Þjóðviljinn - 16.07.1987, Blaðsíða 10
VINNUMÁLASAMBAND
SAMVINNUFÉLAGANNA
erflutt
úr Ármúla3
að Suðurlandsbraut 32,2. hæð.
Símanúmerið er óbreytt
VINNUMALASAMBAND
SAMVINNUFÉLAGANNA
iW
*P Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd
Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboöum í verk-
iö Nesjavallaæð, forsteyptar undirstööur. Fram-
leiöa skal um það bil 1000 undirstöður og 8 súlur
úr járnsteypu sem notaðar veröa í Nesjavallaæð
á milli Grafarholts og Nesjavalla. Innifaliö í verk-
inu er flutningur undirstaöanna frá framleiðslu-
stað á efnisgeymsluplan verkkaupa viö Hafra-
vatnsveg. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu
vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000
skilatryggingu. Tilboðin veröa opnuö á sama
staö miðvikudaginn 5. ágúst n.k. kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800
Berðu ekki við
tímaleysi
í umferðinni.
Það ert sem situr undir stýri.
UUMFERÐAR
RÁÐ
Auglýsið í Þjóðviljanum
DJÓÐVIIJINN I Ílllillll
68 13 33
.* 68 18 66
• 68 63 00
Blaðburður er
og borgar
Vantar
blaðbera
til sumar-
afleysinga
víðs vegar
um bæinn
Síðumúla 6
0 68 13 33
ERLENDAR FRÉTTIR
Veraldleg gæði
Minni hagvöxtur í ár
ínýrri skýrslu er staðhœft að hagvöxtur, jafnt í iðnríkjum sem þróun-
arríkjum, verði mun minni á þessu ári en tvö síðastliðin ár
Efnahagsvandi ríkja þriðja heimsins er gífurlegur en verst er ástandið í Afríku-
ríkjunum sunnan Saharaeyðimerkurinnar.
Nú stendur yfir ráðstefna Sam-
einuðu þjóðanna um viðskipti
og þróun og fer hún fram í Genf.
Ráðstefnan er sú sjöunda sinnar
tegundar frá því stofnun um þessi
mál (Unctad) var sett á laggirnar
fyrir 23 árum og þar bollaleggja
menn óspart og spá í viðskipti og
efnahagsmál þessa heims.
Stofnunin gefur árlega út
skýrslu um hugðarefni sín og ein
slík kom fyrir almannasjónir í
gær. Niðurstöðurnar eru fremur
dapurlegar, því haldið fram að
hagvöxtur minnki í ár og að vand-
inn sé samur í grónum iðnríkjum
og í svonefndum þróunarríkjum.
í skýrslunni segir: „Hagvöxtur
jókst smávægilega í þróunarríkj-
unum í fyrra eða sem svarar 3,6 af
hundraði sem er svo lítil breyting
að vandi þessara þjóða er samur
eftir sem áður.“
En ekki er fyrirsjáanlegt að
breyting verði til batnaðar í ár
nema síður sé í þessum löndum
því skýrslan spáir því að hagvöxt-
urinn minnki og verði eingöngu
2,9 prósent í ár.
Sama þróun á sér stað í iðnríkj-
um. Árið 1985 var hagvöxturinn í
þróuðum löndum að meðaltali
2,8 prósent, 2,4 árið 1986 og í ár
mun hann, ef að líkum lætur, að-
eins nema um 2,2 af hundraði.
Lítill hagvöxtur í iðnríkjum
þýðir það að þróunarríkin munu
eiga í enn meiri vandkvæðum en
áður með að selja framleiðslu
sína. Og þegar haft er í huga að
þessir erfiðleikar bætast ofan á
annan vanda, miklar skuldir,
verðfall á mörgum vöruflokkum
og vaxtahækkanir í Bandaríkjun-
um, sem mörg þessara ríkja
skipta við, liggur í augum uppi
hve ástandið er alvarlegt.
Skýrsluhöfundar benda á að
efnahagsvandi þróunarríkja hafi
lamandi áhrif íiðnríkjum. Dregið
hefur úr fjárfestingum í iðnríkj-
um að undanförnu sökum hárra
vaxta og minnkandi eftirspurnar
eftir framleiðslu þeirra, jafnt á
heimamörkuðum sem erlendis.
