Þjóðviljinn - 04.07.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.07.1987, Blaðsíða 3
Torfæruhjól Burtræk úr borgar- landinu Borgarráð ákveður að banna umferð torfœru- hjóla í borgarlandinu. Ákvœði í nýja lögreglu- samþykkt. Á við bœði fjórhjól og önnur tor- fœrutæki Borgarráð ákvað á fundi sínum í vikunni að leggja almennt bann við umferð torfærubjóla í borgar- landinu. Þar er átt við hvers kyns torfæruhjól, hvort sem þau eru á tveimur, þremur eða fjórum hjól- um. Ákveðið var að setja ákvæði um þetta í nýja lögreglusam- þykkt, en hún á eftir að fá stað- festingu dómsmálaráðherra og því tekur bannið ekki gildi strax. Reykjavíkurborg bætist með þessari samþykkt í hóp fjölmar- gra sveitarfélaga sem hafa lagt bann við umferð fjórhjóla á sínu yfirráðasvæði. Samþykkt borg- arráðs gerir þó ráð fyrir að veittar verði undanþágur frá banninu á ákveðnum svæðum eða brautum. -gg Lögreglan Lýst eftir stúlku Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Píu Jespersen, 15 ára gamalli danskri stúlku, sem ekkert hefur spurst frá því miðvikudaginn 1. júlí sl. Vitað var um ferðir Píu í Reykjavík milli kl. 15.00 og 16.00 þann dag. Pía var klædd í strigaskó, bláar gallabuxur, gallajakka, bláan að lit með hvítu loðfóðri og loð- kraga. Hún var með svarta hand- tösku og notar ýmist gleraugu eða sjónlinsur. Pía er 165 sm á hæð, þybbin, með ljóst stutt hár. Þeir sem gefið geta upplýsingar um ferðir Píu frá því kl. 16.00 sl. miðvikudag, eru beðnir um að snúa sér til lögreglunnar. T FRETTIR Skinna- og prjónaiðnaður Fyriitækin gefast upp Dúkur h/fhefur sagt upp 30 manns. Selurframleiðslutækin og leigir húsnœðið. Skinna- og saumastofa Sambandsins á Akureyri hefurþegar lokað og sagði upp 35 manns. Formaður Iðju á Akureyri: Fyrirtœkiíþessari iðngrein flytja starfsemina erlendis Fyrirtækið Dúkur h/f hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu, um 30 manns, og ætlar að selja framleiðslutækin og leigja út húsnæði sitt. Skinna- og sauma- stofa Sambandsins á Akureyri hefur þegar lokað og mun vera byrjað að selja vélar og tæki verk- smiðjunnar. Þar misstu 35 manns atvinnuna. En velflestir þar nyrðra munu þó vera búnir að fá aðra vinnu við sitt hæfi. Að sögn Kristínar Hjálmars- dóttur, formanns Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, eru þar engar áætlanir uppi um að reyna fyrir sér á nýjan leik í þess- ari iðngrein og mun að líkindum Við Bíldshöfða: Margir voru á síðustu stundu með bílinn sinn í skoðun fyrir sumarleyfið. Mynd: Loftur Atli. Bifreiðaeftirlit Betra seint en aldrei Einar Torfason: Mér leist bara ekkert áþetta. Um500 bílar skoðaðirsíðasta daginn. Klippum ekki á bíla sem eru ílagi. Ástand bifreiða lakara en oft áður Skoðun bifreiða liggur niðri frá og með mánudeginum og allt til 10. ágúst vegna sumarleyfa starfsmanna Bifreiðaeftirlitsins. í gær mynduðust langar raðir bfla og manna fyrir utan stofnunina þar sem allir vildu fara með skoð- aðan bfl í sumarleyfið. Að sögn Einars Torfasonar bif- reiðaeftirlitsmanns voru þetta mest bflar með fjögurra og fimm stafa