Þjóðviljinn - 04.07.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.07.1987, Blaðsíða 8
Fíamhald af bls.7 eigum að venjast Konan í verk- inu þurfti að birtast í þessu formi en það var ekki eitthvað sem var ákveðið fyrirfram af mér heldur gerir efnið sem ég er með í hönd- unum og það form sem ég hef valið mér þessa kröfu. Útfrá því að rauða stúlkan deyr, - lærir maður þá um ástina eingöngu í gegnum dauðann og þjáninguna? „Það er ein leið. Ef þú getur ekki lært það öðruvísi, þá verð- urðu að læra það þannig. Og áður en þú hefur lært um ástina þá er alveg sama hvað þú ert góður, þú kannt ekki að eiska nema halda ástinni fanginni því að ástin er frelsi." Talan sjö Þú kallar þetta Sjö spegil- myndir. „Það eru í verkinu sjö þættir en áhorfandinn sér ekki yfirganginn úr einum í annan, ég hef reynt að leysa það algerlega upp og láta verkið renna áfram kaflalaust. En það kemur fleira inn í þetta. Áhorfendur skiptast í sjö hópa og hver hluti verksins höfðar meira til eins hóps en annarra og það er alltaf ákveðið ritúal í kring um það. Siðameistarinn heldur utan um þennan ramma og gefur fólk- inu tækifæri til mismunandi við- bragða en er ekki inni í sögunni. Það er liður í hverju ritúali að áhorfendur vígist svolítið inn í verkið. Nú var leikhús upphaf- lega ritúal þar sem áhorfendur tóku beinan þátt og þó þeir geri það ekki í þessari sýningu þá er ég að reyna að vinna þannig að þeim komi verkið við, að verkið höfði til þeirra persónulega hvers og eins. Þetta nána samband við hvem áhorfendahóp byggist upp á mikilli nákvæmni og persónum- ar þurfa að hafa visst frelsi innan ritúalsins til að ná því, en ritúalið verður að standa.“ Nú er þetta verk ákaflega mikið öðmvísi en önnur leikverk sem sést hafa hér. Hvers vegna velurðu þessa leiö? „Ég geri þetta af þörf. Og þetta er það form sem mér finnst ég þuifa til að leita svara við þeim spumingum sem brenna á mér. Og ég reyni að ná sambandi við aðra í gegnum þetta form. Ég held ég megi segja að ég hafi fundið form sem hentar mér og þetta verk er innan þess ramma. Og ég á bara þetta líf, ég veit ekki um nein önnur, og ég tími ekki að eyða því í að gera eitthvað í ann- arra manna formi eins og maður þarf að gera þegar maður gerir leikmynd fyrir verk sem önnuri manneskja setur upp. Þetta er auðvitað ógurleg frekja, ég veit það.“ Hvemig fjármagnarðu þessa sýningu? „Á yfirdráttum og lánum. Ég er ekki ennþá búin að fá svar frá Leiklistarráði um hvort ég fæ styrk hjá þeim. En ég ætla að borga fólkinu kaup, hvernig svo sem ég fer að því. Þessi sýning kostar sitt eins og aðrar sýningar. Ein leiksýning, sama hvernig hún er í sjálfu sér, hún kostar pen- SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Lauaardaaur 4. iúlí 1987 Leiklist Kaj Munk „íslendingar geta þetta allt saman. Brynja Benediktsdóttir skrifaði Grænlandsleikritið Inuk fyrir Dani. Og á fimmtudaginn var íslenskur gestaleikur í Vartov- í Köben „Sól, hnífar, kip“ Sumarsýning Norræna hússins á verkumjóns Gunnars Árnasonar myndhöggvara [ dag kl. 15 opnar Norræna húsið hina árlegu sumarsýningu sína, og sýnir að þessu sinni skúlptúra og myndverk eftir Jón Gunnar Árnason. Á sýningunni eru verk unnin á tímabilinu 1971-’87, og hefur þeim verið komið fyrir bæði í sýn- ingarsalnum í kjallara hússins og í anddyrinu á efri hæðinni. Jón Gunnar Árnason hefur verið brautryðjandi nýrra hug- mynda í íslenskri höggmyndalist