Þjóðviljinn - 21.07.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.07.1987, Blaðsíða 8
Bárufélögin - vamarsamtök sjómanna Upp úr miðri 19. öld urðu alda- hvörí í sögu íslendinga. Fram- leiðsla jókst og fjármagn mynd- aðist í landinu til athafna og fram- kvæmda en við það komst rót á það sveitaþjóðfélag sem hér hafði verið öldum saman. Fólk fluttist úr sveitunum að sjávarsíð- unni og þéttbýlisstaðir mynduð- ust. Við það jókst verkaskipting og nýjar atvinnugreinar uxu úr grasi. Viðhorf til tíma og vinnu breyttist sem annað. Vinnutíma hafði fram á þessa daga verið skipt eftir sólargangi, hófst með birtu og síðan var unnið svo lengi sem birta og veður leyfði. Farið var að mæla vinnutíma í smáar einingar, klukkustundir og enn minni tímaeiningar, og miða vinnutíma og kaup við þær. Vinnutíminn var í fyrstu mjög langur og launin voru lítil. Ein- stakir menn stofnuðu fyrirtæki og hófu atvinnurekstur. Þessi einka- rekstur varð síðan ails ráðandi á síðustu áratugum aldarinnar. í þessum umskiptum breyttist tímaskilningur íslendinga. Hann varð smám saman allt annar en í hinu staðnaða þjóðfélagi fyrr á öldum. Tími frjálsra félagasam- taka var hafinn. Fyrstu félögin Tímamót urðu í sögu frjálsra félagasamtaka á íslandi á níunda áratug 19. aldar, en það var með stofnun tveggja öflugra hreyfinga sem nokkru áður höfðu breiðst út erlendis. Hér er annars vegar um að ræða íslensku samvinnu- hreyfinguna sem hófst fyrir al- vöru með stofnun Kaupfélags Þingeyinga árið 1882. Hins vegar er hér um að ræða stofnun fyrsta góðtemplarafélagsins, í janúar 1884 á Akureyri. Með báðum þessum félögum má segja að fél- agshyggja almennings hafi glæðst og höfðu þessar hreyfingar um- talsverð áhrif á íslenska verkalýðshreyfingu. Það var svo ekki fyrr en seint á níunda áratug aldarinnar að myndað var stéttarfélag, sem svo má kalla, og var það meðal iðn- aðarmanna. Þar voru það prent- arar sem riðu á vaðið. Iðnaðar- menn höfðu búið við hið mesta atvinnuleysi í mörg ár og voru prentarar einn fámennasti hópur- inn meðal handverks- og iðnað- armanna. Prentarar stofnuðu fé- lag sitt 2. janúar 1887. Ástæða þess að samtökin voru mynduð virðist hafa verið ótti við atvinnu- leysi. f lögum félagsins er kveðið á um að það skuli setja nákvæmar og sanngjarnar reglur um tölu prentnema og prófun þeirra og séu prentsmiðjueigendur annar málsaðilinn, en félagið hinn. Einnig áttu prentsmiðjueigendur og nefnd félagsins að semja verð- JónGunnar Grjetarsson skrifar um myndun verkalýðsfélaga á íslandi. Prentarar voru frumherjar íslenskrar verkalýðshreyfingar. I kjölfarið fylgdu aðrar starfsstéttir lagsskrá um tímakaup og ákvæði- svinnu. Þetta fyrsta stéttarfélag á landinu lifði ekki lengi. Það logn- aðist út af þrem árum síðar og nýtt var ekki stofnað fyrr en 4. apríl 1897. Það var Hið íslenska prentarafélag. Kjör prentara voru léleg, sömuleiðis vinnuað- staða og mikið var um ákvæðis- vinnu. Oryggisleysi var mikið hjá þeim og atvinnuleysi algengt. Til- gangur félagsins (frá 1897) var að efla og styrkja samheldni meðal prentara, vernda og styrkja at- vinnu þeirra. Aðrir iðnaðarmenn fylgdu í kjölfarið og voru það skósmiðir í Reykjavík, en þeir mynduðu með sér samtök í febrú- ar 1888. Þar var hræðslan við atvinnuleysið og offjölgun í greininni aðal hvatinn að stofn- uninni. Þetta félag lognaðist líka snemma útaf. Þögnin rofin Eftir hina skömmu ævi prentara- og skósmiðafélagsins var frekar hljótt um alþýðusam- tökin á íslandi. Engin