Þjóðviljinn - 04.07.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.07.1987, Blaðsíða 2
—SPURNINGIN- Hvemig líst þér á nýja rekstrarátakiö hjá Bif- reiðaeftirlitinu? Sigurður Leifsson hjá Arnarflugi: Það virkar allavega ekki vel að starfsmenn fari í sumarfrí rétt á eftir verkfallinu. Ég vildi gjarnan að þessi skoðun flyttist inn á verkstæðin. Sigurrós Hreiðarsdóttir ræstitæknir: Þetta er alveg glatað. Hvað getur maður sagt annað þegar maður hefur beðið hér klukkutímum saman. Bjarni Einarsson hjá Byggðastofnun: Þetta er til fyrirmyndar og von- andi fylgja allar ríkisstofnanir á eftir. Karl Guðmundsson kennari: Það er ágætt að hagræða og spara í rekstri. Mér finnst það hins vegar vera aðalmálið að fólk fær alltof lág laun fyrir dagvinn- una. Því verður að breyta sam- fara hagræðingunni. Sólveig Gunnarsdóttir nemi: Þetta er stórkostlegt. Fólk fær að standa saman í 3-4 klst. í bið- röðum. FRÉTTIR Ferðalög Landinn ferðast heima Þórunn Lárusdóttir, hjá Ferðafélagi íslands: Meiri áhugi hjá íslendingum að ferðast innanlands en oft áður. Meirifrítími oggóða veðrið hefursittað segja Margir ferðast nú innanlands í góða veðrinu og þá kemur sér vel að hafa viðlegubúnaðinn í lagi. Mynd: Loftur Atli að er meiri áhugi hjá íslend- ingum að ferðast innanlands ef marka má aðsóknina í ferðir hjá okkur. Það berast fleiri pant- anir nú en undanfarin ár og ég held að íslendingar hafi meiri frítíma einhverra hluta vegna en oft áður, sagði Þórunn Lárus- dóttir framkvæmdastjóri Ferða- félags íslands. Öðrum viðmælendum Þjóð- viljans bar saman um að ferðalög íslendinga um landið sitt væri nú meiri en oft áður. „Já, það hljóta að vera fleiri á ferðinni en áður. Veðrið hefur haft sitt að segja. Það er tölvert af fólki sem vill fá leiðsögn um eftirsótta og vel þekkta ferðamannastaði en við erum auðvitað mest með útlend- inga“, sagði Signý Guðmunds- dóttir hjá Ferðaskrifstofu Guð- mundar Jónassonar. Á tjaldleiguna við Umferð- armiðstöðina er stanslaus straumur fólks sem leigir sér tjöld og viðlegubúnað hvers konar. Venjulegast tekur fólk þessa hluti á leigu yfir helgi og hægt er að leigja mismunandi „pakka“ fyrir einn og allt upp í sjö manna hópi. Að sögn Ásmundar Helga- sonar starfsmanns þá er þetta fólk á öllum aldri og algengt er að stærri hópar taki hóptjöld sem r Utlánsvextir í Iðnaðarbankan- um hækkuðu um 4% frá og með 1. júlí, en aðrir viðskipta- bankar héldu að sér höndum með hækkanir. Útlánsvextir Iðnaðar- bankans, þ.e. vextir af víxlum, hlaupareikningum og skulda- bréfum, eru því orðnir verulega hærri en útiánsvextir í öðrum bönkum. „Við tókum ákvörðun um þessa hækkun fyrst og fremst vegna þess að verðbólga í síðasta mánuði mældist 27,1% á árs- grundvelli. Hefðum við ekki hækkað útlánsvexti á óverð- tryggðum lánum, hefði skapast óeðlilegur munur á þeim og verðtryggðum lánum,“ sagði Valur Valsson bankastjóri Iðn- aðarbankans þegar hann var inntur eftir skýringu á þessari hækkun. Hins vegar sagði Valur að ef spár um lægri verðbólgu á næstu mánuðum en þeim síðast- liðnu stæðust, mætti búast við að vextir bankans lækkuðu á ný. Vaxtahækkun Iðnaðarbank- ans hefur ekki verið öðrum bankamönnum tilefni til húrra- hrópa og kváðust bankamenn sem Þjóðviljinn ræddi við í gær vera undrandi á ákvörðun Iðnað- arbankans. Hörður Sverrisson í Seðla- nýtast vel ef fólk