Þjóðviljinn - 21.07.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.07.1987, Blaðsíða 3
FREmR Grœnmetismarkaður Opnar að ári Fyrir garðyrkjubœndur innan Sölufélagsins. Afurðirnar seldar eftir uppboðskerfi. Framboð og eftirspurn rœðursölu- verðinu Sölufélag garðyrkjumanna hefur ákveðið að stofna Græn- metismarkað sem tekur til starfa næsta vor, þar sem garðyrkju- bændur innan Sölufélagsins geta lagt inn afurðir sínar og þær seld- ar eftir uppboðskerfi, sem þýðir að framboð og eftirspurn á hverj- um tíma ræður söluverði. Jafn- framt mun þó verða í gildi lág- marksverð, þar sem tekið er mið af viðurkenndu framleiðslu- kostnaðarverði, á svipaðan hátt og gert er í nágrannalöndum okk- ar, segir í frétt frá Sölufélagi garðyrkjumanna. Með tilkomu Grænmetismark- aðarins mun sölufélagið hætta rekstri heildsöludeildar sinnar. Jafnframt mun félagið, ásamt þeim sem áhuga kynnu að hafa, beita sér fyrir stofnun hlutafélags um heildsöludreifingu á græn- meti, ávöxtum og skyldum afurð- um. Á grænmetismarkaðinum tilvonandi geta þeir orðið kaup- endur sem uppfylla skilyrði markaðarins um lágmarkskaup hverju sinni og greiðsluskilmála. grh Skatturinn Altt á fullu Búið að vera mikið álag á starfsfólki skatts- ins. Annar álagstoppur framundan við að undirbúa stað- greiðslukerfið Það er stefnt að því að álagn- ingarseðlarnir verði tilbúnir fyrir næstu mánaðamót og berist þá í hendur skattgreiðendum, eins og hefur verið á undanförn- um árum. Á því verður engin breyting í ár,“ segir Kristján Að- albjörnsson, fulltrúi hjá ríkis- skattstjóra. Að sögn Kristjáns er búið að mæða mikið á starfsfólki skatts- ins á síðustu mánuðum og vikum í að undirbúa álagningarseðlana undir frekari vinnslu hjá Skýrslu- vélum ríkisins. En í tölvukerfi þeirra fer allur útreikningur á því hvað hverjum skattgreiðanda ber að greiða keisaranum þegar þar að kemur. Aðspurður hvort annar álags- toppur væri ekki framundan við að undirbúa gildistöku nýja stað- greiðslukerfisins, kvað hann svo vera. Raunar væri þegar byrjað að vinna að undirbúningi þeirra en eftir því sem á árið liði væri það öruggt að álagið yrði stöðugt meira á það starfsfólk sem fyrir væri hjá ríkisskattstjóra. Ekki vissi hann hvort fjölgað yrði starfsfólki vegna þessa: „Er ekki talað um það á hverju ári að fjölga starfsfólkinu, en það virðist ekki koma mikið út úr því,“ sagði Kristján að lokum. grh Umdeildar framkvæmdir hefjast brátt við Tjamarbakkann við Fríkirkjuveg. Er ótti manna um að ætlunin sé að breikka Fríkirkjuveg svo að nokkurra metra skák skerist af Tjörninni, ástæðulaus? Mynd: E.ÓI. Tjarnarbakkinn Umdeildar framkvæmdir Katrín Fjeldsteð, borgarfulltrúi: Algerlega andvíg breikkun Fríkirkjuvegar á kostnað Tjarnarinnar. Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt: Get ekki annað séð enað sneiða eigi afTjörninni. Guðrún Ágústsdóttir, borgarfulltrúi: Aðalskipulagið gerir ráð fyrir að tekið verði afTjörninni að er löngu tímabært að gera við Tjarnarbakkana. Því er ekki að neita að ýmsir umferðar- menn hafa talað um að breikka Fríkirkjuveginn, en slík ákvörð- un hefur alls ekki verið tekin. Ef svo er þá hefur verið komið aftan að mér, sagði Katrín Fjeldsteð, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins um umdeildar framkvæmdir við Tjarnarbakkann Fríkirkju- vegarmeginn. - Ég er algerlega á móti því að ganga á Tjömina. Það er sjálfsagt að lappa uppá Tjarnarbakkana og gera fólki kleift að komast nær vatnsyfirborðinu til að njóta bet- ur Tjarnarinnar og fuglalífsins með því að færa bakkann neðar en nú er, sagði Katrín Fjeldsteð. - Ég hef grun um það að þarna sé verið að fela breikkun Frí- kirkjuvegar, sem á að koma í framhaldi af Hlíðarfæti, - vegi fyrir neðan Öskjuhlíðina og við Nauthólsvíkina, er tengist við fyrirhugaða Fossvogsbraut. Að ætla sér að beina þannig umferð- inni inn í miðborgina, sem getur engan veginn tekið við fleiri bfl- um, er fáránlegt, sagði Auður Sveinsdóttir. - Það er engan veginn raun- hæft að hafa gangstíg niður