Þjóðviljinn - 05.07.1987, Qupperneq 9
ATBURÐARÁS
KiÖRBÓKARINNAR IR
AUJAF JAFN SPENNANM
KJÖRBÓKAREIGENDUR
FENGU RÚMAR 60 MU.UÓNIR
NÚIIM MÁHAÐAMÓHN
og lokaður með keðjum og lykil-
linn er í vörslu Náttúruverndarr-
áðs.“
- Hvað er þá til ráða fyrir fólk
sem langar að kynnast undir-
heimum?
„Það eru nú farnar ferðir reglu-
lega frá BSÍ klukkan ellefu á
sunnudögum. Við förum með
fólkið í Tvíbotna, sem er afar fal-
legur hellir á Þingvallasvæðinu.
Hann er hinsvegar ekki eins við-
kvæmur fyrir umgengni og marg-
ir aðrir og að auki leiðbeinum við
fólki mjög ítarlega. Þessar ferðir
eru í aðra röndina hugsaðar til
þess að kenna fólki hvernig það á
að koma fram gagnvart náttúr-
unni, til að spilla henni ekki.“
Hið algera myrkur
- Það er nú varla fyrirfólk með
innilokunarkennd, - að labba
mörghundruð metra inní jörðina?
„Nei, ég myndi nú ekki ráð-
leggja fólki með innilokunar-
kennd að stunda hellaferðir. Ég
hef á hinn bóginn engan hitt enn
sem komið er, sem ekki hefur
haldist við. Hellarnir eru margir
hverjir afar rúmgóðir, og þrengja
ekki að fólki. - En stundum
slökkvum við á öllum ljósum og
þá verður aigert myrkur. Maður
sér ekki höndina á sér þótt hann
beri hana upp að andlitinu.
Margir hafa sagt mér að þá fyrst
hafi þeir kynnst myrkrinu: Þegar
engu skiptir hvort þú ert með
augun opin með lokuð. Þegar við
gerum þetta þá spjöllum við oft
saman, förum jafnvel með vísur
og þessháttar. Stundum veltum
við því líka fyrir okkur hvort við
kæmumst út ef við hefðum engin
ljós. - En þá erum við oftast nær
fljótir að kveikja aftur!“
- En hvernig er andrúmsloftið á
þessum slóðum?
„Það er nú svo merkilegt að
andrúmsloftið er hvarvetna
ferskt og dálítið rakt. Hraunið
andar mjög greiðlega og þannig
berst loft niðrí hellana. Við próf-
uðum einu sinni að fara ofaní
helli með ósköpin öll af vindlum.
Síðan sátum við og púuðum af
ákafa þangað til loftið var allt
reykmettað. Daginn eftir komum
við til að athuga hvemig ástandið
væri: Það var ekki minnsti vottur
af vindlareyk eða lykt; andrúms-
loftið endurnýjast svo fljótt".
- Hellarannsóknir - verða þœr
hlutskipti þitt á nœstunni?
„Já, ég hef verkefni meðan
ævin endist! Um þessar mundir er
þetta einungis í íhlaupum og
sjálfboðavinnu, því ég verð að sjá
mér farborða á annan hátt. En
hingað til hafa hellar aldrei verið
rannsakaðir kerfisbundið, svo
verkefnin era óþrjótandi.
Ég er alltaf að fá fregnir af
stöðum þar sem líklega eru hell-
ar. Um daginn frétti ég til dæmis
af stað austur i Þjórsárhrauni.
Hraunið er 7-8 þúsund ára gamalt
og a.m.k. 14 ferkílómetrar og því
stærra en Skaftáreldahraunið til
dæmis.
í Þjórsárhrauni hafa aldrei
fundist neinir hellar, en sam-
kvæmt mínum heimildum gætum
við fundið einn verulega stóran!
Það er feykilega mikið að skoða
og þetta er svo heillandi veröld."
-hj.
Sunnudagur 5. júli 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
1
Kjörbókareigendur hafa gilda ástæðu til þess að
vera ánægðir með uppáhaldsbókina.
Nú um mánaðamótin fengu þeir greiddar rúmar
60 milljónir í uppbót á innstæður sínar fyrir síðustu
3 mánuði vegna verðtryggingar-
ákvæðis Kjörbókarinnar.
Auk þess lögðust vextir við allar
Kjörbókarinnstæður 30. júní síðastliðinn.
Nafnvextir Kjörbókar eru 20% á ári.
1. þrep (16 mánuðir) 21,4%
2. þrep (24 mánuðir) 22%
Svo má ekki gleyma því
að Kjörbókin er óbundin.
Kjörbók Landsbankans er góð bók fyrir
bjarta framtíð.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
••