Þjóðviljinn - 05.07.1987, Síða 17
Nafn vikunnar
//
Ætlum okkur að
gera stóra hluti
íslenska landsliðið í handknattleik
Það er ekki á hverjum degi sem
við leggjum að velli heimsmeist-
ara og afrek íslenska landsliðsins
í handbolta, sigur gegn Júgósla-
víu, er ótrúlegt. Þó er eins og
flestir hafi ekki gert sér grein fyrir
því hversu stór sigur þetta var
fyrir íslenskan handknattleik.
„Án efa stærsti sigur íslands frá
upphafi,“ sagði Jón Hjaltalín
Magnússon formaður HSI og er
það ekki ólíklegt. Júgóslavar eru
núverandi heims- og Evrópumei-
starar og sigur þeirra í Sviss í fyrra
var sannfærandi. Þeir standa í
sömu sporum og við, í undirbún-
ingi fyrir Olympíuleikana og þeir
ætluðu sér sigur. Við höfðum
sigrað þá hér heima og það var í
sjálfu sér mikið afrek. Það var
leikur sem skipti þá ekki ýkja
miklu máli og þeir voru ekki með
sitt besta lið. Þó skal það tekið
fram að lið eins og það júgóslavn-
eska leikur alltaf af fullri alvöru.
En á þessu móti ætluðu þeir sér
sigur. „Það var greinilegt hvað
þeir höfðu í hyggju," sagði Guðj-
ón Guðmundsson liðsstjóri ís-
lenska landsliðsins. „Þeir settu
Sovétmenn í hinn riðlilinn og ætl-
uðu að mæta þeim í úrslitum. Við
komum í veg fyrir það.“
„Þetta var einstaklega sætur
sigur," sagði Alfreð Gíslason.
„Það að vinna heimsmeistara er
alltaf frábært og að vinna þá á
þeirra heimavelli í alvöruleik er
nokkuð sem maður gleymir ekki í
bráð.“
Handbolti
um hásumar
Það hefði einhvern tíma þótt
undarlegt að vera að leika hand-
bolta um hásumar og reyndar eru
margir ennþá á þeirri skoðun að
Þorgils Óttar og Bjarni Guðmundsson hnoða Spánverjum saman í leik frá í
fyrra. íslendingar biðu að vísu lægri hlut gegn þeim í Júgóslavíu, en það kom
ekki að sök. Þriðja sætið á mótinu var okkar!
handboltinn eigi aðeins að vera
leikinn um vetur. En landsliðsins
bíða mörg verkefni og þeirra
stærst eru Olympíuleikarnir í Se-
oul 1988. Allir leikir og öll mót
eru þáttur í undirbúningi fyrir
leikana. „Maður er farinn að
venjst því að leika á sumrin,“
segir Geir Sveinsson landsliðs-
maður. „Ef við ætlum að vera
meðal sex bestu þjóða í heimin-
um þá verðum við að eyða 10-11
mánuðum á ári í handbolta. Þetta
gera aðrar þjóðir og ef við gerum
það ekki líka, þá drögumst við
afturúr."
Landslið íslands hefur tekið
miklum breytingum á undanförn-
um árum. Mikið meira er lagt í
allan undirbúning og landsliðið
stefnir nú að ákveðnum mark-
miðum. Sviss 86, Seoul 88 hafa
verið tvö stærstu markmið liðs-
ins. Undirbúningur fyrir þessi
mót hefur verið mjög skipu-
lagður og leiknir „alvöruleikir,"
gegn „alvöruþjóðum" í stað
leikja gegn Færeyjum. „Það er
mjög mikilvægt fyrir liðið að hafa
að einhverju að stefna," segir
Bogdan Kowaczick landsliðs-
þjálfari. „Við verðum að leika al-
vöruleiki ef við ætlum okkur að
gera stóra hluti. Ef við spilum við
slaka andstæðinga þá stöðnum
við.“ Þetta hefur aukið metnað
íslensku leikmannanna og einnig
áhuga áhorfenda. Þetta eru tvö
mikilvæg atriði.
Rétt tímasetning
Hvað er það sem gerir íslenska
landsliðið svo sterkt? Við þessari
spurningu er ekkert eitt svar. Þó
er ekki hægt að neita því að á-
hrifamaðurinn sem flestar af
þessum breytingum miðast við er
Bogdan Kowalzcyck landsliðs-
þj álfari. Ráðning hans sem lands-
liðsþjálfara markaði tímamót í ís-
lenskum handbolta. Hann kom
með nýjar aðferðir og árangur
hans sem þjálfara segir líklega
mest um getu hans.
En þjálfarinn gerir ekkert án
leikmanna. Nú eiga sér stað kyn-
slóðaskipti í landsliðinu, en þó
mjög hægt og hljótt. Geir Sveins-
son, Kari Þráinsson, Jakob Sig-
urðsson og Guðmundur Hrafn-
kelsson eru meðal þeirra leik-
manna sem eru að vinna sér fast-
an sess í liðinu. Þrátt fyrir það er
liðið mjög leikreynt og gamlir
leikmenn eins og Þorbergur Jens-
son og Þorbergur Aðalsteinsson
eru mættir til leiks að nýju.
Eins og í flestum íþróttum er
þetta aðeins spurning um að
„toppa“ á réttum tíma. Þ.e. að
vera í sem bestu formi þegar mest
á ríður. 20. september 1988 er
dagurinn sem kemur til með að
skipta öllu máli, en þá er fyrsti
leikurinn á Olympíuleikjunum.
Þann dag kemur í ljós hvar við
stöndum og það er tvímælalaust
hápunkturinn hjá nafni vikunn-
ar, íslenska landsliðinu.
