Þjóðviljinn - 04.07.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.07.1987, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRETTIR örin bendir á Gestapoforingjann Klaus Barbie þar sem hann stendur í hópi félaga sinna utan aðalstöðva þýsku herstjórnarinnar i Lyon. Myndin er tekin árið 1943 en þá stóð „Slátrarinn frá Lyon" á þrítugu. Klaus ,Altmann“ Barbie Lífstíðarffangelsi mbÖRFRÉTTIRhhb Mannsfótur fannst í innvolsi krókódíls í Norður-Ástralíu í gær er kvikindið var skotið, en sjómaður hvarf fyrir viku á þessum slóðum. Krókódíll- inn var því sem næst hálfur fjórði metri á lengd, og unnu þjóð- garðsverðir á honum. Sjómaður- inn, Mooka að nafni, er níundi maðurinn sem lendir í krókódíls- kjafti undanfarna sautján mánuði í norður-ástralska hitabeltinu. Úlfum var næstum útrýmt í Bandaríkj- unum fyrir hálfri öld, en nú lítur út fyrir að þeir eigi að fá annað tæki- færi. Áform eru uppi í elsta þjóð- garði landsins, Yellowstone Park, um að bæta úlfum við það dýraríki sem fyrir er. Umhverfis- sinnar og aðrir formælendur úl- fsins segja tíma til kominn að leiðrótta þá alröngu mynd sem dregin hefur verið upp af hátta- lagi hans. (mynd úlfsins hefur enda batnað að undanförnu, og er nú til að mynda stór sýning í gangi í Washington á vistfræði- legu hlutverki og félagskerfi hans. Ekki eru þó allir jafn hrifnir. Sauðfjárbændur í grennd við Yellowstone hafa til dæmis aldrei heyrt annað eins rugl og fyrirhu- gaða úlfarækt. Sovétindland er óskalandið ef marka má tíðindi frá Moskvu: Rajiv Gandhi er staddur þar í opinberri heimsókn og hefur honum verið tekið með kostum og kynjum. Stjórnendum landanna er í mun að ekki beri skugga á sambúðina, en hún hefur verið hin besta um árabil. Gandhi og Gorbatsjof opnuðu í gær geysiviðamikla indverska menningarhátíð í Sovétríkjunum, en hún mun standa árið, og verða herskarar listamanna á faraldsfæti um landið af því til- efni. Klaus Barbie var seint í gær- kveldi fundinn sekur af kvið- dómi í Lyon um glæpi gegn mannkyni. Einn dómaranna við réttarhöldin, sem hófust fyrir tæpum tveim mánuðum, kvað þá upp þann úrskurð að Gestapofor- inginn fyrrverandi skyldi Ijúka ævi sinni í tugthúsi. Kviðdómurinn var skipaður níu mönnum og það tók hann, og þrjá dómara, sex og hálfa klukkustund að komast að niður- stöðu. Lestur úrskurðarins tók þvínæst fjörutíu mínútur en að honum loknum fögnuðu dómsgestir ákaflega. Hinn sak- felldi drúpti hinsvegar höfði. Hinn litríki lögfræðingur Bar- bies, Jacques Verges, tilkynnti þvínæst formálalaust að dómnum yrði áfrýjað og sagði: „Þessi rétt- arhöld hófust einsog fjölleikasýn- ing með óskaplegum fagnaðar- látum og nú hefur þeim lokið með sama hætti.“ Fyrr um daginn hafði sakborn- ingurinn verið fluttur nauðugur í réttarsalinn til að vera viðstaddur lokaþátt málaferlanna. Hann neitaði því að hann bæri ábyrgð á dauða 44 barna af gyðingaættum sem send voru frá Lyon til Auschwitz árið 1944. „Ég hafði ekki vald til að fyrir- skipa brottflutning fólks. Ég barðist við andspyrnumenn af festu og ákveðni og ég ber virð- ingu fyrir þeim. En það var stríð og stríðinu er lokið.“ En vitnisburður 100 fórnar- lamba og skjalfestar sannanir tóku af allan vafa um að Klaus Barbie bæri ábyrgð á dauða að minnsta kosti 800 einstaklinga. Þetta var hægt að sýna fram á svart á hvítu. Sérfræðingar segja þó að þetta sé aðeins efsti hluti ísjakans, í raun hafi „Slátrarinn frá Lyon“ látið taka 4000 manns af lífi, flytja 7000 í útrýmingar- búðir og handtaka að minnsta kosti 14000. Bandarískir demókratar Dvenjar vaxa um alin Sjömenningarnir sem œskja útnefningar til forsetaframboðs fyrir Demókrataflokkinn hafa hafið kapphlaupið -ks. Sálfræðingar - félagsráðgjafar Við sálfræðideild skóla í Reykjavík eru lausar 2-3 stöður