númerum sem voru boðaðir í skoðun í febrúar og mars í vetur. „Mér leist bara ekkert á þetta í morgun þegar ég mætti til vinnu. Við höfum afgreitt um 450 bfla og höfum opið til kl. 3. Fólk verður látið eiga sig ef bílar þess eru í lagi. Það er hins vegar staðreynd að bílar eru í lélegra ásigkomu- lagi núna en oft áður,“ sagði Ein- ar um tvöleytið í gær. Margir viðskiptavina stofnun- arinnar stóðu í biðröðum 3-4 klst. og bílarnir mynduðu hálfs km langa röð. Fólk hafði á orði að það væri einkennileg ráðstöf- un að loka þessari þjónustustofn- un í mánaðartíma svo skömmu eftir verkföllin uin daginn. - gsv Fiskverð Markaðsverð hækkað um 20% Hagfræðingur Sjómannasambandsins: Mismiklar hækkanir áfiski eftir að það varðfrjálst. Grandi h/f og Sauðárkrókur skera sig úr með hátt verð. Á mörgum stöðum hefur enn ekki verið samið um nýtt fiskverð Með tilkomu fiskmarkaða í Reykjavík og Hafnarfirði, ásamt því að fiskverð var gefið frjálst 15. júní síðastliðinn er Ijóst, samkvæmt þeim upplýsing- um sem ég hef, að markaðsverð á þorski, miðað við tveggja kflóa þorsk, hefur hækkað um 20%, segir Hólmgeir Jónsson, hagfræð- ingur Sjómannasambapds ís- lands. Að sögn Hólmgeirs hafa verð- hækkanir á fiski verið mjög mis- munandi eftir stöðum á landinu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja nú þegar fyrir hefur fiskverð hækkað mest hjá Granda h/f og á Sauðárkróki. Á mörgum stöðum hefur enn ekki verið gengið frá samkomulagi um nýtt fiskverð, en hér á eftir verð- ur getið um það verð sem samist hefur um. Hjá Granda h/f í Reykjavík hefur þorskverð hækkað um 20% fyrir 1,8 kflóa fisk og þyngri frá síðast gildandi Verðlagsráðs- verði. Þorskur léttari en 1,8 kfló lækkar frá síðasta gildandi verði. Ufsi hækkar um 21% frá síðasta verði og karfi hækkar um 3,4% til 40%. Aðrar fisktegundir verða seldar á markaði. Sauðárkrókur: Eftir því sem best verður séð er verðið sam- kvæmt samkomulaginu á Sauðár- króki með 10% kassaálagi inni í verðinu. Þar hækkar verð á þor- ski um 19-20%. Verð á ýsu hækk- ar um 12-13%. Ufsi 75 cm og yfir hækkar um 5,7%. Ufsi 70-75 cm hækkar um 54% og ufsi undir 70 cm hækkar um 14%. Aðrar teg- undir hækka nálægt 10% nema langa, blálanga, hlýri, steinbítur, skata og háfur sem hækka ekki. Höfn í Hornafírði: Þar hefur fiskverð hækkað um 10% frá síð- asta gildandi verði. Auk þess er greitt 10% álag til viðbótar ef afl- anum er landað heima. Þetta álag skerðist ef hluta aflans er landað utan heimahafnar. Eskifjörður: Þar hefur þorsk- verð á fyrsta flokks þorski hækk- að um 10% frá síðast gildandi verði. Aðrar tegundir hafa ekk- ert hækkað. Akranes: Þar hækkaði þorskur um 15% og gildir sú hækkun frá síðustu áramótum. Karfi sem er eitt kfló og þýngri hækkar um 15%, en karfi sem er frá hálfu kflói og upp í eitt kfló hækkar um 7%. Ýsa, ufsi og grálúða hækka um 10%. Hækkunin á grálúðunni gildir frá áramótum. Vestfirðir: Þar hækkuðu fisk- kaupendur fiskverð einhliða um 10% frá síðast gildandi verði. Vestmannaeyjar: Þar er á ferð- inni fleira en eitt verð. Á einum stað er kassauppbótin