-Ibe
LEHDARI
Draugagangur stóriðjumálgagnsins
í vikunni sem nú er að renna sitt skeið á enda
rann aldamótahugmyndafræði stóriðjuflokk-
anna út í sandinn. Aðalfundur Kísilmálmvinnsl-
unnar staðfesti sl. þriðjudag þá niðurstöðu við-
ræðunefnda íslenska ríkisins og Rio Tinto Zink,
að ekki sé grundvöllur fyrir því að reisa verk-
smiðju á Reyðarfirði. Reyndar á að skoða
dæmið aftur um næstu jól en ekki einusinni
bjartsýnustu mönnum dettur í hug að sú athug-
un leiði neitt nýtt í Ijós sem breytt geti dæminu
þannig að hagkvæmt þyki að reisa verksmiðj-
una, þvert á móti gera flestir ráð fyrir því að
gengisþróun haldi áfram að vera óhagstæð fyrir
rekstur slíkrar verksmiðju.
Iðnaðarráðherrar í ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar - en þeir voru þrír talsins - einkum
þó Sverrir Hermannsson, lögðu mikla ofurá-
herslu á að fá stóriðjuver í hvern landsfjórðung.
Fyrir utan Kísilmálmvinnsluna átti að reisa álver
við Eyjafjörð og stækka álverið í Straumi um
helming. Aðalatriðið var að losna við Hjörleif
Guttormsson úr stól iðnaðarráðherra og eftir-
leikurinn yrði ekkert mál; erlendir auðhringir
væru í viðbragðsstöðu til að nýta þessa hræbil-
legu raforku sem stóriðjuflokkarnir buðu á út-
söluprís.
Svo reyndist þó ekki vera. Stóriðjunefndir
flengdust um heiminn þveran og endilangan í
leit að erlendum aðilum til að taka þátt í stóriðju-
draumnum, en uppskáru ekkert.
Reyndar miklu minna en ekkert því kostnað-
urinn af þessum ferðalögum var tugir milljóna.
54 milljónum var eytt í þennan draum á ríkis-
stjórnarárum Steingríms Hermannssonar og er
sú tala ekki framreiknuð. Kostnaður vegna stór-
iðjudraugsins sl. tvö ár er rúmar 22 milljónir
króna.
Þó íslenska ríkið hafa bara haft kostnað af
þessu þá hafa einstaka gulldrengir framsóknar
og íhalds notið góðs af. Efsti maður framboðs-
lista Framsóknarflokksins í kosningunum í vor,
maðurinn sem gerir nú kröfu til ráðherradóms í
þríhjólinu, Guðmundur G. Þórarinsson, fékk á
þessum árum tæpar 1,4 milljónir króna fyrir
nefndarstörf sín vegna stóriðjudraugsins. Ann-
ar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík, maðurinn sem orðaður er við embætti
menntamálaráðherra í þríhjólinu, Birgir ísleifur
Gunnarsson, fékk rúma 1,1 milljón króna fyrir
störf sín á vegum nefndanna.
Það þarf því ekki að koma á óvart þótt helsta
málgagn stóriðjunnar, Morgunblaðið, sé með
slæma samvisku þessa dagana. í sjálfu sér
kemur það heldur ekki á óvart hvernig Mogginn
reynir að hvítþvo eigin samvisku af bruðlinu
með því að benda á Hjörleif Guttormsson sem
höfuð sökudólg stóriðjubruðlsins. Nei það er
ekki margt sem kemur á óvart í leiðara Morgun-
blaðsins sl. fimmtudag, ekki einusinni það að
þrátt fyrir að hver heilvita maður sjái nú að
draumurinn er úti, eygir Mogginn samt enn smá
vonarglætu: „Eini sjáanlegi kosturinn til að auka
umtalsvert sölu rafmagns til orkufreks útflutn-
ingsiðnaðar er stækkun álversins við
Straumsvík,“ segir orðrétt í leiðaranum.
Þótt Mogginn haldi enn dauðahaldi í drauginn
þá virðist sú skoðun að draumurinn sé úti fá
stöðugt meiri hljómgrunn; að í stað þess að
eltast við mýrarljós stóriðjunnar beri að leita
nýrra leiða til að efla atvinnulíf landsmanna.
Nýlega skrifaði Páll Kr. Pálsson, framkvæmda-
stjóri Iðntæknistofnunar gagnmerka grein í
Moggann þar sem hann afskrifar stóriðjuna í eitt
skipti fyrir öll og áður hafði Júlíus Sólnes bent á
að draumurinn væri orðinn að draug.
Þrátt fyrir það virðist ætla að ganga erfiðlega
að kveða niður draugaganginn á Mogganum.
Þar slettir Móri úr klaufunum og eys formæling-
um og lygum yfir lesendur blaðsins. Sá ráðherra
sem Móri kallar dýrasta ráðherra íslandssögu-
nnar er þegar að er gáð eini iðnaðarráðherrann
sem hefur getað tjónkað við stóriðjuauðvaldið
og komið því í skilning um að það verði að hlíta
íslenskum lögum. Það er Hjörleifi Guttormssyni
að þakka að Alusuisse fær ekki borgað með
raforkunni lengur. Ætli þrístirni Sjálfstæðis-
flokksins í iðnaðarráðherrastól þeirrar ríkis-
stjórnar sem enn situr sem starfsstjórn, hafi ekki
kostað þjóðina öllu meira en Hjörleifur, að ekki
sé talað um gulldrengina Guðmund G. og Birgi
ísleif. -Sáf
Sunnudagur 5. júlí 1987 ÞJÓÐVIUINN - SfÐA 17