á síðari árum. Hann var meðal annars einn af stofnendum SÚM- hópsins og hann hefur einnig tekið þátt í uppbyggingu Nýlista- safnsins. Sýningin í Norræna hús- inu er ein umfangsmesta sýning sem Jón Gunnar hefur haldið á verkum sínum hér á landi og á hún vafalítið eftir að vekja for- vitni margra. Sýningin verður opin daglega kl. 14-19 til 2. ágúst. Jón Gunnar Árnason myndlistarmað- ” ur. kirkju, Kaj MunkeftirGuðrúnu Ásmundsdóttur. Fullt hús, flestir íslendingar búsettir hér en einnig talsvertaf Dönum." Þannig byrjar umsögn Ellen P. SVERRIR HÓLMARSSON Andersen í Information laugar- daginn 27. júní. Gagnrýnandinn er almennt mjög jákvæður í um- sögn sinni og segir að hér hafi verið unnið með erfitt leikrit og þó líti allt út fyrir að vera einfalt og auðvelt. Og um Arnar Jóns- son í aðalhlutverkinu segir hún: „Arnar Jónsson lék ekki Kaj Munk, hann var hann.“ Leikgagnrýnir Þjóðviljans var viðstaddur síðari sýninguna í Kaupmannahöfn og getur vitnað um að viðtökurnar voru mjög í anda þess sem getur að lesa í In- formation. Sýningin hrífur áhorf- endur og Arnar er ótrúlega að- sópsmikill og sannfærandi, það er eins og þessi einkennilega sam- setti eldhugaklerkur hafi runnið honum í merg og bein. Það var sérkennilega áhrifamikið að sjá þessa sýningu í Vartovkirkju, í hjarta Kaupmannahafnar, á þeim slóðum þar sem Kaj Munk vann sína sigra í leikhúsinu. Vart- ov er gömul fríkirkja Grundt- vigssafnaðar, einfalt en svip- mikið guðshús sem bý andi andrúmi og enda þótt ýmis- legt í sýningunni væri ekki eins hnitmiðað sjónrænt séð og í Hall- grímskirkju, þá bætti umhverfið það margfaldlega upp. Ellen Andersen bendir rétti- lega á að leikrit Guðrúnar sé eins- konar helgisaga, einfölduð mynd af dýrlingnum Kaj Munk og písl- arvætti hans. Og afskaplega áhrifaríkt og sterkt sem slíkt. Hins vegar hljóti Danir að sakna þess Kaj Munk sem þeir þekktu best, hins áfjáða kappræðu- manns sem kastaði sér ótrauður út í heitustu umræðuefni dagsins bæði á síðum blaðanna og á fjöl- um leikhúsanna. Og undirritaður tekur undir að eftir að hafa lesið ævisögu Munks fínnst honum sem amk. einn hluti persónu hans hafi verið gróflega einfaldaður. Að vísu er hrifning hans yfir sigri Hitlers 1933 tíund- uð, en fyrir þann sem ekki veit betur er látið að því liggja að þetta hafi verið stundarhrifning vakin í hug^ hins geðríka skálds sem statt var á staðnum mitt í ölduróti sögunnar. Svo einfalt var þetta ekki. Ofstækismaður- inn Kaj Munk var frá upphafi hatrammur andstæðingur lýð- ræðis og einlægur aðdáandi ein- ræðisins, hins sterka einstaklings, eins og leikrit hans eru reyndar til vitnis um. Hann hafði hins vegár burði til þess að snúast gegn því einræði sem hann hafði dáð með þeim afleiðingum að hann varð fórnarlamb þess. Eins og oft áður er allur sannleikurinn forvitni- legri en einfölduð helgisaga. En helgisaga Guðrúnar Ás- mundsdóttur er engu að síður á- hrifamikil leiklist. Leikförin til Danmerkur (og Málmeyjar reyndar líka) kom til fyrir ein- dregna hvatningu Lise Munk, ekkju klerksins, sem var viðstödd frumsýninguna í Reykjavík og hreifst mjög af sýningunni. Það kom svo sem óvænt og kærkomin viðbót við upphaflega áætlun leikflokksins að honum barst boð frá sóknarnefndinni í Vedersö á Farðu í frí með fyrirhyggu! HÚRRA FYRIR NÝJA LOTTÓ-MILLANUM, SEMNO'k aÐI MARGRA /VIKNA MIÐA! Hr í'-2'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.