Þjóðviljinn - 16.07.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.07.1987, Blaðsíða 3
Gísli Gíslason heitir næsti bæjarstjóri á Akra- nesi, og var það afráðið á bæjar- stjórnarfundi i fyrradag. Gísli er 32 ára lögfræðingur og hefur í tvö ár verið bæjarritari á Skaga. Hann var einn af sex umsækj- endum og tekur við af Ingimundi Sigurpálssyni sem verður bæjar- stjóri í Garðabæ í haust. Vist heitir ungt verkalýðsfélag, sem í apríl varð 18. aðildarfélag Sam- bands íslenskra bankamanna. Vist er starfsmannafélag Visa- íslands, og í nýútkomnum „Sam- bandsfréttum" SÍB, þarsem fé- lagið er boðið velkomið í hópinn, segir frá því að stjórnina skipa konur eingöngu: Halla Leifsdóttir formaður, Björg Jóhannesdóttir og Steingerður Jóhannsdóttir. Ný umferðarljós voru tekin í notkun í gær á gatna- mótum Lækjargötu og Hafnar- strætis, og að auki hafa verið endurnýjuð Ijósin neöst á Banka- stræti. Eru Ijósin samstillt. í frétt frá gatnamálastjóra Reykjavíkur segir að á horni Hverfisgötu og Lækjargötu hafi verið margt um árekstra og eigi nýju Ijósin að bæta þar úr. Verið er að setja upp Ijós á gatnamótum Kringlumýrar- brautar og Listabrautar, Lista- brautar og Kringlunnar, og Bú- staðavegar og Suðurhlíðar. Á Blönduósi á að fara að byggja nýtt hús fyrir póst og síma. Tvö tilboð bárust í verkið, það lægra frá Fjarð- arsmiðjunni f Garðabæ, 16,8 milljónir, hitt frá Stíganda á Blönduósi, 17,9 millur, sem er 4 prósent frammyfir kostnaðar- áætlun. Hefur þegar verið samið við Garðbæingana, og verður húsið fullbúið á miðju næsta ári, samkvæmt tilkynningu frá Pósti og síma. Svavar Gests var á síðasta þingi Læons- hreyfingarinnar kjörinn fulltrúi Norðurlanda ( alþjóðastjórn Læonsmanna. Svavar er for- maður Læonshreyfingarinnar á (slandi. KONAN samtök sem einbeita sér að að- hlynningu kvenna eftir vímumeð- ferð hafa fengið hjá Reykjavíkur- borg loforð fyrir húsnæði sem rúmað getur 15-20 konur. Þetta var samþykkt á borgarráðsfundi í gær. FRÉITIR Örbylgjuofnar Ólöglegir ofnar í sölu Brögð aðþvíað örbylgjuofnar séu settir á markað án samþykkis Rafmagnseftirlits ríkisins. BergurJónsson: Munumbannasöluá ofnum sem ekki hafa verið samþykktir etta mál hefur verið í athugun hjá okkur og verður áfram næstu daga. Það er ljóst að séu örbylgjuofnar í sölu án samþykk- is Rafmagnseftirlitsins verður sala þeirra bönnuð, sagði Bergur Jónsson rafmagnseftirlitsstjóri í samtali við Þjóðviljann í gær, en í nýútkomnu Neytendablaði er greint frá því að 16 tegundir ör- bylgjuofna séu á markaðnum án þess að þeir hafi hlotið samþykki RER. Bergur sagði í gær að síðan könnun Neytendablaðsins hefði verið gerð hefði eftirlitinu borist umsóknir um samþykki fyrir fjór- ar tegundir, en enn hefðu engar skýringar borist vegna 12 annarra tegunda sem getið er í Neytenda- blaðinu. Ólöglegt er að selja eða dreifa örbyblgjuofnum án þess að þeir hafi staðist prófanir RER. „Við munum kanna hvort þessar tegundir eru raunverulega á markaðnum og þegar niður- stöður liggja fyrir munum við grípa til viðeigandi ráðstafana," sagði Bergur í gær. Nokkuð algengt mun vera að örbylgjuofnar sem menn hyggj- ast flytja inn og selja hérlendis, standist ekki þær gæðakröfur sem gerðar eru, en komi í ljós að ein- hver þeirra tegunda sem hér er um að ræða standist ekki gerðar kröfur, má búast við að seljend- um verði gert að innkalla ofnana. -gg Húsafellshátíð æar kartöflur voru (matinn í gær á fjölmörgum heimilum á höfuðborgarsvæðinu, og nýnæmi að fá sltkt á matarborð um jan júlí. Strákarnir í dreifingarstöð Þykkvabæjarmanna í Garðabænum stóðu í ströngu við flokkunina í allan gærdag. (mynd: Ari). Puerto Rico Héðinn enn efstur Héðinn Steingrímsson skák- maður, sem nú keppir á friðar- skákmóti 12 ára og yngri í Puerto Rico, gerði jafntefli við andstæð- ing sinn í 6. umferð mótsins. Héðinn er því enn efstur á mótinu með fimm og hálfan vinning eftir 6 umferðir. Alis verða tefldar 10 umferðir. Helstu keppinautar hans, frá ísrael og Guatemala, hafa fjóra og hálfan vinning og etur Héðinn kappi við þann síðarnefnda í 7. umferð í dag. -gg VR hótar að flytja bústaðina Birgir Gunnlaugsson: Tjón á eignum og landi oftgífurlegt eftir samkomur í grenndinni Verslunarmannafélag Reykja- víkur hefur afráðið