Þjóðviljinn - 21.07.1987, Blaðsíða 11
_ ÖRFRÉTTIR mmm
Sovétmenn
og Bandaríkjamenn hafa mikinn
áhuga fyrir því aö fá að sprengja
kjarnasprengjur í löndum hvorra
annarra, neðanjaröar og ítilraun-
askyni. Þetta kom fram í máli
bandarísks embættismanns í
gær sem kvað nefndir ríkjanna
hafa setið samningafundi um
þetta mál alla síðustu viku. Til-
gangurinn með slíkri sprengi-
samvinnu kvað vera sá að sam-
ræma mælikvarða á orkustyrk
kjarnsprengja.
íranir
láta ekki bjóða sér hvað sem er
og síst það að meintur hryðju-
verkamaður úr þeirra röðum sé
yfirheyrður af lögreglu erlends
ríkis og má þá einu gilda hvort
hann hafi framið morð í því ríki og
sé enn staddur þar. Franska lög-
reglan situr um hús það er fyrrum
var íranska sendiráðið í París því
þar innan dyra er enn meintur
glæpamaður. En íranska lögregl-
an geldur líku líkt og heldur að-
setri frönsku sendinefndarinnar í
Teheran í herkví þó ekki sér þar
neinn á fleti fyrir sem sprengt hef-
ur Persa í loft upp. Þeir bjóðast til
að létta umsátrinu geri Frakkarnir
slíkt hið sama.
Nakinn
og smurður smjörlíki frá hvirfli til
ilja smó fangi nokkur út um ör-
mjótt kýrauga á klefa sínum og
slapp. Þetta gerðist í Svíaríki í
gær og er mikill álitshnekkir fyrir
yfirmenn fangelsisins því svo
virðist sem fanginn hafi trítlað út
um opið hlið fram hjá haukfrán-
um sjónum varða sem ekki sáu
neitt athugavert við klæðaburð
mannsins. En glugginn sem
hann skreið út um er svo mjór að
kvenfangavörður nokkur gat ekki
með nokkru móti rekið höfuðið út
um hann.
Skólastjórum
við breska einkaskóla er í sjálfs-
vald sett hvort þeir berja nem-
endur sína með priki ef þeim
finnst einkunnir þeirra of lágar. (
gær sýknaði dómari nokkur
skólastjóra nokkurn í Lundúnum
af ákæru um líkamsárás en hann
hafði skeytt skapi sínu á þjó-
hnöppum þrettán ára gamals
nemanda sem ekki féll honum í
geð. Pilturinn hafði ekki staðið
sem skyldi í prófum. Flann kærði
og lagði fram læknisvottorð máli
sinu til sönnunar en allt kom fyrir
ekki. Eftir hálfan mánuð ganga í
gildi lög sem banna líkamsrefs-
ingar við breska ríkisskóla en
kennurum við einkaskóla verður
eftir sem áður heimilt að leggja
hendur á nemendurna.
ERLENDAR FRÉTTIR
Jafnaðarmönnum varð
að ósksinni í
kosningunum á
sunnudag og hrepptu
hreinan meirihluta á
þingi. Silva
forsœtisráðherra
hyggst knýjafram
stjórnarskrárbreyting-
ar til að gera sölu
ríkisfyrirtækja
mögulega
Jafnaðarmenn undir forystu
Anibals Cavacos Silvas forsæt-
isráðherra brutu blað í sögu Port-
úgals á sunnudaginn var er flokk-
ur þeirra vann hreinan meiri-
hluta á þingi. Slíkt hafði ekki
gerst frá því lýðræði var endur-
reist í landinu árið 1974.
Þótt talningu væri ekki að fullu
lokið í gær virtust jafnaðarmenn
ætla að hreppa 146 af 250 þing-
sætum. Þar með varð ljóst að Sil-
va þarf á næstu fjórum árum ekki
að standa í stímabraki og tíma-
frekum samningaviðræðum við
andstæðinga sína til að koma
málum í gegnum þingið, dagar
minnihlutastjórna eru liðnir í bili.
