Þjóðviljinn - 16.07.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.07.1987, Blaðsíða 4
_______________LEIÐARI___________ Umhverfisvemd og þjóðarstolt Állmikil umræða hefur átt sér stað á síðum Þjóðviljans um hvalveiðar íslendinga. Margvís- leg rök með og móti hvalveiðum hafa sést hér í blaðinu og víðar, því að ýmsir hafa orðið til að leggja í púkkið. Þátttakendur í rökræðunni eru að sjálfsögðu misjafnlega rökfimir og hjá sumum þeirra vottar fyrir þeirri rökleysu að halda því fram, að íslendingum beri að stunda áfram hvalveiðar af þjóðernisástæðum. Þessi röksemdafærsla er einhvern veginn þannig, að íslendingar eigi að skella skolla- eyrum við viðskiptahótunum Bandaríkjamanna vegna hvalveiða. í fyrsta lagi vegna þess að Bandaríkjamenn séu einlægt að setja sig á háan hest gagnvart minnimáttar aðilum, og í öðru lagi vegna þess að Bandaríkjamenn láti sig ekki muna um að standa að manndrápum í stórum stíl og eigi þess veana ekki að vera að skipta sér af hvalveiðum íslendinga eða ann- arra þjóða; og því sé það undirlægjuháttur að hlusta á bandarísk rök um hvalfriðun. Auðvitað er það rétt að sá ofurþungi sem Bandaríkja- menn leggja á hvalfriðun ber vott um slæma samvisku þjóðarinnar í umhverfismálum, en batnandi manni er best að lifa. Hvalveiðar hafa aldrei verið undirstöðuat- vinnuvegur á íslandi, og ef menn vilja fara að blanda þjóðarstolti í þessi mál nægir að benda á, að þjóðarstolt okkar íslendinga hefur verið fólgið í því að hafa forustu um friðun fiskistofna og skynsamlega nýtingu náttúrulegra auðlinda. Þjóðarstolt okkar er að búa í fögru landi og að umgangast náttúru þess með virðingu og þakk- látssemi. Og þjóðarstolt okkr er líka að bjóða erlenda gesti velkomna til okkar og sýna þeim óspjallaða náttúru landsins, hreint loft og tært vatn. Áhugamenn um hvalveiði eru sumir hverjir hræddir um að á bakvið þau samtök umhverfis- verndarmanna, sem nú vilja að hvalveiðum linni, dyljist eitthvert alþjóðlegt leynifélag grænmetisæta, sem eigi sér það markmið að banna íslendingum með tíð og tíma að veiða þorsk og ýsu og síðan allar aðrar fisktegundir. Auðvitað er þetta fjarstæða. í umhverfis- verndarsamtökum er að sjálfsögðu misjafn sauður í mörgu fé, en hin margvíslegu samtök eiga það helst sameiginlegt, að þau berjast fyrir því að opna augu fólks fyrir nauðsyn þess að mannkynið lifi í friði innbyrðis og í friði við um- hverfi sitt. Friðarmál eru nauðsynlegur þáttur í umhverfismálunum, og í þeim málaflokki er margt sem við þurfum að taka til athugunar. Hvalveiðarnar eru orðnar svartur blettur á mannorði okkar í umhverfismálum. Bandaríska herstöðin og dugleysi okkar í baráttunni gegn kjarnorkuvopnum er líka blettur á mannorði okkar. Skeytingarleysi okkar um uppblástur á stórum landsvæðum og tómlæti varðandi land- græðslu er okkur til vansa. Umgengni um landið er mjög ábótavant, bæði koma þar til fjórhjól og torfæruleikföng ýmiss konar, og eins hirðulaus umgengni ferðamanna, sem hættir til að gleyma því, að hvert sem þeir fara um landið eru þeir staddir heima hjá sér og eiga því að sýna sömu snyrtimennsku og þeir gera á heimilum sínum. í þéttbýliskjörnum landsins er umgengnin misjöfn. Sumsstaðar er erfitt að skilja, hvernig íbúarnir virðast hafa gert um það þegjandi sam- komulag að breyta bæjarfélaginu sínu í allsherj- ar öskuhauga. Annars staðar er umgengnin betri, en alls staðar væri hægt að benda á eitthvað sem betur mætti fara og hæglega væri hægt að lagfæra með samstilltu átaki án mikils tilkostnaðar. Kostnaðarsamara átak þarf þó að gera í land- græðslu. Nauðsynlegt er að snúa við þeirri þró- un að fyrir hverja tvo hektara lands sem græddir eru upp, breytist þrír í eyðimörk. Sauðkindinni hefur löngum verið kennt um mestalla þá landeyðingu sem orðið hefur, en á síðasta áratug hefur beitarálag þó minnkað um ein 20%, þegar þess er gætt að 1977-78 var sauðfjárstofninn um 900.000 fjár en er nú 670.000. Hrossin hafa líka verið talin sökudólgar í þessu máli, en á undanförnum árum hefur þeim fjölgað nokkuð. En þá er þess að gæta, að