Þjóðviljinn - 04.07.1987, Qupperneq 7
Umsjón
Ingunn Ásdísardóttir
Leikhús
Ástin i
hinu
fasta efni
Messíana Tómasdóttir í viðtali um hið
nýja verk sitt og Patrick Kosk, Sjö speg-
ilmyndir. Leik- og tónverk fyrir tvo
leikara, flautuleikara og segulbönd
Það fréttist að Strengjaleik-
húsið frumsýni verk sem
nefnist Sjö spegilmyndir á
þriðjudaginn kemur.
Strengjaleikhúsið, hvað er nú
það? Eitt smáleikhúsið enn í
viðbótvið öll hin.
Næstu upplýsingar um
Strengjaleikhúsiö tengja nafn
Messíönu Tómasdóttur við það.
Við nafn Messíönu bergmála
sumar af bestu leikmyndum sem
gerðar hafa verið í íslensku
leikhúsi, en það er þó Bláa stúlk-
an sem rís hæst í minningunni.
Brúðuleikur á Kjarvalstöðum
(og í sjónvarpinu) um bláa stúlku
og tré fyrir nokkrum árum.
Upp á síðkastið er Messíana
búin að dvelja úti í Sveaborg um
sex mánaða skeið, alein með
vinnustofu og myndirnar í sálinni
og nú er hún komin hingað til að
setja upp leikverk sem hún hefur
samið í samvinnu við finnskan
tónlistarmann, Patrick Kosk að
nafni. Þau segjast vera að leitast
við að ná algerum samruna tón-
listar við hið sjónræna og
leikræna.
Sjö spegilmyndir er leik- og
tónverk fyrir tvo leikara, flautu-
leikara og segulbönd um höfuð-
skepnurnar utan manneskjunnar
og innan. Leikarar eru Ása Hlín
Svavarsdóttir, Þór Tulinius og
Kolbeinn Bjarnason flautuleikari
og lýsingu hannar Ágúst Péturs-
son.
Um verkið skrifar Messíana:
Maðurinn fæðist úr tónlistinni
inn í efnið. í efnisheiminum á sér
stað þróun, ef hann ferðast gegn-
um rými og tíma og er til vill ferð-
ast hann í gegnum sinn innri
mann. Á þessu ferðalagi mætir
hann höfuðskepnunum sem birt-
ast honum í gegnum tónlist,
hreyfingu, liti, ljós og ástina. Við
ferðalok á hann þess kost að snúa
aftur til tónlistarinnar.
Eftir að hafa séð æfingu á verk-
inu vill undirrituð fullyrða að hér
sé að gerast eitthvað alveg nýtt á
íslensku leiksviði og tók Messí-
önu því tali og bað hana segja
aðeins frá verkinu og því sem hún
er að gera.
„Þetta er ritúal, - um ástina.
Þetta er þróunarsaga manns
gegnum efnisheiminn og það sem
hann lærir á er ástin. Ég held að
það sé það eina sem við getum
lært af.“
Vinnurðu svona verk upp úr
táknfræði?
„Nei, ekki táknfræði. Ég held
að allar manneskjur eigi sér sam-
eiginlegan táknsjóð sem er sam-
eiginlegur öllu mannkyni, og ég
held að þetta sé fyrst og fremst
spurning um að treysta því að
maður hafi aðgang að honum.
Efnið í þessu verki er nokkuð
sem ég hef velt talsvert fyrir mér
og sem kemur inn í önnur verk
sem ég hef gert að hluta, en síðan
heyrði ég konsert eftir Patrick
Kosk, og þá mótaðist þetta verk
eins og það er núna og ég ákvað
að ég vildi vinna þetta verk með
hans tónlist. Að vísu varð þetta
fyrst til sem kvikmyndahandrit,
en þar sem leikhúsið er nú einu
sinni minn miðill ákvað ég að að-
laga það leikhúsforminu og skrif-
aði handrit fyrir leikhús upp úr
hinu.
Táknsjóður
mannanna
Þetta verk byggir geysilega
mikið á nokkru sem ég lærði úti í
Sveaborg þar sem ég var í sex
mánuði ein með vinnustofu, og
það er að treysta því að hlutirnir
komi til mín, að þvinga aldrei
nokkurn hlut, að leyfa hlutunum
að vera til í manni sjálfum. Mikið
af því sem er í þessu verki núna
hefur bara orðið til og síðan hef
ég áttað mig á því seinna hvers
vegna það þurfti að vera ná-
kvæmlega þannig. Þetta er spurn-
ing um að sækja ómeðvitað í
þennan táknsjóð og þegar það er
búið að skilgreina þá hvað það er
sem maður hefur náð í. Þetta
verk er þannig svolítið öðruvísi
en það sem ég hef gert áður þegar;
ég hef skipulagt meira fyrirfram.
