Þjóðviljinn - 04.07.1987, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 04.07.1987, Qupperneq 1
Laugardagur 4. júlí 1987 142. tölublað 52. árgangur 1 Seiðakvíslarmálið Búist við kröfuflóði Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi: Seiðakvíslarmálið hefur ákveðið fordæmisgildi við vissar aðstœður. Ægilegtslys hjá bygginganefnd og áminning um vandaðri vinnubrögð Pað er erfitt að meta fordæmis- gildi þeirrar ákvörðunar borgarráðs að greiða eiganda hússins við Seiðakvísl 5 þessar bætur. En það er enginn vafi á því að þetta er ákveðið fordæmi í málum þar sem verið er að heim- ila nýbyggingar, viðbyggingar eða aðrar breyfingar á húsum og getur kallað á að aðrir fylgi á eftir með svipaðar kröfur. Réttur er víða brotinn á mönnum þótt þetta dæmi sé sérstaklega slæmt, sagði Sigurjón Pétursson borgarfull- trúi í samtali við Þjóðviljann í gær. Sigurjón sat hjá í atkvæða- greiðslu í borgarráði um bóta- greiðslur til eiganda hússins við Seiðakvísl 5 vegna stærðar og staðsetningar hússins við hliðina, Seiðakvíslar 7. Seiðakvísl 7 var teiknuð af varaformanni bygg- ingarnefndar og fékk skjóta af- Gulllaxveiðarnar Gulllaxinn dyntóttur Hilmir 11SU hœttur gulllaxveiðum að sinni og kominn á rœkju Við hættum þessum veiðum í júní, enda höfðu þær gengið verr en t.d. í fyrrasumar, en það þýðir alls ekki að við séum að gefast upp á þessum veiðum. Við erum ákveðnir í að fara á gulllax aftur næsta vor og vitum um fleiri sem hyggjast gera það sama, sem er mjög ánægjulegt, sagði Hilmar Jóhannsson útgerðarstjóri Hilmis II SU í samtali við Þjóðviljann í gær, en Hilmir hefur einn ís- lenskra báta stundað veiðar á gulllax. Hilmar sagði í gær að það væri erfitt fyrir eitt skip að stunda þessar veiðar, það væri eins og fyrir loðnubát að vera einn á mið- unum. „Gulllaxinn virðist vera tals- vert dyntóttur, hann hegðaði sér allt öðru vísi nú en í fyrra og það háir okkur nokkuð að það þekkir enginn háttalag hans nægilega vel, hvernig hann gengur og svo framvegis. Hann var t.d. mun dýpra núna, allt niður á 380 faðma, og við ráðum ekki við að veiða hann á slíku dýpi,“ sagði Hilmar. Afli Hilmis á þessari gulllaxvertíð var 80-100 tonn og hafði verið gengið frá sölu þess magns og miklu meira til Noregs áður en veiðar hófust. í vor voru uppi áform um að senda Jón Finnsson RE á gulllax- veiðar í sumar, en af því varð ekki. Hins vegar er gert ráð fyrir að Sighvatur Bjarnason frá Vest- mannaeyjum fari á guillax í lok júlí. Einnig er vitað um áhuga margra annarra á þessum veiðum, m.a. HB & Co á Akra- nesi, sem hyggst senda Rauðsey Ak á gulllaxveiðar í sumar eða næsta sumar. -«g greiðslu í byggingarnefnd, en í síðustu viku samþykkti borgar- ráð að greiða eiganda Seiðakvísl- ar númer 5 850 þúsund krónur í skaðabætur vegna óþæginda. „Ég vildi ekki samþykkja svo háar bætur án þess að fyrir lægi dómur í málinu, en ég var hins vegar reiðubúinn að samþykkja að borgin gerði ráðstafanir til þess að draga úr óþægindum bæði núverandi eiganda Seiðakvíslar 5 og væntanlegra, t.d. með því að byggja vegg á milli húsanna. Það var auðvitað ægilegt slys af hálfu byggingamefndar og hönnuða hverfisins að sam- þykkja þessar teikningar að hús- inu við Seiðakvísl 7 og áminning til