stéttafélög voru stofnuð svo sögur fari af fyrr en árið 1894. Þó færðist ekki deyfð yfir félagsstarfsemi í landinu því mörg félög voru stofnuð á þessu tímabili. Tvö þeirra höfðu nokkurn blæ hagsmunasamtaka eða urðu hagsmunasamtök síðar. Er hér annars vegar um að ræða Hið ís- lenska kennarafélag sem stofnað var 16. febrúar 1889 og hins vegar Verslunarmannafélag Reykja- víkur sem stc^nað var árið 1891. Það var svfe ekki fyrr en síðla árs 1894 að þögnin var rofin. Sjó- menn voru farnir að hugsa sér til hreyfings. Það sem knúði háseta til að stofna félagsskap var stofn- un Útgerðarmannafélagsins við Faxaflóa 30. september 1894. Reynt var að saka háseta um of háar launakröfur og þær taldar stofna útgerðinni í voða þegar mæta þyrfti erfiðleikum. Útgerð- armannafélagið gerði einhliða samþykkt um ráðningarskilyrði háseta sem vakti mikinn kurr meðal þeirra. Það leið ekki nema einn og hálfur mánuður þar til hásetar höfðu fundið mótleik. Það var stofnun sjómannafélags- ins Bárunnar í Reykjavík þann 14. nóvember 1894. Úm tildrög og stofnun Bárunnar segir í ísa- fold þann tuttugasta: „Útgerðarmenn í Reykjavík hafa nýlega stofnað með sér félag til að vinna að hagsmun- um sínum. Félagsstofnun þessi hefur nú orðið til þess, að sjómenn komu á sam- tökum sín á milli, enda munu þeir hafa fengið veður af því, að tilgangurinn með stofnun útgerðarmannafélagsins væri m.a. sá að halda niðri kaupi sjómanna og jafnvel lækka það...“ f kjölfarið fylgdu fleiri félags- deildir á nokkrum stöðum suð- vestanlands. Þessi fyrstu félög sjómanna voru ekki langlíf og lögðu þau niður starfsemi sína í upphafi þessarar aldar. En mörg voru reist á rústum þeirra að nýju. í Reykjavík tók t.d. Sjó- mannafélag Reykjavíkur við starfseminni þar. Bárufélögin voru upphaflega varnarsamtök sjómanna gegn til- raunum útgerðarmanna að lækka laun þeirra. Samtökin voru því alla tíð fremur til varnar en sókn- ar. Eitt þeirra mála sem Bárufé- lögin beittu sér fyrir var krafan um launagreiðslur í peningum. Það var víða svo að kaupmenn ráku þilskipaútgerð og greiddu þeir sjómönnum oft með úttekt í verslunum sínum. Þannig höfðu kaupmenn meiri hagnað af launþegum sínum. Vöruúttektin var algeng launagreiðsla um og fyrir síðustu aldamót og var kaupmannavaldið enn það sterkt að minnti á forna einokun. Með stofnun Bárunnar hófst óslitin saga stéttarsamtaka á íslandi og í Bárufélögunum fengu menn reynslu í kjarabaráttu og félags- starfsemi. Fyrstu sporin Undirstaða helstu atvinnu- fyrirtækjanna var fremur ótrygg rétt fyrir aldamótin, því veiðarn- ar vildu bregðast og atvinnuör- yggi var því lítið. Þar að auki kom mikið af aðkomufólki til vinnu þegar uppgripatími fór í hönd. Við þessar aðstæður gerðu ís- lenskir verkamenn fyrstu tilraun til að mynda félag ófaglærðra verkamanna. Hér er um að ræða verkamenn í höfuðstað Austur- lands á þessum tíma. Á Seyðis- firði hófust verkamenn handa um stofnun Verkamannafélags Seyðisfjarðar haustið 1896. Til- gangur þess var að stytta vinnu- tímann og hækka launin. Form- lega tóku lög félagsins ekki gildi fyrr en 1. maí 1897 en þó má ætla að starfað hafi verið á grunni lag- anna fram að þeim tíma er þau voru kynnt þann 30. apríl sama ár. Markmið félagsins var að vernda réttindi verkafólksins. Félagið fór fram á 10 tíma vinnu- dag og lítilsháttar kauphækkun. Þarna kom fram skýlaus yfirlýs- ing um stéttareðli og baráttumál samtakanna. Þetta félag hætti störfum um aldamótin en þá hafði dofnað yfir atvinnulífi