Þeir segja ríkisstjórnir verða
að koma hagstjórn í betra horf í
því augnamiði að framleiða það
sem eftirspurn sé eftir, þær verði
að lækka raunvexti, draga úr við-
skiptahalla og taka sér tak við-
víkjandi stjórnun peningamála.
Hvað snertir skuldasúpu þró-
unarríkja kváðu höfundar mikið
hafa dregið úr lánveitingum og
tökum. En verðhrun á fram-
leiðsluvörum þessara ríkja þýðir
enn frekarí tafir á endurgreiðslu
lána, aukna þörf fyrir ný lán en
minni líkur á veitingu þeirra.
„Litlar líkur eru á því að mestu
skuldaþjóðimar njóti lánstrausts
á komandi árum.“
í skýrslunni er fullyrt að bregð-
ist lánardrottnar þróunarríkjum í
þessu tilliti þá verði að koma til
kasta Alþjóðabankans og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins sem
þurfi þá á stórauknu fjármagni að
halda.
Einkum sé þörfin brýn fyrir ný
lán og skuldatilslakanir í Áfríku-
löndum sunnan Sahara og al-
mennt viðurkennt að án slíkra
ráðstafana „muni þessum fátæk-
ustu þjóðum heims mistakast að
ráða fram úr vanda sínum."
-ks.
Bretanjósnir
Bannbók á Bandankjamarkað
Æviminningar breska leyniþjónustumannsins Peters Wrights seljast
einsog heitar lummur í Bandaríkjunum
Sem kunnugt er gerir Margrét
Thatcher allt sem í hennar
valdi stendur til að koma í veg
fyrir sölu á æviminningum Peters
Wrights á Bretlandi. Stendur hún
á því fastar en fótunum að ýmsar
fullyrðingar leyniþjónustu-
mannsins fyrrverandi um
meintar njósnir yflrmanna sinna í
þágu Kremlverja og fleira séu
stórskaðlegar öryggishagsmun-
um breska heimsveldisins.
En lögsaga járnfrúarinnar nær
ekki til Bandaríkjanna þar sem
bókin kom á markað fyrr í þessari
viku og hefur rokselst.
Útgefandinn í New York tekur
fjarri að útgáfan sé á nokkurn
hátt hugsuð sem ögrun við breska
ráðamenn og telur brýna nauð-
syn hafa borið til að menn fengju
bókina í hendur því útdrættir sem
birst hefðu í dagblöðum gæfu
ekki allskostar rétta mynd af
heildarfrásögninni.
Höfundurinn er nú 71 árs að
aldri og búsettur í Ástralíu. Hann
starfaði í gagnnjósnadeild bresku
leyniþjónustunnar, MI5, í 27 ár
eða frá 1949-1976. Hann veit því
hvað hann syngur og er ekki úr
Harold Wilson. Fékk hvorki frið fyrir
M15 né KGB að sögn Wright.
vegi að tæpa á nokkrum fullyrð-
inga hans.
Hann segir að: MI5 hafi um
miðbik áttunda áratugarins reynt
að velta þáverandi forsætisráð-
herra Breta, Harold Wilson, úr
sessi. Að KGB hafi drepið Hugh
Gaitskell árið 1963 til að tryggja
að Wiison yrði leiðtogi Verka-
mannaflokksins og forsætisráð-
herra.
Að Sir Roger Hollis, yfirmað-
ur MI5 frá 1956 til 1965, hafi ver-
ið „fimmti maðurinn" í klíku sem
gekk erinda Sovétmanna. Hinir
voru Kim Philby, Guy Burgess,
Donald Maclean og sir Anthony
Blunt og hefur fyrir löngu komist
upp um þá. Að Lyndon Johnson
hafi gert bandaríska erindreka út
af örkinni gagngert til að grafast
fyrir um áreiðanleika MI5 sem
hann grunaði um græsku.
Wright fullyrðir ennfremur að
njósnarar MI5 hafi komið hler-
unartækjum fyrir í vesturþýsku
og frönsku sendiráðunum í
London og að erindrekar MI6
(erlendu njósnadeildarinnar)
hafi reynt að myrða Nasser Eg-
yptalandsforseta árið 1956 er Sú-
esdeilan stóð sem hæst.
Hér hefur verið stiklað á stóru
og forvitni manna vakin. Pví skal
vakin athygli á því að í næsta
sunnudagsblaði Þjóðviljans verð-
ur ítarleg grein um Peter Wright
og bók hans „Spycatcher.“
-ks.
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 16. júlí 1987