Þjóðviljinn - 04.07.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.07.1987, Blaðsíða 5
Þríhjól, Jónína, BAD - þetta eru þau nöfn sem almenningur hefur gefið þeirri ríkisstjórn, sem enn hangir í burðarliðnum þótt mánuður sé nú liðinn síðan fæð- ingarhríðirnar hófust. Þríhjól vísar að sjálfsögðu til þess að kratar eru reiðubúnir til að gerast þriðja hjólið undir hinni gömlu ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks án þess að fá öðrum stefnumálum sínum fram- gengt en því að byggja fáeinar kaupleiguíbúðir. Jónína minnir á nöfn þeirra toppkratanna Hannibalssonar og Sigurðssonar sem hvað mesta áherslu hafa lagt á að koma kröt- um upp í bólið til Framsóknar- og Sjáifstæðisflokks. BAD er samsett úr listabók- stöfum stjórnmálaflokkanna þriggja, B-Framsókn, A-kratar, D-Sjálfstæðisflokkur. Bad er líka lýsingarorð á ensku og merkir lé- legur, slæmur eða vondur. Þessar nafngiftir eru ekki sér- lega jákvæðar, enda er allur al- menningur ekki sérlega spenntur fyrir þessari stjórnarmyndun. Á það hefur áður verið bent hér í blaðinu, að úrslit síðustu kosn- inga væru alvarleg ábending um að kjósendur óskuðu eftir breytingum. Nú kann það að vefjast fyrir. mönnum að skilja, hvaða breytingar það eru sem kjósend- ur eru að óska eftir, en altént þarf þó meira en í meðallagi þykk höfuðbein til að álykta að kosn- ingaúrslitin hafi verið áskorun til krata um að ráða sig sem vika- pilta hjá Framsókn og Sjálfstæð- isflokki. En ekki verður feigum forðað. Aðhlátursefni Stjórnarmyndunin hefur verið mikil harmkvælasaga. Gleið- gosalegar yfirlýsingar um „góða verkstjóm“ og „rífandi gang“ urðu fljótlega aðhlátursefni. Síð- an bættust við einleiksnúmer þeirra Þorsteins Pálssonar og Steingríms Hermannssonar sem urðu ekki til að auka traust manna á hinu fyrirhugaða sam- starfi flokkanna þriggja. Sérstaka athygli vakti sú tafl- mennska Þorsteins að lýsa því yfir að hann gerði ekki kröfu til forsætisráðuneytisins, því að á hæla þeirrar tilkynningar bárust fréttir um að í augnablikinu væri einmitt samkomulag um að Þor- steinn yrði forsætisráðherra. Þá var einnig athyglisvert það útspil Steingríms Hermanns- sonar að lýsa því yfir að hann vildi kanna möguleika á myndun fjög- urra flokka stjórnar. Þetta gerð- ist á þeim punkti í viðræðunum þegar allt útlit var fyrir að Fram- sókn ætti að fá færri ráðherra en Sjálfstæðisflokkurinn, þrjá en ekki fjóra. Enda kom fljótlega á daginn, að áhugi Steingríms beindist að því einu að fá fjóra ráðherra í stjórn og allt tal um fjögurra flokka stjórn var einung- is í nösunum á honum og ætlað til að beygja þá Þorstein og Jón Baldvin. Sem og tókst. Þreytandi refsskapur Allur þessi refsskapur er orð- inn ákaflega þreytandi, því þótt þeir þremenningarnir Þorsteinn, Steingrímur og Jón Baldvin virð- ist ekki gera sér það Ijóst, þá veit allur almenningur að það er áríð- andi, að hér taki við stjórn hið bráðasta til að bregðast við að- steðjandi vandamálum og til að leysa þau vandamál sem fráfar- andi stjórn skilur eftir sig. Þessi einfaldi sannleikur virðist ekki hafa komist að í hinum lang- varandi stjórnarmyndunarvið- ræðum. Stjórnin hangir í burðar- liðnum viku eftir viku og hætt er við því að afkvæmið verði dasað fyrst í stað eftir þessa erfiðu fæð- ingu, ef það fæðist þá ekki and- vana. Að þessari stjórnarmyndun hefur verið staðið af fullkominni þvermóðsku og þröngsýni. 1 upp- hafi var ákveðið að berja saman BAD-stjóm með illu eða góðu. Engar alvarlegar tilraunir voru gerðar til að taka mark á niður- stöðum kosninganna á þann hátt að einhverjir nýir möguleikar á stjórnarmynstri væru teknir til at- hugunar, ef frá er talin viðræðu- skorpa Sjálfstæðisflokks, Al- þýðuflokks og Kvennalista. Það var nánast trúarjátning þremenninganna eftir kosningar, að stjórnir væm því betri sem færri stjórnmálaflokkar ættu að- ild að þeim, enda þótt samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar undanfarin ár renni tæplega stoð- um undir þessa kenningu. Því var haldið fram að þriggja flokka stjórn væri sjálfkrafa æskilegri