stað- arins. Nokkur vafi hefur leikið á því hvort félagið á Seyðisfirði hafi verið fyrsta stéttarfélag verka- manna hérlendis, því að um svip- að leyti gerðu ófaglærðir verka- menn á Akureyri tilraun til að stofna með sér samtök. Lög fé- lagsins voru samþykkt á fyrsta fundi þess 19. apríl 1897 og hlaut nafnið Verkamannafélag Akur- eyrarkaupstaðar. í lögum félagsins er greint frá markmiðum og eðli þess á þá 8 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrlftjudagur 21. Júlí 1987 leið, að það eigi að reyna að koma í veg fyrir skuldaverslun meðal verkamanna, bæta kjör þeirra og venja þá við að hjálpa hver öðrum af fremsta megni án allrar sérdrægni og sundrungar. Einnig ætlaði félagið að fá 10 tíma vinnudag viðurkenndan og koma á kaupgreiðslum í pening- um. Þetta félag varð ekki langlíft frekar en félagið á Seyðisfirði. Nýtt var stofnað árið 1906 og fékk nafnið Eining. Gamla fé- lagið var formlega leyst upp ári síðar eftir að hafa ekkert starfað í nokkur ár. Með verkalýðsfélög- unum á Seyðisfirði og á Akureyri stigu verkamenn fyrstu sporin á þróunarbraut stéttarsamtaka verkamanna á íslandi. í febrúar 1902 voru svo samþykkt lög á Al- þingi um kaupgreiðslu í pening- um. Þar með hafði íslenskt verka- fólk unnið sigur í einu mikilvæg- asta baráttumáli fyrstu samtaka þess. Alþýðan í Reykjavík Á stærsta vinnusvæði landsins, Reykjavík, stofnuðu verkamenn, einnig sín samtök. Sagnir um þá stofnun bárust um bæinn í byrjun janúarmánaðar 1906. f ísafold eru þessari flugufrétt gerð skil 5. janúar: „Verkamannafélag, er á að heita „Dagsbrún“, er verið að stofna hér í bænum. Markmið þess á meðal annars að vera, að styðja og efla atvinnu félags- manna, að koma á fót betra skipulagi að því er alla dag- vinnu snertir, að takmarka vinnu á öllum sunnu- og helgi- dögum, að auka menningu og bróðurlegan samhug innan fé- lagsins og að styrkja þá félags- menn eftir megni er verða fyrir slysum eða öðrum óhöppum.“ Á stofnfundi Dagsbrúnar, 26. janúar 1906, voru gerðar sam- þykktir um laun og vinnutíma. Það var gert á þann hátt að lög félagsins voru í tvennu lagi. Ann- ars vegar voru hin venjulegu fé- lagslög og hins vegar aukalög með ákvæðum um laun, vinnu- tíma og önnur vinnuskilyrði. Vinnutíminn var ákveðinn frá kl. 6 að morgni til kl. 6 að kvöldi. Venjulegur vinnudagur var því 11 klukkustundir ef frá eru dregnir kaffi- og matartímar. Dagvinnutíminn hélst þannig óbreyttur allt til ársins 1930. Kaup var mjög misjafnt eftir landshlutum og var Dagsbrúnar- taxti oftast hærri en aðrir. Árið 1913 hóf Dagsbrún útgáfu „Verkamannablaðsins“ og var þar komið málgagn verkafólks. Þar var skrifað um verkalýðsmál, upplýsingar til verkamanna var þar að finna og fljótlega hófust þar skrif um stjórnmál, en þau áttu eftir að verða vettvangur verkalýðsfélaganna síðar. Um þær mundir sem blaðið kom út voru að hefjast fram- kvæmdir við hafnargerð í Reykjavík og neitaði hinn danski atvinnurekandi að fara að lögum Dagsbrúnar. Hann vildi meðal annars lengja dagvinnuna um tvo tíma. Verkamenn voru ekki sáttir við þessa árás á kjör sín og fóru í verkfall. Það mun hafa verið fyrsta verkfallið í Reykjavík. Þessum deilum lauk með sigri Dagsbrúnar og gerður var skrif- legur samningur við hina dönsku atvinnurekendur um kaup, vinnutíma og önnur vinnuskil- yrði. Þetta var fyrsti skriflegi samn- ingurinn sem Dagsbrún gerði. Verkamenn voru að efla samtök sín og kom það vel í ljós með þessu verkfalli og útgáfu Verka- mannablaðsins. I blaðinu komu