Þjóðviljinn - 05.07.1987, Side 2
Miku
skammtur
af Tjarnarþönkum
Oftast þegar þjóðhöfðingjar hafa heimsótt!
okkur hefur þeim verið búin hvíla í Ráðherra-
bústaðnum niður við Tjörn.
Sú ráðstöfun, að láta góða gesti gista á þess-
um stað, hefur að sjálfsögðu helgast af þeirri
hugsun að Tjörnin og umhverfi hennar væri
einn fegursti, friðsælasti og elskulegasti blettur-
inn í bænum okkar og þarmeð á jarðríki.
Svo bar hinsvegar við, þegar konungur svía
kom hér á dögunum, að ekki þótti hæfa að láta
hann gista í Ráðherrabústaðnum, einfaldlega
vegna þess að sjaldan eða aldrei hefur Tjörnin
og umhverfi hennar verið jafn subbulegt og í
dag. Þá virðist ráðamönnum loksins orðið Ijóst
að fólki verður ekki svefnsamt á friðsælum
sumarnóttum í nábýli við Reykjavíkurflugvöll.
Uppúr Tjörninni, þessari miðbæjarperlu,
leggur í sumarblíðunni fúlan fnyk líkt og væri
þessi litla tjörn forarvilpa eða safnþró, bakkarnir
eru skældir og að hruni komnir, norðurbakkinn
hruninn, vesturbakkinn orðin rusli og illgresi að
bráð og Tjarnargatan, sem gæti verið fegursta
göngugata í heimi, einhvers konar bílakirkju-
garður fyrir gangfærar blikkbeljur myrkranna á
milli.
Til að bæta svo gráu ofaná svart er Tjörnin og
umhverfi hennar ofurselt ærandi flugvélagný
megnið af sólarhringnum, ærandi hljóðmengun
sem engu eirir, hvorki fuglum, kóngum og
drottningum, né öðrum sem þreyja þurfa þorr-
ann og góuna í nábýli við þessa furðulegu flug-
stöð í hjarta Reykjavíkur.
Ég hef oft látið gamminn geisa um Tjörnina í
Reykjavík bæði í orðum og æði og það er nú
eiginlega bara af því mér finnst svo undur vænt
um þennan furðulega fuglapoll sem hefur verið í
hlaðvarpanum hjá mér frá því ég fæddist.
Og nú er Tjörnin enn einu sinni orðin mið-
punktur heitrar umræðu í fjölmiðlum, einkum
vegna þess að nú stendur rétt einu sinni til að
setja ofaní hana ráðhús.
Þetta er víst frekar pólitísk ákvörðun en vist-
fræðileg, og þó ég skilji að vísu lítið í vistfræði, er
mér pólitík ennþá lokaðri bók.
Ég bý við Tjörnina og eiginlega er Tjörnin og
lífríki hennar sá pólitíski vettvangur sem á hug
minn allan, sérstaklega í vor- og sumarblíðunni.
Stundum finnst mér meira að segja- ég vona
að það fari ekki lengra - já, stundum finnst mér
ég skilja fugla himinsins og tjarnarbúana betur
en Steingrím, Svavar, Þorstein, Jón Baldvin,
Albert og konurnar.
Vistfræði Tjarnarinnar er afskaplega merki-
leg, eins og vasaútgáfa af íslensku þjóðlífi þar
sem sósíalisminn er enn ekki orðinn ríkjandi
skipulag, eða hefur orðið að lúta í lægra haldi
fyrir frjálshyggjunni, sem predikar „the survival
of the fittest", semsagt að það sé sá harðasti
sem blívur.
Á Tjörninni er veiðibjallan við völd og viðhefur
mikið ofríki, en krían er sá fuglinn sem smæl-
ingjarnir binda mestar vonir við og er þá lokið
þessari táknrænu samlíkingu.
Þó að tjarnarbúar séu að mestu fuglar man ég
eftir því frá ég var krakki að í Tjörninni voru
hornsíli og á sumrin er stundum mikill flugna-
svermur kringum hana. Eiginkona mín hefur
tjáð mér að flugnapláguna megi rekja til þeirrar
staðreyndar að engir fiskar séu eftir í Tjörninni til
að éta flugurnar og að þetta sé dæmigert vist-
fræðilegt próblem.
Annars eru fuglar þarna helstir: svanir, kríur,
gæsir og bjevítans veiðibjallan. Þá gera kettir
sér tíðförult niðurað Tjörn til að fá sér bita í háls
og minkur stundum. Af þessu er komið mál-
tækið að vera með öndina í hálsinum.
Veiðibjallan er með öndina í hálsinum allt
vorið og framá sumar.
Þetta voru svona almennar hugleiðingar um
vistfræði Tjarnarinnar.
Og nú er það semsagt sem til stendur að setja
ráðhús ofaní þessa litlu tjörn.
Það hefur raunar alla tíð þótt afar aðkallandi
að setja einhvern skollann ofaní Tjörnina.
Skólpi og óþverra var lengi í hana dælt. Suð-
vestur hluti hennar var um tíma sorphaugur
reykvíkinga. Einhverntímann settu einhverjir
voðamenn hafmeyju í Tjörnina. Nokkrum
dögum síðar komu ennþá meiri voðamenn og
sprengdu hana í loft upp. Þá var það einhvern
tímann að sendiherra Bandaríkjanna skrifaði
bæjarstjórn bréf og kvaðst hafa hug á því að
gefa Reykjavík orgel til að setja ofaní Tjörnina. í
bæjarstjórn var skotið á fundi og samþykkt að
veita orgelinu þegar móttöku því í Tjörnina vant-
aði einmitt orgel. Svo var orgelið sett ofaní
Tjörnina en þá kom í Ijós að þetta var ekki
venjulegt orgel, heldur vatnsorgel og uppúr því
hefur síðan í tíma og ótíma staðið mikil og ekki
mjög gáfuleg vatnsbuna, líkt og þarna hefði bil-
að vatnsveiturör.
Um þennan gosbrunn var ort vísan:
Uppúr pípum vatnið veliur,
vöknar af því Hljómskálinn.
Það er einsog miljón mellur
mígi uppí himininn.
Og nú stendur semsagt til að setja ráðhús
ofaní Tjörnina og þá verður Tjörnin vafalaust
flutt uppí Árbæ og á tjarnarbotninn sett eitthvað
viturlegra en fuglalíf, sem gæti laðað að sér
mannlíf.
2 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur S. júll 1987
„Fíflin ykkar! Við komum þessu flykki aldrei oní holuna!"