Þjóðviljinn - 04.07.1987, Page 4

Þjóðviljinn - 04.07.1987, Page 4
LEIÐARI Haugastefna Framsóknarráðherrans Steingrími Hermannssyni hefur með refs- skap tekist að knýja fram fjórða Framsókn- arstólinn í þríflokkastjórninni, og þótt Guð- mundur G. Þórarinsson hafi notað það tækifæri til að ítreka landsfræga metnaðargirnd sína dylst fáum að fjórði stóllinn mun ætlaður Jóni Helgasyni frá Seglbúðum. Framsóknarmenn ætla að halda áfram um stýristauma í landbún- aðarmálum, og treysta best til þess þeim sem fyrir var á fleti. Undanfarna daga og vikur hefur landbúnað- arstefna Jóns Helgasonar birst höfuðborgarbú- um með afar sérstæðum hætti. Landbúnaðar- stefnunni hefur nefnilega verið hlaðið skipulega á flutningabíla og ekið með hana beinustu leið útá öskuhauga þarsem stórvirkar jarðýtur sjá um að troða hana niður og blanda hanni sam- anvið annað góss sem íbúar svæðisins telja sig ekki þurfa lengur á að halda. Nú er að vísu engin nýlunda að illa sé farið með mat á (slandi, og þarf ekki annað en að benda á skrykkjótta vinnslusögu í sjávarútvegi, en óneitanlega bregður venjulegu fólki illa við þegar það sér helgarmatinn á haugunum, - og óneitanlega er haugakeyrslan átakanlegt tákn um mistök þeirra sem haft hafa forystu í íslensk- um landbúnaði, jafnvel þótt þeirri hagfræði sé haldið að fólki að í rauninni sé stórgróði af þess- um ökuferðum með fjallalömb og nýtt grænmeti í Gufunesið. Á árum áður var ranglega staðið að fjárfest- ingum og skipulagsvinnu í þessum mikilvæga atvinnuvegi, fyrirhyggjulaus hagsmunasamtök og ægivald skriffinnskukerfis áttu síðan sinn þátt í því að ekki var brugðist við nýjum tímum með þeim fyrirvara sem þurfti. Þegar loks er tekið til hendi með kvótum og skömmtunum ríkir handahófið öðru ofar án tillits til félagslegra aðstæðna, landnýtingarsjónarmiða, framtíðar- áætlana. Mesta ábyrgð á landbúnaðarstefnu ösku- hauganna bera hinir pólitísku valdsmenn, og fremstur þeirra er sami Jón Helgason og nú á að fá fjórða stólinn. En það er ekki við hann einan að sakast, því að ástandið í landbúnaði á sér sögulegar rætur. Og í því sambandi verður það aldrei of oft upp rifjað að landbúnaðarmálin hafa verið á ábyrgð tveggja stjórnmálaflokka svo lengi sem elstu menn muna. Að undantekn- um tveimur skammlífum minnihlutastjórnum hafa framsóknarmenn og sjálfstæðismenn ver- ið landbúnaðarráðherrar í öllum ríkisstjórnum síðan sá ráðherrastóll var búinn til. Framsókn- armenn hafa ráðið landbúnaðarráðuneytinu í samtals 24 ár síðan árið 1947, Sjálfstæðis- menn í 15 ár. Dagur á Akureyri bendir á það í ritstjórnar- grein í fyrradag að bæði sjálfstæðismenn og kratar hafa beðið þess í stjórnarmyndunarvið- ræðunum að kaleikur landbúnaðarráðuneytis- ins yrði frá þeim tekinn. Dagur telur þessa hræðslu „undirstrika" það sem blaðið hefur „margoft“ bent á í forystugreinum sínum: „Jóni Helgasyni fórst stjórn landbúnaðarmálanna farsællega úr hendi á síðasta kjörtímabili" og hann „tók á málum af festu og náði verulegum árangri". Þeir á Degi eru heppnir að lesendur blaðsins skuli flestir búsettir í hæfilegri fjarlægð frá ösku- haugunum á Gufunesi. Þingað um Laxness í dag á að þinga um verk Halldórs Laxness og komast færri að en vilja. Aðstandendur og málshefjendur eru flestir ungt fólk, sem meðal annars ber því vitni að þrátt fyrir tækniglys og fjölmiðlunarfár hefurnýjustu kynslóðum Islend- inga tekist að halda verðmætaskilvindunni í fullkomnu lagi, - og nálgast verk skáldsins sennilega af meiri bókmenntanautn og for- dómaleysi en margir þeirra sem fyrstir lásu. Dagskrá málþingsins virðist fjölbreytt, og þar á að fjalla um Halldór og verk hans frá mörgum hliðum, af leikum og lærðum, með fræða- brögðum og sviðstúlkun, í alvöru og í gáska, en umfram allt af ræktarsemi og með þökkum. Skáldið frá Laxnesi á ekki heima á stalli, verk þess eiga að leika lausum hala í daglegu lífi okkar. Sem ekki er í neinni andstöðu við þann sannleik um góðar bókmenntir að „þar sem jökulinn ber við loft, hættir landið að vera jarð- neskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir, og þess vegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu“. -m pJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, c5lafurGfslason, Ragnar Karisson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, StefánÁsgrímsson.Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalaatur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmy ndarar: Einar Ólason, Siguröur Mar Halldórsson. Utiitataiknarar: Sævar Guðbjömsson, GarðarSigvaldason. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skiifstofustjóri: Jóhannes Haröarson. Skrifatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Augiýsingar: Baldur Jónasson, Olga Clausen, Guðmunda Kristins- dóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Soffía Björgúlfsdóttir. Bfistjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrei ðsl u- og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjömsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykja vík, sími 681333. Augiýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja ÞJóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasólu: 55 kr. Helgarblöð: 60 kr. Áskrfftarverð á mánuði: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. júlí 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.