nú tíðkast það í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr að hross séu höfð á gjöf, auk þess sem vetrarbeit sauðfjár og hrossa er nú hverfandi lítil miðað við það sem áður var. Ef blanda á þjóðarstolti íslendinga inn í um- ræðu um umhverfismál er hyggilegast að þjóð- arstoltið felist í því að vera í fararbroddi með því fólki sem komið ertil meðvitundar í þeim málum - í stað þess að standa á því fastar en fótunum, að það sé sáluhjálparatriði fyrir þjóðina að gera sig að viðundri í augum umheimsins vegna vís- indalegs áhuga á að drepa hvali. - Þráinn nú skyldugir að verja 55% ráðstöfunarfjár til kaupa á skulda- bréfum Húsnæðisstofn- unar ríkisins, sem endurlánar féð til húsbyggenda. Margir hafa látið í Ijósi efasemdir um að þetta fyrirkomuiag sé lands- hlutanum hagstsett. Hér fylgir á eftir lausleg úttekt sem blaðið lét gera til að svara þeirri spumingu. Yfir 50 millj. gegnum 3 sjóði Afar erfill er að áætla hversu mikið fí hefur farið suður í gegnum nýja húsnæðis- lánakerfið. Auðvell reyndisl að komast að þvi hve miklu llfeyrissjóðirnir þrir. sem stjórnað er úr kjördxminu, vörðu lil skuldabrffakaupa, en erfiðleikarnir hefjasi þegar lekið er að fásl við þá sjóði sem höfuðslöðvar hafa i Reykjavik. Ufeyríssjóður verkamanna á Jóhönnu- væntingar Það er þreytulegur svipur á nýju ríkisstjórninni og almenn- ingur hefur ekki tekið henni með neinum fögnuði. Þó er sennilega óhætt að fullyrða að við störf eins ráðherrans eru bundnar nokkrar vonir í stórum hópi, - menn vænta sér nokkurs af Jóhönnu Sigurðardóttur í stóli félagsmála- ráðherra. Jóhanna hefur þótt vinna vel á þingi, hún hefur verið ötull máls- vari félagshyggju, og hún var á liðnu kjörtímabili meðal fremstu talsmanna stjórnarandstöðu- flokkanna í húsnæðismálum, sem henni gefast nú tækifæri til að laga að sínu höfði. Að vísu innan þeirra marka sem hægrimengað- ur þríflokkurinn setur henni. Efasemdir um nýja kerfið Allt frá því nýja húsnæðis- kerfið var tekið upp hafa heyrst ýmsar efasemdir um gagnsemi þess og virkan, grunnhugsun og framkvæmd. Enda getur nýja kerfið varia verið annað en skrít- ið, komið á að frumkvæði alþýðusamtakanna, en verið mótað og framkvæmt af hægris- innaðri helmingaskiptastjórn. Þessi tvíkynja uppruni hefur svo einnig gert að verkum að það hef- ur gætt óeðlilegrar viðkvæmni fyrir allri gagnrýni á húsnæðism- ál, af hvaða tæi sem er. Landsbyggðin Margir hafa talið þann einn af helstu göllum nýja kerfisins að það dragi fé til Reykjavíkur úr KUPPTOO lífeyrissjóðunum á landsbyggð- inni, og fjármunir landsbyggðar- manna í sjóðunum nýtist því landshlutunum enn verr en áður. Fréttablaðið Feykir, sem kemur út á Sauðárkróki og er útbreitt um allt Norðurland vestra, reynir að kafa oní þetta mál í fyrsta júlí- tölublaðinu. Feykir segir að sjóðirnir þrír sem starfa innan kjördæmisins hafi á síðasta ári keypt skuldabréf af Húsnæðisstofnun fyrir rúmar 50 milljónir. Sumir viðmælenda blaðsins telja að Húsnæðisstofn- un fái annað eins frá Norðurlandi vestra gegnum sjóði með höfuð- stöðvar í Reykjavík, - lífeyris- sjóðum SÍS, verslunarmanna, bænda, ríkisins osfrv., - en um það eru upplýsingar ekki til, — á fæstum sjóðanna hafa menn haft fyrir því að skipta aðföngum eftir kjördæmum. 40 milljónir suður? Lánsloforð Húsnæðisstofnun- ar á þessu ári til Norðurlands vestra eru uppá 86 milljónir, en af 79 umsækjendum ætla 23 að fjár- festa utan kjördæmisins. Feykir áætlar að fjármagn sem skilar sér til húsbygginga eða -kaupa í kjör- dæminu sé milli 60 og 70 milljónir, sennilega nær 60. Þessi takmarkaða könnun bendir því til þess að íbúar Norðurlands ve- stra hafi á síðasta ári lánað Hús- næðisstofnun stóran skammt af lífeyrisfé sínu til uppbyggingar í öðrum kjördæmum, aðallega á höfuðborgarsvæðinu, vísast sjö stafa tölu, jafnvel um 40 milljónir. „Hroðalegt slys“ Ummæli forystumanna á Norðurlandi vestra um þessa virkan húsnæðiskerfisins hljóta að verða Jóhönnu ráðherra nokkurt umhugsunarefni. „Hroðalegt slys,“ segir Hilmar Kristjánsson á Blönduósi. „Við erum að vinna á móti okkur sjálf- um,“ segir Ingólfur Guðnason á Hvammstanga: „Núverandi kerfi veldur aukinni spennu á höfuð- borgarsvæðinu, sem leiðir til aukinna flutninga þangað, sem aftur leiðir til að minna er byggt úti á landi, sem stefnir enn meira fjármagni suður í gegnum hús- næðiskerfið.