Þjóðviljinn - 05.07.1987, Page 3

Þjóðviljinn - 05.07.1987, Page 3
„Tað er eitt herðaklapp!" Jens Kannuberg hefur betur í fœreysku eyðniströggli „Vilja fegnir lata seg kanna fyri AIDS", segir færeyska blaðið 14. September f forsíðufrétt á dög- unum. Tilefnið var það að Jens Kannuberg, forstjóri fiskvinnslu- hússins Lynfrost í Runavík, hafði krafist þess að allir útlendingar sem sæktu um vinnu hjá fyrirtæk- inu gengjust undir eyðnipróf. Þessi krafa Kannubergs vakti mikla athygli og umtal, ekki síst vegna þess að nær ógerlegt er að smita dauðan fisk af eyðni. Og færeyska blaðið hefur eftir for- stjóranum að nokkrir Danir hefðu lýst sig reiðubúna til að gangast undir eyðniprófið: „Tað er eitt herðaklapp og vísir, at eg havi ikki verið á skeivari leið“. Jens Kannuberg útskýrir kröfu sína með því að ef útlendingar sem vinna á Lynfrost hefðu greinst með eyðni, þá hefði skuldinni verið skellt á hann. Hann tekur fram að þetta sé ekki vegna andúðar í garð útlendinga yfir höfuð, heldur einungis af ör- yggisástæðum. Nú er málið til lykta leitt að nokkru, en margir munu efins um þá stefnu að krefjast eyðnivott- orðs með atvinnuumsóknum; rétt eins og um hvert annað saka- vottorð sé að ræða. Að þessu leytinu til er sakavottorð útlend- inga hans Jens alveg tandur- hreint, enda gekk honum ekkert annað til en að: „Vit vildu bara tryggja okkum ikki at draga nakra vanlukku sjúku inn í landið“. Vilja fegnir lata seg kanna fyrí AIDS: Nógvir danir sokt á Lynfrost — Eitt herðaklapp til mín: sigur Jens Kannuberg. Nógvlr danlr eru til reið- ar at lata seg kanna íyri AIDS íyri at fáa arbelðl á flakavlrkinum Lynfrost i Runavik. Danska blaðjð landsposten si< in, at nógvir vent sær til ar inglna i Hirtshai um arbeiöl á Lynfrost, og at telr eru sinnaðir at lata seg kanna fyri AIDS, áðr- enn teir koma henda veg- in. Hetta hendlr hóast danska spesialarbejder- forbundet harðliga hevur mótmælt kravlnum frá Lynfrost um elna blanka AIDS váttan íyrl at lata danir íáa arbeiðl á virkln- GLAÐUK FYRI Stjórin á Lynfrost, Jens Kannuberg, slgur, at hann hevur einki hoyrt frá arbeiösávisinglni í Hlrshals. Men hann sigur, at hann er glaður íyri at h nógvlr danir havj Lynfrost. ógvullga glaðir fyri, og at teir rimullga kunnu hava kent seg eitt slndur illa. — Eg havl tó tosað við telr og greitt telmum frá, at teir skulu ikki uppfata hetta sum elna diskrlmi- nering, og at teir skulu lata sum elnkl. — Men teir hava ikkl tlkið tað illa upp. Telr segdu, at telr vildu lata seg kanna, um vit kravdu tað, sigur stjórin á Lyn- frost. Hann dugir Kvennalistakonur á kommaþing Ef til vill má vænta klofnings í ítalska kommúnistaflokknum áður en langt um líður. Kon- urnar í flokknum hafa nefni- lega boðið fulltrúa frá Kvennalistanum til þess að halda erindi um Kvennalist- ann á íslandi, árangur og starf. Erindið er haldið á kvennaþingi flokksins og í ferðina fór Magdalena Schram. Boð ítölsku kvenn- anna gefur einna helst til kynna að þær séu orðnar þreyttar á karlveldinu í flokkn- um... ■ ' Matti öskuillur Ólafur G. Einarsson formað- ur þingflokks Sjálfstæðis- flokksins verður trúlega að leggja alla ráðherradrauma á hilluna í bili. Þegar lak út í vik- unni að Þorsteinn ætlaði að skipta Ólafi inná fyrir Matta Matt í ráðherragenginu, fauk í ýmsa ekki síst flokksmenn á Reykjanesi sem urðu æfir yfir þvi