þeirra um að vanda betur sín vinnubrögð framvegis. Ég minn- ist þess ekki að borgin hafi áður þurft að greiða skaðabætur beinlínis vegna rangrar ákvarð- anatöku í bygginganefnd,“ sagði Sigurjón Pétursson. -gg Helgarveörið Rólegt en skýjaö Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu íslands þá verður ágætis veður um helgina. Norðan- og austanlands verður skýjað og einhver úrkoma. Vestan- og sunnanlands verður skýjað með köflum og úrkomu- laust. Á SA-landi verður hæg breyti- leg átt en annarstaðar verður fremur hæg norðaustlæg átt. -gsv Þessum unga manni fannst full ástæða til að gefa mömmu sinni rembingskoss í miðju Austurstræti I gær, en ungir sem aldnir notuðu góðviðrið til að sýna sig og sjá aðra. I sunnudagsblaðinu segir frá götusölu í Austurstræti. Mynd Loftur. Stjórnarmyndun Þríhjól til moldar Príhjólið tekur við á miðvikudag. Kratar mishressir með ríkisstjórn Porsteins. Miðvikudagur til moldar, það á vel við Iandbúnaðarstefnu þessarar ríkisstjórnar,“ sagði þingmaður Alþýðuflokksins við Þjóðviljann í gær, en Þorsteinn Pálsson hefur lýst því yfir að þri- hjólið taki við á miðvikudag. Kratar eru mjög mishressir með þá ríkisstjórn sem nú er ver- ið að mynda og Karvel Pálmason hefur lýst því yfir að hann muni ekki styðja stjórnina, einsog Þjóðviljinn greindi frá í gær. Finnst Karvel og fleiri lands- byggðarþingmönnum sem hlutur landsbyggðarinnar sé minni en enginn með þrístirnið af Reykja- víkurlistanum í ráðherrastólum og hvorki samgönguráðuneyti né neitt af atvinnumálaráðuneytun- um hjá krötum. Þá hafa sumir kratar á orði að með þríhjólinu sé búið að lögfesta Jón Helgason sem landbúnaðarráðherra. Karvel mun ekki Þingflokkar krata, Framsókn- ar og Ihalds funduðu stíft í gær og áfram var haldið við að semja stjórnarsáttmáiann. Þá mun búið að útkljá kaupleigudeiluna milli krata annarsvegar og íhalds og Framsóknar hinsvegar. Niður- staða fékkst í því hvernig kaupleiguíbúðirnar koma inn í styðja stjórnina húsnæðiskerfið en ekkert var ák- veðið um hversu margar kaupleiguíbúðir yrðu byggðar, né hversu miklu fjármagni yrði veitt í þær. Á sunnudag munu æðstu stofn- anir flokkanna þriggja þinga; flokksstjórn Alþýðuflokksins, miðstjórn Framsóícnarflokksins og flokksráð Sjálfstæðisflok- ksins. í framhaldi af því verður svo gert út um ráðherraembættin á þingflokksfundum. Á miðviku- dag er svo áætlað að halda ríkis- ráðsfund, en forseti íslands mun halda til Manar við England í dag og koma aftur á þriðjudag. -Sáf Hvalveiðar Hvalarannsóknír á villigötum Islenskir vísindamenn hafa ekki enn unnið úr þeim gögnum sem aflað var hér á landi meðan hval- veiðar voru leyfðar. „Vfsinda- veiðarnar“ svokölluðu eru skipu- lagðar eins og hinar hefðbundnu veiðar voru stundaðar á meðan þær voru leyfðar. Sú gagnasöfnun sem af slíkri veiði fæst er ekki til þess fallin að afla nýrrar vitneskju um hvala - stofnana. Þetta eru nokkur atriði sem koma fram f ítarlegu viðtali við danska líffræðinginn Birgith Sloth í Sunnudagsblaðinu í dag, en Sloth er sérfræðingur danska umhverfismálaráðuneytisins í hvalamálum og hefur fylgst með hvalarannsóknum í heiminum undanfarin 10 ár. -úlg. Sjá bls. 7 í Sunnudagsblaðinu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.