vill t.d borða saman. „Við leigjum allar gerðir af tjöldum og allan viðlegubúnað sem þarf í útileguna. Fjögurra til fimm manna tjald kostar í þrjá bankanum sagðist telja þessa hækkun út í hött. „Verðbólgu- þróun og spár gefa ekkert tilefni til hækkunar á borð við þessa,“ sagði Hörður. Ekki er vitað til þess að aðrir bankar hyggist fylgja fordæmi Iðnaðarbankans, a.m.k. ekki fyrst um sinn, en þó er talið lík- Eg veit ekkert um þessa skýrslu og veit ekki um hvað hún ætti eiginlega að fjalla, sagði Gunngeir Pétursson skrifstofu- stjóri hjá embætti byggingafull- trúa Reykjavíkur þcgar hann var spurður hvað tefði skýrslu emb- ættisins um framgang mála varð- andi eftirlit með þolhönnun bygg- inga í Reykjavík. Skýrsla þessi átti að liggja fyrir fundi borgar- ráðs í þessari viku en barst ekki fyrir fundinn. í kjölfar birtingar á skýrslu fé- daga 1670 kr. vikan kostar 2500 kr. og mánuðurinn 4850 kr. Pakkarnir okkar kosta þetta frá 3600 kr. fyrir tvo í þrjá daga upp í 15000 kr. fyrirmánuðinn. I hverj- legt að einhverra vaxtahækkana sé að vænta. Á hinn bóginn eru líkur á að vextir af spariskírteinum ríkis- sjóðs verði hækkaðir, en að sögn kunnugra er ólíklegt að slík hækkun muni hafa teljandi áhrif á vaxtaþróun á almennum mark- aði. -gg lagsmálaráðherra um þolhönnun bygginga samþykkti borgarráð ýmsar aðgerðir um hert eftirlit með þolhönnun í Reykjavík. Jafnframt var samþykkt að fela byggingafulltrúa að gefa borgarr- áði skýrslu um framvindu mála a.m.k. þrisvar á ári, þá fyrstu fyrir 1. júlí n.k. Þar sem engin slík skýrsla lá fyrir fundinum sl. þriðjudag, fór Sigurjón Pétursson fram á að hún yrði gefin á næsta fundi borgar- ráðs, næsta þriðjudag. -gg um pakka er tjald, svefnpokar, dýnur, prímusar og pottar. Einn- ig seljum við hvers konar viðlegu- búnað fyrir utan það sem ég hef nefnt“, sagði Ásmundur. - gsv RLR Kynferðisleg misnotkun Rannsóknarlögregla ríkisins hefur til rannsóknar kæru vegna kynferðislegrar misnotk- unar á tveimur börnum og er rannsóknin sögð komin vel á veg. Rannsóknarlögreglan hefur verið fámál um einstök atriði málsins, en rannsóknin beinist að aðilum sem ráku sumarbúðir úti á landi þar til fyrir tveimur árum og eru grunaðir um að hafa misnot- að aðstöðu sína gagnvart a.m.k. tveimur börnum, hugsanlega fleiri. -gg Bensínverð 24% hækkun Bensínverð hefur hækkað um 24% frá áramótum, úr 25 krón- um lítrinn í 31 krónu. Verð- lagsráð heimilaði 1,3% hækkun á bensíni frá 2. júlí og kostar lítrinn þá 31 krónu í stað 30,60 áður. Að sögn Gunnars Þorsteins- sonar hjá Verðlagsstofnun stafar bensínhækkunin nú af hækkun- um á Rotterdammarkaði. Gasolía hækkaði einnig um mánaðamótin. Lítrinn af gasolíu t.d. til fiskiskipa og til húshitunar hækkaði um 6,5%, úr 7,70 í 8,20 krónur. Sama hækkun kom á gasolíulítrann á bifreiðar, 6,5%, og kostar lítrinn á bensínstöðvum þá 9,90 krónur í stað 9,30 króna áður. ~gg Bankavextir Iðnaðarbankinn stingur af Iðnaðarbankinn hækkar útlánsvexti um 4%. Aðrir halda að sér höndum. Ákvörðun Iðnaðarbankans byggð á verðbólgu ísíðasta mánuði. Byggingafulltrúinn Skýrsla í vanskilum Borgarráð átti aðfá skýrslu um eftirlitmeð þolhönnunfyrir 1. júlí enfékk ekki. Gunngeir Pétursson: Veit ekkert um þessa skýrslu 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. júlí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.