hvernig formaður flokks- ins ætlaði að niðurlægja for- ingja þeirra með því að taka Ólaf G. framyfir hann, en Ólafur hefur ekki átt miklu fylgi að fagna meðal óbreyttra flokksmanna í kjördæminu. Matthías varð sjálfur ösku- illur enda trúði hann ekki öðru en hann væri á ráðherra- listanum fyrr en Þorsteinn gaf annað til kynna í fyrradag. Matthías er tilbúinn að gefa eftir stólinn, svo framarlega sem Ólafur fær hann ekki. Þingmenn landsbyggðar- innar voru fljótir að taka við sér og krefjast þess nú að þessi flökkustóll íhaldsins falli þeim í skaut, enda sé Þor- steinn lítill fulltrúi landsbyggð- ar, búsettur í Fossvoginum. ■ Kjaftask í stað Sverris Talið er nokkuð víst að Hall- dór Blöndal hreppi lausa stólinn hans Matta Matt sem Ólafur G. Einarsson má ekki setjast í. Halldór bendir sjálfur á sér til stuðnings að engir aðrir komi til greina af landsbyggð- arþingmönnum. Pálmi og Friðjón eru úti í kuldanum eftir hliðarsporið með Gunn- ari Thor. Þorvaldur Garðar verður áfram í forsetahlut- verki, gamla ráðherragengið hefur verið sett til hliðar og ekki taki því að ræða um þá Egil og Eggert. Aðrir benda hins vegar á Halldóri til stuðnings að ef ein- hver eigi möguleika á að fylla í skarð Sverris Hermanns- sonar sem kjaftasks númer eitt, þá komi enginn annar en Halldór Blöndal til greina. ■ jafnvel nafni hans Baldvin að standa upp úr sínum til að reyna að stilla til friðar í þing- flokknum. ■ Fýkur Jóhannes Nordal? Þjóðin býður nú spennt eftir fyrsta embættisverki Jóns Baldvins Hannibalssonar sem verðandi viðskiptaráð- herra. Á fundaferðum sínum um landið í fyrra lýsti Jón því m.a. yfir að hans fyrsta verk, kæm- ist hann til valda, væri að reka Jóhannes Nordal seðla- bankastjóra. Nú er Jón að komast í stjórn og meira en það, hann verður sem við- skiptaráðherra yfirmaður bankamála og þar með yfir- maður Jóhannesar Nordals. Þá er bara að standa við stóru orðin. ■ Einræði Jónanna Gífurleg ólga er nú innan þingflokks Alþýðuflokksins vegna vinnubragða þeirra Jóns Baldvins og Jóns Síg- urðssonar við stjórnar- myndunina síðustu vikur og daga. Meira að segja Jó- hanna Sigurðardóttir sem hefur verið einn helsti stuðn- ingsmaður Jóns Baldvins í þingflokknum er orðin lang- þreytt á ofríki nafnanna. Karvel varð fyrstur til að springa eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær og hefur til- kynnt formanni sínum að hann styðji ekki stjórnina að óbreyttu og er víst að fleiri landsbyggðarþingmönnum krata finnst fátt um stöðu Alþýðuflokksins í þessari stjórn - og reyndar ótrúlegt hvernig flokkurinn hafi spilað frá sér allri stöðu í þessari stjórnarmyndun og sitji á endanum uppi með áhrifalaus embætti. Segja landsbyggðarþing- menn að Jón Sigurðsson hafi ráðið ferðinni allan tímann og haldið fast fram kröfunni um fjármálaráðherrastólinn. öllu oðru hafi verið fórnað fyrir stólinn hans Jóns og nú verði Meistari Megas lætur ekki deigan síga, enda haft eftir honum sjálfum að hann hafi aldrei verið í betra formi. Og nú í haust er væntanleg ný plata frá honum og það er að sjálfsögðu Ásmundur Jóns- son í Gramminu sem gefur út. Hann hefur verið kallaður Ragnarí Smára rokksins... ■ Flugleiðir berja í borðið Stöð 2 er sífellt að færa út kví- arnar og bæta við sig mann- skap. Og nú á dögunum leit út fyrir að þeim bættist góður liðsauki í fréttadeildina um nokkurt