Tommamótinu. Mótið er knattspyrnumót fyrir yngsta aldurshópinn þ.e. 6-10 ára og koma krakkarnir af öllu landinu ásamt fararstjórum og foreldrum sem kjósa að fylgjast með börn- um sínum og styðja þau af öllum mætti. Einstök samkoma Einhver mótsgestur lét þau orð falla að sennilega væri þetta stærsta samkoma sinnar tegundar ekki aðeins á öllu landinu heldur þó víðar væri leitað. í nágranna- löndum okkar er nefnilega víða bannað að láta krakka á þessum aldri keppa í fótbolta. En eins og allir vita þá eru krakkarnir alltaf að keppa hvar sem er. Úti á plani, uppi á velli, inní garði og hvers vegna má ekki skipuleggja heil- mikið ævintýri fyrir stóran hóp þeirra með svona samkomu eins og þessari í Vestmannaeyjum? A íslandi er litið á keppni sem sjálfsagðan hlut og flestir taka þátt til þess að standa sig en aðrir láta sér það nægja að vera með sem er ekki síður mikilvægt. Þessi mikla samkoma í Eyjum bauð lflca upp á fleira en fótbolta. Ann- að væri ekki hægt. Mótshaldarar gera sér nefnilega grein fyrir því að mikilvægt er að láta krakkana alltaf hafa eitthvað fyrir stafni. Út í Eyjar Átján hópar (25-30 manna) víðs vegar af landinu söfnuðust saman við lendingarstað Herjólfs í Þorlákshöfn á miðvikudegi í síð- ustu viku. Það var því handa- gangur í öskjunni þegar um 450 krakkar eða hátt í 600 manns með öllu fylgdarliði voru komnir um borð í skipið. Margir höfðu á orði að það væri óþarfa áhætta að troða öllum þessum fjölda í skipið. Reglur um hámarksfjölda far- þega um borð segja að einungis 360 manns megi taka í einni ferð. Sjóferðin gekk vel þó fjölmargir yrðu að láta sér það nægja að Þrengslin voru mikil (Herjólfi en Stjömustríð á sjónvarpsskjánum hélt mörgum uppteknum alla lelðína. Týrarar fóru fyrir skrúðgöngunni frá Barnaskólanum niður á Hásteinsvöll og gerðu það með glæslbrag. standa uppréttir allan tímann og ffla þá tilfinningu í botn að vera eins og sfld í tunnu. Fararstjórar og foreldrar höfðu í nógu að snú- ast þó gott væri í sjóinn. Sumir urðu aðvitað veikir eins og alltaf þegar þeir átta sig á því þeir eru ekkert annað en landkrabbar sem eiga heima uppi á þurru landi. Kóngur og prinsar Krökkunum fannst siglingin heldur löng og það lyftist því brúnin á þeim þegar hið fyrir- heitna land litla fótboltamanns- ins, Heimaey, reis úr hafi. Þegar nær dró Eyjum flykktist skarinn fram á dekkið og í innsiglingunni í höfnina var hver einasta sála uppi við. Eftirvænting og til- hlökkun skein úr hverju andliti og sjóveikin var löngu gleymd. Þennan sama dag voru sænsku konungshjónin í heimsókn í Vestmannaeyjum og allir vita hversu góðar móttökur þau fengu þar. En þeim hefur örugglega ekki verið fagnað með táknrænni „fallbyssuskothríð" eins og litlu fótboltamönnunum sem komu til Eyja þennan dag. Glœsileg setningarhátíð Eftir að hóparnir höfðu komið sér fyrir í Barnaskólanum og hver þeirra gert eina skólastofu að herbúðum sínum, fóru krakkarn- ir að svipast um og kanna um- hverfið undir stjórn síns farar- stjóra. Þegar allir höfðu snætt hina gómsætu Tommaborgara var farið í skrúðgöngu frá skólan- um niður á Hásteinsvöll. Þar var mótið sett með glæsibrag. Skrúðgangan var glæsileg at- höfn þar sem krakkarnir gengu í fallegum röðum prýdd búningi síns félags með fána og nafni fremst í hópnum. Þeir öftustu í röðinni heyrðu ekkert í lúðra- blæstrinum sem var fremst í göngunni. Þvílík var halarófan sem sniglaðist í gegnum götur bæjarins. Hvellhettusprengjurnar glumdu í Hánni og endurköstuð- ust yfir þátttakendur svo þeir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðr- ið þegar formaður íþróttafélags Týs hafði sett 4. Tommamótið. Þá sýndu eldgleypar listir sínar og töframaðurinn með boltann, Ro- bert Walters, gerði allt sem hugs- m Vandað Traust Varanlegt Framararnir dúðuðu sig í teppin á þilfari Herjólfs enda ástæðulaust að mæta kaldur til leiks. Mlðvikudagur 1. júlf 1987 ÞJÓÐVIUINN - SlÐA 5 ASKRIFTARSIMI62 18 80

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.