Þjóðviljinn - 16.07.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
þJÓÐVIUINN
Fimmtudaour 16. júlí 1987 152. tölublað 52. árgangur
LEON
AÐFy\RS€LU
5KÓIACÖNGU
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
Landnýting
Beitin fimmtungi minni
Ólafur Dýrmundsson landnýtingarráðunautur: Beitarálag alltað 20% minna enfyrir 10 árum. Aðstoðarmaður
landbúnaðarráðherra: Engin stefnumörkun í framhaldi af landnýtingarskýrslunni
Samdráttur í sauðfjárstofnin-
um þýðir að beitarálag á
landið hefur minnkað allt að 20%
frá 1978, segir Ólafur Dýrmunds-
son landnýtingarráðunautur.
„Vetrarbeit er nú Iftil sem engin
og hrossum er mikið til geflð með
allan veturinn þannig að fjölgun
þeirra hefur lítil áhrif. Það er því
ýóst að beitarálagið er að minnka
mikið núna.“
Uppblástur á viðkvæmum
landsvæðum síðustu daga hefur
vakið marga af værum blundi.
Áætluð meðaltöl eru farin að
stýra umræðunni og sökudólga
leitað. Einn vinsælasti sökudólg-
urinn hefur verið íslensk
sauðkindin og það beitarálag sem
hún hefur valdið.
Á síðasta ári var kynnt fyrir Al-
þingi landnýtingarskýrsla sem í
raun er upplýsingabanki yfir
stöðuna. í lok skýrslunnar leggja
nefndarmenn til að Skipulagi
ríkisins verði falið að vinna að
Iandnýtingaráætlun og að tvær
nefndir verði skipaðar til að fylgj-
ast með verkinu og vera Skipu-
laginu til ráðgjafar.
Að sögn Bjarna Guðmunds-
sonar í landbúnaðarráðuneytinu
hefur lítið sem ekkert verið unnið
áfram út frá þeirri landnýtingar- *
skýrslu sem kynnt var í fyrra.
„Við lögðum þó til á síðasta ári í
sambandi við fullvirðisréttinn til
bænda, að þeir bændur sem kysu
að selja eða leigja sinn rétt til
framleiðslusjóðs, fengju 10%
álag ofan á hann ef þeir sam-
Dúntekja
Meira magn
og betri nýting
Nú er dúntekjutíminn liðinn og
æðarvarpsbændur eru sammála
um að afkoman sé með betra móti
í ár. í fyrra var framleiðslan 2200
tonn og nú verður hún eitthvað
meiri. Verð fyrir kílóið til bænda
er 15.700 kr. óhreinsað en um
17.000 kr. hreinsað.
Að sögn Jónasar Helgasonar
bónda í Æðey hefur dúntekjan
gengið einstaklega vel vegna
þurrviðrisins og nýtingin er nú
miklu betri en oft áður. „Ég gæti
trúað að aukningin í varpinu hjá
mér sé um 7% frá í fyrra og þetta
er stöðugt á uppleið allar götur
frá 1963. Þetta er besta tíð sem
komið hefur frá 1963 til þessara
verka,“ sagði Jónas.
Bændur í Vigur, Dýrafirði og
við Kópasker tóku í svipaðan
streng og Jónas í Æðey. Úr einu
hreiðri koma um 18 grömm af
dúni þannig að kflóið næst af um
60 hreiðrum.
Búvörudeild Sambandsins
kaupir dúninn af bændum og sel-
ur hann svo eingöngu til Vestur-
Þýskalands. Þjóðverjar borga
1000 mörk fyrir kflóið og í fyrra
var reynt að selja svolítið magn til
Japans til kynningar.
-gsv
kvæmt mati réttra aðila væru á
þeim svæðum sem viðkvæm eru.
Bændur notfærðu sér þennan rétt
hins vegar ekki vegna þess ein-
faldlega að þetta álag var of lítið.
Við munum því leggja til að það
verði hækkað verulega og viljum
með því stuðla að því að laga
sauðfjárræktina að landgæðum
með raunhæfum leiðum en þarna
spila svo margir aðrir þættir inní
og það þarf víðtækt samstarf um
landnýtingu og þróun byggða til
að ná einhverjum árangri," sagði
Bjami Guðmundsson.
Árið 1978 var íslenski sauðfjár-
stofninn tæplega 900 þúsund fjár
en er nú um 670 þúsund. Þessi
samdráttur í stofninum kemur
jafnt niður á bændum um allt
land því enn hefur ekki tekist að
stýra niðurskurðinum í samræmi
við gróðurverndar- og landnýt-
ingarsjónarmið.