skeið. Sæmundur Guðvinsson, blaðafulltrúi Flugleiða og margreyndur fréttahaukur, ætlaði semsé að eyða sumarfríinu sínu í fréttamennsku á Stöðinni. Þegar yfirmenn Flugleiöa fréttu af þessu slógu þeir hins- vegar í borðið og mótmæltu alfariö. Sæmundur væri þeirra maður og ekki kæmi til greina að hann ynni hjá öðr- um - ekki einu sinni í sumar- leyfinu. Það er sama fyrir- komulag og hjá atvinnuliðum í fótbolta; starísmennirnir eru eign fyrirtækisins, sem getur ráðstafað þeim nánast að eigin geðþótta! ■ Svart á hvítu eykur umsvifin Svart á hvítu er eitthvert mesta spútnikfyrirtæki síðari ára. A undraskömmum tíma tókst að gera örverpi í útgáfu- heiminum að stórveldi. Nú eru þeir komnir á kaf í tímaritabransann. Áður hefur verið sagt frá Tímaritinu Regnbogabækur sem gefur út sakamálasögur, en þar sem þær eru kallaðar sérrit úr tímariti þarf ekki að greiða söluskattinn! Þá er væntan- legt á næstunni fyrsta tölu- blað Sjónmáls, tímarits um kvikmyndir, myndbönd og þess háttar, en Svart á hvítu er stór hluthafi í því. Og nú hefur frést að for- lagið sé í þann veginn að kaupa sig inní Textablaðið sem gefur tímaritið UNG út. UNG hefur vakið mikla athygli fyrir vandað útlit, en rekstur- inn kvað hafa gengið nokkuð brösótt. Ritstjóri UNG er Tómas Jónsson og heyrst hefur að hann eigi nú í við- ræðum við forráðamenn Svarts á hvítu. Hrotið í skothríðinni Á dögunum var byrjað að sýna kvikmyndina Platoon sem gerist í Víetnam. Eins og nærri má geta er púðrið hvergi sparað, en undir lok myndarinnar heyrist vart mannsins mál í næstum hálfa klukkustund fyrir skothríð og djöfulgangi. Spenntir bíógest- ir í vikunni tóku hinsvegar eftir þvi þegar hríðinni slotaði aö maður nokkur svaf vært á ein- um af fremstu bekkjunum. Hann hafði sumsé sofið af sér eina styrjöld og hraut hástöf- um. Þaö var ekki fyrren hlátra- sköllin tóku við af byssunum að Steingrímur Sigurðsson listmálari vaknaði upp af draumum sínum... I Af skoskum blótsyrðum Erlendis tíðkast þaö mjög hjá knattspyrnuliðum aö sparka þjálfaranum ef á móti blæs. Það er hinsvegar næsta fátítt hér að þjálfarar þurfi að „taka pokann sinn“, eins og það heitir á íþróttamáli. Þannig hefur FH í Hafnarfirði vegnað afleitlega í 1. deildinni í sumar, aðeins fengið 1 stig, en ekki hvarflar að neinum að kenna þjálfa um. Sá heitir lan Flemming, skoskur að upp- runa, og er vel liðinn af sínum mönnum, enda spilar hann með liðinu. Það mun vera helsta skemmtun áhorfenda í Firðinum að vera úti við hliðarlínu þegar lan missir boltann. Þá ryður hann útúr sér ótrúlega fjölbreyttu úrvali af skosku blóti og ragni! ■ l mijD? S: 112 75 (217 84) A Umsjónarfóstra Umsjónarfóstra óskast til afleysingastarfa að dagvistardeild Félagsmálastofnunar Kópavogs frá 1. september til 1. júní n.k. Upplýsingar gefur dagvistarfuIItrúi í síma 45700. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðu- blöðum sem liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Félagsmálastjóri Bindindismótlö Caltalækjarskógi Versjtínarmannahelginál. júli til 3. ágúst 1987 * Bergþóra Árnadóttir ★ Hljómsveit Geirmundar ★ Rauðir fletir ★ Rocky ★ Bláa bilskúrsbandið Meýtn ♦ Kvass ♦ Ómar Ragnarsson » Jörundur » Július ♦ Flugeldasýning ♦ Barnaleikhúsið ♦ Kristinn Sigmundsson ♦ Hjörtur Benediktsson, eftirherma

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.