Þjóðviljinn - 05.07.1987, Qupperneq 19
SKÁK
Enginn vinnur skák
á því að gefa hana
Einn skákviðburðurinn rekur
annan. Skákáhugamenn
fylgdust af athygli með mótinu
í Moskvu þar sem þeir Jóhann
Hjartarson og Margeir Péturs-
son tefldu fyrir íslands hönd
þg í nýbyrjuðum mánuði fara
fram mót sem án efa eiga eftir
þð halda mönnum við efnið.
Skákþing Norðurlanda hefst
|13. júlí í Færeyjum, Jóhann
Hjartarson teflir á millisvæða-
mótinu í Szirak í Ungverja-
landi sem hefst 17. júlí og þeir
Þröstur Þórhallsson og ný-
þakaður heimsmeistari
sveina, Hannes HlífarStef-
ánsson, teflaá
heimsmeistaramóti unglinga,
ákipuðu skákmönnum yngri
én 20 ára, í Manila á Filipps-
eyjum.
í Moskvu luku þeir Jóhann og
Margeir keppni fyrir viku. Jó-
hann náði ágætum árangri, hlaut
IVi vinning af 13 mögulegum og
lenti í 3.-5. sæti, en Margeir hlaut
5 Vz vinning og lenti í 11. sæti.
Mótið var í 12. styrkleikaflokki
en í slíkum mótum er stór-
meistaraárangur uppá 8 vinn-
inga. Lokaniðurstaðan varð ann-
ars þessi: 1. Gurevic 8Vi v. 2.
Romanishin 8 v. 3.-5. Jóhann
Hjartarson, Malanjúk og Dol-
matov IVi v. hver. 6. Lerner 7 v.
7.-8. Razuvajev og Lputian 6V2 v.
hvor. 9.-10. Benjamín (Bandar.)
og Geller 6. v. hvor. 11. Margeir
Pétursson 5‘/2 v. 12.-13. Vasjúkov
og Hodgson (Englandi) 5 v. hvor
14. Ioneschu (Rúmcníu) 4'/2 v.
(Sovétmaður eða íslendingur
nema annað sé tekið fram.)
Mótið var eitt fjölmargra sem
tengd eru minningu Októberbylt-
ingarinnar. Sérstaklega eftirtekt-
arvert var hversu styrkleika- og
stigamunur keppenda var lítill og
kom það greinilega fram í úrslit-
unum, fjölmörgum skákum lauk
með j afntefli þó alls ekki væri það
fyrir skort á baráttuvilja, þvert á
móti er að sjá á mótsskrá að hart
hefur verið barist og þar má finna
ágætar maraþonskákir. Margeir
Pétursson tefldi lengstu skák
mótsins, 130 leiki við Rasuvajev
sem klúðraði hagstæðu drottn-
ingarendatafli peði yfir og varð
að gefast upp seint og um síðir.
Razuvajev tefldi raunar aðra eins
skák sem varð 123 leikir, en hún
vannst.
Jóhann tefldi frísklega enda
nokkuð um liðið frá því hann tók
síðast þátt í skákmóti. Margeiri
voru hinsvegar mislagðar hend-
ur, hann var um of kreddufastur í
byrjanavali. Frammistaða hans
getur þó talist sómasamleg miðað
við hversu sterkt mótið var. Af
vinningsskákum þeirra félaga
sem urðu alls fimm var sigurskák
Jóhanns einna best. Jóhann vann
að auki Benjamin og Hodgson.
Benjamin teygði sig of langt í
jafnteflisstöðu en Hodgson mun
hafa haft öðrum hnöppum að
hneppa einmitt á því augnabliki
er Jóhann lék unninni stöðu nið-
ur í jafntefli:
Hodgson - Jóhann
Jóhann lék síðast 46. - Bd4-c3
sem er afar ónákvæmur leikur og
við það gafst Hodgson upp!
Rannsóknir á stöðunni leiða í ljós
að með 47. Rb5! heldur hvítur
jafntefli án teljandi erfiðleika.