Það er líka hluti af því að vera
leikmyndateiknari að hafa allt
ákveðið fyrirfram, og ein af þeim
málamiðlunum sem maður þarf
að gera í leikhúsunum að maður
hefur hvorki tíma né aðstöðu til
að leyfa hlutunum að fæðast af
sjálfum sér.
Málari sjáðu til, sem málar
málverk, hann ákveður ekki
fyrirfram hvernig myndin á að
vera í endanlegri gerð og þannig
hef ég unnið þetta verk, bæði
Hann er gulur eins og Ijósið, hún er rauð, eða kannske blá. Þór Tulinius og Ása Hlín Svavarsdóttir í hlutverkum sínum í Sjö
spegilmyndum. (mynd Þorv. Árnason)
leikinn og leikmyndina og byggt
mjög mikið á improviseringu. Og
Patrick hefur unnið tónlistina
þannig líka. Fyrst inspirerar mús-
ik hans mig til að fara að skrifa
verkið, síðan byggist tónlistin
fyrir verkið á handritinu og síðan
þegar hann kemur hingað er
hann með efni með sér sem hann
vinnur síðan úr, velur og gerir
nýja hluti til viðbótar. Leikverkið
breytist svo hjá mér jafnframt
þessu. Þetta er stöðug þróun í
gegnum samvinnu. Það er nú
einu sinni þannig í leikhúsi, að
hlutirnir verða að ganga upp og ef
það er eitthvað í handritinu sem
ég finn að gerir það ekki, þá verð
ég að finna leið út úr því. Og það
gerist oft þannig að ég finn með
sjálfri mér að einhver hugmynd
sé sú rétta frekar en að skynsemin
segi mér það. Ég impróvisera
þannig að ég labba niður að sjó
og fæ þar mínar hugmyndir og
síðan prófa ég þær hér. En þetta
byggist líka mjög mikið á leikur-
unum vegna þess að ég gef þeim
kannske einhvern ramma sem
þeir svo fylla inn í á sinn hátt og
eiga þannig mjög mikið í verk-
inu.“
Orð versus hljóð
í verkinu ertu ekki með neinn
texta en þetta er samt ekki beint
látbragðsleikur. Eru orð óþörf?
Orð eru óþörf í þessu verki og
mér finnst maður geti sagt hlutina
Messíana Tómasdóttir: „Það sem maðurinn á að læra I efnisheiminum er um
ástina og ég er að reyna að tjá tilfinningu mína og skilning á því.“ (mynd Þorv.
Árnason.)
á annan hátt en með orðum. En
mér finnst gaman að nota hljóðin
sem slík, raddir, andardrátt,
þessi hljóð líkamans. Og leikar-
arnir syngja, eða hvað á að kalla
það, með sjálfum sér á bandi á
köflum í verkinu, það er að segja
raddir þeirra eru á bandi og þau
syngja með.“
Ef við snúum okkur aftur að
ástinni, ertu að segja að fólk
endurfæðist í gegnum ástina?
„Hann gengur í gegnum á-
kveðna þróun, en hún kemur
fram í mismunandi birtingarf-
ormum. Þarna er munur á. Hún
er í lok verksins ekki sama mann-
eskjan og hann kynntist í upp-
hafi, en þó kannske.
Síðan þegar hvíta gyðjan birtist
sem ný konumynd þá er að fæðast
líf, vegna þess að lífið fæðist úr
dauðanum. Þegar ég fór að hugsa
hvað þéttasta efnið stæði fyrir,
massinn, hverjir væru eiginleikar
hins fasta efnis þá komst ég að
þeirri niðurstöðu að það hlyti að
vera ástin. Og ég fór að hugsa um
hvað það er sem við eigum að
læra í gegnum hið fasta efni og ég
held að það hljóti að vera um
ástina.“
Hvers vegna táknarðu dauð-
ann hvítan?
„í okkar heimshluta er
dauðinn svartur og karlkyns en í
austurlöndum er hann hvítur og
þess vegna heldur fólk yfirleitt að
svarti og hvíti liturinn hafi mis-
munandi merkingu, en það er
dauðinn sem hefur aðra merk-
ingu. Þannig má segja að hvíta
gyðjan f verkinu sé tekin úr öðr-
um táknheimi en þeim sem við
Laugardagur 4. júlí 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7