En þar með er ekki öll sagan
sögð. Og Silva er það ljóst. Eftir
úrslitin flutti hann ávarp þar sem
hann sagði landa sína augljóslega
hafa séð hve brýn nauðsynin væri
fyrir stöðuleika í portúgalskri pó-
litík og sagðist ætla að reyna að
ná víðtækri samstöðu um stjórn-
arskrárbreytingar.
Kjarni málsins er sá að Silva
hyggst selja stóran hluta ríkisfyr-
irtækja í Portúgal en skömmu
eftir byltinguna árið 1974 var
þorri fyrirtækja þjóðnýttur og
ríkiseign framleiðslutækja bund-
in í stjórnarskrá. Þótt Silva hafi
þennan meirihluta á þingi þá er
hann ekki nægilegur til að geta
gert breytingar á stjórnarskrá, til
þess þarf 2/3 atkvæða á þingi.
En hann er bjartsýnn því sósí-
alistar hafa margoft fullyrt að
Portúgölum væri nauðsynlegt að
búa við blandað hagkerfi og því
þyrfti að gera breytingar á
stjórnskipunarlögunum. Og Só-
síalistaflokkurinn undir forystu
Fundarsalur þinghallarinnar í Lissabon, höfuðborg Portúgals. Á efri myndinni er hæstráðandi salarkynnanna, Anibal
Cavaco Silva forsætisráðherra.
Vitors Constancios hélt sínum 57
sætum á þingi svo ekkert ætti að
vera því til fyrirstöðu að nægi-
legur meirihluti fáist fyrir
breytingunum.
Formaður Kommúnistaflokks-
ins, Alvaro Cunhal, er aftur á
móti algerlega andvígur mark-
aðsbúskap. Hann var augljóslega
sleginn yfir sigri jafnaðarmanna,
kallaði kosningaúrslitin „ósigur
fyrir lýðræðið" og hvatti menn til
að slá skjaldborg um stjórnar-
skrána.
Kommúnistar töpuðu aðeins
örfáum þeirra 38 sæta sem hann
hafði á síðasta þingi. En tveir
flokkar guldu hroðalegt afhroð.
Endurreisti lýðræðisflokkur-
inn var stofnaður fyrir tveim
árum um Ramalho Eanes er hann
lét af forsetaembætti. Þegar
gengið var til kosninga þá naut
flokkurinn vinsælda forsetans og
fékk 45 menn kjörna. Nú var
hinsvegar annar uppi enda Eanes
ekki jafn mikið í sviðsljósinu og
fyrrum. Flokkurinn vann aðeins
sjö þingsæti. Þegar úrslitin bárust
Eanes til eyrna hné hann niður og
fáeinum mínútum síðar var bólg-
inn botlangi fjarlægður úr kviðar-
holi hans!
Kristilegir demókratar voru
nánast þurkaðir út. Hætt er við
að eldar logi nú undir stól Adri-
anos Moreiras formanns því af 22
þingsætum héldu hann og félagar
aðeins fjórum eftir kosningarnar
á sunnudag. -ks.
Gautaborg
Kyiro og
ró við
höfnina
Samúðarverkfall 80
kranastjóra veldurþvíað
ekki er hœgt að afgreiða
skip ístœrstu höfn á
Norðurlöndum
Nicaragua
Hljóðlát þjóðhátíð
Hatrammar deilur geisa nú í
sænsku verkalýðshreyfing-
unni um það ' rt 11 krana-
stjórar við höF Köping, smá-
bæ steinsnar Stokkhólmi,
skuli vera féla. Stéttarfélagi
flutningaverkar la ellegar
Samtökum bæj rfsmanna.
Ellefumennin; rnir þverneita
Ortegaforseti hvetur bandaríska þingmenn til að hafa vitfyrirforseta sínum
r
Asunnudag voru liðin átta ár
frá því alþýðubylting batt
enda á 40 ára ofrflki Somozaættar-
innar i Nicaragua. Hátíðahöld
voru með minna móti í ár en oft
áður því um þcssar mundir láta
Kontraliðar æ meir að sér kveða.