heldur en fjögurra flokka stjórn. Það kann vel að vera að stjórn- arseta sé þægilegust þegar einn flokkur fer með völdin og næst- þægilegust þegar flokkarnir eru tveir. En þá er verið að tala um hagsmuni þeirra sem í stjórninni sitja. Ekki hagsmuni þeirra sem eiga að þola aðgerðir og störf stjórnarinnar. Einræðið freistandi! Einræði er að sjálfsögðu á margan hátt þægilegt fyrir ein- valdsherrann, og lýðræði hefur þann ókost að vera oft og einatt þungt í vöfum. Engu að síður hef- ur íslenska þjóðin valið sér að búa við lýðræði, án þess að setja um það nokkrar reglur að það lýðræði skuli vera sem allra ein- faldast og frumstæðast. Þetta lýðræði leggur stjórn- málamönnum okkar á herðar þær skyldur, að þeir skuli vera sveigjanlegir og hugmyndaríkir og fundvísir á leiðir til að miðla málum í samræmi við fjölbreyttar óskir almennings. Undanfarandi stjórnarmyndunarviðræður gefa ekki til kynna að þeir sem þar eru í forystu séu sveigjanlegir, hug- myndaríkir né fundvísir á mála- miðlunarleiðir. Stífni, síngirni og auglýsingabrellur hafa einkennt þessar viðræður. Allt hefur hvað eftir annað leikið á reiðiskjálfi undan hörðum átökum Stein- gríms, Þorsteins og Jóns Baldvins - en þegar menn skyggnast inn í reykjarmökkinn sem hylur átökin kemur í ljós að baráttan stendur ekki um stefnumál, úrr- æði og þjóðarhag, heldur um hagsmuni flokkanna þriggja, og skiptingu á þjóðfélaginu í áhrifa- svæði hvers flokks um sig. Þessi átök standa ennþá, og hafa nú að nokkru leyti færst inn í flokkana sjálfa, því að nú liggur fyrir í meginatriðum hvernig hverjum flokki hefur tekist að koma ár sinni fyrir borð, og hversu mörg ráðuneyti hverjum leiðtoga hefur tekist að krækja í handa sínum flokki. Þau átök sem núna standa yfir snúast svo um skiptinguna innbyrðis: Hverj- ir eiga að verða ráðherrar? Átökin eru í algleymingi. Ætla Reykjavíkurþingmenn kratanna að raða sér saman á garðann? Hvað segja Kjartan, Eiður og Karvel við því? Ætla sjálfstæðis- menn að sparka Ragnhildi Helgadóttur úr ráðherrastóli? Hvað segja sjálfstæðiskvennafé- lögin við því? Á að gera Ólaf G. Einarsson að ráðherra? Hvað segir Matthías Á. Mathiesen við því? Á landsbyggðin að sitja hjá? Hvað segir Halldór Blöndal við því? Ætla framsóknarmenn í Reykjavík að láta ganga framhjá þingmanni sínum öðru sinni við stjórnarmyndun? Hvað segir Guðmundur G. Þórarinsson við því? Á að gera Guðmund G. að ráðherra? Hvað segir Finnur Ing- ólfsson og ungliðahreyfing Fram- sóknar við því? Vopnabrak Vopnaglamrið er í al- gleymingi. Hin háværa krafa um breytingar nær ekki eyrum for-' ystumanna Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og leifa Sjálfstæðis- flokksins. Það eina sem samkomulag hef- ur tekist um er að gera Þorstein Pálsson að forsætisráðherra. Til frækilegra stjórnmálasigra hans þar fyrir utan má telja að honum hefur tvívegis tekist að koma hæl- krók á (fyrrverandi) flokksbróð- ur sinn Albert Guðmundsson. Að öðru leyti er hápunkturinn á pólitískum ferli hans að hafa komið Sjálfstæðisflokknum nið- ur í 27,1% kjörfylgi - og má segja að menn hafi orðið forsætisráð- herrar fyrir minni afrek - reyndar á öðrum forsendum. En hvað sem líður merkileg- ustu kosningaúrslitum í áratugi virðist nú sjáanlegt að viðbrögð flokksformannanna þriggia, Þor- steins, Jóns Baldvins og Stein- gríms, ætli að verða mjög karl- mannleg í verstu merkingu þess orðs: Að láta sem ekkert sé! Kosningaúrslitin eru þessum mönnum greinilega ekki um- hugsunarefni. Engin alvarleg til- raun hefur verið gerð til að mynda fjögurra flokka stjórn. Hugmyndir um minnihluta- stjórnir eru ekki virtar svars. Ekkert kemst að, nema að halda áfram að toga og tosa gömlu stjórnina úr burðarliðnum - því það er gamla stjórnin sem er að endurfæðast og má þá einu gilda þótt krötum verði úthlutað ráð- herraembættum fyrir fæðingar- hjálpina. Og það má líka einu gilda hvert nafn þessi stjóm hlýtur: Þríhjólið, BAD eða Jón- ína. Hún fæðist andvana. - Þráinn Erfið fæðing og langdregin Laugardagur 4. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.