hækkuð úr 10% í 20%. Einnig er greitt 5% flokkunargjald á þorsk og ýsu til viðbótar. Þessar prósentur reiknast ofaná síðast gildandi Verðlagsráðsverð. Til viðbótar þessu eru greiddar 5 krónur fyrir hvert kíló af þorski sem er yfir 75 cm. Á öðrum stað í Eyjum voru greidd 15% ofan á síðasta þorsk- verð miðað við 2 kflóa fisk og yfir. 14 krónur voru greiddar fyrir kflóið af ufsa undir 75 cm, og karfi var hækkaður um 6% frá síðast gildandi verði. Ólafsvík: Þar hafa þorskur og ýsa hækkað um 10% frá síðasta verði. Verð á kola er 20 krónur fyrir kflóið. _grh tapast sú verkkunnátta og þekk- ing á skinnasaumi sem þar var fyrir. Sagði Kristín þróunina í þessari iðngrein, í sauma- og prjónaiðnaði, vera mjög dapur- lega fyrir íslenskan iðnað, þar sem sterkur grunur lægi á um að eitthvað af þeim fyrirtækjum sem væru að leggja upp laupana hér á landi, flyttu út starfsemina til annarra landa svo sem Skotlands, þar sem viðkomandi stjómvöld tækju hverju nýju atvinnutæki- færi opnum örmum og niður- greiddu framleiðslukostnaðinn fýrir viðkomandi atvinnurak- enda. Birgir Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Dúks h/f, sagði á- stæðuna fyrir uppsögnum starfs- manna fyrirtækisins vera þá að enginn grundvöllur væri fyrir áfr- amhaldandi starfsemi vegna erf- iðrar stöðu í ullariðnaðinum hér, og þar væri fyrst og fremst um að kenna veikri stöðu dollarans. Vildi Birgir ekkert kannast við það að fyrirtækið ætlaði að flytja starfsemina til annarra landa og sagði að allar sögusagnir þar að lútandi væru gróusögur sem ekki ættu við neitt að styðjast. -grh Hafrannsóknastofnun Ýsu og ufsa í stað þorsks JakobJakobsson: Eigum að nýta góðærið ísjónum til að ná þroskstofninum upp. Hafrannsókna- stofnun mælir með aukinniýsu- og ufsaveiði Aðalatriðið er hvort við nýtum okkur góðærið í sjónum til að ná þorskstofninum upp. Til að svo megi verða þurfum við að draga úr sókninni um 20% á næstu 2 árum, segir Jakob Jak- obsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, en stofnunin hefur lagt til að þorskveiðin verði ekki yfir 300 þús. tonn næstu tvö ár. Þorskveiðin á þessu ári stefnir í 360 þúsund tonn að mati Haf- rannsóknastofnunar en var 369 þús. tonn á sl. ári. Tillögur stofn- unarinnar voru kynntar hagsmunaaðilum í sjávarútvegi í gær og sagði Jakob að menn hefðu almennt tekið vel í tillög- urnar. Ýsustofninn er á góðri uppleið og sömuleiðis ufsastofninn, sam- kvæmt rannsóknum, og leggur Hafrannsóknastofnun til að sóknin verði aukin í báðar þessar fisktegundir. Óhætt sé að veiða 60 þús. tonn af ýsu á næsta ári og 90 þús. tonn árið 1989 en ýsu- aflinn í fyrra var tæp 50 þús. tonn. Hafrannsóknastofnun segir að ýsustofninn frá 1985 sé sá lang- stærsti sem komið hafi fram í tæp 30 ár. Ufsaaflinn í fyrra var rúmlega 66 þús. tonn og stofnunin segir óhætt að auka veiðina í 75 þús. tonn. Mikil óvissa er um loðnu- veiðamar á næstu vertíð en Haf- rannsóknastofnun hefur lagt til að veidd verði 500 þús. tonn á haustvertíð fram að áramótum. -•g- ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.