Þeir eru búnir fullkomnum vopn-
um sem 100 miljón dala aðstoð
Bandaríkjastjórnar hefur gcrt
þeim kleift að kaupa og fyrir vikið
eru þeir verri viðskiptis, einkum
fyrir óbreytta borgara.
Engu að síður minntust menn
þessara tímamóta og komu um 10
þúsund manns saman í Matag-
alpa sem er héraðshöfuðborg um
96 kílómetrum norðan höfuð-
borgarinnar Managua.
Daníel Ortega forseti flutti að-
alræðuna og varaði hann banda-
ríska þingmenn eindregið við því
að láta Reagan forseta draga sig
útí „Víetnamævintýri", að þessu
sinni í Mið-Ameríku.
„Þingmennirnir hljóta að skilja
að það hefur minni útgjöld í för
með sér fyrir Bandaríkjamenn að
standa uppí hárinu á Reagan en
að leggja útí hernaðarævintýri,"
sagði Ortega.
Á sunnudag ítrekaði Reagan
óskir sínar um að þingið léti enn
meira fé af hendi rakna til
Kontraliðanna, í fyrra fengu þeir
100 miljónir en í ár kveður hann
þeim ekki veita af 105 miljónum
dala. Hann fullyrti að þessir
málaliðar sínir væru eina frelsis-
aflið sem stæði í vegi fyrir því að
Mið-Ameríka yrði alsovéskt
áhrifasvæði.
En Ortega segir Kontraliðana
spillta og gersamlega ófæra um
að kollvarpa Sandinistastjórn-
inni. Eina leiðin til þess sé bein
íhlutun bandarísks herliðs og ótt-
ist hann að Reagan láti fyrr en
síðar undan þeirri freistingu að
gefa skipun um árás.
Efnahagur Nicaraguamanna
stendur mjög höllum fæti um
þessar mundir, verðbólga er gíf-
urleg, skortur er á öllum sviðum
og framleiðsla hefur dregist sam-
an.
Ortega sagði árásarstefnu
Bandaríkjastjórnar hafa kostað
ríkiskassa Nicaragua um 2,8 milj-
arða dala frá því árið 1981. Þá
væri hann ekki aðeins að ræða um
skemmdarverk Kontraliðanna
heldur einnig þá staðreynd að
fjöldi ríkisstjórna hefði látið
undan þrýstingi frá Washington
og hætt að veita stjórn sinni lán
og styrki. Ennfremur hefðu
margir gamlir viðskiptavinir hætt
að kaupa vörur frá landinu af ótta
við refsiaðgerðir Reaganstjórn-
arinnar.
Meginútflutningsvörur Nicar-
aguamanna eru ýmisskonar land-
búnaðarafurðir. Árið 1981 fluttu
þeir út fyrir 500 miljónir dala en á
síðasta ári seldu þeir aðeins fyrir
220 miljónir, þökk sé þingi og
stjórn Bandaríkjanna.
-ks.
að láta flytja sig luðuga í fyrr-
nefnda félagið ilja ekki una
úrskurði sæn Alþýðusam-
bandsins í þá vc Og kollegar
þeirra hafa samuö með þeim og
sýna það í verki.
í gær lögðu 94 kranastjórar
niður vinnu, þar af 80 við stærstu
höfn Norðurlanda í Gautaborg
og 14 við höfnina í Oskarshamn í
suðaustur Svíþjóð.
Um höfnina í Gautaborg fer
um fimmtungur af inn- og út-
flutningsvörum Svía og kvörtuðu
yfirvöld þar sáran yfir því að skip
yrðu nú að afferma vörur annars
staðar.
„Ef verkfallið stendur yfir í
meira en viku mun það gereyða
því góða orði sem fer af höfninni
...við töpum að minnsta kosti 1,5
miljón krónum á dag,“ sagði
hafnaryfirv'ald nokkurt og bar sig
að vonum illa.
Þrlðjudagur 21. júlf 1987 ÞJÓÐVILJINk- SÍÐA 15