Verður aldrei nógsamlega
brýnt fyrir mönnum að gefast
ekki upp þótt á móti blási. Ég hef
horft upp á menn leggja upp
laupana þegar síst skyldi jafnvel í
gjörunnum stöðum. Þetta eru yf-
irleitt fremur seinheppnir skák-
menn. Þekkt er viðureign þar
sem teflendur gáfu skákina sam-
tímis, annar vegna vonlausrar
stöðu, hinn hafði slæm samviska
nagað inn að hjartarótum; þegar
mótstöðumaðurinn gekk örna
sinna tók vinur vor aftur leik, sem
gerbreytti stöðunni. Réttmæti
þess sem Benóný kvað upp úr
með hér um árið, að enginn vinn-
ur skák á því að gefa hana, er
óhrekjanlegt.
Með sigri yfir Lerner í síðustu
umferð í skák sem fylgir hér hefði
Jóhann getað fagnað enn hærra
sæti. Þá var heppnin honum ekki
hliðholl í fyrstu umferð er yfir-
burðastaða gegn Oleg Romanis-
hin fór fyrir lítið. Reyndist það
eina tapskák Jóhanns.
HELGI
ÓLAFSSON
En hér kemur skákin úr síðustu
umferð. Lerner er illa að sér í
tískuafbrigði sjötta áratugarins
sem Andrei Sokolov dustaði ryk-
ið af í einvíginu við Jusupov á
síðasta ári. Jóhann hafði haft af
því nokkra reynslu í skák gegn
Robert Byme á Reykjavíkur-
mótinu 1982. Eftir örfáa leiki er
Sovétmaðurinn kominn á vonar-
völ, en hann verst klókindalega
og vinningurinn reynist torsóttur.
Vendipunkturinn er í 32. leik
þegar Jóhann víxlar leikjum og
verður að sætta sig við skiptan
hlut átta leikjum síðar:
Moskva 1987
Konstany Lerner
Jóhann Hjartarson
Nimzoindversk vöm
1. d4-Rf6 6. Rf3-c5
2. c4-e6 7. 0-0-Rc6
3. Rc3-BM 8. a3-Bxc3
4. e3-0-0 9. bxc3-Dc7
5. Bd3-d5 10. Dc2
(Fræðibækurnar mæla með 10.
cxd5 exd5 11. Rh4 Re7 12. g3
með flókinni stöðubaráttu.)
10... Ra5
11. cxd5-exd5
12. Re5
(Ónákvæmni og nú þegar hrifsar
svartur til sín frumkvæðið. Ridd-
arinn er alveg úti á þekju á e5
enda hrekst hann þaðan fljót-
lega. Betra er 12. Rd2 með u.þ.b.
jöfnum möguleikum.)
12. .. c4
13. Be2-Re4!
14. Ha2-f6
15. Rf3-Rd6
16. a4-Bf5
17. Ddl-Re4
(Strategía svarts hefur heppn-
ast fullkomlega en það em ýmis
ljón á veginum við úrvinnsluna
eins og í Ijós kemur.)
18. Bb2-Rb3
19. Rh4-Be6
20. f3
(Til greina kom 20. Bg4 með
hugmyndinni 20. - f5 21. Bh3
o.s.frv. Beta er 20. - rd7 því
svartur hagnast mjög á upp-
skiptum á biskupum.)
20. .. Red2
21. Hel-g5
(Riddaratilfærslan gefur svört-
um kost á að vinna lið. Það er
spursmál hvort svartur hefði bet-
ur treyst á stöðuyfirburði sína
með hægfara aðgerðum. í raun
og veru er þetta spurning um
skákstíl. Jóhann spillir varla fyrir
vinningsmöguleikum sínum með
því að hirða skiptamuninn.)
22. Ba3-He8 27. Bcl-h3
23. Hxd2-Rxd2 28. g3-Dg6
24. Dxd2-gxh4 29. Df4-dxe4
25. e4-Dg7 30. fxe4-Bd5!
26. Bfl-b6
(Svartur hefur ávaxtað sitt
pund vel og eftir þennan öfluga
Ieik hljóta varnir hvíts að riðlast.)
31. He3-Hxe4
32. Dd6!?
(Skákin er skrýtin skepna. Það
er auðvelt að eyðileggja gott
dagsverk með smæstu mistökum.