meðal annars fram hugmyndir í þá átt að alþýða manna ætti að eiga fulltrúa á þingi. Þar gætu verkamenn varið hagsmuni sína og tekið þátt í að stjórna landinu. Verkalýðsbaráttan var að fá á sig æ pólitískari svip. Verkakonur stofnuðu einnig sín félög. í Reykjavík stofnuðu þær Verkakvennafélagið Fram- sókn árið 1914 til þess að styðja og efla hagsmuni og atvinnu kvenna. Köma átti á betra skipu- lagi á alla daglaunavinnu þeirra og takmarka vinnutíma. Skuggahliðar samtímans Útgerð varð stórrekstur eftir 1912 og sogaði til sín mikið vinnu- afl og olli örri fólksfjölgun í bæj- um. Henni fylgdu ýmsar skugga- hliðar og nægir að nefna óhóflega langan vinnudag, lág laun og húsnæðisskort. Eins og jafnan hefur verið var vinna við útgerð stopul og tekjur því óvissar. Jafnvel þótt vinna fengist var kaupið svo lágt að verkamenn gátu varla lifað á því. Talið er að árið 1914 hafi þótt gott að verka- maður hefði 750 krónur í tekjur á ári, en á sama tíma hafði menntaskólakennari um 4000 krónur á ári. Verkamenn með svo lágar tekjur gátu ekki veitt sér að borða kjöt, smjör eða drekka mjólk. Þeir urðu að láta sér nægja ódýrasta fisksmælki, brauð, smjörlíki, svart kaffi, sykur, kál- meti og hafragrauta sem ekki taldist til betra fæðis á þessum árum. Á stríðsárunum fyrri (1914-1918) hækkaði svo öll er- Iend nauðsynjavara mikið í verði, svo sem kol, olía og nýlendu- vörur. Þetta hafði í för með sér kjararýrnun hjá launamönnum þar sem laun hækkuðu ekki að sama skapi. Sameinuð stöndum vér... Bilið milli ríkra og snauðra breikkaði og stéttaátökum með nýju sniði var boðið heim. Jafn- framt því hækkaði húsaleiga í Reykjavík mikið á þessum árum, einkum síðari hluta stríðsins og næstu ár á eftir. Kaup verka- manna (miðað við Dagsbrúnar- taxta) var langt á eftir ört vaxandi dýrtíð stríðsáranna fyrri og árin þar á eftir. Verkalýðsfélög voru mynduð víðs vegar um landið, einkum í kaupstöðum og þorpum. Þau mynduðu allsherjarsamtök sín í minni, Alþýðusamband íslands, árið 1916. Tilgangur þess var að auka samstarf íslenskra alþýðufé- laga og miða að því að bæta og efla hag alþýðunnar. Erfiðleikar stríðsáranna urðu til þess að skerpa stéttaandstæðurnar hér á landi, en stuðluðu jafnframt að því að meiri festa komst á samtök launamanna. Ný félög voru stofnuð, bæði verkalýðsfélög og stjórnmálafélög. Verkalýðsmál og stjórnmál voru ekki lengur aðgreind. Þetta kom vel í ljós er heildarsamtökin voru mynduð. Verkalýðsmál og stjórnmál urðu þannig snemma nátengd. í fyrstu takmarkaði verkalýðshreyfingin starf sitt við faglega baráttu stéttarinnar og aðra samhjálp, án þátttöku í stjórnmálastarfi. Þegar verka- lýðsfélögin urðu fjölmennari og völd þeirra og áhrif jukust, hlaut að koma að því að þau létu stjórnmál til sín taka, sem þau og gerðu. Nýir framleiðsluhættir og breytt þjóðfélag í kjölfar þess var ákveðinn hvati að uppgangi fé- lagshreyfinga og stéttarfélaga undir lok síðustu aldar. Stéttafé- lögin voru almennt séð stofnuð til að vernda hagsmuni félaga sinna og þar var óttinn við atvinnu- leysið stór þáttur. Prentarar voru frumherjar ís- lenskrar verkalýðshreyfingar eins og starfsbræður þeirra í flest- um öðrum löndum og í kjölfarið fylgdu svo aðrar starfsstéttir. Það er síðan frá stofnun Bárunnar að saga íslenskra stéttasamtaka hef- ur ekki slitnað. Starf stéttasam- takanna bar ekki hátt í umróti samtímans, en launastéttimar höfðu kvatt sér hljóðs. Þriðjudagur 21. júll 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.