að flytja þá bústaði, sem félagið hefur að Húsafelli, verði djöfulgangurinn samur næstu verslunarmanna- helgi og áður. Ég býst fastlega við að fleiri fylgi þá á eftir, sagði Birgir Gunnlaugsson í stjórn Fé- lags orlofshúsaeigenda að Húsa- felli, en félagið hefur harðlega mótmælt áformum Ungmenna- sambands Borgarfjarðar um að efna til móts við Húsafell um verslunarmannahelgina. - Boðað mót UMSB í nágrenni Húsafells veldur okkur mjög miklu angri. Þegar UMSB hélt síðast mót hér um verslunar- mannahelgi var staðurinn nánast lagður í rúst. Um síðustu hvíta- sunnu héldu engin bönd gestum Stuðmanna á Gilsárbökkum og þeir æddu um þrjátíu kílómetra leið hingað, að því er virðist til þess eins að eyðileggja, sagði Birgir Gunnlaugsson. - Ég get ekki séð hvernig UMSB ætlar að tryggja það að hér verði ekki unnar skemmdir eins og svo oft áður. Sambandið hefur ekki sinnt í neinu óskum okkar um viðræður, sagði Birgir Gunnlaugsson. - Við erum alveg gáttuð á því umróti sem fyrirhuguð útihátíð á okkar vegum við Húsafell hefur valdið. Síðasta útihátíð að Húsa- felli sem við héldum var 1976 og þá voru einu vandamálin í tengsl- um við drukkna dvalargesti í sumarbústöðum. Við lágum þá undir ámæli frá ýmsum fyrir mjög strangt aðhald. Ég á ekki von á öðru en við munum hafa stranga gæslu nú eins og áður. Ásakanir sumarbústaðaeigenda að Húsa- felli eiga því ekki við hin minnstu rök að styðjast - allavega ekki gagnvart okkur, sagði Sigríður Þorvaldsdóttir, formaður UMSB. Að sögn Sigríðar var verslun- armannasamkomum UMSB hætt á sínum tíma bæði vegna þess að samningur við landeiganda var runninn út og að mótin stóðu ekki undir sér lengur. Landsvæði það sem UMSB hefur til umráða um verslunarm- annahelgina er í eigu Ástríðar Þorsteinsdóttur, systur Kristleifs Þorsteinssonar að Húsafelli, en síðan 1983 hefur hann bannað mótshald og samkomur á sínu landi, sökum skemmda sem veislugestir ollu á landi og fast- eignum og óþæginda sem dval- argestir í sumarbústöðum máttu þola. -rk Hagrœðing Sláturhúsunum slátrað Hagrœðingarnefnd vill leggja niður31 sláturhús, halda 18. Nýtt sláturhús á Egilsstöðum Nefnd um hagræðingu í búfjár- slátrun vill stokka upp slátur- húsakerfið á landinu, stórfækka sláturhúsum og endurbæta þau sem eftir verða. Nefndarmenn telja að komist tillögurnar í fram- kvæmd megi spara um 19 prósent af slátur- og heildsölukostnaði. í áliti nefndarinnar kemur fram að 29 sláturhús eru nú rekin með undanþáguleyfi og þarfnist mikilla endurbóta til að öðlast löggildingu. Miðað við óbreyttan fjölda húsa næmi nauðsynleg fjárfesting til endurbóta um 1000 milljónum, og þyrfti sláturkostn- aður til þess að hækka um þriðj- ung. Nefndin telur að í þegar lög- giltum sláturhúsum á Suðurlandi, Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi sé hægt að anna allri fyrirsjáanlegri sauðfjárslátrun. Á Austurlandi verði að gera úrbæt- ur, og er lagt til að nýtt hús fyrir 1500 kinda dagslátrun verði reist á Egilsstöðum. Nefndin gerir ráð fyrir fjórum sláturhúsum á Suðurlandi, tveimur á Vesturlandi, fjórum á Vestfjörðum, fimm á Norður- landi og þremur á Austfjörðum. Lagt er til að 31 sláturhús verði lagt niður. Á þessu ári verði lögð niður slátrun í Stykkishólmi á Bfldudal, Flateyri, Þórshöfn, Djúpavogi, Vík, Minni Borg, Grindavík, ísafirði og við Laxá. Á næsta ári hætti sláturhúsin í Króksfjarðamesi, Borðeyri, Vík, Laugarási og hús S. Pálmasonar. Árið 1989 hætti sláturhúsin á Skriðulandi, Dalvík, Akureyri, Svalbarðseyri og hús Slátursam- lags Skagfirðinga. Árið 1990 hús- in á Ospakseyri, Vopnafirði, Reyðarfirði, Eskifirði, Norð- firði, Fáskrúðsfirði og Feliabæ á Héraði. Árið 1991 húsin á Breið- dalsvík, Fagurhólsmýri og Sel- fossi (Höfn hf.). Árið 1997 verði síðan aflögð slátrun í Bolungar- vík. Lagt er til að stofnaður verði úreldingarsjóður sem kaupi upp eignir niðurlögðu sláturhúsanna og yrði hann fjármagnaður með verðmiðlunargjöldum. Verð- mæti þeirra húsa sem lagt er til að hætti starfsemi er talið um 330 milljónir. í nefndinni, sem skipuð var af landbúnaðarráðherra í hittifyrra, sátu Margeir Daníelsson hag- fræðingur, Egill Bjamason ráðu- nautur og Ari Skúlason hagfræð- ingur. -m |t>JÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.