„Hugmyndir um svæðaskipt-
ingu framleiðslunnar eru pólit-
ísks eðlis,“ sagði Ólafur Dýr-
mundsson við Þjóðviljann. „Við
eigum ekki tilbúna skrá yfir það
hvar má stunda sauðfjárrækt út
frá landnýtingu. Við vitum hins
vegar öll að móbergssvæðið^er
ákaflega illa farið. En það eru
líka svæði utan þess illa farin og
önnur innan þess sem em í góðu
lagi. Ástandið í beitarmálum hef-
ur farið batnandi og gerir það
áfram.
-gsv
m.— - ~
Bátarnir hóldu af stað frá Grandagarði til Færeyja í gær, en áætlað er að þeir komi til Þórshafnar n.k. mánudag. Mynd Ari.
Vörukynningar
Fljótandi sýning við Færeyjar
Útflutningsráð kynniríslenskaframleiðslu íFæreyjum
Tveir Somabátar frá Báta-
smiðju Guðmundar, hvor um
sig með tveggja manna áhöfn,
héldu í gær áleiðis til Færeyja,
þar sem fimm íslensk fyrirtæki
munu standa fyrir vörukynningu
um borð í bátunum í 15 fær-
eyskum bæjum dagana 20.-25.
júlí n.k. Kynntar verða ýmsar ís-
lenskar vörur, en þó einkum
vörur fyrir sjávarútveg og fisk-
vinnslu.
Útflutningsráð hafði frum-
kvæði að þessari fljótandi vöru-
kynningu, en fyrirtækin sem
standa að kynningunni auk Út-
flutningsráðs em Bátasmiðja
Guðmundar, DNG á Akureyri,
NORM-EX í Hafnarfirði, Sjó-
vélar og íseind. Öll framleiða
þessi fyrirtæki vömr fyrir sjávar-
útveg.
„Þessi ferð er aðeins upphaf að
markvissu markaðsstarfi í Fær-
eyjum, sem við vonum
að eigi eftir að skila miklum ár-
angri,“ sagði Jens Ingólfsson,
markaðsstjóri hjá Útflutnings-
ráði íslands, þegar ferðin var
kynnt í gær.
Búist er við að bátarnir tveir
verði komnir til Þórshafnar á
mánudaginn.
-gg
Iðntœknistofnun
Stærðarmat bygginga samræmt
Gœtt hefur misrœmis í útreikningum á stœrð bygginga. Endurskoðað-
ur staðall á að koma á samrœmi
Fram til þessa hafa verið notað-
ar ýmsar mismunandi aðferð-
ir við að reikna út flatarmál og
rúmmál bygginga, allt eftir þvf
hver hefur reiknað hverju sinni,
en nú hefur verið gefinn út endur-
skoðaður staðall um stærðarmat
bygginga og er honum ætlað að
koma á samræmi í þessum út-
reikningum.
Slíkur staðall hefur að vísu ver-
ið í gildi frá árinu 1971, en notkun
hans hefur að sögn ekki verið
nægilega almenn. Þeir Gunngeir
Pétursson skrifstofustjóri hjá
byggingafulltrúa Reykjavíkur,
Hafsteinn Pálsson deildarstjóri
Rb og Stefán Ingólfsson deildar-
stjóri hjá Fasteignamati ríkisins
voru því fengnir til þess að endur-
skoða staðalinn og er nú unnið að
kynningu hans.
Vonast er til að þessi endur-
skoðaði staðall, ÍST 50, verði al-
mennt notaður, svo komist verði
hjá misræmi í útreikningum á
stærð bygginga, en þess munu
dæmi að málaferli hafi orðið
vegna mismunandi útreikninga.
-gg
Krít
Korthafar
borgi
Fólk virðist almennt þeirrar
skoðunar að notendur greiðslu-
korta eigi sjálfir að greiða þann
kostnað sem af þeirn hlýst, m.a. í
hækkuðu vöruverði. 86,8% svar-
enda í nýlegri könnun Neytenda-
samtakanna um greiðslukortan-
otkuu, sem birt er í Neytenda-
blaðinu, er þessarar skoðunar.
Neytendasamtökin spurðu
1161 manns á höfuðborgarsvæð-
inu og á Akureyri um notkun
korta og kom í ljós að 57,5% að-
spurðra nota greiðslukort. Mikill
meirihluti kortanna eru frá Visa.
Korthafar á höfðuðborgarsvæð-
inu virðast vera hlutfallslega fleiri
en á Akureyri, auk þess sem þeir
fyrmefndu nota þau oftar og
meira. _gg