sálfræðinga og/eða félagsráðgjafa. Hlutastörf koma til greina. Umsóknarfrestur til 27. julí. Upplýsingar veittar á Fræðsluskrifstofunni Tjarn- argötu 20, sími 621550. Gary Hart var talinn sigur- stranglegastur í forkosninga- slag Demókrataflokksins banda- ríska fyrir forsetakosningar að ári, áður en kvennastúss varð honum að falli. Skoðanakannanir höfðu leitt ótvírætt í ljós að hann naut langmests fylgis af átta lysthafendum. Yfirburðirnir voru slíkir að gárungarnir upp- nefndu keppinauta hans „dverg- ana sjö“. En einn góðan veðurdag upp- götvuðu stuðningsmenn öld- ungadeildarþingmannsins fýrr- verandi frá Colorado að hann hafði skriplað á siðferðisskötunni og lá kylliflatur. Eftir sátu dverg- arnir sjö. Dvergar þessir eru allir fremur lítt þekktir í Bandaríkjunum að blökkumanninum Jesse Jackson undanskildum. Þótt hann sé fremstur meðal jafningja í vin- sældastiganum um þessar mundir þá er talið fullvíst að hann muni ekki hljóta útnefningu flokksins þar sem hörund hans er of dökkt á litinn. Keppinautar hans eru þessir: Bruce Babbitt fyrrum fylkisstjóri í Arizona, Joseph Biden sem er öldungadeildarþingmaður fyrir Delaware, Michael Dukakis stýr- ir Massachusettsfylki, Richard Gephardt er fulltrúadeildarþing- maður frá Missouri, Albert Gore situr í öldungadeildinni fyrir Tennessee og Paul Simon gerir slíkt hið sama fyrir Illinois. Á dögunum mæltu sjömenn- ingarnir sér mót í borginni Houst- Andlitsmyndirnar eru af dvergunum sjö en neðst til vinstri er fyrmm keppinautur þeirra, Gary Hart. Efri röð frá vinstri: Gephardt, Dukakis, Jackson og Biden. Neðri röð frá vinstri: Babbitt, Gore og Simon. on í Texas og spjölluðu saman frammi fyrir suðandi sjónvarps- myndavélum. Ekki fóru þeir í hár saman heldur tóku þeir þann pól- inn í hæðina að vera sammála um að vera á móti Reagan. Þátturinn var enda fýrst og fremst til þess ætlaður að kynna frambjóðend- uma fyrir almenningi, störf þeirra og helstu stefnumál. Allir eru þeir á móti stjörnu- stríðsáætluninni, þeir fordæma stuðning Reagans við Contra hryðjuverkamennina sem herja á Nicaragua, harma halla á fjár- lögum og óhagstæðan viðskipta- jöfnuð og saka stjórnina um lög- leysur og siðleysi. Þeir gerðu lukku en mismikla lukku. Simon þótti góður er hann ávarpaði sjónvarpsvélarnar beint og sagði: „Ef þið eruð á höttun- um eftir manni sem má treysta þá er ég vitaskuld ykkar maður.“ Jackson og Babbitt þóttu slappir. Biden var yfirvegaður en Gore gerði sig sekan um að kalla James Knox Polk fyrrum forseta James K. Knox. En allirþóttu dvergarn- ir samt hafa vaxið upp í meðal- stærð. í skoðanakönnun sem gerð var í Iowa strax efir þáttinn, en þar mun forkosningin hefjast, kom í ljós að Gephardt, Dukakis og Simon þóttu fýsilegustu kostirn- ir. -ks. 4. júlí 1987 PJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Fræðslustjóri Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Deiliskipulag við Skeiðarvog - Suðuriandsbraut (Sogamýri) verður til sýnis samkvæmt skipulagsreglugerð 1. sept. 1985 gr. 4.4, frá mánudegi 6. júlí til þriðju- dasins 4. ágúst 1987, kl. 9.00 til 18.00 í Bygging- arþjónustunni, Hallveigarstíg 1. Þeir sem þessóska geta kynnt sér deiliskipulagið og gert athugasemdir, sem þurfa að berast skrif- lega til Borgarskipulags Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík, innan sama frests. Ólafur Þórður Þórarinsson Kársnesbraut 111, Kópavogi er lést laugardaginn 27. júní, verður jarðsunginn frá Lang- holtskirkju þriðjudaginn 7. júlí kl. 10.20. Ester Benediktsdóttir Úlfur Ólafsson Nanna Ólafsdóttir Þórhannes Axelsson Guðrún Edda Þórhannesdóttir Axel Ólafur Þórhannesson Sigurður Orri Þórhanness. Guðbjörg Þórarinsdóttir Valgerður Þórarinsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.