við vatnsyfirborðið við Fríkirkjuveg- inn. Hávaðinn og loftmengunin frá umferðinni gerir það að verk- um að enginn kemur til með að njóta Tjamarinnar við þennan stíg. Það væri mikið nær að gera fólki kleift að komast niður að vatninu Tjarnargötumeginn, sagði Auður Sveinsdóttir. - í aðalskipulagi Reykjavíkur og Kvosarskipulaginu er gert ráð fyrir að breikka þurfi Sóleyjar- götu og Fríkirkjuveg til að taka við aukinni umferð í miðborgina með því nýbyggingarmagni sem þar er fyrirhugað að byggt verði næstu árin. Þar með þarf að taka af Tjöminni góða skák og Hljóm- skálagarðinum einnig. Þetta get- um við Alþýðubandalagsmenn ekki fallist á, sagði Guðrún Ágústsdóttir, borgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins. - Þessar framkvæmdir við Tjarnarbakkann miða ekki að því að breikka Fríkirkjuveginn, það er ekkert afráðið um þá breikkun. Ég er á þeirri skoðun að æskilegt sé að breikka Frí- kirkjuveg og Sóleyjargötu ein- hvemtíma á næstu 20 árum, svo þessar götur geti tekið á móti um- ferð af fyrirhugaðri Fossvogs- braut og Hlíðarfæti, sagði Þórar- inn Hjaltason, verkfræðingur umferðardeildar borgarinnar. -RK Halló Fjögur þúsund farsímar íslandþriðja söluhœsta landið íEvrópu. Rúmlegafjögurþúsund farsímar seldir. Kerfið sprakk strax í byrjun. Fjölgun stöðva og rása stendur yfir Samkvæmt nýjustu söluskýrsl- um erlendis frá um sölu á far- síma í Evrópu erum við í þriðja sæti á eftir Noregi og Svíþjóð og er þá miðað við hina frægu höfða- tölu. Þetta kemur okkur ekki á óvart þar sem rúmlega fjögur þúsund farsímar eru seldir hér á landi, segir Htimar Gunnarsson, deildarstjóri radio-deildar Pósts & Síma. Að sögn Hilmars þá kom það flatt upp á Póst & Síma hvað ís- lendingar tóku fljótt við sér þegar farsíminn kom fram á sjónarsvið- ið. Lætur nærri að farsímakerfið hafi sprangið strax í byrjun. Nú þegar eru komnar upp rúmlega 30 móttökustöðvar út um allt land fyrir farsímann og um 150 rásir. Það hefur hvergi dugað og er þegar búið að panta fleiri mót- tökustöðvar og útbúnað til að fjölga rásum. Er stefnt að því að rásimar verði um 230 víðs vegar um landið þegar búið verður að koma þeim í samband. En eins og notendur farsímans vita þá hefur gengið erfiðlega að ná sambandi við farsímanúmer og er það vegna þess að kerfið hefur ekki getað annað álaginu. En það stendur til bóta. grh Kosningarnar 1983 utanþingssljóm? Undirbjó Vigdís Finnbogadóttir, forseti, hóf undirbúning að myndun utanþingsstjórnar, þegar einung- is 3 vikur voru liðnar frá kosning- um - er staðhæft í síðasta HP. Upplýsingar um þetta fóru svo leynt, segir blaðið, að einungis örfáir æðstu forystumanna Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks vissu af fyrirætlan forseta. í fréttinni segir, að forseta hafi litist svo á ástand mála eftir kosn- ingarnar 1983, að nauðsynlegt forsetinn væri að ný ríkisstjórn tæki við fyrir 1. júní, þrátt fyrir að þá hefði einungis mánuður verið lið- inn frá kosningum. Þessvegna hafi Vigdís hafið undirbúning að myndun utanþingsstjórnar, þeg- ar einungis 3 vikur vom liðnar frá kosningum. Svo leynt fóm þessar hug- myndir forsetans, að sögn HP, að þær bámst ekki nema örfáum æðstu forystumönnum þeirra tveggja flokka, sem síðan mynd- uðu stjórnina. Þeim hafi tekist að verða fyrri til og mynda þing- ræðisstjórn „aðeins nokkmm sólarhringum áður en Vigdís Finnbogadóttir hugðist taka af þeim ráðin.“ Upplýsingar um þetta hafa ekki heyrst áður, og einsog HP segir, virðast þær, ef sannar em, hafa farið mjög ieynt. Þannig sögðust tveir menn, sem vom ráðherrar í síðustu ríkisstjóm ekkert vita um málið, og for- maður þingflokks Sjálfstæðis- manna, Ólafur G. Éinarsson, sem átti aðild að stjómarmynd- unarviðræðunum vorið 1983, kvaðst heldur aldrei hafa heyrt um þessar fyrirætlanir Vigdísar. „Þetta em pottþéttar upp- lýsingar“, sagði hins vegar Garð- ar Sverrisson, höfundur HP- greinarinnar. „Ég hef mjög áreiðanlegar heimildir fyrir þessu.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.