“ Flókið mál Allir Feykisviðmælendur vilja snúa af þessari braut, en þeir gera sér grein fyrir að á brattan er að sækja, því að á nokkurn hátt endurspeglar þetta húsnæðis- klandur annan landsbyggðar- vanda. Björg Jónsdóttir á Sauðárkróki og Ingólfur á Hvammstanga segja málið flókið og erfitt viðfangs, til dæmis óvíst að allir landsbyggðarsjóðirnir hafi sömu hagsmuni og samstaða þeirra því ekki gefið mál. Haukur Sigurðsson á Blöndu- ósi talar um breytt hugarfar, fólki verði að geta treyst því að pening- ar sem það festi út á landi haldi verðgildi sínu. „Ef sveitarstjórn- um tækist að ná upp dampi og koma á stöðugri uppbyggingu myndi fólk smám saman fara að þora að koma út á land, ekki ein- ungis til að vinna heldur einnig til að setjast að og fjárfesta í hús- næði. Það þarf sumsé að sprengja upp núverandi vítahring og skapa aðstæður til að hvað hjálpi öðru í uppbyggingarþróun. “ Ef saumastofa fer á hausinn... Haukur leggur enn orð í belg: Það ástand sé algerlega óviðun- andi - og á við fleira en lífeyris- sjóði og húsnæðismál - að fé safn- ist af öllu landinu á einn stað og sé síðan dreift út aftur. Nauðsynlegt sé að einstök sveitarfélög hafi sjálf yfirráð yfir eigin fjármun- um. Og hljóma hér enn einu sinni kröfur um heimastjórn og hérað- svöld. Feykir segir að sennilega sé „stærsti ókostur þessa kerfis sá hvernig það stýrir peningum. Ef korka kemst í atvinnulíf einhvers staðar, ef saumastofa fer á haus- inn eða togari strandar, og minna er byggt í plássinu af þeim SKORIÐ sökum, sogast fjármagn burt af staðnum einmitt þegar bærinn þarf mest á því að halda til að rífa sig upp úr kreppunni.“ Leigulausnin Feykisúttektin gefur á ýmsan hátt ágæta sýn í vanda lands- byggðarinnar, sem samsetning nýju stjórnarinnar lofar ekki góðu á næstunni. Og að lokum Feykisgreinar- innar er „ekki síður í gamni en alvöru" bent á leið til að bæta úr hvorutveggju í senn, leigukreppu syðra og tilgangslitlu fjárstreymi úr héraðinu. „Húsaleigumarkaðurinn í Reykjavík er að stórum hluta borinn uppi af landsbyggðarfólki sem stundar nám í höfuðborginni eða vinnur þar yfir vetrarmánuð- ina,“ segir Feykir. „Ef það fjár- magn sem nú rennur suður í gegnum húsnæðiskerfið væri not- að til að byggja húsnæði í Reykja- vík, í eigu hinna ýmsu lands- byggðarlífeyrissjóða eða sam- taka þeirra, ættu að komast upp nokkrar sæmilegar blokkir á fáum árum. Það húsnæði mætti svo nota til að leigja landsbyggð- arfólki á sanngjörnu verði. Við þetta ynnist tvennt: Það fjármagn sem landsbyggðarfólk greiðir nú í húsaleigu nýtist annaðhvort líf- eyrissjóðunum eða vetursetu- fólkinu sjálfu, vegna lægri húsa- leigu. Hitt yrði þó mun stærra í sniðum, að verðhrun yrði á húsa- leigumarkaðnum reykvíska. Fasteignamarkaðurinn mundi að öllum líkindum fylgja á eftir og þar með væri búið að leysa hús- næðisvandann.“ Kannski ekki alveg svona ein- falt, en ekki útí hött að þeir Feykismenn geri Jóhönnu að heiðursáskrifanda hjá sér. -m þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritotjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: GarðarGuðjónsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útlltatelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýalngastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrei ðsl u- og afgreiðslustjóri: Hörður Oddf ríðarson. Afgrelöslo: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ölafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, síml 681333. Auglýaingar: Sfðumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrotog setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Holgarblöö: 60kr. Áskrlftarverð á mánuði: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 16. júlí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.