Einmit á þessu augnabliki gerð-
ust einkennilegir atburðir. Jó-
hann hafði séð þessa stöðu fyrir
og réttilega talið svartan til vinn-
ings eftir hinn einfalda leik. 32. -
Bf7. En þegar staðan kom upp á
borðinu beit hann sig fast í að 32.
- Df7 hefði verið hugmyndin, en
þá á hvítur hið öfluga svar 33.
Bxc4! sem gerbreytir gangi mála.
Niðurstaðan varð því allt annar
leikur.)
32. .. Df5?
33. Bxh3!
(Nú bjargar Lerner sér.)
33. .. Dg5
34. Bg2-Hae8
35. h4-Df5
36. g4-De6
(Alls ekki 36. - Dxg4?? 37.
Hg3! og hvítur vinnur.)
37. Dxe6-H8xe6
38. Bxe4-Hxe4
39. Hxe4-Bxe4
40. Bf4
- Jafntefli.
Millisvœðamótið
í Szirak
Þann 17. júlí hefst í Szirak í
Ungverjalandi eitt þriggja milli-
svæðamótanna í skák. Jóhann
Hjartarson vann sér réttindi til að
taka þátt í þessu móti á svæðam-
ótinu í Gausdal í ársbyrjun.
Keppendur verða 18 talsins og
fjórir þeirra komast beint áfram á
áskorendamót og síðan fjórir ef-
stu þaðan í útsláttareinvfgi um
réttinn til að skora á heimsmeist-
arann. í Szirak tefla eftirfarandi
skákmenn: Ljubojevic (Júgúsla-
víu), Portisch (Ungverjalandi),
Andersson (Svíþjóð), Beljavskí
(Sovétrfkjunum), Nunn (Eng-
landi), Christiansen (Bandaríkj-
unum), Benjamin (Bandríkjun-
um), Jóhann Hjartarson, Salov
(Sovétríkjunum), Adorjan (Ung-
verjalandi), Marin (Rúmeniu),
Bouaziz (Túnis), Allen (Kanada),
Velimirovic (Júgóslavíu), Fiear
(Englandi), Milos (Brasilíu), De
Villa Garcia (Spáni), og Totoro-
vic (Mónakó). Aðstoðarmaðúr
Jóhanns verður Elvar Guð-
mundsson.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
Nemar óskast í línumannsnám hjá
Póst- og símanálastofnuninni
Þessi námsbraut er ætluð þeim er starfa við
símalagnir, tengingar og uppsetningar á síma-
kerfum og við viðhald og viðgerðir á símatækium
o.fl.
Námið tekur 15 mánuði, bæði bóklegt nám og
verkleg starfsþjálfun.
Umsækjendur þurfa að hafa lokið grunnskólap-
rófi.
Umsóknir, ásamt heilbrigðisvottorði, sakavott-
orði og prófskírteini eða staðfestu Ijósriti af því,
skulu haf borist Póst- og símaskólanum fyrir 1.
ágúst 1987.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í Póst- og sím-
askólanum, Sölvhólsgötu 11, Reykjavík, hjá dyr-
avörðum Landssímahúss og Múlastöðvar og
ennfremur á póst- og símstöðvum.
Nánari upplýsingar eru veittar í Póst- og síma-
skólanum, síma 91-26000.
Skólastjóri
Útboð
Skálmarfjörður 1987
''//V/Æ m Styrklng Vestfjarðavegar um Skálmarfjörð og frá- r gangur nýbgglngar t Vattarflrði. Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Helstu magntölur: Skering 1.000 m3, neðra burð- arlag 11.300 m3, mölburður 9,6 km, frágangur og jöfnun 35.000 mz. Verki skal lokið eigi síðar en 30. september 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísa- firði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 6. júlí 1987. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 20. júlí 1987.
Vegamálastjóri
Útboð
X''/M \ f Siglufjarðarvegur, Gangnamunni - Ristarhlíð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 700 m, skeringar 7,100 m3, burðarlag 420 m3. Verki skal lokið 1. október 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 6. júlí 1987. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 20. júlí 1987.
Vegamálastjóri
Opið laugardag
kl. 7-16
Laugalæk 2 — S: 686511
*